Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 37
Sunnudagur 6. apríl 1975.
TÍMINN
37
Hvað er gert til að hindra flugrán og önnur rán, sem stofna oft fjölda
manns í lífshættu? Er eftirlitið á flugvöilum og við landamæri nógu
strangt? Þessu svarar blaðamaðurinn bandariski, Ron Layton með
ákveðnu NEI-I. Hann ferðaðist með konu sinni og smyglaði vopnum —
til að sanna mál sitt — milli þriggja heimsálfna, án þess hann væri tek-
inn fastur i eitt einasta skipti. Fer frásögn hans hér á eftir.
Vopn af öllum tegundum, banda-
risk, þýzk, sovézk, kinversk og
Israelsk, voru seld á lágu verði. t
útstillingaborðum, var fjöldi af
gulmáluðum vopnum, ásamt
nokkrum i venjulegum lit, „sem
ekki voru til sölu.”
Afgreiðslufólkið leit mig grun-
samlegum augum vegna mynda-
vélarinnar sem ég bar, og var
auðsjáanlega taugaóstyrkt vegna
hennar, enda var mér bannað að
taka myndir. En ég fékk aftur á
móti leyfi til að kaupa 1920-likan
af Thompson vélbyssu, sem
glæpaflokkur A1 Capone gerði
fræga á sinum tima, einnig Sterl-
ing vélbyssu, — brúsa með al-
gengri byssu-oliu og mikið af
tómum patrónuhulstrum. Þau
sýndu mér einnig hvernig
vélbyssumar virkuðu og hvernig
ætti að hlaða þær. Fljótlega
smitaðist ég af ákafa vopnasafn-
arans og flýtti mér á hótelið til að
athuga feng minn nánar. Seinna
fékk ég svarta Browning
skammbyssu, sjálfvirka, senda á
hótelið.
Hvað myndi skæruliði
hafa gert?
En snúum okkur nú aftur að
Haneda flugvellinum. Japönsku
lögreglumennirnir voru aðeins
nokkra metra frá mér. Hvað
myndi skæruliði hafa gert I
minum sporum?
Hann myndi að sjálfsögðu ferð-
ast með Pan Am flugfélaginu! Ég
beygði farangursbörunum snar-
lega til hægri og hélt yfir að af-
greiðsluborði Pan Am. Þar voru
engir lögreglumenn á verði og
þar með var málið ákveðið. Ég
skipti flugfarseðlunum yfir á
bandariska flugfélagið, lét senda
töskurnar minar og vopna-pakk-
ann um borð I flugvélina og hálf-
tima seinna sat ég um borð i vél,
sem átti að halda til Hong Kong.
Ég hallaði mér þægilega aftur á
bak i sætinu og fór að hugsa um
hvernig ég ætti að smygla vopn-
unum f gegn um hið stranga eftir-
litsem viðhaft er i brezku nýlend-
unni I Kina.
Stuttu eftir að flugvélin lenti fór
ég i gegnum vegabréfaeftirlitið,
og þvi næst kom farangur farþeg-
anna, — þar á meðal vopnin min
— inn i salinn á færibandi. Hvern
af tollvörðunum ætti ég að velja
og reyna að komast fram hjá?
Ég kom fljótlega auga á ungan
tollvörð, þar sem.hann stóð, og
honum leiddist auðsjáanlega.
Hann tók við fyrirmælum frá
eldri tollverði, sem gaf fyrirskip-
anir i allar áttir. Stundum lét ungi
maöurinn erlenda farþega fara
hjá án þess að lita á farangur
þeirra. Þetta var minn maður!
Ég tók aðra töskuna mina og
setti hana upp á borðið fyrir
framan tollverðina, og þegar ungi
maðurinn ætlaði að fara að opna
hana, sneri ég við, hljóp að
færibandinu og náði i hina
töskuna, en á meðan þurftu
farþegamir i röðinni á eftir mér
að biöa. Gamli tollvörðurinn
kallaði til min að flýta mér, þvi ég
taföi fyrir hinum farþegunum. Ég
stanzaði og tók eina mynd af
honum. Tollvörðurinn varð ösku-
vondur, en það var einmitt ætlun-
in.
Ég þóttist ekki heyra i honum,
setti hina töskuna fyrir framan
unga tollvörðinn og hljóp siðan
aftur að færibandinu til að ná i
pappaöskjuna með vopnunum.
Gamli tollvörðurinn horfði á
reiðilegur á svip og hristi höfuðið
yfir atferli þessa brjálaða banda-
riska ferðamanns. Þegar ég kom
svo með öskjuna til unga tollvarð-
arins, veifaði hann mér i gegn um
toileftirlitið án þess að lita á far-
angur minn. Ég var sloppinn i
gegn.
Næsta skref var svo að koma
vopnunum til Bandarikjanna. Ég
gat ekki sent þau sem fragt, þvi
allt slíkt er rannsakað I röntgen-
tækjum. Nokkrum dögum seinna
sendi ég farangurinn með skipi.
Vopnapakkinn var þá á botni
stórrar ferðatösku. Farangurinn
var fyrst væntanlegur til Miami i
Bandarikjunum eftir einn mánuð.
Fyrirlækið Replica Models Inc.
er til húsa i kassa-lagaðri bygg-
ingu við Franklin Street i Alex-
andriu, Virginia. Byggingin er
greinilega byggð með það fyrir
augum að vera sem sterklegust
og öruggust. Þúsundir af eftirlik-
ingarvopnum eru geymd þar, og
fullkomið elektroniskt þjófakerfi
er I byggingunni.
Eigandi þessa fyrirtækis og for-
stjóri, milljónamæringurinn Tom
Nelson, vildi i fyrstu'ekki gefa
mér viðtal, hvað þá að láta taka
af sér mynd, en að síðustu gaf
hann eftir, með viðtalið.
— Fyrirtæki okkar gengur stór-
kostlega vel, sagði hann. — Við
framleiðum sjálfir vopn i Japan
og Formósu og árlega seljum við
mörghundruð þúsund vopn til
allra heimshluta. Bezta sölu-
varan i augnablikinu eru gömul
vopn frá kúreka-timanum.
— Við eigum vörur á
markaðinum i öllum evrópskum
löndum, já, jafnvel á Spáni, þar
sem innflutningslögin eru mjög
ströng, sagði Nelson. — Ég efast
ekki um að eitthvað af þessum
vopnum er notað til rána, en væri
það ekki gott að glæpamenn
notuðu alltaf eftirlikingarvopn til
rána sinna? Þá myndu, jú enginn
særast! Hann gaf mér bréf frá
verzlunarráöuneytinu, sem „gaf
honum grænt ljós” fyrir þessa
starfsemi sina.
Eftir þessa heimsókn, fór ég til
Florida, til að freista þess að
smygla japönsku vopnunum i
gegn um bandariska tollinn.
Hver sér muninn?
— Opnið töskurnar! skipaöi
tollvörðurinn. Hann grunaði mig
bersýnilega um smygl. Hann gróf
vopna-pakkann upp úr töskunni
Vopnaverzlun I Tokyo.
Lögreglustjórinn Rocky
Pomerance á Miami Beach
ásamt aðstoöarmanni sinum
Larry Cotzin, athuga vopnin.
Laytner-hjónin sýna hér töskuna og vopnin sem þau smygluðu um
þvera og endilanga Evrópu.
Til hægri á myndinni eru Laytner-hjónin meö vopnin á nýja flugvellin-
um I Paris.
og skipaði mér að opna hann.
— Þér verðið mjög undrandi
þegar þér sjáið hvað er i honum,
sagði ég og tók eftir að hendur
minar skulfu. — Sjáið til, þetta er
eins konar tómstundastarf mitt.
Þetta eru likan af vopnum —
ekkert til að fjargviðrast yfir.
Siðan sýndi ég honum bréfið frá
ráðuneytinu.
Hann las það vandlega, rann-
sakaði siðan vélbyssurnar af
miklum áhuga og sagði að þær
væru listasmiði. Siðan rann-
sakaði hann töskur minar betur.
Hann hafði greinilega meiri
áhuga á að finna fíkniefni. Að
siðustu kvaddi hann mig og fór
heim að borða. Ég var kominn i
gegn. Bréf Nelsons hafði gert
kraftaverk. Hvað hefði gerzt ef
einhver hermdarverkamaður
heföi getað notfært sér það og
verið með ekta japanska byssu?
Hver hefði séð muninn?
Ég tók siðan vopnin og hélt til
Miami, þar sem ég ákvað að lofa
reyndum lögreglumönnum að
skoða þau.
Lögreglustjórinn i Miami
Beach heitir Rocky Pomerance
og er mjög ákveðinn maður. En
þegar ég fór að spyrja nærgöngr
ulla spuminga um vopnaeftirlit
og bauðst til að ná i nokkur út I
bil, þá kallaði hann á menn til að-
stoöar.
Eftir nokkrar minútur kom ég
með vopnin i svörtum gitarkassa
inn á skrifstofuna aftur, en þar
voru þá staddir, auk Rocky, að-
stoöarlögreglustjórinn Larry Cot-
zin og fiknilyfjasérfræðingurinn
frá FBI, Ivan Wurms. Tveir þeir
siðarnefndu voru vopnaðir. Hægt
og varlega, og án þess að koma
nálægt gikknum, þá tók ég
Thompson-vélbyssuna út úr kass-
anum.
— Þér eruð handtekinn!
— Hamingjan góða, þetta er
Thompson! kallaði Cotzin upp.
— Þér eruð handtekinn, sagði
Pomerance, ef þér hafið ekki
byssuleyfi. Þögn rikti, meðan ég
rétti Cotzin vélbyssuna sem rann-
sakaði hana gaumgæfilega.
— Augnablik, sagði Cotzin, sem
er sérfræðingur um vopn, Þetta
litur út..Þetta er llkan! Þú
gætir rænt banka með þetta að
vopni!
Ég opnaði kassann til fulls.
— Meinið þér að þetta séu allt
eftirlikingar! spurði Pomerance.
Þetta er hreint og beint ótrúlegt.
Lögreglumaður, sem sæi yður
með svona vopn i höndum, myndi
halda að þér ætluðuð að skjóta
hann, og þvi gripa sjálfur til
vopna.
Á þessu augnabliki gekk yfir-
varðstjórinn Dennis Goddard inn
á skrifstofuna. Undrunarsvipur
færðist yfir andlit hans þegar
hann sá vopnin. Pomerance
spurði hann hvað hann myndi
gera, ef einhver heföi miðað á
hann Thompson vélbyssunni.
— Ég myndi skjóta hann niður,
þegar i stað, svaraði yfirvarð-
stjórinn.
Til Evrópu með vopn.
Ég bjóst við að ég myndi lenda i
erfiðleikum með að senda vopnin
frá Bandarikjunum til Evrópu, en
þar hafði ég rangt fyrir mér. Á
alþjóðaflugvellinum i Miami,
hafði enginn áhuga á töskunni
með vopnunum, sem komið var
með öðrum vörum um borð i
risaþotuna DC 10, sem ’átti að
flytja okkur til Spánar.
Flugvélaræningi hefði ekki lent
i neinum vandræðum þarna, þvi
að þarna var hreint og beint ekk-
ert öryggiseftirlit. Við biðum i
langri röð þangað til okkur var
hleypt um borð i vélina, og ég
hefði getað haft með mér stóra
handtösku fulla af vopnum og
sprengiefni. Það var furðulegt að
fylgjast með þessu eftirlitsleysi.
Morguninn eftir fékk ég annað
állka furðulegt efni til umhugs-
unar. Ég hafði heyrt mikið um
hve öryggiseftirlitið I Madrid
væri strangt, og rétt var það að
þama voru vopnaðir verðir. Toll-
verðirnir litu út. fyrir að vera
harðskeyttir náungar, en þegar
ég kom nær þeim, sá ég að þeir
litu mjög þreytulega út. Þeir litu
aöeins ofan i litla handtösku sem
ég bar, en hún var full af timarit-
um og dagblöðum og þóttust þar
með búnir að skoða farangur
okkar.
Ferðist maður með lest i Suður-
Evrópu, er auðvelt að smygla
vopnum með sér. Það eru að visu
tollverðir við öll landamæri en
þeir opna sjaldan eða aldrei
farangur ferðafólks.
Bæði ítalir og Spánverjar hafa
átt i vandræðum með skæruliða,
en engin vandræði mættu okkur á
leiðinni frá Madrid til Barcelona,
og frá Sviss reyndist mjög auö-
velt að komast til ttaliu. Farang-
urinn var ekki rannsakaöur i eitt
einasta skipti. Þegar við komum
á Orly-flugvöllinn i Paris, vorum
við mjög taugaóstyrk. Við höfö-
um lesið um hinar umfangsmiklu
varúðarráðstafanir, sem toll-
verðir þar viðhöfðu, en þar var
taskan með vopnunum ekki held-
ur opnuð. Án nokkurra erfiðleika
var henni komið fyrir i flugvél-
inni, sem flutti okkur til London.
En rétt skal vera rétt, — við sjálf
vorum rannsökuð gaumgæfilega
áður en við fengum að fara um
borð I flugvélina, enginn heföi
getað smyglað hinni minnstu gerð
af skammbyssu á sér.
A Heathrow-flugvelli komu
enginn vandamál upp, þrátt fyrir
að miklar varúðarráöstafanir
hefðu átt að vera þar, eftir þvi
sem viö höfðum heyrt. Við kom-
um okkur fyrir á einu af stærstu
hótelunum I London og settum
töskuna með vopnunum inn i
klæðaskáp. Á sama tima voru
lögreglumenn frá Scotland Yard
að leita að skæruliðum frá irsku
samtökunum IRA i götum
borgarinnar.
Þegar við yfirgáfum London,
þurftum við að fara I gegnum
strangasta farþegaeftirlitið, sem
við höfðum lent i til þessa. Orsök-
in var sú, að einn af meðfarþeg-
um okkar, hafði gleymt regnhllf
sinni I veitingastofu flugvallarins.
Þegarhann ætlaði að hlaupa til að
ná I hana, óttuðust tollverðirnir
að hann skildi eitthvað ólöglegt
eftir i skjalatöskunni, sem hann
haföi lagt á borðið fyrir framan
þá. Taskan var opnuð með ýtr-
ustu varkárni — en þar reyndist
engin sprengja, heldur aðeins
nokkur dagblöð. Og við héldum
áleiðis til Paris. Farangurinn
slapp enn einu sinni i gegn.
Hinn nýi flugvöllur frönsku
höfuðborgarinnar, er nefndur eft-
ir Charles de Gaulle, og er mjög
nýtízkulegur. Og tollverðirnir eru
strangir. — Eruð þér með nokkuð
ólöglegt? spurði tollvörðurinn
mig. — Nei, svaraði ég sakleysis-
lega. Ég var viss um að ég myndi
vera heppinn einnig núna. En
tollvörðurinn hikaði og horfði
rannsakandi á mig. Mér krossbrá
og fór að liða illa. Nú voru góð ráð
dýr.
Meiri Frakki en toll-
vörður
— Það er þá bara konan min,
sagði ég i flýti. Og það gerði út um
málið. Embættissvipur tollvarð-
arins breyttist i bros, og hann
lyfti hendinni að kaskeitinu i
viröingarskyni við konu mina.
Hann var þrátt fyrir allt meiri
Frakki en tollvöröur.
Frá Paris ferðuðumst við með
lest til Þýzkalands. Þýzku toll-
verðirnir voru ákveðnir en gerðu
litið. í Hamborg tókum við bifreið
á leigu og héldum noröur á bóg-
inn. Aiit gekk eins og I sögu, þeg-
ar við fórum yfir landamærin til
Danmerkur, Sviþjóðar og Nor-
egs, Frá Osló héldum við ferð
okkar áfram til Stokkhólms, og
þaðan með skipi til Helsinki.
Finnsku tollverðirnir létu sér
nægja að skoða vegabréf okkar.
En þegar við komum með flugvél
aftur til Stokkhólms, hélt ég eitt
augnablik aö nú yrðum við stöðv-
uö. A Arlanda-flugvelli var mað-
urinn, sem var á undan mér í röð-
inni, heldur betur tekinn I gegn.
Verðirnir höfðu gjörsamlega
endaskipti á farangri hans og mér
leið bölvanlega þar sem ég stóð
með vopna-töskuna við hlið mér.
Endanlega var mér þó veifað i
gegn, og hafði því heppnina með
mér einu sinni enn.
Þegar ég skrifa þetta, er ég
staddur á heimili minu i Banda-
rikjunum, og vopnin eru komin i
safn mitt af vopnum frá öllum
heimshlutum. Ef til vill mun þessi
frásögn vekja umhugsun hjá ein-
hverjum svo að unnt verði að
hindra nokkur flugvélarán?
Bjarga mannslifum? Það vona
ég, þvi að grein min mun birtast i
mörgum löndum, á mörgum
tungumálum, sem fá vonandi
yfirvöldin til að vakna.
(Þýð.GB.)