Tíminn - 23.03.1975, Síða 20
20
TÍMINN
Sunnudagur 23. marz 1975.
Sunnudagur 23. marz 1975.
TÍMINN
Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum?
Utanríkisráöhcrra er mikill tónlistarunnandi. Hann hefur gaman af margs konar tónlist, meöai annars
jazztónlist, en hvaö þaö er, sem hann ætlar aö fara aö hiusta á núna, vitum viö ógerla. — Tímamynd
Gunnar.
Handknattleiksliö á þvi herrans ári 1939. Sitjandi (frá vinstri): Guömundur Magnússon, Einar Agústs-
son og Benedikt Antonsson. Standandi (frá vinstri): Garöar Glslason (þjálfari), Páimi Möller, Vilberg
Skarphéöinsson, Agúst Sveinbjörnsson og Guöjón Einarsson, formaöur.
„Þá gleymi ég bók-
staflega öllu öðru..!',
segir Einar Ágústsson utanríkisráðherra,
sem hér ræðir tómstundavinnu sína
og hugðarefni
Bridgefélagar á góöri stund viö spilaboröiö. Taiiö frá vinstri: Gunngeir Pétursson, séra Skarphéöinn
heitinn Pétursson, örn Guömundsson og Einar Agútsson.
EINAR AGUSTSSON, núver-
andi utanrlkisráöherra, er einn
þeirra fjölmörgu manna, sem
þurfa aö eyöa flestum
vinnudögum sínum viö skrifborö.
Aö loknu stúdentsprófi og lög-
fræöinámi I Háskóla tslands
geröist hann skrifstofustjóri, en
siöan bankastjóri og mál-
flutningsmaður. Er þó ótalin seta
I borgarstjórn Reykjavikur, á
Alþingi og I tveim rikisstjórnum.
öll munu þessi störf vera fremur
þreytandi, og þvi ekki óllklegt að
maöur, sem þeim gegnir, muni
þurfa á hviid og tilbreytingu aö
halda.
Spilaði bridge um
langt árabil
Og þá liggur næst fyrir að snúa
sér aö efninu og bera upp fyrstu
spurninguna:
— Byrjaöir þú snemma, utan-
rikisráöherra, að verja
tómstundum þinum skipulega á
einhvern hátt?
— Nei, það get ég ekki sagt. Ég
hef frá blautu barnsbeini verið
ákaflega hneigður fyrir
bóklestur, og er það enn, en hins
vegar varð það svo — eftir að ég
hætti i iþróttum — að tómstunda-
iðja min um langt árabil var að
spila bridge. Ég eyddi i þetta
miklum tima og hafði af þvi
ómælda ánægju, en þegar ég tók
viö ráðherraembætti, varð ég að
hætta þessu alveg, og liggja til
þess ástæður, sem vafalaust eru
ljósar öllum, sem einhvern tima
hafa spilað á spil. Eins og öllum
er kunnugt, er bridge fjögurra
manna leikur, og þvi þarf hver
sem ætlar að leika hann að binda
sig þrem mönnum til viðbótar
sjálfum sér. En eftir að ég tók við
þessu embætti, sem ég hef gegnt
undanfarin ár, uröu kvöldin hjá
mér svo upptekin, að ekki var
nein leiö til þess aö ég gæti haldiö
órofnu sambandinu við mina
spilafélaga. Ég hef þvi alveg lagt
spilamennskuna á hilluna . bæði
vegna þess, að ég fæ ekki menn til
þess að spila við mig þau fáu
kvöld sem ég á fri, og auk þess
þykir mér svo gaman að spila, að
ég vil annað hvort gera talsvert
mikið að þvi, eða ekki neitt.
— Hvernig hefur þú þá varið
þeim stopulu tómstundum sem
gefizt hafa, eftir aö þú varöst
ráðherra?
— Ég ver þeim aðallega til þess
að lesa bækur.
— Hvað lest þú aðallega?
— Það má heita, að ég sé alæta á
bækur, en skemmtilegast þykir
mér þó að lesa bækur um ættfræði'
eða þjóðlegan fróðleik. Auk þess
hef ég mikið yndi af tónlist,
einkanlega óperum. Ef einhver
man, þegar ég fékk að stjórna
dagskrá Utvarpssins i eina
klukkustund, ekki alls fyrir löngu,
þá munu þeir minnast þess, að
þar skipuðu óperur talsvert stórt
rUm. Ég hlusta lika oft á hljóm-
plötur heima hjá mér, þegar
tómstundir gefast.
Þá var haldboltinn
handbolti, en
ekki áfiog
— Þú nefndir Iþróttir. Varstu
ungur, þegar þú ánetjaöist þeim,
ef ég má svo aö oröi komazt?
— Ég hef alla ævi verið hneigð-
ur fyrir iþróttir, og á skólaárum
minum stundaði ég mjög mikið
handbolta, sem Valdimar Svein-
bjömsson kenndi okkur, mennt-
skælingum þeirra tima. Ég náði
talsverðum árangri i þessari
iþrótt, og held að ég hafi meira að
segja einu sinni orðið Islands-
meistari. Þetta var nokkuð öðru
visi handbolti en sá, sem nU er
leikinn, og satt að segja finnst
mér að hann hafi verið miklu
skemmtilegri. Þá tiðkuðust ekki
áflög, heldur var þetta raunveru-
legur boltaleikur.
— Toímstundaiðja þln hefur þá
tekið breytingum I áranna rás?
— Já, það hefur hUn óneitanlega
gert. En það stafar mest af tilvilj-
un, og svo af þvi, hvernig störf
min hafa skipazt, fremur en að
áhugi minn hafi dvinað eða
horfið. Þannig hef ég til dæmis
enn mjög mikinn áhuga á iþrótt-
um og fylgist með þeim ásamt
syni minum, fjórtán ára gömlum,
sem nU er að byrja sinn iþrótta-
feril.
— Ert þú þá ekki líka, sem fyrr-
verandi Iþróttamaður, mikiö
gefinn fyrir útiveru, svona al-
mennt?
— JU, sannarlega. Útivera er og
hefur alltaf verið mér ákaflega
mikils virði. Ég á sumarbUstað
hér i nágrenni Reykjavikur, þar
sem ég reyni að vera eins mikið
og ég get.ekki einungis á sumrin,
heldur lika á veturna. Þá fer ég
gjarna i gönguferðir þaðan um
nágrennið. Að visu hefur orðið
heldur minna um þetta undan-
farna vetur en ég hefði viljað, en
marga vetur hef ég reynt að
komast þangað sem mest um
helgar, og fer þá fótgangandi eða
á skiðum, eftir þvi sem aðstæður
hafa leyft, en vegasamband við
sumarbUstaðinn er heldur vont,
og oftast þarf ég að ganga eitt-
hvaö meira eða minna, til þess að
komast þangað. Og satt að segja
þykir mér það fremur kostur en
galli.
,,Þá gleymi ég bók-
staflega öllu öðru........"
— Hvaö heldur þú aö þér þyki
ánægjulegast af þvl sem þú hefur
gripiö til I tómstundum þinum?
— Þvi er erfitt að svara. Sann-
leikurinn er sá, að hugur minn er
mjög opinn fyrir ýmsu, sem til
skemmtunar má verða, en ef ég
ætti að reyna að gera þar upp á
milli, þá held ég næstum, að ég
myndi setja spilamennskuna efst
á blað.
— En hvað finnst þér hvert um
sig hafa heizt til sins ágætis af
þessu, sem viö höfum veriö aö
tala um?
— Það, sem gerir til dæmis spila-
mennsku svo aðlaðandi fyrir mig,
er.aðþegaréger seztur við spila-
borðið, þá gleymi ég bókstaflega
öllu öðru, slaka fullkomlega á, og
vandamálin, sem við er að fást i
daglegu starfi, hvarfla ekki einu
sinni að mér. Að þvi leyti er mér
sá leikur hollur, þótt vafalaust
flokkist það ekki beinlinis undir
hollustu að sitja við spilaborð,
iðulega i tóbaksreyk og
vondu lofti.
Um Utiveruna þarf naumast að
ræða. Allir vita, hversu aðlaðandi
og heilsusamlegt það er að ganga
Uti, hvort sem ' gengið er á
skiðum eða á hestum postulanna
einum saman. Einnig þar veitist
manni sU likn að losna við
áhyggjur hversdagslifsins, en þó
sækja þær fremur að mér á göngu
en við spilaborðið. En hitt kemur
á móti: að á gönguferðum dettur
manni oft i hug einhver lausn á
vandamálum, sem hafa þvælzt
fyrir manni að undanförnu, án
þess að fram Ur þeim hafi verið
ráðið.
Bóklest©- er lika allvel til þess
fallinn að dreifa huganum, auk
þess, sem hann veitir
menntun og beina fræðslu.
Mér finnst ákaflega gott
að lesa ævisögur merkra
manna. Mér finnst ég færast nær
þessum mönnum, við að lesa sogu
þeirra, en auk þess veitir slikur
lestur margháttaðan fróðleik um
lif og starf þeirra kynslóða, sem á
undan okkur eru farnar. Og
skilningur á fortiðinni ætti að
hjálpa okkur til þess að leysa
vandamál liðandi stundar.
A skólaárum minum las ég
mikið af skáldsögum, en það
hefur minnkað mjög upp á
slökastið. Ég er meira hneigður
fyrir það sem kalla mætti
þjóölegan fróðleik, og svo ætt-
fræöi, sem er að ná vaxandi tök-
um á mér, og sem ég hef hugsað
mér að vinna að, einhvern tima
seinna, ef ég fæ tima til.
Þá er gott að
rifja upp gaml-
ar spilaþrautir
— ÞU sagðist slaka á þegar þu
ert seztur að spilum, en sækir þá
ekkert að þér sU árátta aö verða
spenntur og kappsfullur i spila-
mennskunni þannig að þar komi
bara ný streita i staðinn^fyrir þá,
sem þU skildir eftir á skrif-
stofunni?
— Ekki neita ég þvi, að það geti
stundum verið svolitið erfitt að
sofna, eftir að maður hefur verið i
hörku-spilakeppni, en það er nU
samt allt annars eðlis en
áhyggjur af hversdagslegum
störfum. Ég hef alltaf haft sér-
staka ánægju af þvi að ráða
bridge-þrautir og ef það kemur
fyrir, sem er að visu afarsjald-
gæft nUorðið, að ég eigi erfitt með
að sofna á kvöldin, þá grip ég
gjarna til þess að rifja upp
gamlar spilaþrautir og leita
lausnar á þeim. Það hvilir
hugann ákaflega mikið.
— Ertu ekki lika skák-
■ maöur?
— Nei. Ég hef aldrei lært al-
mennilega að tefla, þótt ég að
visu hafi kunnað mannganginn
frá þvi að ég var barn. Ég sé eftir
þvi aö hafa ekki náð viðunanleg-
um tökum á skákinni. Það heföi
komið sér vel að kunna að tefla
nUna, eftir að tómstundir urðu
færri og strjálli, þvi að vitanlega
er miklu auðveldara að fá mann
til þess að gripa með sér eina
skák, en að ná saman fjórum
mönnum til reglubundinnar
spilamennsku.
Áhugi á jass-
músik er enn
fyrir hendi
— Það kom fram hér áöan, að þú
hefðir yndi af hinni æöri tegund
tónlistar. Hefur þú þá ekki boriö
það viö að semja lög?
— Nei, það hef ég aldrei gert,
enda er ég alveg ólærður i tónlist.
Ég þekki tónlist aðeins sem
áhugamaður, er neytandi hennar
en ekki framleiðandi. Mér hefur
aldrei dottið i hug að semja lög,
enda gæti ég það áreiðanlega
ekki, þótt ég reyndi það!
Hitt er annað mál, að ég hef
alltaf haft mikið yndi af tónlist, og
jassinn heillaði mig talsvert hér á
árum áður, og enn er sá áhugi
ekki með öllu kulnaður.
— Lékst þú ekki I hljómsveit ein-
hvern tima?
— Nei,þaðhefégaldrei gert. Það
er alveg rétt, sem ég sagði hér
áðan, að ég er á allan hátt
þiggjandi en ekki veitandi, þegar
tónlist er annars vegar, ég hef
ekki einu sinni leikið á hljóðfæri.
Hins vegar hef ég nógu mikið
eyra fyrir tónlist til þess að geta
notið hennar, þegar ég er á ferð
erlendis, sækist ég eftir þvi að
komast á hljómleika. Hins vegar
hafa þær ferðir, sem ég hef farið
siðan ég varð r'áðherra, flestar
verið stuttar, og auk þess er
jafnan mjög ásetið, svo að timi til
þess að nota ferðina sér til ánægju
um leið, hefur orðið minni en ég
hafði vonað og gert mér i hugar-
lund áður en ég tókst þetta starf
á hendur.
— Býst þú ekki viö aö nema ein-
hver ný lönd og sviöi tómstunda-
iöjunnar slöar meir?
— Þarna komst þu við kvikuna á
mér. Ég hef fyrir löngu ásett mé
að nota þann tima, sem mér kann
að gefast á efri árum ævinnar, til
þess að grUska i ættfræði. Enn
sem komið er hef ég ekki samið
neitt i þessu skyni, heldur látið
mér nægja að lesa, og svo að
eignast allan þann bókakost, sem
mér er unnt um þessi efni. Ég tel
mig orðinn sæmilega vel að mér
um ættir hér á Suðurlandi, þar
sem ættir minar liggja — og það
er vist mannlegt að hafa mestan
áhuga á eigin forfeðrum. Ég get
þvi vel hugsað mér að nota
tómstundir minar i framtiðinni til
ættfræðigrUsks, en aftur á móti
býst ég ekki við þvi, að ég muni
nokkru sinni skrifa ævisögu mina!
-VS.
Einar Agústsson utanrlkisráöherra á einstaklega fallegt heimili og margt ágætra bóka, sem hann leitar gjarna til, þegar tómstundir
gefast. — Tlmamynd Gunnar.
Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur
Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum?
Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum?
t