Tíminn - 06.04.1975, Page 32

Tíminn - 06.04.1975, Page 32
32 TÍMINN Sunnudagur 6. aprll 1975. Risinn og kórónan r Irskt ævintýri Fyrir mörgum öldum bjó i írlandi konungur, sem hét Flann. Drottn- inghans hét Fidelma, og þau bjuggu i fagurri höll, ásamt fjórum son- um sinum og einni dótt- ur, sem hét Eimer. Flann og Fidelma voru elskuð og dáð af öllum. Þau voru mjög hamingjusöm, og þeim gekk allt i haginn. Synir þeirra kvæntust hver af öðrum, og Eimer prinsessa var orðin ein eftir i höllinni hjá for- eldrum sinum. Hún var nú orðin átján ára, og foreldrar hennar vildu gjarna að hún giftist. Ekki skorti hana biðl- ana, en sá eini meðal þeirra, sem hún gat hugsað sér að eiga, var hvorki nógu rikur né á- hrifamikill til þess að geðjast konunginum. Hann lagði þvi blátt bann við þvi að Eimer giftist Shane, en svo hét ungi maðurinn, sem hún elskaði. Nú gerðist dálitið, sem kom miklu róti á lifið i höllinni. Flann konung- ur átti stórkostlega gim- steinakórónu, sem for- feður hans höfðu borið öldum saman. Hún var sögð færa þeim, sem hana bar á höfði, ham- ingju og frið. Kvöld nokkurt var haldinn dansleikur i höllinni, og dansinn dun- aði langt fram á nótt. Þegar leið að lokum dansleiksins, gerðist konungurinn mjög þreyttur. Hann bauð góða nótt og hélt ein- samall til herbergis sins. Þegar þangað kom, tók hann af sér kórónuna og lagði hana á borð ná- lægt herbergisdyrunum. Ekki hafði hann fyrr lagt kórónuna frá sér en stór krumla birtist i dyragættinni og hrifsaði i skyndi til sin kórónuna dýrmætu. Konungurinn stóð sem þrumu lostinn. Hann gat hvorki hrært legg né lið, og hafði ekki einu sinni rænu á að hrópa á hjálp. Þegar hann loksins rankaði við sér, kallaði hann saman alla þjóna sina og bað þá að leita i höllinni og nágrenni hennar. Þeir leituðu dyrum og dyngjum, en allt kom fyrir ekki. Kórónan fannst hvergi. Brid gamla, sem verið hafði þjónustustúlka i höllinni i heilan manns- aldur, var sú eina, sem hafði séð þjófinn, og hún fullyrti, að hann hefði hraðað sér út úr höllinni. — Það er þýðing- arlaust að leita hér i ná- grenninu, sagði Brid. Ég sá þjófinn með minum eigin augum, og ég veit, að hann var enginn ann- ar en risinn i Svarta fjalli. Risi þessi var mikill ógnvaldur í riki Flanns konungs. Allir óttuðust hann, og enginn treysti sér til að sækja kórón- una i greipar hans. Fjallið, þar sem risinn hélt sig, var kallað Svarta fjall, vegna þess að i hliðum þess óx ekki stingandi strá og það var kolsvart á að lita. Umhverfis það var djúpt vatn, sem sumir sögðu að væri botnlaust. Konungurinn var mjög miður sin vegna kórónuhvarfsins. Hann lét þau boð út ganga, að sá sem fyndi kórónuna, fengi Eimer dóttur hans aðlaunum. Henni var að vonum ekkert um þessa yfirlýsingu gefið, þvi að hún óttaðist, að einhver annar en Shane, unnusti hennar, fyndi kórónuna. Hún fór þvi á fund Brid gömlu, sem hún vissi, að vildi allt fyrir hana gera. — Elsku, góða Brid, sagði hún. Geturðu ekki gert eitthvað til þess að hjálpa Shane að finna kórónuna? Geturðu ekki beðið huldufólkið, vini þina, að hjálpa honum? — Uss, sagði Brid, hafðu ekki svona hátt. Vinskapur minn og huldufólksins er leynd- armál, og þú mátt alls ekki tala um það svo að aðrir heyri. En vertu al- veg róleg, ég skal hjálpa ykkur. Láttu mig um þetta. Brid beið nú miðnætt- is, og hélt siðan af stað til fundar við huldufólk- ið. Hún gekk lengi, unz hún kom að hæð nokk- urri, langt frá höllinni. Það var tunglsljós, og hún sá huldufólkið dansa á hæðinni. Það hætti að dansa, jafnskjótt og hún birtist. — Vertu velkomin, sagði huldufólkið i kór. Hvers óskar þú? Brid sagði þeim frá DAN BARRV Ef þú heldur að hún plati okkur afturv getum: við eins _ orðið hér kyrr.' • Það tókst, Geiri, við erum komin á Timavéhn hlýtur að verai lagi núna" qg ég vilj fara heim. Einu sinni enn fer timavélin af stað. © King Features Syndicate, lnc., 1974. World ri| Og nú erum v Borgin leit við á réttum svona út tíma Pegar við fórurri/

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.