Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 28
Öryggispróf Samkvæmt lögum þurfa allar bílategundir að standast öryggispróf áður en þær eru settar í sölu. Í Evrópu gangast bílar undir próf hjá NCAP og eru öll próf byggð á reglugerð frá Evrópusambandinu en NCAP var stofnað árið 1997.[ Aukin ökuréttindi Nú er rétti tíminn til að afla sér nýrra atvinnumöguleika ! Kennt er á leigu-, vöru- og hópferðabifreið, einnig vörubifreið með eftirvagni. Skólinn býður uppá nútíma kennsluaðstöðu og reynda kennara. Innritun alla miðvikudaga, áfangakerfi. Einnig eru í boði námskeið í vistakstri fyrir einstaklinga og hópa. Sími 567-0300 Þarabakka 3 109 Reykjavík Netfang mjodd@bilprof.is www.bilprof.is Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 ALLT Á EINUM STAÐ • HEILSÁRSDEKK • OLÍS SMURSTÖÐ • BÓN OG ÞVOTTUR • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • NAGLADEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • BREMSUKLOSSAR • PÚSTÞJÓNUSTA SBD, SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Öflugur, þýður og vel búinn Útlitið á Land Rover Discovery 3 hefur fengið andlitslyftingu og ýmsar aðrar framfarir hafa orðið á bílnum. Land Rover Discovery 3 hefur þegið ýmsan lúxusbúnað frá Range Rover og um leið hefur verið bætt við búnaðinn sem gerir þennan bíl að fyrsta flokks jeppa. Óhætt er að segja að Land Rover Discovery 3 hafi komið, séð og sigrað. Bíllinn hefur á þeim mánuðum sem liðnir eru síðan hann var kynntur hlotið alls 31 viðurkenningu, flestar í Evrópu og Bandaríkjunum en einnig í Ástralíu, Mexíkó, Rússlandi og Kína. Þyngst af þessum viður- kenningum vegur áreiðanlega að Discovery 3 var valinn bíll árs- ins af breska bílablaðinu WhatC- ar. Nýi Discoveryinn er vel að öllum þessum verðlaunum kom- inn því bíllinn er eins og hugur manns. Hann er afar aðgengileg- ur, ökumanni líður eins og hann hafi aldrei ekið öðrum bíl um leið og hann hefur tekið af stað. Fjöðrunin er frábær, svo góð að bíllinn siglir yfir hraðahindranir nánast án þess að farþegar finni fyrir (hvort sem það telst nú kostur eða galli!). Viðmót bílsins er einstaklega notendavænt þannig að þótt tæknibúnaðurinn sé mikill þá reynist hann jafnvel óvönum notanda afar aðgengi- legur og auðveldur í notkun. Það sem hefur vakið einna mesta athygli í Land Rover Discovery 3 er hið svo kallaða Terrain Response sem er búnað- ur sem lagar drifbúnaðinn að akstursaðstæðum, svo sem grasi, möl, snjó og aurbleytu. Þessi búnaður er einkar aðgengi- legur í notkun þannig að notand- inn er leiddur áfram. Þótt bíllinn sé stór er hann afar lipur meðal annars vegna þess hversu nákvæmt stýrið er og beygjuradíusinn góður. Sömuleiðis gerir öflug sex þrepa sjálfskipting að verkum að öku- maður finnur varla fyrir þegar hún skiptir milli gíra. Sætin í bílnum eru góð þannig að vel fer bæði um ökumann og farþega, meira að segja í öftustu sætaröð (öftustu sætin tvö eru aukabúnaður). Aftari sætarað- irnar eru upphækkaðar þannig að útsýni er gott, auk þess sem bíllinn er afar bjartur með þremur topplúgum (aukabúnað- ur) með gleri. Þegar sæti eru lögð niður jafnast þau við gólf bílsins þannig að geymslurýmið nýtist mjög vel. Bíllinn er líka einstaklega vel búinn geymslu- hólfum sem er góður kostur í ferðabíl. Reyndur var bíll með dísilvél. Athygli vakti hversu hljóðlát hún var, auk þess sem einangrun bílsins er þannig að varla heyr- ist í vélinni inni í bílnum. Land Rover Discovery 3 er fá- anlegur með TDV6 dísilvél og og V8 bensínvél og kostar frá 5.480.000 (TDV6 vél, 189 hestafla beinskiptur) upp í 7.890.000 (V8 vél, 295 hestafla sjálfskiptur). steinunn@frettabladid.is Nýr Skoda Octavia verður frumsýndur í húsakynnum Heklu í dag. Skoda Octavia hefur verið valinn bíll ársins 2005 í fjórum löndum og Ítalir völdu hann fallegasta bílinn í sínum flokki. Þessi nýja gerð Skoda er stærri, lengri, breiðari, ör- uggari og betur búinn en fyrirrennarinn. Bíllinn er fáanleg- ur með ýmsum gerðum bensín- og dísilvéla og sjálfskipt- ingu. Frumsýning Skoda Octavia hefst klukkan 12 og einnig er opið á morgun. ■ Hefur sópað til sín verðlaunum Hekla frumsýnir nýjan Skoda Octavia. Nýr Skoda Octavia verður frumsýndur hjá Heklu í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA REYNSLUAKSTUR ]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.