Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 9
' Siinnudagur 23. m'arz 1975.
TÍMINN
9
okkar heimilisdyrin okkar heimilisdýrin okkar heimilisdýrin okkar
Plastbúr henta bezt
Hamstrar eru nagdýr, og þess
vegna verða þeir að vera i búri,
sem engin hætta er á að þeir kom-
ist út úr. Til skamms tima hefur
mest verið um járnbúr, sem grind
hefur verið yfir. Þessi búr eru að
sjálfsögðu ágæt, en þau geta
ryðgað, og verða þá ekki sérlega
skemmtileg. Það nýjasta á þessu
sviði eru plastbúr. Þau fást
margvisleg, og sum eru þannig
gerð, að hægt er að kaupa alls
kyns viðbætur við þau, svo
hamstrarnir hafi svefnherbergi,
stofu leikherbergi, matstofu og
salerni. Hömstrunum ku þykja
sérlega skemmtilegt að skjötast
um i þessum búrum, og kunna vel
að meta herbergin sin mörgu og
góðu.
Mjög nauðsynlegt er að búri
hamstranna sé haldið mjög vel
hreinu. Þeir þola heldur engan
raka eða trekk, svo gæta verður
þess að hvort tveggja þetta sé
eins og vera ber. Á botninn i búr-
inu setja margir kattasand, sem
kemur i veg fyrir að slæm lykt
komi af búrinu og ibúa þess. Sið-
an er sag sett ofan á. Hamstrarn-
ir búa sér til hreiur i einu horn-
inu, og mjög gott er að láta þá fá
sérstaka „hamstraull” úr gervi-
efni, sem fæst i dýraverzlunum,
til þess að búa hreiðrið til úr.
Bómull hentar ekki til sliks, þótt
margir noti hana.
Sé hamstrabúrið af venjulegri
gerð, þ.e. kassi eða járnbúr, þá
þarf það að vera 50x25 cm stórt
oghæðin. ca. 20 til 25 cm. Hægt er
að komast af með kassa fyrir
hamsturinn, en þá verða hliðarn-
ar að vera rennisléttar, þvi
hamsturinn getur auðveldlega
klifrað upp þær, ef hann getur
krækt klónum einhvers staðar i
ójöfnur. Svo verður að hafa net
yfir búrinu, svo hann komist ekki
út úr þvi, þótt hann gæti komizt
upp eftir hliðunum.
Hamsturinn er alæta
í búrinu verða svo að vera
matarilát og drykkjarvatn. Búrið
og matarilátin verða alltaf að
vera hrein til þess að dýrinu geti
liðið sem bezt. Ekki er nauðsyn-
legt að hafa mjög heitt i herberg-
inu, þar sem hamsturinn er hafð-
ur. Honum liður hvað bezt i 20
stiga hita.
Hamsturinn er alæta, en græn-
meti er þó hans aðalfæðutegund,
og það sem ráðlegast er að gefa
honum. Bezt fellur honum við
blöndu sólblómafræa, hafra og
mais, sem fæst i verzlunum, hon-
um ætluð. Sumir hamstrar
borða hnetur, en þó alls ekki all-
ir. Þurrt brauð má gefa
hamstrinum, og sagt er að venja
megi hann á að borða hundakex.
t bakgrunni þessarar myndar má sjá eina tegundina af hamstrabúrunum, sem búin eru til úr plasti.
Sumir segja, að hamsturinn hafi
gott af að fá eins og eina teskeið
af hökkuðu kjöti á viku, en aðrir
telja, að með þvi að venja hann á
kjöt, geti hann átt til að éta sin
eigin afkvæmi, þegar þau koma
til sögunnar.
Grænmetið er mjög þýðingar-
mikil fæðutegund fyrir hamstur-
inn. Hvitkál, gulrætur, blómkáls-
blöð, spinat, og sallatblöð, eru
æskileg, en þar sem erfitt getur
verið að afla þessara fæðuteg-
unda á veturna má gefa
hamstrinum i staðinn epli, perur
eða banan. A sumrin ætti ei að
þurfa að gefa hömstrunum vita-
min aukalega, en það er til sér-
stakt vitamin, þeim ætlað, og
nefnist það orovit. Vitamininu er
stráð yfir matinn þeirra.
Hamstrar drekka vatn, þótt
þeir þurfi ekki mikið af þvi, sér i
lagi ekki, ef þeir fá nægil. mikið
af safariku grænmeti. En alla
vega verður að gefa þeim ein-
hverja vökvun, eins og öllum
öðrum dýrum. Skinnið verður
lika sérstaklega fallegt ef þeim er
gefið ofurlitið af mjólk annað
slagið. Ein teskeið af mjólk einu
sinni á dag er ákaflega góð, ekki
sizt fyrir kvendýr með unga. Gæt-
ið þess vel, að mjólkin súrni ekki i
drykkjarskálinni, þvi að hún gæti
þá haft mjög skaðleg áhrif á dýr-
ið.
Hömstrum fjölgar ört
Meðgöngutimi hamstra er 16
dagar. Auðveldlega má sjá, hvort
kvendýrið sé ungafullt á þvi að
búkurinn þykknar og breikkar.
Venjulega fæðast 7-8 ungar, en i
sumum tilfellum allt upp i 12 i
einu. 1 fyrsta skipti þegar
kvendýrið elur unga sina eru þeir
ekki fleiri en 4-5. Oft má búast við
að eitthvað af ungunum drepist,
ekki sizt ef þeir eru mjög margir,
enda hefur kvendýrið ekki nema 8
spena, og þá getur eitthvert af-
kvæmið orðið út undan, ef þau eru
mörg samtimis. Ungarnir eru
Þetta er nýjasta tegund af
hamstrabúrum, og eins og sjá má
á teikningunum, er hægt að setja
þau saman á margvislegan hátt.
Tveir naggrisir gæða sér á fóðurköggium, sem þeim eru sérstaklega ætiaðir. (Timamyndir Gunnar)