Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 6. april 1975. Getum við fundið týndan milljarð? Nemendur úr vélskólanum ásamt kennara sinum—hér sjáum við piltana, sem fundu oliuleka, sem milljarði á ári. Hagfræði og veðurfræði Hagsýslustofnanir og hagrann- sóknardeildir eru nú mjög i tizku, likt og klaustur i kaþólsku á með- an hún var og hét, hagræðingar- sérfræðingar á hverju strái að kalla, alls konar hönnuðir og til- högunarráðunautar að starfi og skýrslugerðarmenn fleiri en töl- um verði talið, án sérstakrar skýrslugerðar, og frekir á pappir eins og við blaðamennirnir. Það eru mörg tré höggvin i skógum Finnlands og Sviþjóðar fyrir til- verknað þessara hópa, og tætt sundur I verksmiðjum, svo að ekki skorti pappir, þegar að þvi kemur að prenta og fjölrita allan þann þekkingarforða, sem þeir eru saman að draga öllum stund- um. En jafnvel ævifanga við blek- iðjuna getur þó stundum undir niðri fundizt hjákátleg örlög hins stolta trés, sem eitt sinn óx við Ymju eða eitthvert hinna þúsund stórvatna i Súomi. En hvað um það. Við lifum i þjóöfélagi, þar sem visindin eiga að styðja við bakið á hagvextin- um, þegar döggfall og sólfar i veröld viðskiptanna gefur góða tið, en varna þvi, að kvarnist utan úr honum, þegar lakar viðrar. Af er sá timi i hagfræði og veður- fræði, þegar kreppan var eins og vindurinn, sem enginn vissi, hvaðan kom og hvert fór, en hvor- ugt þó enn, veðurfar né viðskipta- blómgun, komið undir örugga skrifstofustjórn, að þvi er virðast má. Þess vegna búum við til skiptis við skin og skugga, sumar og vetur, hiö bláa heiði og úriga daga, rétt eins og á þeirri tið, er veðurfræðin var glöggskyggni karla og kerlinga á skýjafar og blikur og hagfræðin ekkert nema þau heimafengnu hyggindi, sem i hag koma — búmennska, útsjón- arsemi, aðgát seint og snemma. Og fingurnir til þess að telja á, þegar til mikillar reikningskúnst- ar þurfti að grípa. O-jæja — þetta dugði að minnsta kosti þeim Jóni i Móhús- um og Þorleifi rika. Og dugði þeim býsna vel, að maður hefur heyrt. Nokkur orð um afkomu Afkoma er látlaust orð og munntamtólærðum um búhagi og fjárhagslegan farnað einstakl- inga og stétta, atvinnuvega og þjóðarheildar. Það er óþarft að sækja á dýpri mið. Um afkomu er það aftur að segja, að hún sér tvær forsendur, og er önnur fjár- aflinn, en hin fjárgæzla. Þetta er það, sem nefnist tekjur og gjöld á búreikningum. Afkomu má þess vegna bæta eftir tveim leiðum: Með þvi að afla mikils og með þvi að gæta hagsýni og sparnaðar i meðferð þess, sem aflað hefur verið. Nokkur liðin ár höfum við Is- lendingar aflað svo mikilla fjár- muna, að þær þjóðir i veröldinni, er jafnmikið höfðu á mann að meðaltali, mátti telja á fingrum annarrar handar. Nú hefur aftur á móti skerzt okkar hagur, svo sem alkunna er, og er það að visu saga, er ekki hefur gerzt meðal okkar einna þjóða. Fleiri hafa frá likum tiðindum að segja og sumir stórum verri, þar sem atvinnu- leysi er meinvættur við margra dyr — vofa, sem atvinnubyltingin mikla i landi okkar á siðustu ár- um hefur fram til þessa varnað landgöngu. Stóryrtir menn, sem vilja hafa bragð að oröafari sinu, eins og titt er i islenzkum skoð- anaskiptum, tala raunar um sult- aról, þegar deilt er og þrætt um hlutskipti stétta og starfsgreina. En óneitanlega er það talsvert fast að orði kveðið, og tæpast er tilefni til of mikillar sjálfsvork- unnsemi fyrir okkur i þeirri ver- öld, sem við lifum i, þótt i fangið blási um sinns sakir. Vitaskuld ber ekki að draga neina hulu yfir hitt, að ýmsir hópar i þjóðfélag- inu búa við knöpp kjör, undir- orpnir þeirri verðspennu, sem að kreppir á flestum sviðum. En það er sem betur fer talsvert annað en aö menn þurfi að fara að auka við götum á beltisólar sinar. Sultarólatalið hefur vægari merkingu en þá, sem bókstafleg er. En með þvi að við viljum öll „hafa það gott”, eins og það heitir á krjábullstungu, mundi öll þjóðin vissulega gleðjast, ef hagsveiflan snerist okkur i vil einn góðan veð- urdag. Þó að uppgripin ein séu ekki einhllt til efnalegrar far- sældar. Ársæld og fémunir Við minntuinst á forsendur sæmilegrar afkomu. Þvi er ekki aö leyna, að I góðæri, þegar þorri manna hefur fullar hendur fjár, er ekki öllum jafnhugfast, hve miklu varðar, að mikill aflafeng- ur fari ekki i súginn. Sumum verða fjármunir lausir i hendi i trausti þess, að nýir seðlar, bláir og brúnir, muni fylla hólfin i veskinu svo að segja jafnóðum og úr þeim er tekið. Uppgufun gjald- eyrissjóða okkar á siðustu miss- erum er átakanlegt dæmi um það, hvemig fer, þegar allt of margir láta dálitið gamaldags hömlur i meðferö fjármuna lönd og leið. Gamaldags, en þó ekki úreltar. En það er ekki aðeins að mönn- um séu oft peningar útbærir um skör fram á uppgangstlmum, og á meöan þeir eru undir áhrifum slikra tima, og láti þá helzt til miklu ráða, hvað hugurinn kann að girnast. Einnig getur svo borið viö, að ekki sé sérlegur gaumur að þvi gefinn, hvað beinlinis fer i súginn, án tilgangs og ásetnings. Arsældin virðist geta valdið þvi, að menn eru ekki ætið á varð- bergi. Þaö er ekki fyrr en verð- hækkanir eru farnar að valda þungum búsifjum, kaupvonir og tekjudraumar bregðast og at- vinnuvegirnir standa andspænis hallarekstri, að menn vakna til alvarlegrar umhugsunar um það, að ekki hefur alls staðar verið gætt þeirrar hagkvæmni sem skyldi, mitt i öllum hagsýslu- rannsóknunum og hagræðingar- störfunum. Eitthvert samband hefur vantað á milli lærdóms og skrifborðs annars vegar og hins raunverulega lifs hins vegar. Að glopra niður milljarð Litum nú á fáein dæmi. Fyrir nokkrum vikum fóru fá- einir skólapiltar á tvitugsaldri að hyggja að olíukynditækjum landsmanna með tilstyrk kenn- ara sins i sambandi við námið. Það getur verið mjór mikils visir, og svo fór hér, þvi að á daginn kom, að kynditæki voru yfirleitt svo illa stillt, að milljónum á milljónir ofan var bókstaflega brennt, engum til neinna nota eða gagnsmuna. Að athuguöu máli komust þessir piltar að þeirri nið- urstöðu, að um fjögur hundruö milljónir króna myndu fara i súg- inn sökum þarflausrar oliueyðslu við kyndingu húsa af vangæzlu og vankunnáttu, ef svipað væri ástatt hvarvetna á landinu og i kaupstað þeim, þar sem þeir gerðu rannsókn sina. Aður hafði Gunnar Bjarnason, fyrrverandi skólastjóri, unnið að rannsóknum á þvi, hversu mikið mætti spara I útgerðarkostnaði með þvi að gera li'tils háttar breytingará japönsku togurunum og nota þar svartoliu til brennslu. Arangur þessara rannsókna og þess áróðurs, sem hann hefur haft uppi um breytingarnar er sá, að nú er þetta sem óðast að komast i framkvæmd, og vonir standa til þess, að sparnaðurinn nemi mörgum milljónum króna á ári fyrir hvem togara. NU fyrir skömmu voru að frumkvæði rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins reyndar svonefnd- ar hrognaskiljur, sem eiga að ná hrognum úr dæluvatni loðnubáta. Reyndin varð sú, að sjómenn hefðu fengið um það bil 119 mill- jónir kr. til viðbótar til skipta og frystihúsin aukið söluverðmæti, sem nam meira en 350 milljónum króna, ef þessar loðnuskiljur hefðu verið notaðar i öllum lönd- unarstöövum i fyrra. Þegar gengisfellingin var gerð siðastliðið haust, komu upp þær raddir um sitthvað, sem ekki var talið sem skildi um nýtingu ann- arra sjávarafurða. Meðal annars var það fært fram, að innyflum, hrognum og meira að segja lifur hefði verið hent á hafi úti i þeim mæli, að um miklar fjárhæðir hlýtur að vera aö tefla, þótt eng- inn hafi birt um það tölulega niðurstöðu, hversu háar þær eru. Þorskur í fjallaferð Ollum er kunnugt, að á hverri einustu vertið er stundaður aksturá fiskafla frá löndunarstað til vinnslustöðva i fjarlægð, oft um ótrúlega langan veg. Þetta er ekki tiltökumál, þegar tvö byggö- arlög við sama fjörð, eða svo til, hafa samlög um útgerð afkasta- mikilla veiðiskipa, svo sem gerist um Sauðárkrók og Hofsós og Breiðdalsvik og Stöðvarfjörð. Þetta væri lika eðlilegt úrræði, þar sem um sinns sakir berst svo mikill afli á land i sérlegri veiði- hrotu, að ekki hefst- undan að vinna hann. En viðhorf er annað, þegar skel hefur verið ekið úr bæjum við Snæfellsnes i ein- hverja aðra bæi suður við Faxa- flóa, rækju ekið frá dyrum rækju- verksmiðja til annarra vinnslu- stöðva á öðrum stað, eða um það bil helmingur aflans, sem kemur á land I Þorlákshöfn drifinn upp á bila til brottflutnings um óravegu, og ekki svo litið af honum vestur yfir fjall. Þá er þó sagan fyrst börnuð, ef aftur er fluttur annar fiskur austur frá sama stað og fékk Þorlákshafn- arfisk að austan. Ekkert ber sig, allir hafa á hraðbergi sögur og tölur um rekstrarhalla, en þó er stofnað til svona flutninga um langa vegu. En þeir kosta þó trúlega eitthvað. Og annað til: Við erum i gjald- eyrishraki, og samt er rússnesku bensini varið til þess arna, og er þó kannski þyngra á metunum, að tæpast mun þorskurinn taka bata, eins og gemlingar við fóðurbætis- gjöf, við þessi ferðalög yfir fjöll og heiðar, komast ofar i gæða- stigann, eða hljóta meira hrós á sölumarkaði eftir það arna. Meira nöldur af sama tagi Við getum viðar drepið niður fingri I von um, að ekki sé of aumt undir. Hrognkelsaveiði er meiri en nokkru sinni fyrr. En það eru aöeins hrognin, sem eftir er sótzt, — harla verðmæt vara. Af er sú tið, er börnin á Vestfjörðum eða annars staðar fengu rósir i bjart- ar kinnar, þegar þessi kubbslegi fiskur gekk i þarann. Svo til allri grásleppunni er fleygt — ein- hverju af rauðmaganum, sem i netin kemur, slikt hiö sama: 1 sjóinn með það aftur. Mörg sláturhús landsins hafa veriðreist við vatnsföll, og hugs- unin bak við það er vafalaust sú, að handhægt sé að láta þau skola þvi burt, er menn vilja losna við. Flest voru þau komin á árbakk- ana áður en svo mjög var farið að velta vöngum yfir þvi, þótt eitt- hvað bíaðist út i sláturtiðinni. En nú er það upp á teningnum, að i innyflum sláturdýra, er mest hefur verið hugsað um að losna auðveldlega við, leynist kirtlar, sem tilvaldir þykja til lyfja- nam fast að þvi hálfum —Timamynd: GE. gerðar, og slikt hið sama er raunar að segja um fiskslóg. Fyrir þessu höfðum við orð hinna færustu visindamanna, og kannski er kominn timi til þess að gefa þeim aukinn gaum. Áburður er ofsadýr, svo sem allir vita, og það eru skrifaðar þriggja stafa tölur, þegar grein er gerð fyrir þvi, um hversu marga hundraðshluti hann hafi hækkað. Fyrir nokkrum árum voru til þeir bændur, jafnvel i hópi forystu- manna, sem komu sér upp sér- stökum tilfæringum til að skola mykjunni undan kúnum I bæjar- lækinn. Upp risu haughús án dyra, lokaðir skitkjallarar, sem aldrei skyldu sól sjá frekar en heimkynni þursans i berginu. Ef til vill segir verðið á tilbúna áburðinum, að timi sé til þess . kominn að rjúfa virkin, ef það hefur ekki verið þegar gert, svo að mykjusniglar eða önnur hug- vitsamleg tæki geti unnið sitt verk og túngrösin fengið ögn af þvi, sem áður átti með öðrum hætti að senda aðra leið og siðri. Ég og þú og stofnanirnar stóru Aö undanförnu hefur verð á raf- magni stigið, hita veitugjöld hækkað og miðarnir i strætis- vögnunum fengið aukið verðgildi, svo að nokkuð sé nefnt. Er óhugs- andi, að á löngum tima hafi ein- hvers staðar verið stofnað til til- kostnaðar, sem siðan hafi haldizt, en sé þó þess eðlis, að nokkrum spamaði eða hagkvæmni mætti við koma? Ef farið væri nú til dæmis i saumana af sömu ná- kvæmni og sagt er i fornum bók- um, að menn þeir hafi gert, er endur fyrir löngu bárust norður til landsins Týli og notuðu sér þar birtu vornótta til gagnlegra verka? Spyr sá, sem ekki veit, en hefur þó séð gagnrýnda nokkuð Iburöarmiklaútgáfu skýrslna, er taldar eru hafa komiö að sömu notum i tilgerðarminni búningi. Eða einstaklingarnir i þjóðfé- laginu — gætu þeir fundið eitt- hvað i lifsháttum slnum, sem að skaðlitlu mætti horfa til minni út- gjalda á meðan minna gefst af þeim brúnu I veskið en ýmsir vildu kjósa? Það væri nokkuð unnið, ef svo vildi til. 1 stuttu máli: A meðan við bið- um betri tiðar væri ef til vill vert að halda áfram aðleita uppi, hvar þeir Einar Benediktsson, Jón Sig- urðssoaog jafnvel Tryggvi Gunn- arsson hafa sætt óforsjállegri meðferð. —JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.