Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.02.2005, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 13.02.2005, Qupperneq 40
13. febrúar 2005 SUNNUDAGUR Allt í kringum mig er fólk sem eru einhvers- konar -istar. Fólk sem að- hyllist hinar og þessa stefnur eða hugmynda- fræði, fólk sem er með hinn eða þennan sjúk- dóm, fólk sem á við hitt eða þetta vandamál að stríða eða vinnur við eitt eða annað. Þeir -istar sem ég hef hitt á minni stuttu ævi eru meðal annars – í stafrófsröð; alkó- hólisti, anarkisti, búddisti, dada- isti, dópisti, fasisti, femínisti, fútúristi, grínisti, hassisti, hindúisti, húmanisti, kabbalisti, kalvínisti, kapítalisti, kommún- isti, kúbisti, jazzisti, minimalisti, módernisti, nasisti, nýhilisti, póst-módernisti, rasisti, sport- isti, stalínisti, stílisti, taóisti og svo mætti lengi telja. Það virðist ekki skipta máli hvar mann ber niður, alls staðar er einhvern -ista að finna. Istarnir eru af öllum stærðum og gerðum. Ég vil jafnvel ganga svo langt að segja að -istinn fari ekki í manngreinarálit – mis- muni ekki fólki eftir kynferði, kynhneigð, litarhætti, stærð, þyngd eða hárlit. Þrátt fyrir þessa útbreiðslu -istanna á ég í miklum vandræð- um með að samsama mig með þeim. Ég aðhyllist hvorki hug- myndafræði þeirra, vinn ekki sömu vinnu og á ekki við sama sjúkdóm að stríða – alla vega ekki svo ég viti. Um tíma hélt ég því að ég væri með öllu -istalaus og leið hálfpartinn illa. Það getur verið erfitt að eiga ekki samleið með neinum. Þá áttaði ég mig skyndi- lega á því að ég gæti hugsanlega samsamað mig við sósíalista. Margir eru hins vegar á þeirri skoðun að þeir séu orðnir heldur fáir, sósíalistarnir á Íslandi. Hlutskipti mitt hefði því orðið heldur einmannalegt, ef ekki hefði verið fyrir fallista og jafn- vel fúlista. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON FANN LOKS SINN -ISMA Einmana sósíalisti M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N S M Á R A L I N D Sími 517 7007 Gleðjið konuna 70% afsláttur Aðeins í dag og á morgun ! Miðasala í síma 568 8000 www.HOUDINI.is mögnuð fjölskyldusýning! Verð 1.990.- Litir drapp og svart Stærðir 37 til 41 Kuldaskór Laugavegi 100, S. 561 9444 Berum ábyrg ð á eigin hei lsu! FÆÐUÓÞOL - OFNÆMI ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli Furðufiskur 7,8 kíló. Veiddur á stöng. Trúðfiskur 10,2 kíló. Veiddur á stöng. Grimmhildur Kassandra, 108,4 kíló. Tekin á löpp. Jói veiddi örugglega þann ljótasta! Og þann stærsta! Falskurfiskur 16,3 kíló. Húkkaður á stöng. Blástakkur 9,4 kíló. Veiddur í nót.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.