Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 35
Sunnudagur 6. aprfl 1975.
TÍMINN
Í5
Mdnudagsmynd Hdskólabíós:
Fræg ísraelsk kvikmynd
— hlaut tilnefningu til
Oscarsverðlauna 1973
gébé Rvik— Mánudagsmynd Há-
skólabiós næstu mánudaga er
israelska myndin „Rósa — ég
elska þig”. Kvikmynd þessi hefur
hlotið mest lof israelskra kvik-
mynda siðan Israelsmenn hösl-
uðu sér völl meðal kvikmynda-
framleiðenda. Myndin hefur
hvarvetna fengið frábærar við-
tökur hjá gagnrýnendum og al-
menningi, ekki aðeins fyrir leik
og leikstjórn heldur einnig
myndatökuna, sem bregður m.a.
upp listrænum myndum, lir elztu
hverfum Jerúsalemborgar.
Aðalhlutverkið, Rósu, leikur 23
ára gömul leikkona, Michal Bat-
Adam að nafni, en hún er nú ein
þekktasta leikkona i ísrael, og
hlaut hún verðlaun sem bezta
leikkonan 1973 fyrir þetta hlut-
verk. A móti henni leikur Gabi
Ottermann, sem leikur piltinn
Nissam, en leik hans hefur verið
lýst sem „ótrúlega góðum”.
Leikstjóri myndarinnar er
Moshe Mizrahi sem er einn
fremsti maður ísraels á sinu
sviði. Efni myndarinnar byggist
að nokkru á Móse-lögmáli, sem er
mjög rikt i siðum og hugum ísra-
elsmanna, þótt fornt sé orðið.
Rósa er tvitug kona sem misst
hefur mann sinn. Lögmálið segir,
að hún verði að giftast mági sin-
um, bróður manns sins, þvi ó-
kvæntir bræður látins manns eiga
að viðhalda ætt hans með þvi að
kvænast ekkjunni. En hvernig á
að hlýða þessu boðorði, þegar eini
bróðirinn er aðeins 11 ára? A
ekkjan að biða unz mannsefnið
hefur náð 18 ára aldri, er orðinn
myndugur og getur gert skyldu
sina samkvæmt lögmálinu?
Páskaferðalagíð
endaði illa
— urðu að skilja 4 jeppa eftir við Langjökul
gébé Rvik — Um páskana fóru
nokkrir menn frá Borgarnesi og
nágrenni, i ferðlag á jeppum upp
á Langjökul. Höfðu þeir með sér
vélsleða og skildu bifreiðarnar
eftir fyrir norðan Langjökuls-
enda, og héldu til Hveravalla. Er
mennirnir komu að bifreiðunum
aftur reyndist ekki unnt að losa
fjóra jeppa, en þeir voru festir i
snjó. Nokkur snjókoma hafði ver-
ið meðan mennirnir voru á
Hveravöilum og neyddust þeir til
að skilja bilana eftir. Eina ferð
hafa mennirnir síöan farið til að
sækja bifreiðarnar, en urðu frá að
hverfa vegna þoku. Lagt var síð-
an upp aftur um hádegi á föstu-
dag, og mennirnir eru ekki vænt-
anlegir fyrr en seinni hluta dags á
laugardag.
Það var á miðvikudagskvöldið
var, að nokkrir menn lögðu upp til
þess að freista að ná i jeppana
fjóra. Þeir komust inn að Hólma-
vatni þar sem þeir eyddu nóttinni
I veiðikofa. Morguninn eftir, var
komin svo mikil þoka, að þeir
gátu ekki aðhafzt annað en að
halda til byggða á ný.
Kristleifur Þorsteinsson, Húsa-
felli, fór með 8—10 mönnum um
hádegi á föstudag til að ná i jepp-
ana. Sigrún Bergþórsdóttir kona
Kristleifs, sagði i viðtali við Tim-
ann, að þeir væru ekki væntanleg-
ir fyrr en i fyrsta lagi á laugar-
dag. Sagði Sigrún, að þeir hefðu
haft beltadráttarvél og snjósleða
með I förinni.
GUFUGLEYPIR
FYRIRLIGGJANDI - VERÐ KR. 19.240-
HEKLA HF.
Laugavegi 170—172 — Simi 21240.
Breytt
skipan
Bréfaskólans
1 fréttabréfi frá Sambandi is-
lenzkra samvinnufélaga segir,
að unnið sé að breyttri skipan
Bréfaskólans. Eru aðilar að hon-
um nú orðnir sex talsins:
Sambandið, A.S.t. B.S.R.B., Far-
manna og fiskimannasamband
íslands, Stéttarsamband bænda,
og Kvenfélagasamband íslands.
Eignaraðild Sambandsins og
A.S.l. er 30% en hinna fjögurra
10% og aðild að stjórn skólans i
sömu hutföllum.
Eftirtaldir menn hafa verið
kosnir i skólastjórnina, en tvö
félagasamtök eiga eftir að kjósa
sina fulltrúa: Frá Sambandinu:
Gunnlaugur P. Kristinsson,
Axel Gislason og Ölafur Sverris-
son, frá A.S.I: Bolli Thoroddsen,
Stefán ögmundsson og Þórunn
Valdimarsdóttir, frá B.S.R.B.
Birna Bjarnadóttir og Danfel
Guðmundsson frá Farmanna og
fiskimannasambandi Islands.
Skólastjóri Bréfaskólans er
Sigurður A. Magr.ússon.
Aðalfundur
Krabbameinsfélags Vestur-Skaftafells-
sýslu verður að Leikskálum i Vik, sunnu-
daginn 13. april kl. 16.
Stjórnin.
Aðalfundur Dansk-
íslenska félagsins
verður haldinn i Norræna Húsinu þriðju-
daginn 15. april n.k. og hefst kl. 20,30.
Venjuleg aðalfundarströf.
Að fundarstörfum loknum verður sýnd
kvikmyndin „Kort over Danmark”.
Stjórnin.
Auglýsið
Tímanum
TEKKNESKA BIFREIDAUMBODID A ISLANDIH/E
AUÐBREKKU 44 - 46 — SlMI 42600
LANGDRÆGAR
BÍLATALSTÖÐVAR
UNCXE mpttwsr.)
rtAntorri rn «jnc
m><no
VSWWW>-vvv>v>*.
XI
XI
XI
XI
aiimarr talstöövar i bíla, frá hinum heimskunnu amerísku f jarskipta-
Clll I I Idl L tækjaverksmiöjum, er um árabil hafa framleitt fullkomnustu
talstöðvar i farþegaflugvélar.
2irm2rr er6talrasa' kristalstýrðalsmárastöð (einungis transistorar),
dll I I Idl L sem hentar íslenzkum aðstæðum einkar vel. Hún er langdræg,
þolir mikinn kulda, lítil um sig, einföld i notkun, örugg, byggð
úr sömu fullkomnu rafeindahlutunum og flugvélatalstöðvar.
PlirmPirr'talstöð ma setia * bvaða bíl sem er og tala yfir landið þvert og
dll I I Idl Lendilangt, hvort sem menn vilja beint á milli bíla eða um
simakerfi Landssímans. Stöðin hefur hlotið samþykki Pósts-
og simamálastjórnarinnar til notkunar hérlendis, samkvæmt
reglum hins nýja SSB fjarskiptakerfis, en einn aðalkostur
þess er margföld langdrægni á við eldra DSB kerfið.
3irmarrta,stöðvar eru ómissandi fyrir þá, er vilja vera i góðu og
dll I I Idl L traustu talsambandi þegar nauðsyn krefur.
oci&ai
Laugavegi 178 simi 38000
Hagstætt verð —
Leitið allra nánari upplýsinga