Tíminn - 06.04.1975, Side 26
26
TÍMINN
Sunnudagur 6. aprll 1975.
Bœndur
kastdreifarinn er
n/icon) EKKI NEINN VENJU-
LEGUR DREIFARI
Áburðartrektin,
sem tekur 400
er úr Polyster
tærist því ekki
Dreifibúnaður er úr
ryðfríu stáli -
og ryðgar því ekki
Dreifibreidd 6-8 m eftir
kornastærð
Ryð og tæring áburðardreifara
hafa verið vandamál - þar til nú
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
Gerið pöntun tímanlega
FYRSTA SENDING VÆNTANLEG
Globusi
LÁGMtJLI 5. SÍMI 81555
Byggingafélag ungs fólks
BYGGUNG
Aðalfundur félagsins verður haldinn i
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60, þriðjudaginn
8. april n.k. kl. 20.30.
Ðagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
önnur mál.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
• •
TOLVUTÆKNI
Námskeiö í tölvutækni veröur haldiö 17.-19. april n.k. og stendur
yfir fimmtudaginn 17. aprll kl. 13:30-18:00, föstudaginn 18. aprll
kl. 13:30-18:00 og laugardaginn 19. april kl. 9:15-12:00.
• í » í
00;» 'li V;"S
Á námskeiöinu veröur fjallaö
um gataspjöld og papplrsræm-
ur, vélbúnaö tölvu, fjarvinnslu
og forritunarmái, skipulagn-
ingu verkefna fyrir tölvur og
stjörnun og tölvur.
Slfellt fleiri og fieiri aöilar hag-
nýta sér tölvutækni til sjáif-
virkrar gagnaöfiunar.
Námskeiöinu er ætlaö aö gera stjórnendum grein fyrir þeim
möguleika, sem tölvutæknin býr yfir. Ennfremur er reynt aö
gera þá hæfari til aö svara spurningum eins og þessum: A fyrir-
tækiö aö kaupa tölvu? — A aö kaupa bókhaldsvél? — A aö leigja
tima á töivu?
Þátttaka tilkynnist i sima 82930
Aukin þekking — Arðvænlegri rekstur
Ræktun landsins
i.
Markmiðiö, sem stefnt er að
með ræktun, er fyrst og fremst
það að bæta landiö, auka verð-
gildi þess og gera það búsældar-
legra en áður var. Þess njóta
þeir, sem nú búa á landinu og
hinir sem við taka. Jafnframt
miðar aukin ræktun að þvi að
leggja grundvöll að stækkun bú-
anna og gera búskap vel lifvæn-
lega atvinnugrein.
Landið sjálft og fiskimiðin út
frá ströndum þess eru undir-
staða að lifskjörum þjóðarinn-
ar. Löggjafinn hefur fyrir löngu
gert sér ljóst, að fjárhagslegur
stuðningur við ræktun landsins
horfir til heilla fyrir þjóðina i
heild um leið og sá stuðningur er
mikilvægur fyrir þá, sem leysa
af hendi ræktunarstarfið og
njóta afrakstursins af hinu
ræktaða landi.
Með jarðræktarlögum, sem
sett voru fyrir rúmri hálfri öld
urðu timamót á sviði túnræktar.
Jarðræktarframlag af hálfu
rikisins hefur örvað framíak
einstaklinga og búnaðarfélaga,
og tækniþróunin hefur leitt til
stóraukinna framkvæmda. Á
hálfi öld hafa áhöld og aðferðir
við ræktunarstarfið breytzt frá
ristuspaða til jarðýtu og afköst
aukizt I samræmi við það.
Ákvæði jaröræktarlaga verða
ávallt að vera i samræmi við
þær vinnuaöferöir, sem beitt er
á hverjum tima, og þann kostn-
að, sem framkvæmdir hafa i för
með sér. M.a. þess vegna hafa
jarðræktarlög alloft verið
endurskoðuð.
Jaröræktarlög, sem nú gilda,
eru aö verða þriggja ára. Við
endurskoðun á eldri lögum, sem
þá var gerö með forgöngu nú-
verandi landbúnaðarráðherra
og á stjórnartima vinstri stjórn-
ar var tillit tekið til nýrra við-
horfa i ræktunarmálum og ýms-
ar breytingar gerðar frá eldri
lögum.
Framlag vegna framræslu
nemur 70% kostnaðar við vél-
grafna skurði og plægða haga-
skurði. Akvæðisvinna skal við-
höfð við skurðgröft, þar sem þvi
verður við komið.
Jarðræktarframlag er jafn-
hátt á hvern hektara á sam-
bærilegu landi, hvort sem tún-
stærð er meiri eða minni á
þeirri jörð, þar sem ræktað er.
Rikisframlag til túnræktar á
þurrkuðu mýrlendi nemur 14
þús. kr. á ha., en til túnræktar á
þurrlendi 10 þús. kr. á ha.
Framlag til vinnslu lands vegna
grænfóðurs eða kornræktar
nemur 5 þús. kr. á ha.
Heimilt er að greiða 30%
aukaframlag á túnrækt, sem
gerð er á félagsgrundvelli á
stöðum, þar sem erfitt er um
ræktunarland enda samþykki
búnaðarsambandið og Búnað-
arfélag fslands framkvæmdina.
Til kölkunar á túnum er heim-
ilt að greiða 50% af kostnaðar-
verði viðurkennds áburðar-
kalks, enda hafi rannsóknir
sýnt, aö dómi ráðunauta Búnað-
arfélags fslands, að kölkunar sé
þörf.
Tekið var upp framlag til
hagaræktar og nemur það 3 þús.
kr. á ha. Með hagaræktun er átt
við verulegar ræktunaraðgerðir
á beitilandi, sem eru til varan-
legra bóta. Hér getur verið um
aö ræða græðslu örfokalands
eða litt gróins með áburðargjöf
eingöngu eða bæði með sáningu
og áburði. Slikt land er þó ekki
úttektarhæft fyrr en það er full-
grætt. Ræktun úthaga að meira
eða minna leyti stuðlar að þvi að
létta beit af túnum en mikil beit
spillir oft túnum og er talin eiga
snaran þátt f þvi að auka kal-
hættu. Hagaræktun er og þáttur
I landgræðslu og gróöurvernd.
Talið er, að á stórum svæöum á
landinu séu afréttarlönd ofbeitt,
svo að það geti valdið varan-
legri gróðureyðingu og upp-
blæstri. Til að stöðva þá þróun
og vinna gegn vaxandi góður-
eyðingu er mjög mikilvægt að
auka ræktun I heimalöndum
jaröanna umfram það, sem
brýn þörf er til túnræktar, en
stytta að sama skapi beitartima
á afréttum.
A framlög, sem hér eru nefnd
skal greiða verðlagsuppbót
samkvæmt visitölu, er sýni
breytingar á tilkostnaði fram-
kvæmda frá meðalkostnaöi
þeirra á árinu 1971. Hagstofa fs-
lands ákveður grundvöll visitölu
þessarar i samráði við Búnað-
arfélag fslands, landnámsstjóra
eða Byggingastofnun landbún-
aðarins og reiknar Hagstofa fs-
lands hana siðan árlega miðað
við meðalkostnað hvers árs.
Samkvæmt visitölu, sem nú
gildir, munu rikisframlög til
jaröræktar um það bil tvöfald-
ast að krónutölu frá þeim
grunntölum, er lögin ákveða og
áöur greinir, en jarðræktar-
framlög eru þrátt fyrir það eigi
hærri hundraðshluti ræktunar-
kostnaðar en miðað var við,
þegar jarðræktarlögin voru sið-
ast endurskoðuð.
II.
Landbúnaður er einn af aðal-
atvinnuvegum þjóðarinnar.
Hann skilar árlega miklum
verðmætum i þjóöarbúiö. A-
kvæði jarðræktarlaga og fram-
kvæmd þeirra hafa áreiðanlega
haft mikil áhrif á þróun land-
búnaðarins i hálfa öld.
Framtak bændastéttarinnar
ræður þó jafnan mestu um það,
hve miklar framfarir verða i
sveitum við ræktun og bygging-
ar á hverjum tima. Þótt fram-
lög rikisins til ræktunar séu
mikilvæg, eru þau ekki nema
nokkur hluti af framkvæmda-
kostnaði. Stóran hluta kostnað-
arins greiða bændur úr eigin
vasa. Með félagssamtökum
hafa bændur eignazt góðan
vélakost til ræktunarvinnu,
bæði stórar vélar og smáar, og I
félagi standa þeir straum af
rekstri vélanna.
Með ræktunarstarfinu leggja
bændur fram nokkurn hluta af
tekjum sinum til varanlegra
umbóta á jörðunum, en þessi
framlög frá þeirra hendi auka
verðgildi landsins og gera það
hæfara til búskapar eftir en áð-
ur. Bóndinn á það ekki vist, að
fjármunir, sem festir eru á
þennan hátt, skili honum vöxt-
um. Þess gætir mjög mikið I fari
þjóðarinnar um þessar mundir,
að mörgum þyki að litill gróði
og seintekinn, sem afraksturinn
af ræktun lands skilar. Og bónd-
inn á það heldur ekki vist, að
hann sjálfur eða afkomendur
hans njóti umbótanna lengi. En
framlag bóndans til ræktunar
landsins sýnir ekki aðeins fram-
tak einstaklingsins, heldur einn-
ig hollustu við land og þjóð.
Aukið verðgildi landsins eykur
þjóðarauð og ræktun er undir-
staða blómlegs landbúnaðar.
III.
Framtak biendastéttarinnar
hefur borið rikulegan ávöxt, og
félagsstarf hennar orðið lyfti-
stöng. Þrátt fyrir fækkun fólks i
sveitum á siðustu áratugum
hefur ræktunin aukizt, hið rækt-
aða land stækkað ár frá ári og
það orðið undirstaða vélvæðing-
ar I búnaöi og eflingar búanna.
Verkefnin eru ekki lengur bund-
in við það aö færa út heimatún.
Skurðgröfur ræsa mýrarnar og
stórum svæðum á gróðrar-
snauðum söndum og vatnaaur-
um er á skömmúm tima breytt I
gróskumikil tún.
Með ræktun sandanna tengj-
ast saman framkvæmdir vegna
túnræktar og landgræðslu. Með
þeirri ræktun fer fram land-
nám. Til þess að koma þvi fram
þarf þó ekki að höggva strand-
högg að hætti vikinga, og það
leiðir ekki heldur til átaka við
aðrar þjóðir. Vilji ræktunar-
mannsins og nokkrir fjármunir
ráða úrslitum i þvi efni.
Við ræktunarstarfið er bónd-
inn ekki að hugsa um að hafa 40
stunda vinnuviku, fremur en út-
gerðarmaður, sem lagfærir
fiskiskip sitt til að auka afla-
möguleika, eða kaupstaðarbú-
inn, sem kemur sér upp Ibúð að
verulegu leyti með þvi að leggja
fram eigin vinnu utan reglulegs
vinnutima. Beztur ræktunar-
maður er sá, sem er gæddur þvi
hugarfari að vilja „landspellin
laga um langeydda fjárbeit og
tún og gróandann hæna inn á
haga og harövöll en lyngflétta
brún”. Ræktun og landgræðsla
á ekki að vera einungis bundin
viðhagsmuni. Aflvakinn þarf að
vera af sama toga og hugsjónir
mæringsins, er mælti svo: Það
er umbætt og glaðari framtiö sú
veröld, sem sjáandinn sér.
Páll Þorsteinsson.
Ungur danskur
píanóleikari í
Norræna húsinu
UNGUR danskur pianóleikari,
MOGENS DALSGAARD, er
væntanlegur hingað til lands um
helgina og heldur tónleika i Nor-
ræna húsinu kl. 17:00 á sunnudag,
6. april.
Hann hefur haldið tónleika viða
og verið einleikari t.d. með Sin-
fóníuhljómsveit danska útvarps-
ins, og fengið ýmis verðlaun fyrir
leik sinn.
Hann hefur áður komið til Is-
lands, en það var árið 1972, er
hann tók þátt I 4. tónlistarkeppni
Norðurlandanna i Reykjavik
fyrir hönd Danmerkur.
FJÓRÐUNGSMÓT
hestamannafélag-
) anna á Vesturlandi
verður haldið að Faxaborg dagana 4.
til 6. júli n.k.
Þar fara fram sýningar kynbóta-
hrossa og góðhesta og i kappreiðum
verður keppt i eftirtöldum greinum:
250 m skeið — 1500 m brokk — 250 m
folahlaup — 350 m stökk — 800 m
stökk.
Góð verðlaun.