Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 6
• finnR 6 TíMINN Sunnudagur 23. marz 1975. „Gobafoss í gljúfrasal glymur frammi I Báröardal” kvaö Benedikt Gröndal. Litum á byggð og búskap samkvæmt myndum og skýringum sem Hulda Jónsdóttir i Hliðskógum sendi mér, og rennum fyrst aug- um heim aö gamla framhúsinu á Halldórsstöðum i Bárðardal. önnur myndin sýnir andlit bæjarins þ.e. framhliðina, en á hinni sér einnig i blómskrýddan gafl úr torfi og grjóti — og undir honum stendur heimilisfólk og uppáhaldshestur. Árið 1858 var flutt prestssetur frá Eyjadalsá, er þar var lögð niður kirkja, og að Halldórsstöðum. Þá var prestur Jón Austmann og þjón- aði hann á Halldórsstöðum til 1873. Séra Jón lét byggja þetta framhús, sem enn stendur. Kristlaug Tryggvadóttir fyrr- verandi ljósmóðir, er ólst upp i þessum bæ frá fjögurra ára aldri og enn býr á Halldórsstöð- um, segir svo frá: „Framhúsið var byggt framan við stóran bæ úr torfi og grjóti. Var torfvegg- ur á þá hlið, sem að bænum vissi. Að utanmáli er húsið 20 álnir á lengd,en 6 álnir á breidd. Kvistur á austurhlið rúmar 5 álnir á lengd og 2 2/4 á breidd. Á kvistinum eru tveir gluggar með 6 smáum rúðum hvor. Loft er yfir öllu húsinu, notað til geymslu á mat o.fl., en auðvitað búið á kvistinum. Vængjahurð fyrir bæjardyrum. Úr þeim gengið norður i tvær samliggj- andi stofur, en suður i allstóran skála, er bæði var notaður sem smlðahús og til geymslu á alls- konar tækjum. Einnig var þar brunnur, sem allt neyzluvatn var borið úr. Það er sannarlega myndarlegur svipur á þessum bæ Bárðdælinga. Húsið var allt mjög sterkbyggt. Feikna miklir viðir i grind og þiljum, sennilega flettur rekaviður. Þiljur ganga nokkuð á misvixl, allt neglt með heimaslegnum nöglum með stórum haus! Hús- ið þótti mjög glæsilegt. Hulda segir að á bakvið hafi verið gangur, baðstofa og eldhús, bakdyr og einhverjar fleiri byggingar. Mun um skeið hafa verið að einhverju leyti búið i eldhúsinu. Kalt var i þessu timburframhúsi á vetrum og mun hafa fengizt leyfi hjá kirkjuyfirvöldum til að hlaða þykka torfveggi á báða stafna. Á siðari árum var sett upphitun I stofurnar og búið i þeim. Myndin af bænum og fólkinu var tekin sumarið 1946. Það ár var flutt þaðan i nýtt hús. Glerkista með rúður i nýja húsið ris upp við þilið. Gamla konan á mynd- inni er Maria Tómasdóttir, sem var húsfreyja á Halldórsstöðum i rúma tvo áratugi. Með henni á myndinni er Kristlaug dóttir hennar með börn sio. Hin myndin er tekin 1973. Nú býr prestur ekki lengur á Halldórsstöðum en þar eru þrjú býli og nóg athafnarúm. Elztu hjónin þar eru Kristlaug og Valdimar og hafa þau mikla löngun til að halda gamla hús- inu við, en varla mun þeim það fært, bæði hálfáttræð. Siðasti prestur, sem sat á Halldórsstöðum, Jón Stefáns- son, andaðist 1903 og hvilir i Lundarbrekkukirkjugarði einn presta, að talið er. Ekki er langt siðan alsiða var að rista torf til að þekja hey og hús með. Hér sést Páll hrepp- stjóri á Stóruvöllum leggja sið- ustu torfuna á uppborið hey. Austan Skjálfandafljóts sér i Sigriðarstaði. Myndina mun þýzkur ferðamaður hafa tekið. Loks koma myndir af siðustu geitunum á Stóruvöllum og sið- ustu hrútunum af gamla fjár- stofninum. Myndirnar teknar af áhugamanni fjárskiptaárið. Bærinn á hrútamyndinni er Sandvik. (1 siðasta þætti á að standa siðast um fólkið á Hofi: Guðmundur og Hannes Daviðs- synir standa sinn hvoru megin dyra, en systur þeirra Ragn- heiður og Valgerður horfa út um gluggana.) Halldórsstaðir (1946) Halldórsstaðir i Bárðardal (1973) Páii á Stóruvöllum að þekja hey Sfðustu geiturnar á Stóruvouum Slðustu hrútarnir af gamla fjárstofninum Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga LXVI X

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.