Tíminn - 06.04.1975, Qupperneq 10
TÍMINN
S'unniidágur 6. aprll 1975.
ÍÓ
Manstu gamla daga? AAanstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla
Haukur Morthens og Alfreö sungu saman um árabil. Þessi mynd er ilklega tekin um 1943, er þeir höfu
söng með hljómsveit Bjarna Böövarssonar.
Haukur byrjuðum að syngja
saman, sungum við aðallega
með Hljómsveit Bjarna Böðvars-
sonar. Hún kom mikið fram i út-
varpi og var lika á ýmsum stöð-
um i borginni. Stóra hljómsveitin
spilaði t.d. i Tjarnarkaffi, þegar
við sungum við henni. Það hefur
verið svona 1946.
— Manstu eftir vinsælum lög-
um frá þessum árum?
— Ja, maður er nú farinn að
ryðga i þessu, en frá þessum ár-
um man ég eftir lögum eins og
Máninn skin i Skálagarði og
Prisoner of Love og svo Hlusta á
mig. Þessi voru öll mjö©vinsæl.
— Þið Haukur sunguð saman
um árabil?
— Já, ætli það hafi ekki verið
ein fjögui- ár, sem við sungum
saman, og svo hvor i sinu lagi, allt
til 1947, aðallega með gitarinn en
einnig með Bjarna Böðvarssyni
og fleiri. En það er upp úr þvi,
sem við förum að syngja ein-
göngu hvor i sinu lagi. Þá fer
Bjarni i hljómleikaferð um allt
landið, en ég tel mig ekki eiga
heimangengt, svo að ég verð
eftir, en Haukur fer með honum.
Þannig slitnaði nú upp úr sam-
vinnunni hjá okkur Hauki, en
þetta var reglulega skemmtileg-
ur timi.
Plötuupptökur og
kabarettar....
— Er það ekki um þetta leyti,
sem þú ferð að syngja inn á plöt-
ur?
— JU, einmitt. Upp Ur þessu fer
ég að syngja inn á plötur, og það
er Carl Billich, sem ræður ferð-
inni til að byrja með. Það var af-
skaplega gott að vinna með Bill-
ich, og kom þar hvort tveggja til,
maðurinn sjálfur og svo snilligáfa
hans. Svo tekur annar snillingur-
inn við, þegar Billich hverfur frá
plötugerðinni vegna anna við
Þjóðleikhúsið. Þá tekur Jan
Moravek við mér, og honum á ég
mikið upp að unna. Það var
reglulega gaman að vinná með
Moravek, ég held bara, að hann
spili undir á flestum plötunum
mlnum. En ég söng með fleirum
inn á plötur. Það var ein með
KK-sextettinum, önnur með
hljómsveit Aage Lorange, og loks
söng ég inn á plötu með þeim
Jenna Jóns, Ágúst Péturssyni og
Eymundi. Þeir Jenni og Ágúst
voru einhver vinsælustu tón-
skáldin á þessum tima, en á þess-
ari plötu er ekki lag eftir þá, held-
ur eru lögin eftir Oddgeir
Kristjánsson.
— Hvaða aðilar stóðu aðallega
að Utgáfu á plötunum þínum?
— Það voru aðallega íslenzkir
tónar, útgáfan hans Tages mlns
Ammendrup, þess heiðursmanns.
Ég vann mikið fyrir Tage, bæði
söng ég inn á plötur fyrir hann og
svo voru kabarettarnir, sem hann
hélt I Austurbæjarbiói og viðar.
Ég kom fram á þeim öllum, og
fékk alltaf góðar viðtökur. En auk
Islenzkra tóna söng ég inn á plöt-
ur fyrir Hljóðfæraverzlun Sigríð-
ar Helgadóttur, en þær voru nú
fáar.
Áhugi á plötum
ekki fyrir hendi
— Attu nokkurt uppáhaldslag
frá þessum árum?
— Ég hef aldrei átt neitt sér-
stakt uppáhaldslag. Mér hefur
bara alltaf fundizt nýjasta lagið
vera uppáhaldslagið mitt.
— Sum hafa fundið meiri
hljómgrunn hjá almenningi en
önnur?
• — Vissulega, og i mörgum til-
fellum hefur mér fundizt sá
smekkur harla undarlegur. Ein
ömmubæn, afskaplega fallegt
lag, sem er spilað enn þann dag i
dag. En hinum megin á plötunni
var afskaplega falleg lag, sem
aldrei var spilað, en mér fannst
ekkert siðra en hitt, lagið
Mamma min.
— Hvað heldurðu að þú hafir
sungið inn á margar plötur?
— Það hef ég ekki hugmynd
um. Ég hef aldrei reynt að mynda
mér skoðun um það. Ég hef aldrei
haft neinn áhuga á plötum yfir-
leitt, og allra sizt langaði mig til
að eiga plöturnar, sem ég söng á.
Ég eignaðist þær að visu i fyrra.
Datt allt i einu I hug að einhver
kynni seinna meira að hafa gam-
an af að hlusta á þetta. Svo að ég
náöi saman eitthvað 16—18 plöt-
um með ægilegri fyrihöfn, þvi að
þær liggja sannarlega ekki á
lausu. En svo tók ég þær með mér
um daginn i heimsókn út úr bæn-
um og setti þær i stól i stofunni,
þar sem við hjónin vorum gest-
komandi. Þetta var hugsunar-
leysi, þvi að hjá þvi gat ekki farið,
að einhver settist á stólinn i
grandaleysi. Svo að nú á ég engar
plötur.
— Þú hefur nú sungið viðar en
hér á höfuðborgarsvæðinu?
— Já, blessaður verstu, maður
fór út um allar trissur og söng og
söng. Ég hef sungið viða um land
sem skemmtikraftur, með hljóm-
sveitum og einn með gitarinn.
Sjóveiki sjómanna-
söngvarinn....
— Er nú ekki einhver eftir-
minnileg saga — helzt svaðilför
— I sambandi við ferðalögin?
— Ja, úr þvi að þú minnist á
það, þá verð ég að segja þér eina,
og þá verður þú að hafa það hug-
fast, að þrátt fyrir öll sjómanna-
lögin, sem ég hef sungið, er ég svo
heiftarlegasjóveikur, að ég má
varla sjá sjó, án þess að fara að
kúgast. Jæja, það var eitthvað i
kringum 1950, að Pétur Pétursson
sem þá var með skemmtikrafta-
umboð hérna, kemur niður i Iðnó
til min, þar sem ég var að syngja,
og segir við mig, að ég verði að
fara til Vestmannaeyja fyrir sig,
daginn eftir, þvi að það sé Sjó-
mannadagurinn þar þá. Mér lizt
ekkert á þetta, ég er að syngja I
Iðnó til kl. 2, og það er djöfulsins
voðalegt austan rok, en hann seg-
Alfreð og Konni voru ekki aðeins þekktir skemmtikraftar á kabarett-
um. Þeir sungu inn á plötur, sem urðu geysivinsælar hjá krökkunum,
eða hver man ekki eftir „Búkollu I Bankastræti”?
Sigurður ólafsson var hressilegur skemmtikraftur og ómþýöur söngv-
ari, enda fjölmargar plötur meö honum frá þessum árum. Hér syngja
þeir Alfreð einhverja hressilega drykkjuvisuna saman á kabarett I
Austurbæjarbiói.
ir, að þeir sendi bát til Þorláksh.
eftir mér næsta dag. Ég segi
honum frá sjóveikinni, sem alltaf
sé að drepa mig, en hann segir, að
það hljóti að lægja um nóttina, og
svo skuli hann bara skaffa pillur
til vonar og vara. Jæja, ég slæ til,
og morguninn eftir klukkan 9
„ömmubæn" var ein vinsæiasta plata Alfreös, en af fyrstu vinsælu
plötunum hans má nefna Sólarlag I Reykjavik, Þórð sjóara, Æsku-
minningu, Vökudraum og Vornóttin kallar.
Plötur Alfreös Clausen voru margar og vinsælar og eru ófáanlegar f
dag. Hann söng inn á plötur meöýmsum söngvurum. Vinsælar uröu t.d.
plöturnar „Hvað er svo glatt”, sem hann söng með Sigrúnu Ragnars.
Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla