Tíminn - 23.03.1975, Side 19

Tíminn - 23.03.1975, Side 19
Sunnudagur 23. marz 1975. TÍMINN 19 Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusími 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.OOá mánuði. Blaðaprent h.f.. Rógburður Til ýmissa vopna er gripið i stjórnmálastælum — stundum svo lúalegra, að engu tali tekur. í sið- asta hefti Frjálsrar verzlunar standa þessi orð feitletruð á ritstjórnarsiðu: „Eftir siðustu gengisfellingu gekk sú saga fjöll- unum hærra, að stjórnendur S.l.S. hefðu eitthvert ekstra skilningarvit, þegar um væri að ræða við- eigandi ráðstafanir vegna yfirvofandi gengisfell- ingar. Þótti það þó ekki merkilegt, þegar hafðar voru i huga meldingar viðskiptaráðherra á Fram- sóknarfundinum fræga ’ ’. Vinnubrögðin fara ekki fram hjá neinum. Fyrst er fitjað upp á kjaftasögu handa þeim að dreifa, er ginnkeyptir eru fyrir sliku, og siðan er viðskipta- ráðherra tilgreindur — auðsjáanlega til þess að gefa þeim rógi byr undir vængi, að hann misnoti embættisaðstöðu sina. Enn er svo blásið að glæð- unum með þvi að segja siðar i sömu klausu, að ýmsir velti þvi fyrir sér, „hvernig S.I.S. fari að þvi að leysa út á einu bretti vörur fyrir á annað hundr- að milljónir”. Hér er vandlega fylgt gömlu formúlunni: Ólyg- inn sagði mér, og einskis látið ófreistað að koma á framfæri kveikju að gróusögum, sem höggva i meira lagi nærri þeim, er þessu er stefnt gegn. 1 þessu sama hefti Frjálsrar verzlunar er svo önnur ritstjórnargrein, þar sem veitzt er að við- skiptaráðherra fyrir þær sakir, að hann skyldi á fundi Framsóknarfélaganna i vetur gera almenn- ingi grein fyrir þvi, hvernig ástatt var i gjaldeyris- málum og efnahagsmálum þjóðarinnar. Þetta eru að sjálfsögðu sakargiftir, sem f.alla um sjálfar sig. Það er skylda stjórnmálamanna að segja þjóðinni satt og rétt frá þvi, hvernig högum hennar er háttað, og þvi fer þess vegna viðs fjarri, að það geti verið ámælisvert. Hér ber þvi að sama brunni og áður: Tilgangurinn með svona málflutningi er meini blandinn. Þess njótum við nú Nú er að vonum margt rætt um efnahagsörðug- leika. Andspænis þeim er ekki úr vegi að leiða hug- ann að þvi, hvar við stæðum, ef ekki nyti þess við, er gert var á dögum vinstristjórnarinnar. Hvar værum við stödd, ef landhelgin hefði ekki verið færð út, aflað mikils og góðs flota fiskiskipa og stórfelldar endurbætur gerðar á fiskvinnslustöðv- unum, svo að nokkuð sé nefnt af þvi, sem þyngst vegur? Hvernig skyldi vera umhorfs i bæjum og byggðum hringinn i kring um landið, ef allt hefði setið þessi ár i sama farinu og á dögum viðreisnar- stjórnarinnar? Samt sem áður bryddir sifellt i blöðum Sjálf- stæðisflokksins á mönnum, sem leyfa sér að halda fram þeim öfugmælum, að athafnir rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar á árunum 1971-74 hafi „gert atvinnulif þjóðarinnar berskjaldað” fyrir erfið- leikunum. Þetta er að falsa söguna. Við eigum stjórnar- stefnunni þessi ár að þakka, að i landinu er full at- vinna og ekki lakari afkoma en þó er. — JH Charles W. Yost, fyrrum sendiherra: Egyptum kappsmdl að koma d fullurn friði Þeir vilja snúa sér að umbótum innanlands ÞEGAR ég var á ferð i Kairó seint i febrúar reyndi ég að gera mér grein fyrir, hvaða Hkur væru á, að viðleitni Henrys Kissingers utanrikis- ráðherra til friðarsamninga bæri tilætlaðan árangur. En áður en lengra er haldið vil ég taka fram, að Kairó ber nú miklu meiri velmegunar- blæ en hún gerði fyrir ári. Þá bar einkum á aukinni trU landsmanna á eigin getu i hemaði. NU er trU manna á velfarnaði bæði i efnahags- málum og stjórnmálum greinilega að aukast. A sérhverju gistihUsi voru erlendar sendinefndir af ýmsu tagi. Þarna var á ferð sendi- nefnd frá Bandarikjunum, hópur franskra þingmanna og fjöldi afrikanskra og ara- biskra stórmenna. Ferða- menn voru fleiri en þeir hafa nokkru sinni verið siðan 1967. Einna mest bar þó á urmul er- lendra viðskiptafulltrúa, sem voru komnir á vettvang til þess að reyna að bera viurnar I oliuauðinn, sem veitt er til landsins til þess að treysta undirstöðu stjórnmálanna og stuðla að hvers konar þróun. FÓLKINU heldur áfram að fjölga gifurlega ört, en unnt reynist með naumindum að halda I horfinu bæði með mat- föng og framfarir i atvinnu- málum. Horfur á viðunandi viðgangi þegár fram I sækir eru nU miklu betri en þær hafa nokkru sinni verið síðan að siðari heimsstyrjöldinni lauk. Þetta veldur þvi, að Egypt- um er sérstakt kappsmál að koma á fullum friði. Þann áhuga verður þó að vega móti afar sterkum vilja til að ná aftur yfirráðum á öllum her- teknu svæðunum og varðveita einingu Arabarikjanna, en ef hUn færi Ut um þUfur yrði inn- streymi oliudollaranna fljótt að þverra. Að svo mæltu er timabært að vikja að nýju að samninga- viðleitni Henrys Kissingers utanrikisráðherra. Verður honum eitthvað ágengt i þvi að koma á samningum um Sinai? Vist verður að vona það bezta, en likurnar á jákvæðum árangri sýnast hreint ekki meiri en einn á móti einum. EGYPTAR munu varla telja nýja samninga ómaksins verða nema þeir leiði til af- hendingar fjallaskarðanna og Rudei-oliulindanna. En hvað væru þeir þá tilleiðanlegir að láta af hendi rakna fyrir þetta tvennt? „Hreint ekkert”, sagði opin- ber talsmaður alveg hiklaust. Hann átti við, að Egyptar vildu hvorki afsala sér landi, sem þeir hefðu áður ráðið yfir, né láta ísraelsmönnum i té friðaryfirlýsingu, sem gæfi þeim átyllu til að reyna að halda i önnur hernumin svæði i trausti þess, að þeir yrðu ekki fyrir hernaðaráreitni. Egyptar hafa hins vegar greinilega ekki i huga að hefja nýja styrjöld i náinni framtið og forustumenn eru reiðubún- ir að játa það undir fjögur augu. Aðkomumanni áskotn- aðist einhvern veginn sú sann- færing, að Egyptar ætlist til, að Bandarikjamenn sannfæri tsraelsmenn um þetta og þeir láti sér það nægja. Þessu á auðvitað að fylgja fram með afvopnun á þeim svæðum, sem ísraelsmenn yfirgefa jafnóöum og friðargæzlusveit- ir Sameinuðu þjóðanna taka þau I umsjá sina. Þá sýnist einnig til þess ætlazt, að Bandarlkjamenn greiði and- virði þeirrar oliu, sem ísraels- menn þurfa á að halda i stað oliunnar frá Rudeis-lindunum. MEGINMÁLI skiptir, hvort tsraelsmenn sætta sig við þessa óbeinu yfirlýsingu og láta sér hinar tilætluðu bætur nægja, eða hvort Kissinger hefir upp á að bjóða aðrar og staðbetri ivilnanir i næstu lotu viðleitninnar. Rabin forsætis- ráðherra ísraels hefir látið þau orð falla, að hann hafi hvorki hug á ábyrgð Banda- rikjamanna né Bandarikja- manna og Sovétmanna i sam- einingu. En hvað sem þvi liður væru Bandarikjamenn senni- lega ekki reiðubúnir að lýsa yfir ábyrgð sinni nema náðst hefði samkomulag um megin- drætti allsherjar friðarsamn- inga. I þeirra augum væri slikt naumast ómaksins vert þó að eitthvað teldist hafa miðað áleiðis. Hitt verður ekki siður erfið- ur þröskuldur á vegi Kissing- ers utanrikisráðherra, að Egyptar standa á þvi fastar en fótunum, að aðskilnaður herja ísraelsmanna og Sýrlendinga i Golanhæðum verði einnig að fara fram I vor. tsraelsmenn eiga enn erfiðara með að draga her sinn til baka þarna en á Sinai, enda gæti táknrænt fráhvarf verið algerlega ófull- nægjandi i augum Sýrlend- inga. Enn er þess að geta, að allt er á huldu um stöðu Palestinu- Araba meðan reynt er að þok- ast áfram skref fyrir skref. HVER svo sem árangurinn kann að verða i næstu atlögu Kissingers utanrikisráðherra virðast flestir vera á einu máli um, að hann geti ekki gert öllu fleiri tilraunir á eigin spýtur. Ef ekki dragi til úrslita i þetta sinn verði aðilar allir að setj- ast að nýju að samningaborð- um i Genf i vor eða fyrri hluta sumars. Egyptar virðast þeirrar skoðunar, að hin ótrúlega að- farasemi og hæfni Kissingers sé senn á þrotum og varla meiri árangurs að vænta af viöleitni hans. Rússar og Sýr- lendingar hafa krafizt þess, að samningar i Genf hefjist að nýju. Jafnvel er svo að sjá sem Israelsmenn hallist á þá sveif, að betra sé að reyna að semja um málin i heild en að láta af hendi hvern molann af öðrum án þess að fá i staðinn fullnægjandi samnings- ákvæði. HVAR og hvernig eiga svo Palestinu-Arabar að koma við sögu? Egyptar lita svo á, að allir aðilar eigi að koma sér saman um, að þeir fái að senda fulltrúa til samninga viðræðn- anna i Genf, en þó ekki fyrr en að „timi sé til kominn”, og þeir þurfi ekki endilega að vera viðstaddir i upphafi. Hverjarhorfur eru þá á góð- um árangri ef ráðstefnan i Genf hefst að nýju? Þar verð- ur óhjákvæmilega að glima við öll torleystustu deiluefnin, sem varla hefir verið hreyft við enn, svo sem vesturbakk- ann, Jerúsalem, Gólanhæðir, og Sharm el Sheikh. Erfiðast verður þó —• en jafnframt mikilvægast — að koma á raunverulegum og varanleg- um friði milli tsraelsmanna og Araba. Þó að allt gengi að ósk- um gæti það tekið langan tima, jafnvel tvö eða þrjú ár. HVAÐ eru Arabar reiðubúnir að biða lengi? Egyptar vekja athygli á þvi, að siðan i októberstyrjöldinni hafi hvorki heimamenn né fuiltrúar annarra Arabarikja lagt jafn hart að Sadat forseta að gripa til vopna og þeir áður gerðu. Þeir gera sér einnig vonir um, að hið nýja and- rúmsloft stjórnmálanna, eða hinn aukni máttur oliusölu- rikjanna, muni sannfæra tsra- elsmenn um. að dráttur sé þeim ekki hagstæður lengur. Er þetta skynsamlega ályktað1? Verða tsraelsmenn reiðu- búnir að siá verulega af kröf- um sinum? Hversu lengi eru Sýrlendingar og Palestinu- Arabar skvldugir hvað þá fús- ir að biða? Þessum mikilvægu spurn- ingum er.enn ósvarað.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.