Tíminn - 06.04.1975, Qupperneq 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 6. apríl 1975.
■3T
JZ"
Samantekt Ólafs Jónssonar (Ódáöahraun) á þróun ketilsigsins og
öskjuvatns i sex lotum.
I. 1 upphafi eldsumbrotanna, skv. lýsingu Mývetninganna 16. febrúar
1875.
II. Eftir lýsingu og lauslegri mælingu Watts sumariö 1875
III. Eftir mælingu Carocs sumariö 1876
IV. Eftir lauslegri iýsingu Þorvalds Thoroddsens sumariö 1884
V. Eftir mælingum og athugunum þýzka jaröfræöingsins Reck sumariö
1908
VI. Eftir landmælingum 1932
UPP UR 1860 hófst siöasti, og
jafnframt einn hinn versti harð-
indakafli i tslandssögunni, og stóð
i ein 30 ár. Voru hörðustu veturnir
þekktir undir nöfnum eins og
„hreggviður stóri”, „frostavetur-
inn mikli” og „klaki”. Harðindin
ullu Amerikuferðum íslendinga,
sem hófust 1870, og þegar þeim
linnti að mestu um 1890, höfðu
10—12000 manns flúið land. Ofan á
óáran þessa bættust hörmungar
af öðru tagi, mislingafaraldurinn
sumarið 1882, sem drap um 1600
manns, og öskjugosið 1875. Atti
það vafalaust þátt i' þvi að árið
1876 var langmesta Ameriku-
ferðaárið til þess tima, en 1400
manns fóru vestur það sumar.
Arið eftir fóru hins vegar fáir, en
flestir þeirra af öskufallssvæðinu
á Austurlandi.
Frá þvi i móðuharðinduniim
eftir 1783 hafði þjóðinni fjölgað úr
40.000 i 70.000, og byggð teygzt
upp til heiða, svo ekki hefur verið
viöar búið á Islandi siðan á land-
námsöld. En jafnskjótt og mögru
árin tóku við upp úr 1860 hopaði
byggðin og fólkið flosnaöi upp af
heiöarbýlunum. 1 þetta sinn komu
Amerikuferðirnar til bjargar.
Hefði sjávarútvegur verið 2—3
áratugum fyrr á ferð hefðu
sjávarþorpin e.t.v. getað tekið við
þessum mannfjölda — ella hefði
vafalaust orðið mannfellir.
öskjugosið 1875 er þriðja mesta
gjóskugos á Islandi á sögulegum
tima, næst á eftir öræfajökuls-
gosinu 1362 og Heklugosinu 1104.
Hins vegar er það liklega eina
„öskjugosið” i islenzkri eldfjalla
sögu (askja = ketilsig = cald-
era), og jafnframt fyrsta gosið,
sem nákvæmlega var lýst á
prenti af sjónarvottum og kannað
af jarðfræðingum. Þá kann það
að hafa markað timamót i is-
lenzkri blaðamennsku, þvi að
blaöið Norðlingur á Akureyri
gerði menn út af örkinni ári eftir
gosið til að skoöa verksummerki
á eldstöðvunum.
Öskjugos á
Galapagos 1968
öskjur eru stórir hringlaga sig-
katlar, sem taldir eru myndast
við það, að þakið á kvikuþró
brestur og landspilda fellur niður
iþróna, oft mörg hundruð metra.
Jafnframt verður mikið sprengi-
gos, er bregkvikan, sem fyrir var
i þrónni, þeysist út. Gos sem þessi
eru jafnan með nokkrum stór-
merkjum, en hin afdrifarikustu
þeirra eru vafalaust gosið á
Krakatá við Jövu 1883, sem varð
36.000 manns að bana, og gosið á
Santorini i Eyjahafi um 1470
f.Kr., sem eyddi þeirri minósku
menningu á eynni Krit, sem sum-
ir telja Atlantis (sjá greinar Sig-
urðar Þórarinssonar i Andvara:
Er Atlantisgátan ráöin?). Nýlegri
gos af þessu tagi eru t.d. Katmai i
Alaska 1912, Kilauea á Hawaii
1924, og Isla Fernandia á Gala-
pagos-eyjum 1968, sem öll hafar
verið gerkönnuð af fræðimönn-’
um. Sjónarvottar og myndavélar
gervitungla fylgdust með siðast-
nefnda gosinu, jafnframt þvi sem
jarðskálftamælar og loftþrýst-
ingsmælar um allt vesturhvel
skráðu hinar aðskiljanlegu hrær-
ingar sem gosið olli. Er fróðlegt
að bera atburðarásina saman við
öskjugosið 1875: 15. mai 1968
mældist jarðskálftahrina á Gala-
pagos-svæðinu, en hinn 21. sama
mánaðar varð eldgos i hliðinni ut-
an öskjunnar á Isla Fernandia,
likt öskjugosinu 1961. Fyrstu vik-
una af júni kom svo allmikil jarð-
skjálftahrina, sem endaði með
sprengingu þrem dögum fyrir
aðalatburðina, sem hófust hinn
11. júni. Þann dag, kl. 5 e.h„ varð
mikil sprenging á eynni, og reikn-
uðu fræðimenn út frá hvellinum,
að á þvi augnabliki hefði hálfur
annar rúmkilómetri af gasi ruðzt
út I andrúmsloftið. Gufu- og ryk-
ský reis i 24 km hæð, en gjóska
féll 1 u.þ.b. einn sólarhring á eyj-
um og skipum umhverfis. Var
Viti og öskjuvatn
það mestmegnis ryk af bergbrot-
um og kristöllum, en litið af eld-
gleri. Sprenging þessi hin mikla
markaði upphaf nýrrar öskju-
myndunar á eynni, sem tók 12
daga. Voru þau tiðindi öll skráð
með skjálftamælum. Náðu jarð-
hræringarnar hámarki 8 dögum
eftir sprenginguna, en fjöruðu
siðan úr að mestu á fáum dögum.
7 ferkilómetra spilda I botni öskj-
unnar sporðreistist þannig, að
annar endi hennar féll i smá-
áföngum eina 300 m, en hinn litið
sem ekkert. Við vesturhlið öskj-
unnar féll 1/2 ferkilómetra spilda
sem sérstök eining, og myndaði
totu út úr aðalöskjunni. Á henni
miðri er sprengigigur likastur
Viti i Dyngjufjöllum. Lengi á eftir
varö jarðhitavirkni mest I smá-
spildu þessari, og sérstaklega i
sprengigignum, enda minnir hún
á sigið f SA-horni öskju (sjá
myndir II—IV i Þróunarsögu
öskju).
Öskjugosið 1875
Samtimalýsingar á öskjugos-
inu 1875 má finna i hinum ýmsu
blöðum þess tima, Norðanfara,
Norðlingi, tsafold og Þjóðólfi.
Eftir gosið var fyrstur á vettvang
(14. júli 1875) Skotinn Watts, þá
nýkominn af Vatnajökli með
kalna tá, en sumarið eftir (30.
júni 1876) komu i öskju Danirnir
Johnstrup prófessor og Caroc sjó-
liðsforingi ásamt tveimur
stúdentum, en annar þeirra var
Þorvaldur Thoroddsen. Dvöldu
þeir eina viku i Dyngjuf jöllum við
rannsóknir og mælingar. Siðar
komu ýmsir i öskju, þ.á.m. Þor-
valdur Thoroddsen sumarið 1884.
Samantektir þessara rannsókna
og heimilda er að finna I Eld-
fjallasögu Thoroddsens, Ódáða-
hrauni Ólafs Jónssonar á Akur-
eyri, og i ýmsum erlendum fræði-
ritum.
öskjugosinu 1875 er svo lýst
(aðallega fylgt Sigurði Þórarins-
syni: Eldur i öskju): t febrúar
fór að bera óvenju mikið á gufu-
strókum upp úr Dyngjufjöllum,
og bendir það til þess, aö jarðhiti
hafi þá verið að færast þar i auk-
ana, en ekki bar meira til tiðinda
fyrr en i desember sama ár. Upp
úr miðjum mánuðinum fór að
verða vart jarðhræringa i Mý-
vatns-og Fjallasveit, sem ágerð-
ust um hátiðirnar og náðu há-
marki 2. janúar 1875. Daginn eftir
sást úr Mývatnssveit, að eldur
gaus upp I suðri, en reykjarmökk-
ur hafði sézt áður. Um miöjan
febrúar gerðu Mývetningar út
leiðangur til Dyngjufjalla og
komust inn i öskju þann 16. Þá
voru miklir leirhverir að verki i
suðausturhorni öskjunnar og
þeyttu „grjóti og leirleðju fleiri
hundruð feta i loft upp”. Vatn
rann úr hverunum og myndaði
litla tjörn i „10—12 dagslátta”
sigkatli skammt þar frá. Má lik-