Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 19
Þúsund aldraðir deila herbergi með öðrum Erum við góð við gamla fólkið? Það er spurning sem vaknar þegar litið er yfir afdrif og að- stæður margra eldri borgara. Málefni þeirra hafa verið nokkuð áberandi í samfélagsumræðunni undanfarið. Umræða um aðbúnað þeirra sem hafa lokið ævistarfi og eiga að njóta efri áranna í öryggi velferðarsamfélags sem gerir þeim hátt undir höfði og sýnir virðingu og þakklæti fyrir að hafa byggt það samfélag sem við búum í. Þarna er pottur brot- inn og fjarri því að viðunandi sé staðið að málum. Margar fjöl- skyldur lenda í alvarlegum vanda vegna þessa og aldraðir upplifa niðurlægingu og frelsisskerðingu í stað virðingar og öryggis. Sérstaklega er alvarleg staða þeirra sem þurfa að deila her- bergi með öðrum á hjúkrunar- og dvalarheimilum sem ekki er maki viðkomandi eða sambýling- ur. Fyrir nú utan biðlistana inn á stofnanir fyrir þá aldraða sem ekki geta lengur verið heima. Framtíðin á að vera sú að fólk geti verið heima eins lengi og hægt er með öfluga heimaþjón- ustu og sterka þjónustukjarna en flytji síðan á hjúkrunarheimili þegar heilsan er orðin þannig að það verði ekki umflúið. Framboð á hjúkrunarrými er síðan sér- stakt mál en víða liggur við neyð- arástandi hvað það varðar og er ferlið í uppbyggingu þeirra af hálfu ríkisins fáranlegt og tefur hana verulega. Á dögunum ræddi ég málefni eldri borgara við heilbrigðisráð- herra á Alþingi í formi fyrir- spurnar sem svo hljóðaði: hve margir aldraðir eru á dvalar- heimilum annars vegar og hjúkr- unarheimilum hins vegar? Hve margir deila herbergi með öðrum, ef hjón eða sambýlisfólk er frátalið, og hve margir eru í einkaherbergjum? Í öðru lagi spurði ég ráðherra hvort til stæði að endurskoða löggjöf um málefni aldraðra og t.d. með það að markmiði að banna að aldrað- ir deili herbergi með öðrum, sé ekki um maka að ræða. Svar ráðherra var nokkuð slá- andi þar sem fram kemur að tæplega þúsund aldraðir deila herbergi með öðrum á hjúkrun- arheimilum! Þessu er erfitt að trúa, sú er staðan og hún er al- varleg. Enda upplifa margir aldraðir bæði sjálfræðissvipt- ingu og skert almenn mannrétt- indi við það að flytja inn á öldr- unarstofnun. Steininn tekur þó úr þegar svo er fyrirkomið að tæplega 1000 manns eru neydd til að deila íbúðarrými með öðr- um óvensluðum. Þetta er okkur ekki til sóma og þessu verður að breyta. Heilbrigðisráðherra lýsti ein- dregnum vilja til að bæta þarna úr og ekki efast ég um hans góða vilja. Hins vegar hefur ríkis- stjórn hægriflokkanna brugðist öldruðum og því er ólíklegt að góður vilji ráðherrans nái fram að ganga. Hann tók hins vegar ekki undir þá skoðun mína að banna það með lögum að aldraðir þurfi að deila íbúð, herbergi, með öðrum en maka eða sambýl- ingi. Það er eina leiðin að mínu mati og vona ég að fyrirspurnin og svarið verði jákvætt innlegg í umræðuna um það hvort við séum í raun nægjanlega góð við gamla fólkið og úr hverju þurfi að bæta til að svo megi teljast og allir vilja. Núverandi staða er hins vegar fjarri því að vera ásættanleg. ■ 19LAUGARDAGUR 5. febrúar 2005 Dómsvaldið ekki nægilega tryggt? Löggjafarvaldið getur hæglega lamað Hæstarétt með því að fækka dómurum eða jafnvel, í samvinnu við framkvæmd- arvaldið, ákveðið að fjölga dómurum og skipað einungis dómara sem eru hlið- hollir ríkjandi öflum. Verður þetta að telj- ast heldur bágborin vernd fyrir eina af grunnstoðum lýðræðisins. Stjórnarskráin kveður skýrt á um það hverjir geta orðið forseti og alþingis- menn. Erfitt er að finna ástæðu þess að ekki er minnst á það hverjir geti farið með embætti dómara eða hversu margir dómarar skulu skipa Hæstarétt. Þetta er eitt skýrasta dæmið um að dómsvaldinu er ekki gert jafn hátt undir höfði í stjórn- arskránni og öðrum greinum ríkisvalds- ins, þó mikilvægi þess sé síst minna. Katrín Helga Hallgrímsdóttir á Deigl- an.com Vinstra Ísland - hvenær kemur þú? Mestar yrðu þó breytingar á kjörum fólks ef vinstristjórn kæmist til valda. Þær myndu fyrst eiga sér stað í skattkerfinu, enda er þar mikið svigrúm til breytinga. Í stað þess að hygla efnamönnum yrði tek- inn upp þrepaskattur með því yfirlýsta markmiði að stuðla að tekjujöfnun. Slík skattlagning yrði réttlátari en sú sem nú er og myndi draga úr fjölda þeirra sem þurfa að leita sér fjárhagsaðstoðar vegna beinn- ar fátæktar. Dæmi frá Evrópu og Banda- ríkjunum sýna að þrepaskattur virkar þegar kemur að tekjujöfnun en ranglátt skattkerfi færir hins vegar peninga frá hinum efnaminni til hinna efnameiri. Sverrir Jakobsson á Múrinn.is All or nothing Hver er svo ábyrgð manneskju sem býður sig til formennsku í stjórnmálaflokki? All or nothing. Sagt er að 14.000 manns séu skráð í SF. Hver væri nú staðan ef allir nálguðust flokkinn sinn með þessum eig- ingjörnu viðhorfum? Hætt ef ég verð ekki formaður. Samkvæmt orðanna hljóðan telur ISG sig sem sé ekki koma að gagni fyrir félaga sína nema þeir flykkist um for- mennsku hennar. Störf í stjórnmálum eiga að snúast um málefni fyrst og fremst en ekki persónur og allra síst eigin frama. Þess vegna eru hótanir ISG all sérkenni- legar – svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hjálmar Árnason á Tíminn.is Ekki meira en átta ár Og nú hefur sú hugmynd skotið upp kollin- um innan Samfylkingarinnar að menn sitji ekki lengur en átta ár í pólitískum embætt- um. Hvernig ætli Ingibjörgu Sólrúnu lítist á það? Fréttamaðurinn spurði hana að því í gærkvöldi og ekki stóð á svari. „Ég er al- mennt þeirrar þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að sitja mikið lengur en átta ár í embættum sem fylgir pólitískt vald.“ Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir án hiks. Hún hefur nú setið sem borgarfull- trúi í Reykjavík í að verða sautján ár. Fyrir tveimur árum hafði hún aðeins verið borgarfulltrúi í fimmtán ár og borgarstjóri í níu ár. Þá stillti flokkstofnun Samfylking- arinnar henni á framboðslista flokksins til Alþingis. Við það urðu samstarfsmenn hennar í borgarstjórn nokkuð hvumsa því einungis ári áður hafði hún hún látið svo um mælt: „Já, ég fullyrði algerlega að ég er ekki að fara í þingframboð að ári. Það er alveg ljóst.“ Félagarnir vildu hana því burt úr borgarstjórastólnum fyrir að ganga á bak orða sinna en Ingibjörg vildi sitja sem fastast sem borgarstjóri að minnsta kosti í 12 ár. Vefþjóðviljinn á Andríki.is AF NETINU BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ÞING- MAÐUR SAMFYLKINGARINNAR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.