Tíminn - 06.04.1975, Page 33

Tíminn - 06.04.1975, Page 33
Sunnudagur 6. aprll 1975. TÍMINN 33 stuldi kórónunnar og bað það hjálpar. Einn huldumannanna gekk út úr hópnum og kom til hennar. — Við skulum veita þér og þeim, sem þér þykir vænt um, aðstoð okkar, mælti hann. — En risinn er ósigr- andi, og enginn kemst upp á Svarta fjall, sagði Brid gamla. — Við getum sigrað risann, sagði þá huldu- maðurinn. Biddu andar- tak, sagði hann svo. Hann hvarf inn i hæðina, og kom aftur að vörmu spori með þrjá hluti: skikkju, skó og sverð. — Þessi skikkja gerir þann, sem hana ber, ó- sýnilegan, sagði hann. Skórnir hafa þann mátt, að sá, sem hefur þá á fótum, getur tekið eins stór skref og hann vill, ogsverðið er svo mátt- ugt, að sá sem hefur það i hendi, þarf ekki annað en að snerta óvin sinn með sverðsoddinum til þess að hann detti dauð- ur niður. Risinn þekkir mátt þessa sverðs. — En ég vil engan drepa, sagði Brid, jafn- vel ekki risann. — t>ú þarft ekki að drepa hann, þvi að hann verður strax hræddur, þegar hann sér sverðið, og lætur kórónuna af hendi. Færðu Shane þessa hluti og biddu hann að skila mér þeim aftur, þegar hann er bú- inn að nota þá. Brid þakkaði huldu- manninum kærlega fyrir hjálpina og flýtti sér til hallarinnar. Hún afhenti Shane skikkj- una, skóna og sverðið og sagði honum, hvernig hann ætti að beita þeim. Shane lagði nú af stað, og brátt kom hann að vatninu við Svarta fjall. Risinn hafði verið i ránsferð og var nú á heimleið. Shane sá hann nálgast og flýtti sér að bregða yfir sig töfra- skikkjunni. Risinn klof- aði yfir hann án þess að sjá hann, og yfir vatnið fór hann i einu skrefi. Siðan kleif hann upp fjallshliðina og hvarf. Shane setti nú upp skóna og komst auðveld- lega yfir vatnið. Hann stóð við rætur fjallsins, þegar risinn birtist skyndilega. — Hvernig vogar þú þér að koma hingað, krilið þitt? — Ég er kominn til að ná i kórónu konungsins, sem þú stalst frá hon- um! Fáðu mér hana strax, sagði Shane borginmannlega. Risinn rak upp trölla- hlátur. — Þú ert svei mér hugaður, sagði hann. Veiztu ekki, að ég get kreist úr þér liftór- una eins auðveldlega og að drepa flugu? Shane dró sverðið góða úr sliðrum og sagði: — Ég þarf heldur ekki annað en að snerta þig með sverðsoddinum til þess að þú dettir dauður niður. Risinn skrækti af hræðslu, þvi að hann þekkti strax sverðið og vissi, að Shane hafði hann nú algerlega á valdi sinu. — Ég skal uppfylla allar óskir þinar, ef þú sliðrar þetta hræðilega verð, sagði hann. — Það geri ég ekki fyrr en þú hefur afhent mér kórónuna, svaraði Shane. Komdu með mér, sagði risinn, og fylgdi Shane að litlum helli, þar sem hann hafði falið kórónu Flanns konungs. Shane hélt sverðinu i hægri hendi, og með þeirri vinstri greip hann kórónuna. Risinn fylgdi honum með augunum, og þegar Shane greip kórónuna, gerði hann sig liklegan til að ráðast á hann. Shane sveiflaði sverðinu ógnvekjandi, og risinn varð svo hræddur, að hann stökk út úr hellinum. Þegar hann kom i hellismunn- ann, varð honum fóta- skortur, svo að hann féll niður i vatnið við fjalls- ræturnar. v Shane hélt nú heim- leiðis, glaður i bragði, en fyrst fór hann og skilaði skikkjunni, skónum og sverðinu góða til huldu- fólksins. Hann þakkaði þvi kærlega fyrir lánið og flýtti sér síðan til hallarinnar með kórón- una. Þar var honum tek- ið með kostum og kynj- um og konungurinn varð svo glaður, að hann samþykkti þegar ! stað að Shane gengi að eiga Eimer prinsessu. Þegar Shane var spurður, hvernig hann hefði farið að þvi að ná kórónunni frá risanum, sagði hann aðeins, að það væri leyndarmál, sem hann mætti ekki fyrir nokkurn mun ljóstra upp. Og við það sat. Nú var slegið upp kon- unglegu brúðkaupi i höllinni, og allir voru glaðir og hamingjusam- ir. Heilsurækt Atlas, æfingatlmi 10-15 min. á dag. Arangurinn sýnir sig eftir viku tima. Likamsrækt Jowetts heims- frægt þjálfunarkerfi sem þarfnast engra áhalda eftir George F. Jowett heims- meistara i lyftingum og glimu. Bækurnar kosta 500 kr. hvor. Vinsamlegast send- ið gjaldið I ábyrgðarbréfi. Likamsrækt, pósthólf 1115, Reykjavik. Ódýr í innkaupi - og rekstri Benzínkostnaður þriggja bifreiða, miðað við 30.000 km akstur: Bifreið, sem eyðir 16,5 I ó 100 km: 282.150 KR Bifreið, sem eyðir 11 I ó 100 km: 188.100 KR. Renault 4 Van, sem aðeins eyðir 5,5 I ó 100 km: 94.050 KR. Suðurlandsbraut 20 * Sími 8*66*33 JOHNS-MANVILLE er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fáið þér frian álpappir með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville I alla einangrun. Sendum hverf á land sem er. glerullar- 9 einangrun Hringbrout 121 . Simi 10 600 COCKPIT BRllun 260 Stereo-samstæða í sér gæðaflokki. Ennþá fáanleg á eldra verði. Sími sölumanns 18785. L 480 30wött 7,9 lítra eða L 620 40 wött 15 lítra RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF. Ægisgötu 7 — Sími 17975/76

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.