Tíminn - 23.03.1975, Síða 10
TÍMIN’N
Sunnudagur 23. marz 1975.'
10
I rr
blindir og hárlausir við fæðingu,
og opna ekki augun fyrr en eftir 16
daga. Tennurnar þroskast aftur á
móti mjög fljótt, og ungarnir geta
farið að éta sjálfir mat, sem þeir
finna i búrinu eftir 10. dag. Þeg-
ar þeir eru orðnir þetta gamlir
,er ágætt að strá hafragrjónum á
botn búrsins, og þá nærast þeir
gjarnan á þeim. Annars þroskast
ungarnir mjög fljótt, og það verð-
ur að taka þá frá móðurinni ekki
siðar en 21-24 dögum eftir fæðing-
una.
Ekki má hreyfa við hreiðrinu
fyrstu 10 dagana eftir að ungarnir
fæðast. Strax og þeir eru farnir úr
þvi er þó rétt að hreinsa búrið vel.
Hamstrar verða venjulega ekki
miklu eldri en tveggja ára.
Kvendýrin geta tekið upp á þvi að
drepa unga sina og stafar það af
ýmsu. Til dæmis má nefna, að
þau drepa ungana af hreinum
ótuktarskap, af þvi að þau eru
hungruð, og fá ekki nægilegt
fóður, og þriðja ástæðan getur
verið hræðsla eða taugaveiklun.
Ekki er talið ráðlegt að
hamstrarnir gangi lausir i ibúð-
um. Margar hættur eru þá á leið
þeirra. Hvað eftir annað hafa
hamstrar komizt upp undir elda-
vélar og önnur rafmagnstæki og
komizt þar i snertingu við- raf-
magn, sem hefur að sjálfsögðu
leitt þá til dauða. Sumum hefur
lika orðið á að stiga ofan á hamst-
urinn sinn, og enginn vildi vist
verða fyrir sliku óhappi að óþörfu
Þá má lika geta þess, að
hamstrarnir leggjast á húsgögn
og fatnað, og sömuleiðis gólftepp-
in og naga allt i sundur, sem fyrir
þeim verður.
Grein til að naga
Hamstrar safna matnum sam-
an i poka, sem eru utan á hálsi
þeirra. Þeir setja matinn i poka
og bera hann svo út i hornið á búr-
inu, þar sem þeir hafa aðsetur
sitt. Þar ýta þeir matnum upp
aftur, og geyma hann. Fái þeir
nægilegt fæði, og séu þeir einir i
búri, gera þeir þetta þó ekki allt-
af, þvi hér er i rauninni um sjálfs-
bjargarviðleitni að ræða. Þeir eru
að safna saman mat fyrir
framtiðina.
Eitt er nauðsynl. að hafa i búr-
inu hjá hamstrinum, en það er
trjágrein, eða viðarbútur, sem
hann getur dundað sér við að
naga. Hamsturinn er nagdýr, og
hann þarf að fá að nota tennurnar
annars geta þær þroskazt um of,
og þá getur verið hætta á að hann
biti illa, ef hann verður hræddur
við eiganda sinn, eða einhvern
annan, sem ætlar að handfjatla
hann. Það er ágætt að ná sér i
smátrjágrein úti i garði, og leyfa
dýrinu að naga hana.
Litið er hægt um sjúkdóma að
segja hjá hömstrum. Þeir deyja
venjulega, ef þeir eru orðnir
tveggja ára, þar sem lifstimi
þeirra er ekki lengri, og þar sem
þeireru ekki dýrari en áður hefur
verið nefnt, er sennilega bezt frá
mannúðarsjónarmiðiséð að aflifa
dýrið, ef það veikist fremur en að
vera að reyna að lækna það, og
láta það þá kannski kveljast leng-
ur en nauðsynlegt er. i
Marsvín eða naggrísir
Naggrisir eru halalausir, hafa
fjórar tær á framfótunum og 3
á afturfótunum. Eyrun eru
stutt. Fullvaxin dýr geta verið frá
600 til 800 grömm að þyngd og 24
til 30 cm. á lengd. Venjulegast eru
karldýrin stærri en kvendýrin.
Villtir naggrisir eru venjulega
rauðbrúnir að lit, en ljósari að
neðan. Tamdir naggrisir eru til i
fjöldamörgum litbrigðum, og eru
flekkóttir naggrisir venjulegast-
ir.
Hárið er á venjulegustu tegund-
inni slétt og fremur stutt, en svo
eru til naggrisir með stutt hrokkið
hár og einnig angóranaggrisir.
Búrið og umhverfið
Það er mjög auðvelt að koma
naggrisunum fyrir, þvi að þeir
gera ekki miklar kröfur til um-
hverfisins. Þeir klifra ekki, svo
ekkert er á móti þvi, að hafa þá i
sæmilega stórum kassa. Það
verður samt að gæta þess að
hvorki sé trekkur né raki, þar
sem naggrisinn er hafður, og
heldur ekki gólfkuldi. Hitastigið
þarf ekki að fara yfir 20 stig.
Marsvin eru tæpast stofudýr, þótt
sumir hafi þau eflaust inni á
heimilinum sinum.
Hæfileg búrstærð fyrir naggris
er 75x75 sm botnflötur, og hæðin
þarf að vera um 50 cm. 1 þessu
búri er rými fyrir karldýr og
kvendýr. Naggrisirnir eru ekki
nærri þvi eins hreinlegir og
hamstrar, og þess vegna þarf að
gæta þess betur, að búrin þeirra
séu alltaf þurr og hrein, annars
fer að koma af þeim vond lykt.
Mataræðið
Naggrisir borða nokkurn veg-
inn það sama og kaninur. Þeir eru
hrifnastir af heyi, en rétt er að
gæta þess, að heyið sé vel þurrt og
ekki mikið ryk i þvi, þar sem það
getur farið illa i dýrin. Einnig
telja sumir, að dýrunum falli ekki
vel sterkt hey, þ.e.a.s. hey, sem
ræktað hefur verið i miklum
áburði. Auk heysins eru þurrt
brauð og grænmeti ágætis fæða,
en svo má bæta matinn með svo
sem einni teskeið af möluðum
höfrum á dag. 1 dýraverzlunum
fást sérstakir fóðurkögglar, sem
eru ætlaðir naggrisum, og inni-
halda þeir þau efni og þann mat,
sem dýrin þarfnast helzt og i réttu
hlutfalli.
Naggrisir verða að fá vatn, og
gæta verður þess að það sé alltaf
nýtt og ferskt. Þeim kemur vel,
ekki siður en hömstrunum að fá
ofurlitið af mjólk á hverjum degi,
og fá þeir af þvi fallegri feld en
ella.
Naggrisirnir eru ekki nætur-
dýr, eins og hamstrarnir, og þess
vegna er bezt að gefa þeim mat
að morgninum. Þeir þurfa lika að
borða oftar en hamstrar, vegna
þess að þeir borða litið i einu en
þessi stað oftá dag. Ef skipter
um fæðu til dæmis að vorlagi úr
þurrfóðri i nýtt fóður er rétt að
gera það ekki snöggl., þvi það
getur haft slæm áhrif á dýrin.
Bezt er að skipta um smátt og
smátt með þvi að auka skammt-
inn af nýja fóðrinu um leið og hitt
er minnkað.
Vitaminið Orovit hentar jafnt
fyrir naggrisi sem hamstra.
Ungarnir eru mjög sjálf-
bjarga
Meðgöngutimi naggrisanna er
62 til 72 dagar. Ef ungarnir eru
margir er meðgöngutiminn
styttri, en séu ungarnir t.d. einn
eða tveir. Ungarnir geta verið frá
einum upp i 6. Venjulegast er þó,
að þeir séu 2-3. Séu ungarnir m jög
margir er mikil hætta á, að þeir
séu illa þroskaðir eða fæðist and-
vana. Naggrisir hafa aðeins tvo
spena, svo erfitt er fyrir marga
unga að fá nægilega næringu frá
móðurinni fyrst i stað.
Þegar ungarnir fæðast eru þeir
yfirleitt vel þroskaðir og búnir að
fá hár, og augu þeirra eru opin.
Tennurnar eru lika vel þroskað-
ar, svo þeir geta strax i upphafi
farið að éta, hvað sem er.
Nýfæddir eru ungarnir 50-60
grömm að þyngd. Þetta er þó
nokkuð misjafnt eftir þvi, hversu
margir ungarnir eru hverju sinni.
Hæfilegt er að taka ungana frá
mæðrum sinum, þegar þeir eru
orðnir þriggja vikna gamlir.
Járnbúr meö hreiðurkassa, mjög hentugt fyrir hamstra, en má einnig
nota fyrir hvltar mýs.