Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 6. aprll 1975.
TÍMINN
19
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H.
Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, slmar
18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — af-
greiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausa-
sölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði.
\Blaðaprenth.f,
Þar eru máttarviðirnir
1 þúsund ár voru íslendingar þrautlúnir erfiðis-
menn frá barnæsku, báru fæstir úr býtum nema
skorinn skammt, þegar vel lét, en dóu drottni sin-
um, þegar harðnaði á dalnum. í þokkabót lágu þeir
undir refsivendi hrokafullra yfirvalda og urðu að
sitja og standa og deyja eins og singjarnir kaup-
menn heimtuðu. Þeir, sem undir þyngstu oki
skjögruðu, voru til fæstra fiska virtir, en virðingin
var sjálftekinn réttur fárra lærðra manna i
embættisstétt og þeirra, sem réðu yfir búðarvöru,
jörðum og fiskiverum. Kóngurinn i Kaupinhöfn og
þeir, sem voru honum við hönd, útdeildu hinum
æðstu embættum, eftir þvi sem vindar náðarinnar
blésu, háyfirvöldin náðu sér niðri á þeim er lægra
stóðu i embættisstiganum, sýslumenn, hreppstjór-
ar og prestar voru með nefið niðri i hvers manns
aski i umdæmum sinum, jarðeigendur og umboðs-
menn settu leiguliðum sinum kostina og húsbænd-
urnir á heimilunum voru með vanmáttugan arm
reiddan yfir hjúum og börnum á sinni litlu lóð.
Úrhrak alls undirmálslýðs voru þurfalingarnir,
sem hver, er það kaus, gat skeytt á skapi sinu.
Þetta er hin dökka hlið þjóðfélagsins gamla, sem
við þekkjum aðeins af lestri bóka og skjala.
Það er sjálfsagt matsatriði hvenær fyrst bryddir
á morgunroða nýs tima. öll straumhvörf i lifi og
sögu þjóða eiga sér langan aðdraganda. En
mannréttindabaráttan hófst óumdeilanlega af
fullum þunga, þegar áhrifa byltinganna á megin-
landi Evrópu tók að gæta hér úti á eylandi okkar i
Atlantshafi, þótt margur áfanginn næðist ekki fyrr
en á dögum þeirra, sem nú eru uppi, og að sjálf-
sögðu sé enn margt, sem ekki hefur tekizt að skipa
á þann veg, sem til mannfélagsbóta horfir.
Vegurinn frá hinu gamla samfélagi, þar sem
hver tróð á öðrum, er býsna langur. Samt er ekki
einsætt nema nokkuð eimi eftir af þeim hugsunar-
hætti, sem lifshættir þeirra tima þrýstu inn i vit-
und fólks kynslóð eftir kynslóð. Sé um skyggnzt og
lagðar við hlustir, kann einhvers staðar að vera
grunnt á þeim hugsunarhætti, sem vel mætti vera
erfðagóss frá liðinni tið, að það sé á einhvern hátt
óæðra að vinna með höndunum heldur en húka til
að mynda á skrifstofum og busla i pappirsdyngj-
um. Það hrekkur upp úr sumum, að þeir séu
,,bara” verkamenn eða ,,bara” húsmóðir, svo að
nokkuð sé nefnt. Fólk úr verklýðsstétt lætur sér
lynda að kalla sig „vinnuþega”, eins og þess eins
sé þágan, og hina „vinnuveitendur”, sem ráða
fyrirtækjum. Margir foreldrar hafa tilhneigingu
til þess að þrýsta börnum sinum til langskóla-
náms, jafnvel þótt þeim sé kvöl að langri setu á
skólabekk og hæfileikar þeirra hneigist i aðra átt,
og jafnvel meðal uppreisnargjarnasta hluta ungu
kynslóðarinnar, skýtur grár selshausinn iðulega
upp kolli, likt og úr gólfinu á Fróðá: óvirðing á
þeim, sem vinna hörðum höndum.
Staðreyndirnar eru þó ekki flóknar: Vinnan er
blessun, bæði þjóðfélagi og einstaklingum. Sam-
félagið þarfnast starfsams fólks á öllum sviðum
þjóðfélagsins. Það er jafngöfugt starf að draga
net, flaka þorsk, hamra járn i smiðju og gefa hey
á garða, ef það er vel af hendi innt, og það, sem
meira er: Þessi störf og önnur þeim hliðstæð eru
þjóðfélagsundirstaðan: Verðmætasköpunin, sem
öllu heldur uppi. Bókmenning og fjölþættar listir
eru þjóðinni vissulega liftrygging,fjörefni. Þjón-
ustustörf eru nauðsyn, en þó baggi, ef fleiri eru við
þau bundin en þörfin krefur. En hendurnar, sem
vinna framleiðslustörfin, gefa allt sem til þarf.
— JH
Gorm Raabo Larsen og Lars Prahm, Information:
Verður reynt að ráða
veðri og loftslagi
í náinni framtíð?
AAengunin hefur þegar valdið breytingum í gufu-
hvolfinu, og af þeim getur stafað veruleg hætta
Loftmynd af Noröur-Evrópu, send frá gervihnetti 7. aprfl 1974.
Við reynum að segja fyrir
um veðrið. Eftir nokkur ár
förum við ef til vill að reyna
af ásettu ráði að valda þvi
veðri, sem viö þurfum á að
halda. En við höfum I raun
áhrif á veðriö nú þegar með
hinni miklu loftmengun, en
við vitum ekki, hverjar af-
leiðingarnar verða.
Gorm Raabo Larsen og
Lars Prahm gera hér á eftir
nokkra grcin fyrir veöur-
rannsóknum yfirleitt. Þeir
starfa báðir á dönsku veður-
stofunni. Annar vinnur við
tölvuspár, en hinn fæst eink-
um við athuganir á aðferð-
um til þess að kanna dreif-
ingu og útbreiðslu þeirra
efna, sem valda loftmeng-
un.
VIÐVARANIR um veður og
ýmsar reglur um veðurlag eru
kunnar allt frá þvi i fornöld.
Veðurfræði nútimans hófst þó
ekki i alvöru fyrr en eftir að
Torricelli fann upp loftvogina
og unnt varð að mæla loft-
þrýstinginn. Næsta skref var
svo gerð veðurkorta eftir
veðurathugunum á sama tima
á mörgum stöðum á stóru
svæði. Tilkoma sfmskeytanna
og aukin notkun þeirra hafði
einnig ákaflega mikla þýðingu
i þessu sambandi.
Ahugi hersins á veðurspám
olli þó mestu um örar fram-
farir i veðurathugunum og
veðurspám. Fransk-brezki
flotinn eyðilagðist að mestu i
stórviðri við Krimskaga árið
1854. Þegar i ljós kom, að unnt
var að rekja braut stórviöris-
ins um Evrópu þvera allt til
Svartahafs, lá sú niðurstaða
beint við, að unnt hefði verið
að koma i veg fyrir afhorðið,
ef kostur hefði verið að vara
við veðrinu með simskeytum.
Styrjaldirnar á okkar öld
hafa sannað enn ótvfræðar
mikilvægi góðrar veðurþjón-
ustu fyrir herinn og það
ómetanlega gagn, sem af
henni er. Danska veðurstofan
heyrir til dæmis enn undir
varnamálaráðuneytið.
ALÞJÓÐLEGU veðurfræði-
samtökin (World Meteorologi-
cal Organization eða 'WMO),
sem lúta Sameinuðu þjóðun-
um, samræma allar veðurat-
huganir og rannsóknir og
safna öllum niðurstöðum. Al-
þjóðlegu veðurfræðisamtökin
eru sennilega umfangsmestu
samtök um samvinnu i tækni
og visindum.
Veðurspár og viðvaranir
byggjast enn fyrst og fremst á
hreyfilögmáli Newtons. Þar er
út frá þvi gengið, að hreyfing
einhvers ákveðins hlutar eða
efnis standi i beinu hlutfalli
við allt afl, sem á hann verkar.
Mikilvirkustu öflin i loft-
hjúpnum umhverfis jörðina
eru þyngdarafl hennar og
þrýstingur andrúmsloftsins,
auk þeirra áhrifa, sem snún-
ingur jarðar hefur. Séu þessi
öfl þekkt og áhrifadreifing
þeirra, er fræðilega séð unnt
að reikna út, hvernig
hreyfingarnar i lofthjúpnum
verða. Tilkoma tölvunnar og
þróun hefur gert þetta við-
ráðanlegt i framkvæmd.
TÆPAST þarf að taka fram,
að ekki er með neinu móti
mögulegt að fylgjast með
hverri einustu loftsmæð I
gufuhvolfinu. Þar á ofan eru
að verki i loftinu margvislegar
breytingar og framvinda, sem
hafa verður hliðsjón af við
tölulegar veðurspár.
Fræðilegar kannanir og
margskonar tilraunir benda
til, að ómögulegt muni reynast
að segja fyrir um veður meira
en um þaö bil hálfan mánuð
fram i timann með þessu móti.
„ALLIR tala um veðrið, en
enginn tekur sig fram um að
breyta þvi”, er orðið úrelt orð-
tak. Við erum farnir að hafa
áhrif á veðurlagið. Mennirnir
nota gufuhvolfið sem eins kon-
ar haug fyrir sivaxandi úr-
gang. Við veitum út i loftið
ryki og menguðum lofttegund-
um gegn um reykháfa og með
útblæstri bfla og flugvéla.
Þessi úrgangur er oröinn það
mikill, að veruleg hætta er á
varanlegum og afdrifarikum
breytingum i gufuhvolfinti.
Mengunarefnin geta breytt
samsetningu loftsins á þann
veg I mjög mannmörgum
borgum og þéttbýlum
iðnaðarhéruðum, að það verði
óhæft til innöndunar fyrir
menn. Umfangsmikill iðnaður
eykur svo sýruburð með úr-
komu á stórum svæðum, að
það getur valdið skemmdum á
gróðurmold og dregið úr vexti
skóga til dæmis. Eins getur
þaö valdið verulegu tjóni á
ýmisskonar lifi i fersku vatni.
ÞEGAR litið er á jörðina
sem heild, er nokkur hætta á,
aö kolsýringur og rykmettun
gæti hækkað eða lækkað
meðalhitann i lofthjúpnum
umhverfis hana. Einnig mætti
hugsa sér, að síaukin orku-
notkun næstu öld hækki
meðalhitann töluvert.
Breyting á meðalhitanum um
aðeins tvær gráður eða svo,
getur annað hvort valdið nýrri
isöld, eða brætt það mikið af
heimskautaisnum, að yfirborð
heimshafanna hækki um
nokkra metra.
Allra siðustu ár hefur mönn-
unum orðið ljós hættan á þvi,
að mjög háfleygar flugvélar
og ýmsar lofttegundir frá
verksmiðjuiðnaði dragi veru-
lega úr sigtun útfjólubláu
geislanna, sem eru lifshættu-
legir. Fullyrt hefur verið, að
möguleikinn á þessari hættu
hafi verið eitt af þvi, sem
hamlaði gegn framkvæmd
Bandarikjamanna á áætlun-
um sinum um smiði hljóð-
frárra þota til farþegaflutn-
inga.
Þekking okkar á þvi, hvaða
áhrif loftmengunin hefur á
gufuhvolfið, er enn ákaflega
takmörkuð og götótt. Það er
einmitt eitt af nútima- og
framtiðarverkefnum veður-
fræðinnar að kanna samhengi
loftmengunar og veðurlags,
eða öllu heldur áhrif hennar á
veðurfar og loftslag. Þegar sú
könnun er komin vel á veg,
getum við sagt fyrir um þær
afleiðingar, sem atferli mann-
anna i hinum háþróaða iðnaði
getur haft og hefur, en eru nú
ókunnar og alls ekki tilætlað-
ar.
EITT er að kanna, skýra og
sanna, hvaða breytingum við
getum valdið eða völdum á
gufuhvolfinu, án þess að ætl-
ast til þess, hvað þá að gera
það af ráðnum huga. Annað er
að reyna visvitandi að valda
breytingum á veðurfari eða
loftslagi.
Um alllangt skeið hafa verið
gerðar ýmisskonar tilraunir
með tilbúning skýja til þess aö
auka eða minnka úrkomu á
vissum, takmörkuðum svæð-
um.
Þá hafa einnig verið
athugaðir i fullri alvöru
margskonar möguleikar á
verulegri breytingu loftslags á
allstórum svæðum. I þvi sam-
bandi má nefna áform um
tröllauknar áveitur á eyði-
merkur og sti'flun sunda milli
úthafanna.
Sú spurning, hvort við eig-
um að reyna að stjórna veður-
laginu I framtiðinni, hlýtur að
verða ákaflega umdeild, bæði
frá sjónarmiði visinda og
stjórnmála, enda málið næsta
viðkvæmt, og áhrifin sýnast
geta orðið ærið margslungin.