Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 23. marz 1975. GRINDVÍSKUR LISTAMAÐUR Kristinn Reyr, skáldiö úr Grindavlkinni. ORÐIÐ MENNINGARNEYZLA, sem allt I einu hefur komizt á flestra varir, mun I hugum margra landsmanna einkum vera tengt einu af mörgum sjávar- þorpum íslands, Grindavík I Gullbringusýslu. Astæðurnar, sem til þess liggja, eru öllum svo I fersku minni, aö þarflaust er aö rekja þær hér, en aftur á móti þarf engan aö undra, þótt sllkar hugsanir leiti á, þegar rætt er við Kristin Reyr, skáld og rithöfund, þvi aö hvort tveggja er, að það var einmitt i sjálfri Grindavik- inni, sem hann leit fyrst dagsins ljós og svo hitt, aö Kristinn hefur lagt stóran hlut af mörkum til menningarneyzlu islenzku þjóö- arinnar, og þaö ekki á einu sviöi listar, heldur þremur aö minnsta kosti. Maðurinn er nefnilega allt i senn, skáld, myndlistarmaður og tónsmiöur. Sá og heyrði Ingimund fiðlu . Aö þvi komum við seinna. En nú er bezt að snúa sér að verkefn- inu og byrja þá að sjálfsögðu á þvi að spyrja: — Hvernig var menningar- neyzla Grindvikinga, Kristinn, þegar þú ferð fyrst aö taka eftir henni, sem barn? — Ég heyrði aldrei minnzt á neyzlu menningar. Fólk neytti matar og drykkjar, en lifði að ég held svipuðu menningarlifi og ts- lendingar á íslandi um og upp úr fyrri heimsstyrjöld. Staðarhverf- ið í Grindavík var að visu ekki fjölmenntum það leyti, innan við hundrað sálir, en þrátt fyrir fá- menni og fátækt, var margt haft um hönd til skemmtunar og fróð- leiks. Aðvifandi listamenn voru auðvitað ekki daglegir gestir. Þó man ég eftir Ingimundi fiðlu. Hann fékk lánað hús og hélt tón- leika, inngangurinn kostaði tiu aura. En mér er enn I minni sú opinberun að sjá hann og heyra bregða boga á strengi þeirrar undarlegu tréausu, sem hann hóf á loft og undir höku sér. Mamma sagði, að hljóðfærið góða héti fiðla. — Það væri nú gaman að heyra meira um Ingimund fiðlu, þann sérstæöa sniliing? — Ég er varla þess umkominn að lýsa honum, svo ungur sem ég var. Man þó, að hann hafði fata- skipti i hliðarherbergi og kom fram 1 skartklæðum. Kannski fyrir okkur börnin sér á parti — kannski sem liður i prógramm- inu. Stundum söng hann undir fiðluleiknum, djúpum rómi — eins og: Gott er að búa i Kanada gullið vex I Kanada. Gott á Billi gott á Billi. Kom i dansinn, min frú. Hann likti og eftir hljóðum fugla á fiðluna. Og lækjarnið lék hann, þótt ég vissi ekki þá, hvað lækjarniður var. Grindvikingar verða vist að eilifu án lækjarnið- ar-neyzlu.Hafa aftur á móti öldu- nið. Og brimgný. 1 útliti var Ingimundur likur Jó- hannesi Kjarval, bróður sinum. Hár maður, nokkur beinastór, en grannvaxinn. Augnaráðið góðlegt og allt yfirbragð mannsins hið ljúfmannlegasta. — Eins og ég gat um, var ég ungur að árum, þegar Ingimundur fiðla var á ferðinni i heimabyggð minni. En þetta er sú mynd af honum sem greyptist i barnshugann. Lifsglatt fólk, þrátt fyrir fátækt og likamlegt erfiði — En ekki hefur Ingimundur fiðla alltaf verið til þess aö skemmta ykkur. Sitthvaö munuð þið hafa gert ykkur til gamans annað en hlusta á fiðluna hans? — Já, auðvitað var koma Ingi- mundar sjaldgæfur viðburður, fá- gæt hátið. A þessum tima urðu Staðhverfingar sem aðrir Grind- vikingar, að búa sem mest að sinu, svo I menningarlegum efn- um sem öðru. En fámenni og erfiðar samgöngur komu þó ekki i veg fyrir að fólk gerði sér daga- mun. Og skemmtanalifi var hald- ið uppi eftir föngum. A þrettándanum var glæsileg álfabrenna á hverju ári. Jafnan haldin úti á Stað, prestsetrinu, og mjög til hennar vandað. Saumað- ir álfabúningar handa börnum og fullorðnum og siðan var dansað i kringum bálið. En þar á eftir að Vindheimum. Ég minnist þess, að dansleikir voru jafnvel stundum haldnir heima hjá mér, og þegar ég nú leiöi augum rústirnar af bernskuheimili minu, að Blómsturvöllum, get ég ekki ann- að en undrazt hvernig dans fólks komst þar fyrir innan veggja. Afi minn hafði búið á Vindheimum, en fluttist þaðan. Þar voru oft samkomur, og þar var það, sem Ingimundur fiðla hélt tónleikana forðum. — Það hefur auövitaö veriö leikiö á harmoniku fyrir dansin- um? — Já, ýmist á einfalda eða tvöfalda harmoniku. Foreldrar minir kunnu með það hljóðfæri að fara og spiluðu til skiptis, hvildu hvort annaðmeðan dansinn dun- aði. A þessum árum voru þau ekki komin til sögunnar hin margum- töluðu kynslóðaskipti, og ég, barnið, fékk að vera með full- orðna fólkinu, enda sat ég hug- fanginn fyrir framan harmonik- una, þangað til svefn seig á brá. En það er af dansherrunum að segja, að þeir dönsuðu allt þangað til timi var kominn að fara á sjó- inn. Þá þustu þeir heim i skyndi, klæddu sig úr sparifötunum i skinnklæðin, settu fram fleyturn- ar og reru til fiskjar. A sunnudögum var farið til kirkju, austur I Hverfi, klukku- tima gangur hvora leið að heiman frá mér. Þab var mikil unun að fá að standa við orgelið hjá Árna i Garði,sem þá var kirkjuorganisti okkar, auk þess sjó sóknari og aflakló. — Ég vil ekki segja, að ég hafi tekið mikið eftir ræðu prestsins, enda heldur ungur til þeirra hluta, en man þeim mun betur, þegar við geng- um á milli góðbúanna eftir messu, en frændfólk átti ég I mörgu húsi. Þetta var ævintýri, og þegar heim var haldið, var ég hlaðinn pinklum, sem höfðu að geyma hið margvislegasta góð- gæti og glaðning handa litlum kút, frá þvi hjartahlýja fólki. Nú — húslestrar voru lesnir, rimur kveðnar á kvöldum og bækur gengu á milli. En sjón- leikjum komið upp austur I Hverfi. Auk þess heimsótti fólk hvert annað til þess að spjalla samanog gleðjasthvað með öðru. Það var ekki á þessu fólki að sjá eöa heyra að það væri andlega niðurdrepið, þrátt fyrir mikið likamlegt erfiði og kröpp kjör þeirrar tiðar. Hin daglega önn — Já, þetta var um „menn- ingarneyzluna” (ef við leyfum okkur aö nota þetta mjög svo óviðfelldna orö, en hvaö um hitt, gömlu spurninguna aö hafa I sig og á? — Aðalbjargræðistimi hvers árs hófst með vetrarvertiðinni. Þá komu menn i verið, og fjölg- aði á hverjum bæ. Ströndin er brimasöm. Þó var ýtt úr vör og aflað fiskjar. Ekki var siður að hafa mat með sér á sjóinn, i hæsta lagi vatnsflösku. En það vantaði auðvitað mikið á að dagsverkinu væri lokið, þótt búið væri að draga allan þann fisk sem til náð- ist þann daginn. Eftir var að berja i land, og þeir sem til þekkja I Grindavik, vita, að brim- lending þar var enginn barnaleik- ur á opnu skipi. Stundum gat orð- ið ófært á skammri stundu, og þá var ekki um annað að ræða en að leita austur meðeða vestur með, eins og það hét i daglegu tali. Á lokadaginn, ellefta mai, var þessum kapitula lifsbaráttunnar lokið það árið. Ég man, aö viða hrundu tár, þegar þeir voru kvaddir, þessir blessaðir drengir, sem komið höfðu um langan veg i ársbyrjun til þess að sækja sjóinn við erfiðar aðstæöur, en héldu nú til heimahaganna um torleiði, óbrúaðar ár og fjallvegi. Margir þeirra komu ár eftir ár. Þegar vetriöinni var lokið tóku vorverkin við. Margir höfðu nokkrar skepnur, þótt byggju i þurrabúð. Sumir reru á litlum kænum að vorinu, en verkun vetr- araflans var þó meginverkefnið. Flestir höfðu matjurtagarða, og þeim varð að sinna. Og eldiviðar- öflunin. Segja má, að unnið væri að öflun eldiviðar látlaust allt vorið og sumarið. Þá voru hvorki kol né olia, heldur var eldsneytið nær eingöngu þang og mosi. Þangið var skorið á fjöru, reitt upp og þurrkað. Mosann — þenn- an undirstöðugróður i islenzkum hraunum neyddist fólkið til að rifa upp, þurrka og reiða heim i böggum til eldiviðar. Reki var að visu nokkur, en hann áttu stór- jarðirnar, þótt bæirnir, sem svo voru kallaðir nytu þar einnig góðs af. Húsbændur leituðu sér atvinnu utan sveitar á sumrin. Ég heyrði oft talað um Austfirði sem slika. Heimavinnan hvildi þvi eingöngu á konum og börnum. Eiginmenn- imir komu ekki heim fyrr en siðla hausts, og þá var lokið öllum hin- um venjubundnu sumarverkum heima fyrir svo sem þangskurði og mosatekju. Og garðávextir komnir undir þak. Haustannir voru alltaf nokkrar, jafnvel sláturtfð, þótt skepnurnar væru ekki margar. Stundum var róið til fiskjar á haustin, ef tið leyfði, en það bjargræði gat orðið harla stopult. Þá held ég að upp sé talið flest, sem tengt var hinni daglegu önn. En þótt erfiðið væri allt að þvi linnulaust og fátæktin mikil, þá var þetta óbugað fólk. Og fundvist á stundir til skemmtana, sem það naut i rikum mæli. Verzlunarstörf. Verzlunarskóli og öræfi islands — Kom þaö ekki svo i þinn hlut aö taka þátt i öllum þessum störf- um, sem þú varst aö segja frá? — Nei, ekki get ég sagt það, nema að litlu leyti. Á þessum ár- um var faðir minn formaður á opnu skipi i Grindavik. En um þaö leyti voru að koma til sögunn- ar vélknúin skip, mótorbátarnir, bæði i Keflavik og Njarðvikum, og auðvitað hafði hann veður af þvi. Það varð til þess að við flutt- úmst frá Grindavik til Keflavikur og þá var ég enn innan tiu ára aldurs. I Keflavik vorum viö svo næstu árin, unz faðir minn veiktist. Varö hann að fara á sjúkrahús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Þá brá móðir min búi þar og fluttist til Reykjavikur. Ég var þá ný- fermdur. Grindavik, Keflavik, Reykjavik, — frá vik til víkur. Sú varð leiðin. — Var um nokkra vinnu að ræða I Reykjavik á þeim árum fyrir svo ungan dreng? — A þessum árum þótti það ákaflega mikil virðing pollum á minum aldri að komast sem sendisveinn i verzlun. Mér féll slikur heiður i skaut, var sendi- sveinn I meir en hálft ár. Þá gerðist það, að vinur for- eldra minna, Gisli, sem lengi vann i Verzluninni Visi, og marg- ir kannast við, kom þvi til leiöar, að ég var tekinn sem afgreiðslu- maöur inn i það stóra fyrirtæki. Þar vann ég næstu árin hjá hinum ágætasta manni, Sigurbirni I Visi, sem enn er á dögum I hárri elli og nýtur virðingar allra sem hann þekkja. Og ekki aðeins að ég hefði þar trygga atvinnu. Fyrir tilstuölan Sigurbjörns komst ég i Verzl- unarskólann jafnframt þvi að vinna I VIsi. — Varstu þar áfram, eftir aö námi lauk? — Fyrst i stað, já. En veiktist af brjósthimnubólgu og varð þvi Hér eru byggingar góöar og snyrtilega um garöa gengiö. Myndin er tæplega tveggja ára gömul, tekin voriö 1973.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.