Tíminn - 23.03.1975, Síða 18
. 'A\ C\ .................
18 TÍMINN Sunnudagur 23. marz 1975.
M(nn 09 malefni Skattalækkunin
Loðnuvertíö er senn að ljúka. Loönuskip að veiðum. Tímamynd Róbert
Stefna Fram-
sóknarmanna
í kjaramálum
Segja má, að þvi hafi verið
haldið fram af hálfu Framsókn-
arflokksins frá öndverðu, að
drýgstu kjarabætur til handa
launþegum, væru þær, sem fengj-
ust, án beinnar kauphækkunar.
Þessi afstaða flokksins stafar
ekki af þvi, að hann sé andvigur
eðlilegum kauphækkunum, enda
hefur hann margsinnis átt þátt i
að stuðla að þeim. Að verulegu
leyti rekur þetta viðhorf flokksins
rætur til samskipta hans við sam-
vinnufélögin, en höfuðmark
þeirra er að tryggja neytendum
sem ódýrastar vörur og þjónustu
og auka þannig kaupmátt laun-
anna. I samræmi við þetta, hefur
flokkurinn ekki aðeins unnið að
þvi að styðja samvinnuhreyfing-
una, heldur t.d. unnið að þvi á
margvislegan hátt á sviði hús-
næðismálanna, að sem flestir
gætu eignazt eigin ibúðir með
sem hagkvæmustum kjörum.
Fyrsta sporið i' þeim efnum var
stigið með byggingar- og land-
námssjóði 1928, en siðan fylgdu
verkamannabústaðalögin i kjöl-
farið, sem voru sett með Alþýðu-
flokknum, þá lögin um bygging-
arsamvinnufélög og loks núver-
andi húsnæðislánakerfi, en frum-
drögin að þvi voru sett i tið Stein-
grims Steinþórssonar sem félags-
málaráðherra. Sameiginlega hef-
ur þetta stuðlað að þvi, að senni-
lega er það óviða, að eins margir
einstaklingar eigi hlutfallslega
sitt eigið húsnæði og á Islandi.
Það er að þakka hinni opinberu
aðstoð, sem hefur verið veitt með
framangreindum lögum.
Skattalækkun
í stað
kauphækkana
Það hefur verið afstaða Fram-
sóknarflokksins i sambandi við
þá kjaradeilu, sem nú er á dag-
skrá, að reynt yrði að finna leiðir
til að bæta kjör láglaunafólks, án
meiriháttar kauphækkana. Miki-
ar kauphækkanir myndu auka
verðbólguna, þvi að i kjölfar
þeirra fylgdu óhjákvæmilega nýj-
ar verðhækkanir, og jafnframt
myndu þær stefna atvinnuvegun-
um I hættu, þvi að þeir þola ekki
auknar byrðar að ráði. Fyrir
þjóðfélagið, atvinnuvegina og
launþegana eru beztu kjarabæt-
urnar nú fólgnar i aðgerðum, sem
ekki hafa áhrif til hækkunar,
hvort heldur er á kaupgjald eða
verðlag.
Það er i anda þessarar stefnu,
að rikisstjórnin hefur ákveðið að
beita sér bæði fyrir lækkun
beinna og óbeinna skatta i þeim
tilgangi að veita láglaunastéttun-
um verulegar kjarabætur, sem
draga tilsvarandi úr þörf þeirra
fyrir mikla kauphækkun. Jafn-
framt verður stefnt að auknum
fjölskyldubótum, en i nokkru öðru
formi en áður. Þrátt fyrir þessar
ráðstafanir verðurað vísu nokkur
kauphækkun til láglaunastétt-
anna eftir sem áður óhjákvæmi-
leg, en hún þarf ekki að verða eins
mikil og ella. Þvi er hér tvimæla-
laust stefnt i rétta átt i glimunni
við hinn mikla efnahagsvanda,
sem nú er fengizt við.
Lækkun ríkis-
útgjalda
Að sjálfsögðu er ekki hægt að
lækka skatta án þess að dregið
verði nokkuð úr útgjöldum rikis-
ins, þvi að það væri engin lausn að
ætla að afla rikinu aukinna tekna
Istað þeirra, sem eru felldar nið-
ur. Margir óttast að þetta geti
orðið til þess, að dregið verði of
mikið úr opinberum framkvæmd-
um eða að horfið verði að ein-
hverju leyti frá byggðastefnunni.
Jafnvel geti þetta orðið til þess að
atvinnuleysi komi til sögunnar.
Það er hins vegar eindreginn á-
setningur rikisstjórnarinnar, að
þetta verði hvorki til að veikja at-
vinnuöryggið eða að skerða
byggðastefnuna. Á móti lækkun
framlaga til opinberra fram-
kvæmda, verður þvi að koma að
atvinnuvegunum verði séð fyrir
nægjanlegu starfsfé, jafnt rekstr-
arlánum sem stofnlánum, svo að
þeir geti starfað af fullum þrótti,
og bætt þannig það atvinnutap,
sem kann að hljótast af nokkrum
samdrætti opinberra fram-
kvæmda.
A undanförnum árum hefur oft
verið rætt um það, að rfkiskerfið
þendist út óeðlilega mikið og ekki
væri gætt nægilegrar hagsýni og
sparnaðar i starfrækslu þess.
Sumt af þvi, sem hefur verið sagt
um þetta, hafa verið sleggjudóm-
ar, en annaö hefur átt rétt á sér.
Þess vegna er ekki óeðlilegt, þeg-
ar þrengir að i þjóðarbúskapnum,
að rikisstjórnin fái heimild til
þess að glima við þá þraut að
lækka rikisútgjöldin. Þessi heim-
ild er þó takmörkuð við það skil-
yrði, að fjárveitinganefnd Aiþing-
is fallist á niðurskurðartillögur
rikisstjórnarinnar. Þannig hefur
þingið tryggt rétt sinn til að fylgj-
ast með og að hafa endanleg áhrif
á það, sem gert verður.
Kjaradeilan
Þess ber að vænta, að umrætt
frumvarp rfkisstjórnarinnar
verði til þess að greiða fyrir lausn
þeirrar kjaradeilu, sem nú stend-
ur yfir. Mikil nauðsun er á þvi, að
báðir aðilar sýni þar sanngirni.
Atvinnurekendum má vera ljóst,
að óhjákvæmilegt er að ganga
nokkuð til móts við kröfur lág-
launafólks. Launafólk verður á
sama hátt að gera sér þess grein,
að það er ekki hagur þess, að svo
nálægt verði gengið greiðslugetu
atvinnuveganna, að þeir stöðvist
meira og minna. Verst af öllu er
atvinnuleysið.
Areiðanlega gerir meginþorri
þjóðarinnar sér ljóst, að nú eru
erfiðleikatimar, og þvi verður að
gera fleira en gott þykir. Það ber
að meta, þegar stjórnarvöld
reyna að gera sitt bezta. Stjórn-
arandstæðingar bregðast þvi
miður við vandanum á þann veg,
að það mætti oft næstum halda,
að þeir vildu auka hann. Svo er þó
vafaiaust ekki, þótt þeir láti áróð-
urssjónarmiðin móta stefnu sina.
Málamiðlun
Ólafur Jóhannesson, formaður
Framsóknarflokksins, gat þess i
útvarpsumræðunum á fimmtu-
dagskvöldið, að efnahagsmála-
frumvarp rfkisstjórnarinnar væri
að sumu leyti byggt á málamiði-
un, eins og jafnan er um þess kon-
ar frumvörp samsteypustjórna,
en endurspeglar ekki algerlega
þá stefnu, sem hvor flokkur fyrir
sig myndi helzt kjósa, ef hann
mætti einn ráða . ,,Ég bendi þó á”,
sagði Ólafur Jóhannesson, ,,að i
þessu frumvarpi er að finna sum
þeirra atriða, er voru i' efnahags-
málafrumvarpi þvi, er ég beitti
mér fyrir sl. vor, en þá hlaut ekki
fylgi”-
1 framhaldi af þessu, er rétt að
upplýsa það, að Framsóknar-
menn hefðu talið, að ýmis ákvæði
gætu betur farið á annan veg.
Einkum má nefna það, að þeir
hefðu kosið, að annað hvort yrði
tekjuskatturinn nokkru hærri á
hæstu tekjum eða skyldusparnað-
urinn hærri á þeim. Þetta kemur
að sjálfsögðu til nánari athugunar
I meðferð þingsins.
Efnahagslægðin
mun ganga yfir
Rétt þykir að rifja upp sérstak-
lega eftirfarandi kafla i ræðu
Ólafs Jóhannessonar:
Ég vona, að þessar aðgerðir
beri tilætlaðan árangur. Við erum
að sumu leyti i efnahagslegri
lægð, þótt að öðru leyti séum við
betur á vegi staddir en margar
þjóðir, þar sem atvinnuleysi er
orðið tilfinnanlegt, en hér er ekki
enn hægt að tala um það. Ég er
ekki i vafa um, að efnahagslægðin
mun ganga yfir, enda höfum við
oft átt við meiri erfiðleika að etja,
þó að sveiflan sé stór frá þvi, sem
bezt var. Með góðum vilja og
samstilltu átaki munum við sigr-
ast á þeim erfiðleikum, sem nú er
við að fást. Það má þó ekki búast
við of snöggum umskiptum. Það
verður að geta viss meðalhófs i
öllum efnahagsaðgerðum. Ann-
ars getur slegið i baksegl. Annars
vegar er nokkur samdráttur
nauðsynlegur um sinn, og á hinn
bóginn þarf að gæta þess, að hann
verði ekki svo mikill, að hann
leiði til atvinnuleysis eða stofni
viðurkenndri byggðastefnu i
nokkra tvisýnu. Þetta meðalhóf
getur verið vandþrætt. Við skul-
um heldur ekki gleyma þvi, sem
reynslan hefur kennt okkur, að
við erum mjög háðir efnahags-
framvindunni i umheiminum. Og
það lögmál má heldur aldrei
gleymast, að þjóðfélagið i heild
getur ekki til lengdar eytt meira
en það aflar.
Furðulegar
ræður
Furðulegt var að hlusta á ræðu-
menn Alþýðubandalagsins I út-
varpsumræðunum, þegar þeir
voru að úthúða efnahagsaðgerð-
um rikisstjórnarinnar. Þetta var
furðulegt af þeirri ástæðu, að Al-
þýðubandalagið fylgdi þeim úr-
ræðum, sem núverandi rikis-
stjórn hefur beitt og það deilir nú
mest á, meðan það tók þátt i
rikisstjórn.
Núverandi rikisstjórn glimir
við sömu erfiðleikana og vinstri
stjórnin, að þvi breyttu að þessir
erfiðleikar hafa enn magnazt,
bæði af völdum erlendra verð-
breytinga og grunnkaupshækkan-
anna á siðastliðnum vetri. Þetta
var fyrirsjáanlegt á siðastliðnu
sumri, þegar rætt var um endur-
reisn vinstri stjórnarinnar, og réð
þar mestu um að hinir ábyrgðar^
minni forystumenn Alþýðu-
bandalagsins létu það skerast úr
leik. Þeir óttuðust að þvi gætu
fylgt óvinsældir að glfma við
vandánn. I höfuödráttum hefur
núverandi rikisstjórn beitt sömu
úrræðum og vinstri stjórnin
gerði, eða var búin að marka, áð-
ur en hún fór frá.
Þess vegna var það furðulegt
að heyra þá Ragnar Arnalds og
Lúðvik Jósepsson eyða nær öllum
ræðutima sinum til að ófrægja þá
stefnu, sem þeir fylgdu i tið
vinstri stjórnarinnar.'
Sama stefnan
Núv. stjórn hefur skert visitölu-
bætur, eins og vinstri stjórnin
gerði með bráðabirgðalögum á
siðastliðnu vori. Hún hefur lækk-
að gengið, eins og vinstri stjórnin
gerði haustið 1972, og siðar með
þvi að auðvelda aukið gengissig.
Núv. stjórn hefur hækkað sölu-
skattinn nokkuð, hækkað nokkuð
bensinskattinn, og lagt verðjöfn-
unargjald á raforku til þess að
tryggja nægilegt fjármagn til að-
kallandi framkvæmda og kjara-
jöfnunar. Allar þessar skatta-
hækkanir var Alþýðubandalagið
búið að fallast á I tið vinstri
stjórnarinnar, þótt þær næðu ekki
fram að ganga sökum stöðvunar-
valds þáverandi stjórnarand-
stöðu i neðri deild. Þannig má
rekja það, að núverandi rikis-
stjórn hefur enn ekki gert neitt
það i efnahagsmálunfi', sem
vinstri stjórnin og flokkar hennar
voru ekki búnir að framkvæma
eða leggja drög að á einhvern
hátt. Þvi er óhætt að fullyrða, að
svo að segja allt það, sem núver-
andi rikisstjórn hefur aðhafzt i
efnahagsmálum til þessa, hefði
verið gert, ef vinstri stjórn hefði
verið áfram við völd. Það er hægt
að fullyrða vegna þeirra aðgerða,
sem hún var búin að framkvæma
og vegna þeirrar stefnu, sem
flokkar hennar voru búnir að
móta i stjórnarmyndunarviðræð-
unum á siðastliðnu sumri, og
fylgt hefði verið, ef hinir öfga-
fyllri og ábyrgðarminni leiðtogar
Alþýðubandalagsins hefðu ekki
komið I veg fyrir að ný vinstri
stjórn kæmi til valda sökum ótta
við, að nýjar efnahagsaðgerðir
yrðu óvinsælar.
Þrjú brotthlaup
Það hefur nú gerzt þrisvar
sinnum, að Alþýðubandalagið
hefur skorazt undan stjórnarþátt-
töku, þegar erfiðleikar hafa farið
vaxandi. Raunar hét það ekki Al-
þýðubandalag, heldúr Samein-
ingarflokkur alþýðu — Sósialista-
flokkurinn, þegar það lék þann
leik i fyrsta sinn. Það stóð að ný-
sköpunarstjórninni svonefndu,
sem hér kom til valda 1944. Þá
átti þjóðin gildari gjaldeyrissjóði
en nokkru sinni fyrr og siðar.
Eftir tvö ár var hann farinn i súg-
inn vegna hóflausar eyðslu. Þá
hljóp Alþýðubandalagið úr
stjórninni. 1 annað sinn gerist
þetta haustið 1958, þegar Alþýðu-
bandalagið hafði tekið upp núver-
andi nafn sitt. Þá hafði vinstri
stjórn farið með völd i rúm tvö ár.
Sumarið 1958 höfðu sjálfstæðis-
menn fengið hægri krata og
Moskvu-kommúnista i lið með sér
til að koma fram óraunhæfri
grunnkaupshækkun. Um haustið
varð þvi að gera efnahagsráð-
stafanir. Þá skarst Alþýðubanda-
lagið úr leik og rauf stjórnina. I
kjölfar þess kom 12 ára timabil
viðreisnarst jórnarinnar svo-
nefndu.
Nú i sumar lék Alþýðubanda-
lagið þennan leik i þriðja sinn.
Rétt er að geta þess, að hinir á-
byrgari foringjar Alþýðubanda-
lagsins voru þessu andvigir og
sennilega hafa þeir Lúðvik
Jósepsson og Magnús Kjartans-
son verið i þeim hópi. En þeir létu
undan hinum ábyrgðarminni.
Óbreyttir liðsmenn Alþýðubanda-
lagsins voru hér ekki neitt spurðir
ráða, enda hefði þá farið á aðra
leið.
Þ.Þ.