Tíminn - 06.04.1975, Qupperneq 3
Sunnudagur 6. apríl 1975.
TÍMINN
3
FÓLK er viOfangsefni Leifs Þorsteinssonar, ljósmyndara, á sýningu
hans i Bogasal Þjóðminjasafnsins dagana 5. til 13. aprfl, og bregður
hann þar upp um 70 svart-hvitum ljósmyndum, svipmyndum af mann-
lifi sem orðið hefur á leið hans um viða veröld. Hér er um að ræða 2.
einkasýningu Leifs, en hann hefur tekið þátt i fjölmörgum sýningum.
Merkastur er þó hlutur Leifs i heimssýningunni i Osaka f Japan árið
1972, er hann sýndi 150 myndir frá tslandi, en þar var um að ræða feikn-
arlega vinnu á sviði ljósmyndaiistarinnar. — Timamynd: Gunnar.
KVEIKTU í SINU
OG SKEMMDU
FYRIR 50 ÞÚS.
— lá við 2 1/2 milljón kr. tjóni
SJ—Reykjavik. A föstudag varð
sennilega um 50.000 kr tjón af
sinubruna i landi Votmúla i
Flóa, og mildi að ekki varð 2 1/2
milljón króna skaði. Talsvert er
um að óvitar og stálpaðir ung-
lingar eða jafnvel fullorðnir
kveiki i sinu að gamni sinu og er
ástæða til að vara fólk við að
vera á verði gagnvart sliku, að
sögn lögreglunnar á Selfossi og
Páls Lýðssonar oddvita i Litlu-
Sandvik, en vatnsleiðslur liggja
nú á jörðu um allan Flóann og
beðið er eftir að frost fari úr
jörðu til þess að unnt verði að
grafa þær niður.
Sandvikurhreppur mun fá
vatn frá Selfossi og var búið aö
leggja plastleiðslur um land
Votmúla og_Jórvikur um 2-3 km
vegalengd. Var þarna þó nokk-
uð mikið af efni og sverustu
leiðslurnar fjórar tommur. A
föstudag sást til ferða tveggja
ungra manna sem voru að
reyna að kveikja i sinu hér og
þar, en tókst ekki fyrr en efst i
landi Votmúla. Það vildi til að
starfsmaður Ræktunarsam-
bands Flóa og Skeiða, Guð-
mundur Jónsson i Björk var á
ferð skammt frá brunastaðnum
um hálfáttaleytið um kvöldið og
tókst að slökkva eldinn.
Að sögn Páls Lýðssonar brann
leiðslan sundur á tveim stöðum,
annars vegar er tveggja metra
kafli gerónýtur og hins vegar 7-8
metra kafli. Kvað hann senni-
legt að þyrfti að skipta um
leiðsluna á um 60 metra kafla,
en það kostar um 50.000 kr. —
Þetta hefði þó getað farið verr
og eldurinn læst sig eftir allri
linunni, sem hefði verið 2 1/2
milljón króna bit, sagði Páll.
Land Jórvikur er mjög bitið af
hestum og þar gekk þvi illa að
kveikja eld, en Votmúlaland
hefur verið friðað fyrir hrossa-
beit, og þar var þessi fina sina
og logaði vel i. Að sögn virðist
ikveikja i sinu vera smitandi.
Bændur eru sumir hverjir að
brenna sinu og fara þá með gát,
en aðrir taka þetta eftir þeim i
kjánaskap. T.d. lá við að
skemmdir yrðu á Selfossi á
föstudag, er börn voru að
kveikja i sinu, en hingað til hef-
ur ekki orðið tjón að sliku.
Mál þetta er i rannsókn.
Sveitarstjórnir og
menningarmól
Afmælisráðstefna Sambands
islenzkra sveitarfélaga um
sveitarstjórnir og menningar-
mál, hefst með setningarathöfn
i Þjóðleikhúsinu i dag
(sunnudag) kl. 17.00. Páll
Lindal, formaður sambandsins,
setur ráðstefnuna, en slðan
flytur Vilhjálmur Hjálmarsson,
menntamálaráðherra, erindi
um rikisvald og sveitarstjórnir.
Siðan taka ýmis skemmtiat-
riði við, sem lýkur með sýningu
á leikritinu „Hvernig er
heilsan?” i Þjóðleikhúsinu.
Á mánudagsmorgun verður
ráðstefnunni haldið áfram, á
Hótel Sögu. Birgir Thorlacius,
ráðuneytisstjóri, flytur fyrsta
erindið, en siðan munu fimm
fulltrúar sveitarstjórna taka til
máls um hlutverk sveitar-
stjórna i menningarmálum.
Tæplega 150 manns hafa
tilkynnt um þátttöku á ráðstefn-
unni.
ÞAU ERU KOAAIN!
PIOIVIfEO*
tækin sem
allir hafa
beðið eftir
eru loksins
komin aftur
Við gefum
3ja ára
ábyrgð
Góðir
greiðslu-
skilmálar
Viðgerðar-
og tækni-
þjónusta á
*
staðnum
Einnig höfum
við fengið
mjög góða
háfalara
frá danska
fyrirtækinu
Orta Fon og
bandariska
fyrirtækinu
KLH
Heimsþekkt
H-R 99 HOME STEREO
PIONEER
HLJÓMTÆKJA
Laugavegi 66
SX- 535 2 CHANNEL RECEIVER
PIONEER
PL- 71 DIRECT DRIVE TURNTABLE
PiOIMEER
CT-5151 STEREO CASSETTE DECK
PIONEER