Tíminn - 23.03.1975, Qupperneq 31

Tíminn - 23.03.1975, Qupperneq 31
Sunnudagur 23. marz 1975. TÍMINN 31 Ekki nauðsyn að taka upp i belg og biðu — Hér á landi hefur aldrei veriö nein aðstaða fyrir hljóm- listarmenn til að taka upp plöt- ur, og það hefur verið milljóna- fyrirtæki að fara erlendis i hljómplötugerð. Og það er ekki aðeins kostnaðarhliðin, sem hefur verið gifurleg, — aðstaðan úti fyrir islenzkar hljómsveitir og listamenn hefur ekki verið þannig, að ástæða sé til að hrópa húrra fyrir henni. Listamenn- irnir hafa haft ákveðinn tima bókaðan og á þeim tima hafa þeir orðið að ljúka þvi' verki, sem þeir ætluðu sér. Og þótt menn hafi orðið veikir, hafa þeir þurft að syngja og leika, því ella hefði timinn hlaupið frá þeim og milljónir, sem i fyrir- tækið voru lagðar, kannski farið i súginn. — Enginn listamaður getur undirbúið sig svo vel, áður en farið er út i stúdióupptöku, að öruggt sér að viðkomandi geti leikið beint inn á plötu. Það koma alltaf upp vandamál, sem nauðsynlega þarf að leysa, og þessi vandamál hafa kostað is- lenzka hljómlistarmenn mikla peninga. — Með tilkomu þessa stúdiós verður gjörbreyting á. I stað þess að þurfa kannski að taka upp 12 lög á 60 timum, býðst mönnum nú tækifæri til að taka upp eitt lag, hlusta siðan á það heima hjá sér, og koma aftur, — kannski til að hljóðblanda það á annan hátt, bæta við eða sleppa úr hijóðfærum,bæta gitarleikinn o.s.frv. eða taka upp næsta lag. — Það verður engin nauðsyn að taka allt upp i belg og biðu, — og hér geta menn vonandi haft sina hentisemi að einhverju leyti, sem hlýtur að auka gæði þess verks, sem verið er að vinna. Ein LP-plata, sem tekin væri upp hér i stúdióinu, gæti þvi verið ár i vinnslu, þ.e. ef við- komandi listamaður kysi að vinna t.d. eitt lag i hverjum mánuði. — Eins munum við geta farið I hljómleikasali og tekið lista- menn og hljómsveitir upp ,,live” á 4-rása tæki. — Með tilkomu stúdfósins verður einnig gjörbreyting hvað lúðrasveitir, kóra og ýmiss kon- ar tónlistarstarfsemi aðra i landinu áhrærir, þvi nú opnast sá möguleiki að fólk geti komið og tekið hér upp plötu, gefið hana út i u.þ.b. 500 eintökum, og dreift henni til fjölskyldna sinna, vina og vandamanna, — og komið sléttir út úr fyrirtæk- inu. — Að öðru er lika að hyggja, að stúdió sem þetta er þjóðhags- lega hagkvæmt, þvi með til- komu þess sparast miklir fjármunir i erlendum gjaldeyri. Opið allan sólarhring- inn — Þá má nefna, að við teljum það ekki fara saman að reka stúdió og vera með hljómplötu- útgáfu. Við munum því ekki fara inn á þá braut. — Við hverja upptöku mun alltaf vera a.m.k. einn tækni- stjóri (engineer), og eins mun- um við bjóða upp á hljóðupp- tökustjóra (producer), þótt hverjum og einum sé i sjálfs- vald sett hvort hann tekur þvi boði, ellegar kemur með eigin hljóðupptökustjóra. — Við munum hafa stúdióið opið allan sólarhringinn og bjóða upp á hvers kyns hljóð- upptökur. Eins munum við bjóða upp á pressun á plötum, þvi við erum i beinu sambandi við Roger Arnhoff studio i Nor- egi, hvað þvi viðkemur. Við erum ekki ríkir — Við erum ekki rikir menn, og þetta stúdió væri ekki komið upp, ef við hefðum ekki lagt lif og sál i það. Það hefur enginn fært okkur þetta á silfurfati. — Við höfum ekkert til sparað við að gera þetta að góðu stúdiói. Hér hafa verið iðnaðar- menn, og Hrefna Wigelund innanhússarkitekt hefur mikið unnið hér, — og við sjálfir höf- um lagt nótt við dag. — Við byrjum ekki að selja hér stúdiótima fyrr en við erum orðnir fyllilega ánægðir með allt, — og þá meinum við allt. — Það halda kannski sumir að með þessu ætlum við að ná okkur i skjótfenginn gróða. Það er öðru nær, en hins vegar gæti stúdióið skilað arði siðar meir. Við skuldum mikinn hluta alls tækjabúnaðar og við reiknum ekki með að fá krónu i kaup fyrstu mánuðina. — Ef menn hefðu ætlað að fjárfesta i einhverju til að græða á þvi, hefði þeim sennilega sizt dottið i hug að setja hér á fót gott stúdió. — Með samstilltu átaki tókst að koma þessu stúdiói upp. Nafn fyrirtækisins? Við höfum ekki haft tima til að velta þvi fyrir okkur ennþá, — en við getum með sanni sagt, að þetta sé eina alvörustúdióið á Islandi. 100 timar Ekki hefur verið ákveðið hvað, stúdfótiminn muni kosta, en sennilega verður það ein- hvers staðar á bilinu 5000-7000 kr. — Hvað gæti 5 manna hljóm- sveit verið mörgum timum lengur.hvaðkostnað áhrærir,— ef hún tæki upp plötu i islenzka stúdióinu? — Ef við miðum við að stúdiótiminn i erlenda stúdióinu sé sá sami og hér, og við miðum við 5000 kr., þá reiknast okkur til, að ferðir og uppihald 5 manna hljómsveitar, t.d. til Bretlands kosti um 500.000 kr. Hljómsveitin gæti þvi verið 100 timum lengur i a.m.k. jafn- góðu stúdiói hér fyrir sömu upp- hæð. Með öðrum orðum, hljóm- sveitin gæti tekið upp eina LP- plötu aukalega fyrir sömu upp- hæð, — og riflega það, þvi yfir- leitt hafa islenzkir listamenn eytt 60-80 timum i stúdióupptök- ur erlendis. Svo ekki sé minnzt á aðstöðubytlinguna sem er sam- fara stofnun stúdiósins. o Sigurður hve nákvæmlega hann hefur grandskoðað einkum þær sem sýna klæðnað fólks. Og sé litið i vasabækur Sigurðar, sem geymdar eru i safninu, kemur hið sama i ljós. Þar er ógrynni af teikningum af hlutum, sem hann hefur séð á ferðum sinum um landið, kvensilfri, kvenbúning- um, húsum og húshlutum, út- skurði, bátum og mörgu öðru, sem fyrir augu bar. Og út frá þessu reyndi hann einnig að teikna húsakynni og klæðnað fólks i fornöld og á miðöldum, en þótt hér hafi hann stundum hætt sér út á hálan Is vegna þess að fornleifarannsóknir voru þá engar og fá haldreipi til að styðjast við sýnir það bezt, að Sigurður lét sér fátt óviðkom- andi, sem að menningarsögunni laut. Sigurður málari var alla tið ör- snauður, enda mun hann litt hafa leitazt við að komast i álnir. Fyrir umhirðuna um safnið fékk hann aðeins örlitla þóknun og það fé , sem hann fékk fyrir að mála altaristöflur, mun ekki hafa dregið langt. Hlutir úr eigu hans eru sárafair til, nær einungis vasabækur og handrit að greinum bækur með teikningum og mannamyndir. Þar að auki eru málarakassi og tvö litaspjöld svo og rautt koffort, og þar með er allt upp talið. Sýning sú, sem Þjóðminjasafn tslands efnir til nú til að minnast 100 ára ártiðar Sigurðar málara er með nokkuð sérstæðum hætti. Var valin sú leið að sýna úrval þeirra gripa sem komu til safnsins á dögum Sigurðar, þannig að bæði mætti sjá hve ötutlegahanngekk fram I að afla safninu hluta og hve vandur hann var að gripum til safnsins. Segja má, að á þessum timum hafi verið næsta auðug forngripanáma hér á landi og enn var þrátt fyrir allt mikið af merk- um forngripum frá fornöld og miðöldum svo og síðari tlmum manna á meðal, og jörðin skilaði forngripum frá elztu tið við og við. Hinn eldlegi áhugi Sigurðar breiddist út, og hann náði sam- bandi við ýmsa menn, sem hlynntu að viðleitni hans, sendu honum gripi til safnsins og studdu hann með ráðum og dáð. Það er eftirtektarvert, að á þessum tim- um kom ekki sérlega margt kirkjugripa til safnsins, það var ekki að verulegu marki fyrr ep siðar, en þvi meira fékk hann úr eigu fólks viðs vegar um landið, silfurmuni, og aðra málmsmið, vefnað, útskurð og húsmuni, og þessir munir bera i rauninni enn af i safninu. Má sjá, að þegar þeir eru farnir úr sýningarsölum virðist mesti ljóminn af. Stiftsbókasafnið var á þessum tima á dómkirkjuloftinu i Reykja vfk. Var þvi Forngripasafninu koroið fyrir þar einnig. enda vist ekki i mörg hús að vernda. Þar það alla tið Sigurðar. Lýsingar Guðrúnar Borgfjörð af safninu þarna á loftinu gefur góða mynd af aðstæðunum, en hún segir svo i endurminningum sinum: „Hann var vakinn og sofinn yfir þessum gripum.. Húsnæðið var ekki merkilegt, sem honum var látið i té, hálfdimmt pláss efst upp i dómkirkjuturninum. Flest allt varð að vera i kössum. Litið var hægt að hafa uppi vegna pláss- leysis, og þar á ofan bættist, að þakið hriplak. Þarna var Sigurð- ur að grúska i þessum munum og hagræða þeim og sýna, ef einhver kom til að skoða þá. Of hef ég setið þar uppi sem krakki og hlustað á, þegar hann var að segja folki frá, hvernig þetta og hitt hafði verið brúkað i gamla daga. Ég held að hann hafi kunnað sögurnar okkar utan af. Ef hann frétti einhvers staðar um gamlan hlut var hann ekki i rónni fyrr en hann var búinn að ná I hann.” Þótt Sigurðar Guðmundssonar sé jafnan minnzt sem listamanns og orðið málari sé samtengt nafni hans er þó stofnun Forn- gripasafnsins, sem nú er Þjóöminjasafn íslands, það af- rek, sem lengst heldur nafni hans á lofti. Þar var hann brauð- ryðjandinn og hefði hans ekki notið við mætti ætla, að stofnunar þess hefði enn verið lengi að biða. Safnmenn munu enn um langan aldur mega margt læra af verkum Sigurðar. Glöggskyggni hans og þekking á hlutum og menningarsögulegum efnum var frábær og enn eru skýrslur hans um safngripi, sem prentaðar voru að honum lifandi, I fullu- gildi Má jafnvel segja, að oft hafi smár hlutur orðið honum tilefni til heillar ritgerðar. um gildi hans og þýðingu I menningarsögunni. Siðasta störvirki Sigurðar Guðmundssonar var að undirbúa þjóðhátiðarhaldið á Þingvöllum ásamt Sigfúsi Eymundssyni. Hann var þá orðinn veikur, og lézt aðeins rúmum mánuði eftir hátfðarhöldin. Hann var jarðsett- ur I gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu nær neðst, þar sem út- sýn er yfir miðbæinn og suður yfir Tjörnina. Þór Magnússon. AuglýsidT i Tímanum Bíll meö þessu útliti birtist fyrst fyrir þremur árum og vann sér skjótra vinsælda. Þeir sem keyptu þá fyrstu Vívumar eru nú sem óðast aö endumýja og svipast um eftir nýjum bíl jafngóðum í staö- inn, sem hefur auk þess til aö bera helstu nýjungar síöustu ára. Hér er hann! EINKAUMBOÐ FYRIR GENERAL MOTORS A ISLANDI SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA $ Véladeild ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900 Víva er aflmeiri en áöur, meö 68 ha. vél. Þægilegri, meö ný framsæti, vel mótuö og bökin hallanleg. öruggari gangsetning meö öflugra rafkerfi. Stööugri, meö breiðari 13 tommu felgur. Auk þess: nýtt fyrirkomulag stjómtækja, hituö afturrúöa, diskahemlar og fleira til öryggis og þæginda. Þarf aö telja upp fleiri ástæöur til þess að fá sér nýja Vívu nú?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.