Tíminn - 23.03.1975, Page 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 23. marz 1975.
Tóbaksponta séra Sæmundar Hólm. Afburöa fallegur gripur.
hann dýrgripum safnanna og
hvernig þeir vörpuöu ljósi á
menningu þjóöanna. Um þessar
mundir voru islenzkir forngripir
mjög i hættu. Margir voru sendir
úr landi og aðrir voru eyöilagðir
innanlands vegna þess, að fáir
sáu gildi þeirra né höfðu ánægju
af fegurð Hstgripa. Þeir, sem
skildu gildi þeirra, sáu oft ekki
önnur ráð þeim til varðveizlu en
að senda þá til Danmerkur, á
Þjóðminjasafnið þar, en þá var
Island aðeins hluti af hinu danska
riki, og því var þessi hugsun ekki
óeðlileg.
Sigurði var ljóst, hve rúið land-
iö var að verða af forngripum og
listgripum og þvi skar hann upp
herör og beitti sér fyrir stofnun
innlends forngripasafns. Hann
birti i Þjóðólfi 24. april 1862
greinina „Hugvekja til
íslendinga”, þar sem hann hvetur
til stofnunar þjóðlegs forngripa-
safns. Þar með var Isinn brotinn.
Arangurs af baráttu hans var
ekki lengi að biða. Sr. Helgi
Sigurðsson á Jörva, sem var
einnig mikill áhugamaður um
vemdun forngripa, sendi landinu
að gjöf nokkra valda og dýrmæta
gripi, sem visi að forngripasafni,
og þökkuðu stiftsyfirvöldin hon-
um gjöfina með bréfi dags. 24.
febrúar 1863. Frá þeim degi telst
safnið stofnað.
Þótt Jóni bókaverði Árnasyni
væri falið að annast safnið
meðfram sinu starfi varð þó
reyndin sú, að Sigurður málari
tók það algerlega að sér. Allt til
dauðadags var hann lifið og sálin
i safninu, helgaði þvi starfskrafta
sina og annaðist eins og helgi-
dóm. En Sigurður var ekki aðeins
safnmaðurinn, sem reynir að
draga hluti til safnsins og efla það
að fjölda gripa og koma þvi til
mikils vaxtar. Hann var ekki
siöur visindamaðurinn, sem
reynir jafnframt að krefja hvern
hlut sagna, grandskoða hann og
láta hann skýra frá öllu þvi, sem
hann getur tjáð um menningu
liöinna kynslóða. Þetta er það,
sem setur megineinkennið á safn-
störf Sigurðar, og til vitnis eru
hinar afar merku skrár, sem
hann samdi um safnið og annaðist
útgáfu á, svo og ritgerðir hans
menningarsögulegs efnis, sem
hann samdi sumar hverjar að
verulegu leyti með hliðsjón af
safngripum. Nokkrar þeirra eru
prentaðar, en aðrar liggja
óprentaðar.
Sigurður var hinn gerhuguli
visindamaður Hann var fjöl-
fróöur og viðlesinn, svo sem
tilvitnanir hans i erlend rit sýna.
Eftirmyndir hans af lýsingum
miðaldahandrita sýna einnig,
Framhald á bls. 31.
Mynd þessa af Gfsla fræðimanni
KonráOssyni svarf Siguröur með
þjalaroddi I blágrýtisstein. Þá
hefur Sigurður verið kornungur,
þvi að myndina gerði hann áður
en hann hélt utan til Kaupmanna-
hafnar til náms, en utan hélt hann
sextán ára gamali 1849. Sagt er,
að Siguröur hafi gert sams konar
mynd af Nielsi skálda, en sú
mynd er nú týnd og tröllum gefin.
Otskorin fjöl af Ströndum. Furöuverurnar á fjölinni eru llkast til ættaöar úr einhverjum sögnum, sem nú eru ókunnar. Fjölin hefur verið
i kirkju. — Timamyndir Róbert.
Róðukross úr Draflastaðakirkju i
Fnjóskadal, ættaður frá Limoges
i Frakklandi, en þar voru smiöað-
ir forkunnarfagrir smeltir kross-
ar. Þessi var smlðaður um 1200,
eða á þrettándu öldinni önd-
veröri. Upphaflega voru steinar i
grópunum, en þeir hafa verið
fjarlægðir og eru nú ekki eftir
nema steinarnir i augum Krists.
Krossinn er þvi ekki nema svipur
hjá sjón. ógrynni af kaþólskum
kirkjumunuin hefur þó fengið enn
verri útreiö og verið eyðilagðir
ineð öllu.
En þótt Sigurður væri einn
bezti listamaður þjóðarinnar á
19. öidinni fór þó svo innan tiðar,
að hann lagði teikningu og
málaralist að mestu á hilluna, en
nú höfðu önnur áhugamál tekiö
við, söfnun og varðveizla forn-
minja, barátta fyrir endurnýjun
kvenbúningsins, leikstarfsemi,
skipulag bæjarins og rannsóknir
á ýmsum þáttum I menningar-
sögu Islendinga. Málaralistin
varð að þoka.
Liklegt má telja, að kynni Sig-
urðar af söfnum I Danmörku á
námsárunum hafi opnað augu
hans fyrir gildi menningarsögu-
legra verðmæta. Þar kynntist
p jO ' Y"'u '1
f Sýning á gripum mm
úr Þjóðminjasafni (slands
frá árum Sigurðar Guðmundssonar
%ið safnið, 1863-1874
jóðminjasafni Islands,
sal l5.-30.mar*19
___WkMM
itffc' f
wr
Siöastliðið haust voru 100 ár
liöin frá andláti Sigurðar
Guðmundssonar málara, sem
venjan er að nefna frumkvööui
að stofnun Þjóðminjasafnsins,
en hann lézt 7. sept. 1874, aö-
cins 41 árs að aldri. Þá voru ellefu
ár liðin frá stofnun safnsins og
hafði hann annazt það frá
upphafi, þótt Jón Arnason væri i
orði kveðnu forstööumaður þess
jafnframtþvl að vera bókavöröur
við Stiftsbókasafnið.
Sigurður Guömundsson fæddist
að Hellulandi I Skagafirði9. marz
1833. Snemma kom i ljós aö hann
var óvenju listfengur, og gerði
hann á unga aldri teikningar af
ýmsum þekktum mönnum og
svarf jafnvel mannamyndipistein
með þjalaroddi. Varð þessi frá-
bæri hagleikur hans til þess að
ættingjar hans studdu hann til
náms I Listaháskólanum i
Kaupmannahöfn, en þangað
sigldi hann haustið 1849.
Sigurður kom heim að loknu
námi 1858, og frá námsárum hans
og fyrstu árum eftir heimkomuna
eru til eftir hann margar
teikningar og málverk af ýmsum
þekktum íslendingum, og að auki
nokkur málverk og altaristöflur,
sem hann málaði sér til lifsviður-
væris eftir altaristöflunni i
Rey kj a vikurdóm kirk ju.