Tíminn - 06.04.1975, Síða 5

Tíminn - 06.04.1975, Síða 5
Sunnudagur 6. apríl 1975. TÍMINN 5 Tasjkent — borg sem þolir jarðskjálfta Rikisstjórn sovétiýðveldisins Usbekistan, sem er i Mið-Asiu, hefur samþykkt heildaráætlun um stækkun höfuðborgarinnar lýðveldisins, Tasjkent, til ársins 2000 Hin forna Tasjkent, sem upphaflega var reist i upphafi timatals okkar, varð fyrir mikl- um skaða i jarðskjálfta árið 1966, er nær þriðji hluti alls ibúðahúsnæðis eyðilagðist. Af- leiðingar jarðskjálftans sjást nú hvergi lengur, og auk þess hefur ibúðafjöldi i bænum aukizt um 75%. Eftir 1970 hafa 200.000 manns flutt inn i nýjar ibúðir, en jafngildir um það bil einum af hverjum sjö íbúum borgarinn- ar. 1 dag er Tasjkent falleg borg. Nýju byggingarnar, sem eru mjög þægilegar eru þannig byggðar, að þœr eiga að þola jarðskjálfta, sem er allt að 9 stig að styrkleika. Enda þótt bygg- ingarkostnaður hækki verulega þess vegna er húsaleiga hin sama og annars staðar i land- inu. Heildaráætlunin gerir ráö fyrir sérstæðum byggingum, þar sem nútima stefnum i húsa- gerðarlist eru samræmdar heföbundnum þjóðlegum bygg- ingarstil. Verkfræðingarnir hafa lika tekið tillit til hins hlýja loftslags. Ræktaðir verða nýir skemmtigarðar með gosbrunn- um og tjörnum, og samanlagt gróðursvæði mun jafngilda 38 fermetrum á hvern ibúa. Nýjar akbrautir, með vel skipulagðri umferð, og neðanjarðarbraut, sem reyndar er þegar byrjað að byggja, mun tengja nýja ibúða- hverfið við miðborgina og skemmtigarðana. Þeir hugsa um börnin Nokkrir strætisvagnar i Paris hafa að undanförnu verið búnir sérstökum stólum fyrir börn. Þessir stólar eru mun hærri heldur en þeir stólar, sem fyrir eru i vögnunum, og gera þeir þvi börnum kleift að sjá út um gluggana á vögnunum á leið þeirra um borgina. Brautzt inn vegna feimni við konur Maður nokkur var handtekinn fyrir innbrot i Paris nýlega. Lögfræðingur mannsins bar það fyrir rétti, að ástæðan fyrir inn- brotinu væri sú, að hann væri feiminn við konur. Lög- fræðingurinn útskýrði þetta nokkru nánar. Hann sagði, aö maðurinn væri mjög upp- buröarlaus i návist kvenna, og þess vegna hefði hann fengið óslökkvandi löngun til þess að komast yfir sem mest af bókum og myndum af þeirri tegund, sem seldar eru i klámmynda- búðum. En það er ekki nóg að láta sig langa. Maðurinn þorði ekki heldur að ganga beint til verks og fara inn i einhverja hinna mörgu verzlana, sem verzla með þessar vörur og biðja um það, sem hann langaði i, svona um hábjartan daginn, þegar von var á öðrum við- skiptavinum. Þess vegna greip hann til þess óyndisúrræðis að brjótast inn að næturlagi. Við innbrotið notaði maðurinn litið kúbein. Mjög táknrænt verkfæri sagði dómarinn, éftir að hafa kannað kúbeinið og úrskurðaði þegar, að maðurinn yrði að leita aðstoðar sálfræðings. Dómur- inn, sem maðurinn fékk var mjög venjulegur, eftir þvi sem dómar gerast i Frakklandi. Hann hljóðaði upp á eitt ár i fangelsi, og þar af falla fimm mánuðir þegar niður, nema maðurinn brjóti eitthvað af sér eða hegði sér illa i fangelsinu. Góð matarlyst A svinabúi Clarke-fjölskyld- unnar, sem býr skammt frá Birmingham i Bretlandi, er að sjálfsogðu alltaf mikill fjöldi aligrisa. HúnSally litla, sem við sjáum á meðfylgjandi myndum, ásamt hundum fjölskyldunnar, neitaði þegar i upphafi að sætta sig við aðbúnaðinn i svinasti- unni. Henni fannst ekki nógu rúmt um sig, og þar að auki er hún svo pjöttuð, að hún gat alls ekki sætt sig við svinariið þar. Hún gerði þvi uppreisn, og krafðist þess að litið yrði á hana sem virðulegan hund i framtið- inni. Þetta var látið eftir henni, og nú spókar hún sig með ,,hin- um” hundunum og nýtur lifsins. Alvöruhundarnir voru ekkert sérlega hrifnir af Sally i upp- hafi, en nú eru þau mestu mát- ar. Eitt er þó það i fari Sallyar, sem hundarnir hafa aldrei getað sætt sig við, hún hefur nefnilega svo góða matarlyst, að þegar komið er að máltið, ræður hún ekki við sig, og það kemur oft illilega niður á hundunum, eins og glöggt má sjá á myndunum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.