Tíminn - 23.03.1975, Side 15

Tíminn - 23.03.1975, Side 15
Sunnudagur 23. marz 1975. TÍMINN 15 aö segja starfinu lausu. Þetta var á kreppuárunum margrómuðu og ekki riímt um ráð. Ég dvaldist part Ur næstu sumrum I Grinda- vik hjá Kristólínu frænku minni i Vfk við atlæti gott og umönnun. Komst lika inn i Hvitárnes með Halldóri frá HrauntUni, sem löng- um var þar sæluhúsvörður Ferðafélagsins. Og öræfin urðu mér heilsugjafi. Og ógleymanleg- ur ævintýraheimur, sem ég sæki heim æ siðan, hvenær sem að- stæður leyfa. — Hvernig var að komast leiðar sinnar um öræfin á þessum árum? — Kjalvegur mátti heita greið- fær að sumarlagi, eftir að Hvitá var brUuð þar efra. Og við Hall- dór fengum að fljóta með ferða- hópum I Kerlingarfjöll og norður á Hveravelli til eftirlits með sælu- hUsunum þar. Ég hafði auk þess þann starfa með höndum að dæla bensini Ur tunnum i langþyrsta bila. Og ferja fólk inn i Karls- drátt. Og vaða sólbráð Langjök- uls I ökla á góðu dægri. Þá hefði mér verið illa i ætt skotið — Hvað tók svo við, þegar há- fjallaverunni lauk? — Kreppuástandið var algert. En svo kom blessað striðið, þetta jafnvægisafl i vestrænu hagkerfi. Og mér bauðst verzlunarstarf i Keflavik, skömmii fyrir hernám Breta. Og fór suður með sjó. Ætl- aði að vera nokkra mánuði og sjá, hvemig kaupin gerðust á eyrinni. En ár varð þar að árum. Til Reykjavlkur fluttist ég á ný fyrir einum áratug- Og héðan Ur glugga sér of heima alla frá Hljómskálagarði til Vetrar- brautar. — NU — hvenær er það ævinn- ar, sem þú byrjar að skrifa? —- Faðir minn, Pétur Jónsson frá Hópi, orti stökur, ljóðabréf og andleg vers. Móðir min, AgUsta Amadóttir frá Sperðli i Landeyj- um, kunnimargan rimnaflokkinn utanað. Og afi minn, Arni, gerði skoplegustu bragi, en fór dult með. Mér hefði þvi verið illa i ætt skotið, ef visupartur hefði aldrei af vörum hrotið. En sem betur fer, eru þau min bernskubrek löngu gleymd og grafin. — En fyrsta ljóð þitt á prenti? — Það mun hafa verið I Verzl- unarskóla. Ég var i ritnefnd Vilj- ans — og við i efnishraki eins og þið blaðamennirnir kannist ef til vill við. Svo að ég lét ljóðkorn til birtingar. En undir dulnefni að sjálfsögðu til þess að koma i veg fyrir háð og spé i garð minnar göfugu persónu. En islenzku- kennara minum, Birni heitnum Guðfinnssyni, tókst að fiska upp höfundinn, hafði hann heim með sér og lánaði honum ljóðabækur öndvegishöfunda. Þannig hófst vinátta okkar Björns og á ég hon- um mikið að þakka. — Þetta hefur kannski ýtt undir þig að halda áfram skáld- skapariðkunum? — Ég bar margt undir Björn. Og svo fóru leikar, að hann kom þrem ljóðum á framfæri i sunnu- dagsblöð. — Og þar með hefur Isinn verið brotinn? — Upp Ur þessu fór ég að eiga innangengt i blöð og timarit. Einhver hefði verið talinn á uppleið af minna tilefni — En fyrsta bókin? — Góðvinur minn frá Reykja- vikurárum minum hinum fyrri, Ólafur Jóhann Sigurðsson skáld, kom handriti hennar i hendur Kristins E. Andréssonar, sem gaf hana Ut ásamt Hafsteini i Hólum. En Kristinn hafði gaukað hand ritinu að Sigurði Nordal prófessor og lagði að mér að heimsækja hann. Það var allt að þvi dagskip- un. Við vorum ekki eins uppiits- djarfir i þá daga, ungskáldin, eins og nú. Samt mannaði ég mig upp i að fara þá ferð. Og þarna sat ég, piltungur með ljóðlinur á blöðum, I góðu yfirlæti inni hjá prófessor. Það var stór stund. Siðan hef ég, af gildum ástæð- um, blessað Sigurð i bænum min- um. Og ekki einn um það. Þetta varhaustið 1942 ,,á mesta bókaútgáfuári þjóðarinnar fram til þessa ” eins og skrifað stendur i öldinni okkar. Og handritskornið mitt tók þátt i að fylla þann mæli. Bókina nefndi ég Suður með sjó. Ogskólastjóriminnog lærifaðir frá Verzlunarskólaárum, Vil- hjálmur Þ. Gislason, bauð mér upp með lyftunni upp i Utvarp að lesa upp. Einhver hefði einhvern tima verið talinn á uppleið af minna tilefni! — Nafn bókarinnar höfðar auð- vitað til bernskustöðva höfundar- ins? — Grindvisk strönd lætur eng- an synjandi frá sér fara Ut i lifið. Ætli ég hafi ekki allar götur frá bernsku búið að þvi veganesti meira og minna. En öræfin koma lika við sögu i bókinni. Og þeirrar tiðar umhverfismál ungmennis á götum Reykjavikur, sem enn var ekki vaxin upp Ur eða Ut fyrir mittisgjörð Hringbrautar. En þrátt fyrir basl allt og bág- indi á áratugnum fyrir strið, þá anga þar dagarnir og lundin er létt sem ljóðskáldsins vasa- Pyngja. Lækjartorg var á vi'sum stað. Og leiðir til allra átta Ut i vorið. — Svo liða átta ár til næstu bókar? — Já, það er ekki öllum gefið að vera hamhleypa til hugverka. En á þessum árum mæðist ég i mörgu, svo sem koma bókabúð á fót i Keflavlk og reisa þak yfir höfuð hennar og heimili mitt. Sllkt varð ekki gert eins og að drekka Ur glasi — hafði sinn tima. Auk þess var mikil gróska i fé- lagslifinu. Og ég fékk þar viðast að vera með. Nefni sem dæmi Ungmennafélagið, sem þá spann- aði yfir fþróttir, leikstarfsemi, hátiðarhöld Uti sem inni og byggði sundhöll. Og málfundafélagið Faxi, sem hóf að gefa Ut samnefnt mánaðar- blað. Og heldur ennþá vöku sinni. Já — Sólgull i skýjum, sU bók, mótaðist I þessum hræringum og er það sem hún er — ekki þrátt fyrir, heldur vegna þess, að ég liföi lifinu meðal dugnaðarfólks i vaxandi bæjarfélagi. Sólgull fékk bærilega dóma sem önnur bók, og i þá veru, að ég hefði ekki með öllu gefið ljóðagerð upp á bátinn eftir þá fyrstu. ,,Að jafna hvern hnjúk við jörðu ...” — Svo liða ekki nema fjögur ár, að Turnar við torg koma út. Er þar verið að yrkja um nýbygging- ar Stór-Reykjavikur? ' — Nei, þeir turnar standa v ið erlend torg. Og höfða til þess, er ég hleypti loks heimdraganum og ferðaðist um Skotland, England og allt suður til Frans. — Og ritdómarnir um hana? — Það er rétt, já. Höfundur á alla jafnan einhverja háyfirdóm- ara yfir höfði sér við blöðin. Og ekki er við þvi að amast. En stundum hefur hvarflað að mér, hvort þeir sumir hverjir skrifi á jarðýtu með það háleita markmið eitt fyrir augum að jafna hvern hnjúk við jörðu Ut á sina eðlislægu jafnsléttu. — Arið 1958 kemur bók þin Teningum kastað. Er þar talað um einhverjar afdrifarlkar ákvarðanir að hrökkva eða stökkva? — Skuggi helsprengjunnar grúfði yfir. Og lifsstrfðið kalda kenndi, að fyrir smáþjóð væri annað hvort að duga eða drepast. Tónninn i Teningum var og er öðrufremur sá — aðduga. En þar er einnig að finna ljóðmyndir smáar eins og: aldrei verður svo grafdimmt svo geimbjart að tvistimið tindri mér ekki. — Næsta bók, Minni og menn 1961. Eru það endurminningar um samferðamenn? — Já, það má komast svo að oröi. Til hliðar við þær bækur, sem við höfum rætt um, urðu til tækifærisljóð. Jöfnum höndum afmæliskveðjur til samferða- manna og sumra þeirra félaga, sem ég starfaði i. Og eftirmæli, eins og Vorstef um góðan dreng, pianóleikara, sem lézt um aldur fram. Upplag bókarinnar var litið og eingöngu til áskrifenda. — Tveim árum slðar, eða árið 1963, kemur Ijóðabók þin Mislitar fanir. Er það stór bók? — Varla, á annað hundrað siður — gamankviðlingar að mestu, sem safnazt höfðu fyrir um árin. Skemmtanalifið var blómlegt i Keflavik i þann tið: revýur., Keflavikurvökur, árshátiðir. Og lengi vel var gengið i skrokk á mér að flöndra upp gamanvisum fyrir þetta félagið eða hitt. Sumir héldu að ég þyrfti ekki annað en skrúfa frá einhverjum innvortis krana, þá stæði blekbunan á pappirinn. — Ljóðabókin Hverfist æ hvað kom Uthjá Almenna bókaféiaginu 1971 — og með þinu leyfi birti ég eitt af 49 ljóðum hennar: UR YFIRDJÚPUM Æsifréttin nærist á angistinni andar um gervitungl og kafar ljósvakann köldu blóði. — Og siðast sendirðu frá þér Hjalað viðstrengi á þjóðhátiðar- árinu 1974. — Já, stutt bók — en vonandi laggóð, þar sem hún hefur ein- vörðungu söngljóð að geyma. Annað ekki. Mannlíf i leik — og himinbláminn i túbum — Þetta eru átta ljóðabækur — og er þá ótaiið ritsafn þitt Leikrit og ljóð, sem út kom 1969. Hvað um leikritun, hvenær hljóp það fyrsta af stokkunum? — Siðasta veturinn, sem ég var I Verzló, lá við borð að Nemenda- mótið færi i strand hjá okkur fyrir þær sakir, að búið var að velja og þýða leikrit til flutnings, en leik- stjórinn hafnaði þvi með öllu, þegar til kastanna kom. Ég brá þá á það ráð að hripa niður skop- leik, hvern ég prjónaði ofanvið og neðanvið fram á lokaæfingu. Kennarar voru, eins og nU er si- tönglazt á „teknir inn I mynd- ina”. Svo lékum við þetta I Iðnó fyrir fullu húsi — svo troðfullu, að nefndin var hæstánægð með ágóðann af mótinu. Og ár liðu, en I seinni tið hef ég skrifað leikrit, sem flutt hafa verið i Utvarpi og sjónvarpi. — Er Ijóðformið kannski til- tækara þér en leikritun? — Það hef ég ekki hugsað Ut i. Veit þó, að hvorugt er „Bara að hringja, svo kemur þaö”. Sá er likast til munurinn á þvi aö vera i viðskiptum við Anda heilagan eða Silla og Valda. — Hér inni hjá þér er bókstaf- lega fullt af málverkum — mér teljast þau um þrjátlu, og öll eftir þig. Hefur þessi árátta fylgt þér lengi, ef ég má komast svo að orði? — Vera má, að þurft hafi að berja mig til bókar i bemsku, en aldrei til þess að draga upp mynd af hnif eða gaffli, svo fremi ég ætti blýant og blað. NU — fyrir margt löngu, komst ég aðþví, að himinbláminn fékkst I túbum i Málaranum og léreft lika til þess að maka blámanum á. Þeir seldu meira að segja sil- grænt Suðurlandsundirlendi I dósum. Og þess vegna eru mynd- imar þær arna. — Hefurðu ekki haidið sýn- ingu? — JU, I Keflavik — og Þrasta - lundi. Bandariskur verkfræðingur átti leið um lundinn og keypti stærstu og dýrustu myndina. En ég sat eftir með dollaraávísun, sem út- vegsbankinn innleysti fúslega, þar sem þetta var heiðarlegasti Framhald á bls. 39. Hraunið — málverk eftir Kristin, Timamynd Róbert. Hér fyrir neðan eru ennfremur myndir af nokkrum öðrum málverkum listamannsins. Stuðlar. Klettar. Kafjurt,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.