Tíminn - 23.03.1975, Page 30
30
TfMíftN
Sunnudagur 23. marz 1975.
kynnir:
Tækjakost
stúdíósins
H1 jóðblöndunar borð:
Toreseen 16rásir inn, 8 rásir
út.
Segulbandstæki:
Scully 8 rásir, Scully 2 rásir
(master tape)
Magnarar:
H/H
Hátalarar:
J. B. Lancing, studio monitor
4320
Bergmálstæki:
E.M.T. 140, Revox tape echo
Plötuspilarar:
E.M.T.
Quasi Mixer:
Þa< » 1 lefu r enqinn fært ok :kur
þel ta á s ilfurfati
FYRSTA OG EINA ALVÖRUSTÚDÍÓiÐ Á ÍSLANDI
Böövar Guömundsson heitir maöurinn sem hér sézt á myndinni, en hann er einn af eigendum fyrirtækisins. — Tlmamynd: Gunnar
Gunnar og Dóri heita þessir félagar, sem hér sjást á myndinni,
en þeir hafa nýlega sent frá sér tveggja laga plötu meö lögunum
„Lucky Man” og ,,1’m just a Boy”. Gunnar og Dóri eru ættaöir
úr Hafnarfiröi og hafa leikiö saman um alllangt skeiö, en sá fyrr-
nefndi var eitt sinn í trióinu Trlólu. Plata þeirra félaga var tekin
upp I H.B. „Stúdlói”, og sá Magnús Kjartansson um hljóöstjórn,
en félagar hans I Júdasi önnuðust undirleikinn.
Allan Heath
Grapic Euqalisers:
Flygill:
Busendorf
Það er allt kallað
stúdió
— Við höfum mætt skilningi
hjá ráðamönnum þjóðarinnar,
en litlum skilningi hjá öðrum
ónafngreindum aðilum, sem við
höfum þurft að leita til.
— Fram til þessa hafa hinir og
þessir sett upp segulbönd, hljóð-
blöndunartæki og nokkur önnur
tæki, og kallað það stúdió. Það
er allt kallað stúdió, — og þetta
nafn er fyrir löngu búið að
missa sina raunverulegu merk-
ingu, þvi svo virðist sem eina
viðmiðunin sé sú, að tækin geti
tekið upp hljóð.
— Eitt sinn þurftum við að
leita til bankastjóra og bárum
að sjálfsögðu upp erindi okkar.
— Hvað? Stúdió? Eru ekki allir
að koma sér upp stúdióum?
sagði maðurinn.
Ekki eins og að kaupa
notuð heimilistæki
Nú-timinn hafði heyrt talsvert
um þetta stúdió, áður en honum
var hleypt inn um dyrnar hjá
sjálfu fyrirtækinu. Og sannast
sagna hafði Nú-timinn alls ekki
gert sér i hugarlund, að stúdió
þeirra fjórmenninga væri jafn
vandað og raun bar vitni. Eða
eins og samfylgdarmaður Nú-
timans sagði: Ég hafði gert mér
háleitar vonir, — en þetta er
miklu, miklu meira en ég bjóst
nokkru sinni við.
Húsnæði stúdóisins er 200
fermetrar, — stúdiósalurinn er
80 fermetrar og hljóðstjórnun-
arklefinn 40 fermetrar, en auk
þess er skrifstofa og rúmgóð
setustofa.
— Stúdíóið er fyllilega sam-
bærilegt, hvað frágang og
húsakynni varðar, við öll 8-rása
stúdió i heiminum, öll 16-rása
stúdió — og raunar öll hljóð-
stúdió, sem til eru.
— Ég las nýlega i skólablaði viðtöl við tvo
kunna listamenn, og spurningarnar sem fyrir
þá voru lagðar, voru nákvæmlega eins. Hvern-
ig hófst þú þinn feril? Hvað er skemmtileg-
ast...— Fyrsta spurningin hjá ykkur verður
sennilega eitthvað á þessa leið: Hver var að-
dragandinn að stofnun stúdiósins? Ekki satt?
—Ég held það sé ráð, að þú spyrjir, Sigurjón,
—ég skrifa og Jónas, Jón Þór og Böðvar svara.
Það gæti verið ágætis verkaskipting.
Ekki kunni Nú-tlminn svar við
þvi.
— Það þarf að velja rétta
augnablikið og réttu mennina
með sér, til þess að svona fyrir-
tæki verði að veruleika. Það
hefur oft verið talað um að
stofna stúdió, en þegar á hólm-
inn hefur verið komið, — hafa
ákveðnir, ónafngreindir aðilar
runnið á rassinn með allt sam-
an. 1 haust hafði ég spurnir af
þvi, að Roger Arnhoff (stærsti
og virtasti aðili norska stúdió-
bransans) ætlaði að selja 8-rása
tæki sin, og þá fékk ég Böðvar
Guðmundsson með mér til þess
að freista þess að láta drauminn
verða að veruleika. Siðar bætt-
ist Jónas R. Jónsson i hópinn, og
fyrir stuttu kom Sigurjón Sig-
hvatsson.
Þessa fjóra heiðursmenn þarf
Nú-tlminn vart að kynna fyrir
lesendum sinum, en þess má þó
geta, að bæði Jón Þór og Böðvar
hafa um alllangt skeið unnið að
hljóðupptökum og hljóðstjórn
hjá sjónvarpinu, auk þess sem
þeir hafa dvalið erlendis til þess
að kynna sér ýmislegt varðandi
þessi mál.
— Ég og Jónas R. fórum svo
út og sömdum við Roger um
kaup á tækjunum, og sfðan
hefur þetta verið vinna og aftur
vinna, — og eltingarleikur við
timann, segir Jón Þór.
Oft talað um stofnun
stúdiós
Nú-timinn er staddur að
Trönuhrauni 6 i Hafnarfirði, i
nýju og glæsilegu hljóðstúdiói
þeirra Jóns Þórs Hannessonar,
Jónasar R. Jónssonar, Böðvars
Guðmundssonar og Sigurjóns
Sighvatssonar.
Það var Sigurjón, sem átti
upphafsorð þessarar greinar, og
var spjótunum beint gegn Nú-
Timanum, og raunar blaða-
mannastéttinni iheild. En þetta
voru gamanmál hjá Jonria i
Brimkló, og við báðum hann þvi
um að orða spurningarnar fyrir
okkur.
— Hvernig ætti að vera hægt
að segja i örfáum orðum, það
sem hefur verið að brjótast i
manni i 10 ár? spyr Jón Þór.
— Það hefur verið sagt, að 8-
rása stúdió séu ekki nægilega
góð, — það þurfi 16-rása stúdió.
1 þessu sambandi má nefna, að
Sgt. Pepper plata Bitlanna var
tekin upp i 4-rása stúdiói. Við
eigum auðvelt með áð fjölga
rásunum upp I tólf, og við höfum
komið i 8-rása stúdió erlendis,
sem eru ekki nema 8-rása stúdió
að nafninu til, þvi öll aðstaða og
frágangur hefur verið afar lé-
legur. Frá okkar sjónarmiði
hefur aðstaða i stúdói og frá-
gangur þess afar mikið að
segja, og við höfum þvi lagt
mikla áherzluá að vanda til
þess.
— Hér höfum við öll nauösyn-
leg tæki, sem krefjast góðrar
hljóðupptöku, og áður en við
settum tækin hér upp, voru þau
öll yfirfarin, og það sem ekki
var i fullkomnu lagi, var lag-
fært. Að kaupa svona tæki
notuð, er ekki eins og að kaupa
notuð heimilistæki — þvi þessi
tæki eru gerð með það i huga, að
þau endist von úr viti.
,,tslandsstúdió”
— Það virðast margir álita, að
stúdió sé spurning um takka-
fjölda, — þvi fleiri takkar, þvi
betra stúdió. Þetta er eins og
hér áður fyrr, þegar allir álitu
að wattafjöldi i mögnurum hefði
allt að segja um gæði tækisins.
Það sem skiptir auðvitað höfuð-
máli er að fyrir hendi séu menn,
sem kunna á tækin og geta nýtt
þau eins og kostur er.
Sá maður, sem á ekki hvað
minnstan þátt i þvi, að þetta
stúdió er orðið að veruleika, er
Roger Arnhoff. Hann hafði
strax mikinn áhuga á „Islands-
stúdióinu”, eins og hann kallaði
það, og án hans góðvildar og
fyrirgreiðslu hefði það kannski
aldrei orðið að veruleika. Hann
veitti okkur gjaldfrest, og hjá
fyrirtæki hans standa okkur
allar dyr opnar. Það er ekki svo
litils virði að hafa jafn ágætan
mann með i ráðum og Roger
Arnhoff er.