Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 6. aprll 1975. Saga frá Alandseyjum Sally Salminen KATRIN 157 með þetta áfengi. Það ætti að setja þá alla í tugthúsið", sagði telpan gremjulega. Skammt frá Svenssonshúsinu mættu þær Janna Ei- ríkssyni. Hann nam staðar og hristi höfuðið. ,,Það eru andskotans strákarnir frá Sundi, sem komu með þetta eitur. Þaðætti að banna þeim að stíga hér fæti á land framar", sagði hann. ( þorpinu mættu þær frú Engman. Hún hristi líka höf- uðið og sagði ásakandi: Það var andstyggðar-hyskið úr útskerjunum, sem laumaði þessu brennivíni á land. Þaðætti að hálshöggva það allt á sama höggstokknum". Katrín anzaði engu. Það var Gústaf, sem drakk, hugs- aði hún hnuggin í bragði. I garðinum við Söguból sáu þær Sögu meðal blómanna. Þeim veittistorðiðerfittaðdraga vagninn því að hér var ásinn mjög brattur. En í stað þess að koma og hjálpa þeim, læddist Saga bak við húsið og lét eins og hún hefði ekki séð til þeirra. Katrín varð því fegin. Saga hafði skil- ið, að þetta var það eina, sem hún gat gert. Þær háttuðu Gústaf og hjúkruðu honum sem bezt þær kunnu. Hann lá veikur alla vikuna, og þegar hann komst á fætur aftur, var hann sneyptur og fýldur. Katrín minntist aldrei á það, sem gerzt hafði. En Greta litla kom hlaupandi heim einn daginn og hrópaði hástöfum: „Birgitta Larsson segir, að Gústaf hafi verið augafullur á sumarhátíðinni". „Haltu kjafti!" drundi Gústaf og reiddi til höggs eins og hann ætlaði að berja barnið. En höndin seig máttlaus niður og þjáningarsvipur kom á andlit hans. Eftir þetta forðaðist Gústaf um hríð að verða á vegi Sögu. En þegar frá leið, hætti hann að skeyta um það, þótt f undum þeirra bæri saman. í þess stað horfði hann ófeilinn framan í hana og lét f júka mörg óþvegin orð í viðurvist hennar. Katrfn veitti því athygli, að hún forð- aðist hann með hryllingi. Nei, nei, Einar þurfti ekki að óttast, að það, sem var, vaknaði til lífs á ný. Gústaf og saga gátu ekki átt samleið framar. Þau höfðu að vísu bæði orðið fyrir barðinu á tilverunni, en annað hafði hlotið af því aukinn þroska, en hitt beðið einhliða tjón. Saga hafði kosið Ijósið og hreinleikann, en Gústaf hafði orðið syndum og munaði að leiksoppi. Einar konTsnemma heim þetta haust. Hann rannsak- aði nákvæmlega svipbrigði þeirra Sögu og Gústafs. Og áhyggjur hans hurfu eins og dögg fyrir sólu. Það var ekki hægt að misskilja það mál, sem brún og fögur aug- un töluðu til hans. Eftir heimkomu Einars gerði Gústaf sér hins vegar leik að því að láta sem of tast og greinileg- ast í Ijós fyrirlitningu sína á Þórsey og öllu, sem þar var, — þar á meðal Sögu. Nú þurfti Einar ekki lengur að draga dul á tilf inningar sínar í garð Sögu. Þau gerðu hjú- skaparheit sitt heyrinkunnugt skömmu eftir heimkomu hans. Gústaf réði sig f Ijótlega á skip, sem lá í AAaríuhöfn og átti að leggja af stað í langferð innan skamms tíma. Jörð var enn auð, er hann kvaddi fæðingarey sína. AAorguninn áður en hann lagði af stað, leitaði hann Gretu litlu uppi. Hún var að leikjum sínum bak við húsið. Hann settist á stein og dró telpuna til sín. ,, Veizt þú, að ég er pabbi þinn?" spurði hann. Telpán kinkaði kolli feimnislega. „Hvað þykir þér mikið vænt um Sögu?" „Svona mikið". Hún breiddi út faðminn eins og hún gat. „En hvað þykir þér vænt um Einar?" Sami útbreiddi faðmurinn. „Þá skaltu alltaf vera þæg við þau. Viltu lofa mér því að vera alltaf væn stúlka?" „Já". „Viltu eki taka utan um hálsinn á mér og kyssa mig, áður en ég fer?" Telpan rétti upp hendurnar og tók mjúkt og feimnis- lega utan um hálsinn á honum og þrýsti léttum kossi á kinn hans. Gústaf þrýsti henni blíðlega upp að sér og starði yfiröxl hennar í áttina til kyrkingslegra eikilund- anna úti á ásnum. „Viltu gera eitt fyrir mig?" spurði hann lágt. „Já". Biddu fyrir mér á kvöldin — bara eina stutta bæn, þegar engir aðrir heyra til þín. — Viltu gera það?" „ Já". „Þetta verður leyndarmál okkar tveggja. Þú mátt engan láta vita af því". „Nei". Hann þrýsti telpunni fastar að sér og kyssti hana ást- úðlega hvað eftir annað. Svo sleppti hann henni snögg- lega og flýtti sér burt. „Hefurðu séð Gústaf? AAaturinn er tilbúinn", sagði Katrín við Gretu litlu. „Hann fór eitthvað út í kjörrin", svaraði telpan, en þagnaði svo skyndilega og herpti saman munninn. SUNNUDAGUR 6. apríl 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. 11.00 Prestvígslumessa í Dómkirkjunni. (Hljóðrituð á skirdag). Biskup Islands vigir Ólaf Odd Jónsson cand. theol. til Keflavikur- prestakalls. Vigslu lýsir séra Garðar Þorsteinsson prófastur. Vigsluvottar auk hans: Séra Björn Jónsson og séra Garðar Svavarsson. Séra óskar J. Þorláksson dómprófastur þjónar fyrir altari. Hinn nývigði prestur predikar. Organleikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Jón Guðmundsson lærði .og rit hans. Einar G. Pét- ursson cand. mag. flytur siðara hádegiserindi sitt. 14.00 Staldrað við á Eyrar- bakka, — fyrsti þáttur. Jón- as Jónasson litast um og spjallar við fólk. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Umræðuþáttur um fóst- ureyðingar og ákvörðunar- rétt kónunnar. Stjórnandi: Árni Gunnarsson frétta- maður. Þátttakendur: Ell- ert Schram alþingismaður, Guðmundur Jóhannesson læknir, Vilborg Harðardótt- ir blaðamaður, og Jón G. Stefánsson læknir. 17.25 Unglingahljómsveitin i Reykjavík leikur i útvarps- sal. Stjórnendur: Páll P. Pálsson og Stefán Þ. Stephensen. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Vala” eftir Ragnheiði Jónsdóttur.Sigrún Guðjóns- dóttir les sögulok (12). 18.00 Stundarkorn með sópransöngkonunni Sylviu Greszty. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?” Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði. Dómari: ólafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Pétur Gautur Kristjánsson og Þórður Jóhannsson. 19.45 Pianókonsert I Es-dúr (K-482) eftir Mozart. Sin- fónluhljómsveit tslands leikur i útvarpssal. Einleik- ari og stjórnandi: Vladimlr Ashkenazý. 20.25 Þáttur af Ólafi Tryggva- syni Noregskonungi. Aðal- höfundur efnis: Oddur Snorrason. Slðari hluti. 21.25 Kórsöngur.Svend Saaby kórinn syngur danska söngva. 21.45 Einvaldur i Prússlandi. Jón R. Hjálmarsson skóla- stjóri flytur fyrsta erindi sitt: Ætt og uppruni Frið- riks mikla. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Hulda Björnsdóttir dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir I stuttu máli. MÁNUDAGUR 7. apríl 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdimar Ornólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari, (a.v.d.v.). Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. lands- málabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Grlmur Grimsson flytur (a.v.d.v.). Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guðrún Jónsdóttir les „Ævintýri bókstafanna” eftir Astrid Skaftfells i þýðingu Mar- teins Skaftfells (6). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Búnaðarþáttur kl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.