Tíminn - 06.04.1975, Side 40

Tíminn - 06.04.1975, Side 40
Sunnudagur 6. aprfl 1975. Nútima búskapur þarfnast BJllfER haugsugu Guöbjörn Guöjónsson GBÐI fyrirgódan mui $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Treysta þarf á betl við gerð kvikmynda segir Þorsteinn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður- er að Ijúka við kvikmynd um bónda, „sem hefur orðið eftir í sögunni" Gsal—Heykjavík — Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmað- ur hefur um nokkurt skeið unnið aö gerð heimildarmyndar um vestfirzkan bónda, sem enn not- ar eingöngu handverkfæri og gamlar isienzkar aðferðir við bústörfin. Þorsteinn hófst handa viö gerð myndarinnar árið 1971, og fékk styrk frá Menntamála- ráði til verksins, að upphæð kr. 650 þús., fyrir u.þ.b. tveimur árum. Sú fjárhæð hefur þó ekki nægt tii að ijúka verkinu, og að sögn Þorsteins vantar um 300 þúsund kr. til aö fullgera kvik- myndina. Hefur hann nú leitað til Búnaðarfélags tslands og Stéttarsambands bænda um styrk, og hafa báðir aðilarnir tekiö málaleitan hans vel. Blaðamaður spurði Þorstein um efni myndarinnar f aðalat- riðum. — Myndin fjallar raunar um mann, sem hefur orðið eftir i sögunni. Hann býr i afskekktum firði á Vestfjörðum, sem hefur verið alveg einangraður þar til fyrir stuttu, og hefur bóndinn búiö við frumstæð skilyrði. Hann er orðinn aldraður og ræð- ur vart við búskapinn, en getur i raun og veru ekki flutzt i bæinn, þvi hann kann fátt til verka þar. Hann hefur þvi að nokkru leyti orðið innlyksa i sinum af- skekkta firði, getur hvorki farið né verið. Myndin fjallar talsvert um það atriði. Að sögn Þorsteins er kvik- myndin svo að segja fullbúin frá hans hendi, en eftir er að senda hana út i kópieringu og vinnslu. Vegna eðlis efnisins hefur myndatakan tekið nokkuð lang- an tima, þvi að Þorsteinn hefur þurft að dvelja vestra á öllum árstimum. — Það er vandræðaástand að vinna að gerð kvikmynda hér á landi, þvi að kvikmyndagerðar- maður verður i raunir.ni að treysta á betl til að fjármagna svona hluti, — og svo er enginn gróði af fyrirtækinu, þegar þvi er lokið, þvi óhægt er um vik að koma kvikmynd i dreifingu. Sagði Þorsteinn, að það eina, sem ákveðið væri, i sambandi við sýningu myndarinnar, væri að hún yrði sýnd i sjónvarpinu. — Ef kvikmyndahúsin vildu taka myndina til sýningar, væri ekkert þvi til fyrirstöðu frá minni hendi, en kvikmyndahús- in hafa verið mjög treg til að sýna islenzkar myndir, sagði Þorsteinn Jónsson að lokum. Bóndinn á Kleifum — I kvik- mynd Þorsteins Jónssonar. “yapr; FLUGVALLARFRAMKVÆMDIR í SÚGANDAFIRÐI í SUMAR — BRÝN ÞÖRF ÚRBÓTA í SAMGÖNGUMÁLUM, SEGIR OLAFUR ÞÓRÐARSON, SKÓLASTJÓRI Á SUÐUREYRI BH-Reykjavlk. — ,,Það er fyrir- hugað að gera flugvöll hérna hjá Suðureyri i sumar, 5—600 metra braut og 30 metra breiða,” sagði Ólafur Þórðarson, skólastjóri á Suðureyrifí samtali við blaöið i gær. „Flugbrautin verður upp- hækkuð, þannig að unnt verði að nota hana mestan hluta ársins. Það verður flugfélagið Vængir, sem kemur til með að annast áætlunarflugið hingað. Vængir hafa fyrir nokkru sótt um þetta, og var samþykkt i hreppsnefnd- inni hér að mæla með þvi, að þeir fengju þetta, með tilliti til flugs til Reykjavikur. Hér er um að ræða gifurlega samgöngubót til staðar, sem er einangraður, hvað sam- göngur á landi snertir, allan vet- urinn, að heita má.” Ölafur kvað það hafa staðið til nokkuð lengi, að Vængir fengju þetta flug, eða allt frá þvi, að TBR-BYGGING AÐ RISA VIÐ SUÐURLANDSBRAUT BH-Reykjavik. — Glæsileg bygg- ing á vegum Tennis- og badmin- ton-félags Reykjavikur er aö risa á grundunum hjá Glæsibæ inni við Suöurlandsbraut. Verkinu hefur miðað vel áfram upp á sið- kastið, og er útlit fyrir, að þarna skapist innan tiðar heppileg að- staða fyrir iðkendur þessarar ágætu ijiróttar. Af þessu tilefni sneri blaðið sér til Garðars Alfonssonar, sem haft hefur veg og vanda af byggingunni fyrir liönd TBR, og innti hann frétta. Það standa vonir til, að við get- um farið að ljúka byggingunni, sagði Garðar. — Þetta hefur tekið nokkurn tima, rúmlega eitt og hálft ár er siðan byrjað var á framkvæmdum. Þetta verður veglegasta hús. Jarðhæðin verð- ur um 1000 fermetrar, og svo er þarna kjallari um 200 fermetrar þar verða lika gufuböð og þrek- raunasalur, og svo eru böð þarna á jarðhæðinni, á bak við gaflinn, sem þegar er risinn. Félagsheim- ilið verður svo uppi á böðunum. Það er sem sagt búið að steypa alit nema nyrðri gaflinn. Við inntum Garðar eftir þvi, hvernig loftið væri hugsað. — Það eru bogar, sem reistir verða frá jarðhæðinni og yfir. Við erum jafnvel að hugsa um að ráð- ast i að reisa þakið áður en gafl- inn verður steyptur, og gæti þá farið svo, að við færum að vinna fljótlega að þvi. Þá spurðum við Garðar, hvort áhugi væri á þessum iþrótta- greinum. — Það hefur verið mikill áhugi á badminton, en við höfum verið i vandræðum með tennisinn, þvi að aðstaða hefur ekki verið fyrir hendi. Nú vonumst við til, að hún skapist þarna. Það er reiknað með tennisvelli þarna á svæðinu. Okkur var það forvitniefni, hvort þarna væri keppnisaðstaða. — Já, það er keppnisaðstaða inni, og æfingaaðstaða fyrir bad- minton. Og hvenær vonast TBR til að komast inn? — Við verðum bara að vona það bezta. Framundan eru fjár- frekar framkvæmdir, og nú reyn- ir á, hvað við dugum. En við vit- um, að þetta hefur mikil áhrif til góðs á starfsemina. Vængir misstu áætlunina til Þing- eyrar, en þá hefðu Vængir fengið vilyrði fyrir áætlunarflugi til Súg- andafjarðar hjá þáverandi ráða- mönnum. Ólafur kvað mikla þörf fyrir slika samgöngubót, þvi að Súg- firðingar væru heldur óhressir, yfir þvi, hvernig tekizt hefði til með vegalögnina fyrir nokkrum árum yfir Botnsheiðina, hvað vegurinn væri snjóþungur, þrátt fyrir lagfæringarnar. Megnið af þeim vegi væri þannig, að unnt væri að breyta honum stórkost- lega til batnaðar. Það hefði tekizt með blásara að ryðjast yfir heið- ina og opna hana i nokkra daga i vetur. „Mér finnst of litið gert af þvi að athuga að moka upp úr Súg- andafirðinum, upp á heiðarbrún hérna megin frá og kanna siðan, hvort ekki megi keyra ofan á snjónum þvert yfir heiðina. Það þyrfti kannski að fara á jarðýtu eins og þrjár ferðir til þess að troða slóðina, en svo hef ég trú á þvi, að þarna mætti aka á venju- legum fólksbilum eftir förunum, þegar frostið væri búið að herða þau.” Ólafur Þórðarson kvað það hafa verið ákaflega misjafnt, hversu lengi vegir hefðu verið lokaðir niður i Súgandafjörðinn, en taldi, að með þvi að nota snjó- blásarann mætti halda veginum opnum fram að áramótum undir flestum kringumstæðum. Ef til vill ekki upp á hvern einasta dag, en þóalltaf tvo—þrjá daga i viku. Fyrstu þrjá mánuði ársins kvað Ólafur ákaflega erfitt að eiga við þessa leið, það væru snjóþyngstu mánuðirnir, en hann hefði þá trú, að þegar mesta veðurvonzkan væri úr, þ.e.a.s. i lok febrúar, að þá væri hægt að hefja ferðir að nýju yfir heiðina. Moka upp úr Súgandafirðinum og aka siðan of- an á. Varðandi göngin yfir heiðina sagði Ólafur, að meðan vegurinn væri jafn lágur og hann væri núna, færi skafrenningurinn, sem alltaf væri á þessum tima, allur i göngin, safnaðist þar saman, og þá væri það sá kaflinn, sem erfið- ast væri að fara um. Kvað Ólafur talsvert hafa verið gert af þvi innsveitar i Súganda- firði að aka ofan á hjarninu með þeim árangri, að menn fýsti að reyna þetta einnig við fjallaleiðir. „Við þurfum mjög nauðsynlega að halda uppi samgöngum við ísafjörð. Þvi er nú þannig farið, að þessi læknamiðstöð, sem við eigum að njóta góðs af, er stað- sett þar, og það verður vægast sagt að telja að það sé harla litið öryggi i þeirri ráðstöfun, sem hef- ur verið, að læknirinn dveljist á tsafirði þann tima ársins, sem lokað er. Þess vegna er það bein öryggisráðstöfun að halda vegin- um opnum eins og málum er nú háttað.” „Flugvöllurinn kemur örugg- lega að mjög miklu gagni,” sagði Ólafur ennfremur. „Við vorum komnir á eftir nágrannabyggðar- lögunum i samgöngumáfum, all- verulega, þvi að við þurftum að sækja i annan fjörð til þess að komast á flugvöll, en það kemur til með að lagast verulega. Aftur á móti verðum við eftir sem áður háðir tsafirði með þjónustu margs konar, svo að það er mikill þrýstingur á það að fá samgöngur á landi bættar. Það verður að segj ast eins og er, að þegar t.d. landsmót á skiöum er haldið á Isafirði, þá er það ákaflega erfitt að sitja hérna hinum megin við fjallið og vita, að þarna er ekki um nema 5—6 kilómetra að ræða til þess að komast á færan veg.” % Y' iV.or* 19. OP"'- rfio' 3 v' Férðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Símar 11255 og 12940 Skipuleggjum ferðir fyrir einstaklinga og hópa — um allan heim

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.