Fréttablaðið - 05.02.2005, Side 10

Fréttablaðið - 05.02.2005, Side 10
5. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Til athugunar hjá VR: Greiða ávísanirnar út í peningum ORLOFSMÁL Hjá VR er til athugun- ar að endurskoða orlofsávísana- fyrirkomulagið á næsta ári, jafn- vel með það í huga að greiða upp- hæðina út. Ekkert er þó ákveðið enn þá enda hefur ýmislegt þarna áhrif, til dæmis skattar. „Þetta er stór spurning og það getur vel verið að þetta þróist meira í það form. Það eru hug- myndir um breytingar á næsta ári svo að hugsanlega mun þetta breytast,“ segir Gunnar Páll Páls- son, formaður VR. Hann útskýrir að í þessu sam- bandi séu vangaveltur um að breyta „framsetningu á félaginu“, til dæmis „að safna öllum þessum styrkjum frekar upp í séreigna- sparnað sem er þá bundinn en menn geta leyst út við ákveðnar aðstæður.“ Orlofsávísunin nemur 5.000 krónum á hvern fullgildan félags- mann og 7.500 krónum hafi við- komandi ekki notað ávísunina sína í fyrra. Upphæðin stendur síðan í stað sé ávísunin ekki notuð. Gamla ávísunin fellur úr gildi og er ný send á hverju ári. - ghs Nýr vefur stúdenta: Bylting í þjónustu NÁMSMENN Stúdentaráð Háskóla Ís- lands, í samvinnu við Félagsstofnun Stúdenta, opnaði nýtt vefsvæði fyr- ir stúdenta sem lið í því að auðvelda stúdentum aðgang að þjónustu FS. „Þetta er bylting í þjónustu við stúdenta á Íslandi,“ segir Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdenta- ráðs Háskóla Íslands. „Þarna er að finna á einum stað miðlanir fyrir stúdenta, sem sumar hverjar eru reknar á mörgum mismunandi stöðum í dag,“ segir hún. Jarþrúður bendir á að miðlunin sé unnin með þarfir stúdenta í huga og að Stúdentaráð hafi greint helstu þarfir og eftirspurn stúdenta eftir aðstoð með ýmis mál. „Þetta er liður í því að auðvelda stúdentum lífið, enda verða oft miklar breytingar á högum fólks í upphafi háskóla- náms,“ segir hún. - sda Bílar og mótorhjól keypt á netinu Viðskipti Íslendinga við bandarísk netfyrirtæki jukust um allt að 100 prósent í des- ember miðað við sama tíma í fyrra. Íslendingar sjá sér hag í að kaupa dýra hluti eins og snjósleða, ísskápa, bíla, mótorhjól og húsgögn þegar gengi dollarans er lágt. VIÐSKIPTI Netviðskipti ruku upp í fyrra og þá ekki síst í desember. Lágt gengi dollarans hafði þar mikið að segja. Hjá Flugleiðum frakt jókst innflutningurinn frá Bandaríkj- unum um 64 prósent í fyrra, þar af nam aukningin í desember 80 prósentum miðað við sama tíma í hittiðfyrra. Róbert Tómasson, markaðs- og sölustjóri, segir að þarna sé fyrst og fremst um net- viðskipti að ræða vegna hins lága gengis dollarans og nefnir sem dæmi að Flugleiðir frakt hafi flutt um 200 bíla til landsins fyrir einstaklinga í fyrra. Erling Valur Ingason, tals- maður Shopusa.is, segir að um tvöföldun hafi verið að ræða á netviðskiptum. Íslendingar hafi tekið verslun frá Ameríku opnum örmum og menn hafi gert stórar fjárfestingar, sérstaklega í bílaviðskiptum. Hjá Fedex nam aukningin allt að 40 prósentum. Af hátt í 7.000 sendingum í desember hafi um 30 prósent verið netviðskipti en netviðskiptin hafi nánast engin verið fyrir. „Við mælum smásendingar og sjáum að fólk er að panta allt frá DVD-diskum í tölvuhluti, tölvur og margt fleira,“ segir Jón Ólaf- ur Bergþórsson, framkvæmda- stjóri Fedex. Íslendingar hafa keypt allt mögulegt á Netinu upp á síðkast- ið, ekki síst dýra hluti á borð við sófasett, húsgögn, tölvur og ís- skápa. Þá segir Ragnar Sigurðs- son, starfsmaður í Vöruhúsinu í Keflavík að kaup á bílum, mótor- hjólum og snjósleðum séu algeng. Ragnar hefur þriggja ára reynslu af netviðskiptum. Á þess- um tíma hefur hann keypt um 100 hluti. Hann keypti m.a. Ford '55 í fyrrasumar og kostaði hann 2.800 dollara eða 174 þúsund krónur sé dollarinn 62 krónur. Fyrir síðustu jól keypti Ragnar litla 50 kúbika skellinöðru á 95 dollara sem hann ætlar að leika sér á á go kart-völlum. Flutn- ingurinn til New York kostaði 150 dollara og þá er eftir flutningur- inn heim. Ragnar býst þó við að spara að minnsta kosti 40 þúsund krónur á viðskiptunum. ghs@frettabladid.is Launanefndin: Lág laun ekki málið HAFNARFJÖRÐUR Sjálfstæðismenn í minnihluta bæjarráðs Hafnar- fjarðar mótmælta staðhæfingu Starfsmannafélags Hafnarfjarðar um að bæjarstjórnin standi að grjótharðri láglaunastefnu með því að eiga aðild að launanefnd sveitarfélaga. Starfsmannafélagið hefur ósk- að þess að bærinn semji sjálfstætt við félagsmenn. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir bæjarráð hafa ákveðið að senda erindi þess til starfskjaranefndar eftir fund ráðsins í gær. Þar komi fulltrúar bæjayfirvalda og starfsmanna að málinu. - gag GUNNAR PÁLL PÁLSSON Það eru hugmyndir um breytingar á næsta ári svo að hugsanlega mun þetta breytast. FORD '55 Fordinn nýkominn til landsins. PÁLL SKÚLASON OG JARÞRÚÐUR ÁS- MUNDSDÓTTIR Opna formlega nýjan vef, studentamidlun.is, sem bæta á þjónustu við stúdenta. RAGNAR SIGURÐSSON Hefur m.a. keypt Ford '55 á ebay.com. Fyrir síðustu jól keypti hann litla skellinöðru sem er á leið til landsins. Hann býst við að spara að minnsta kosti 40 þúsund á þeim kaupum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.