Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 58
46 12. mars 2005 LAUGARDAGUR Breski grínistinn og Íslandsvinur- inn Eddie Izzard er í miklu uppá- haldi hér á bæ. Ein af ástæðun- um fyrir því er sú að hann virðist aldrei falla í þá gryfju að gera lít- ið úr öðru fólki, eins og til dæmis konum, fötluðum eða lituðu fólki. Kannski er ástæðan sú að hann er klæðskiptingur en ég held samt ekki. Í uppistandi sínu á miðvikudags- kvöld á Broadway talaði hann um dýr sem hann þoldi ekki og vildi helst losna við, s.s. vespur, köngu- lær og hákarla. Einnig gerði hann grín að þorskastríðinu og hversu hlægilegt það væri enn þann dag í dag. Ýmislegt fleira bar á góma og flest hitti það beint í mark hjá áhorfendum. Izzard er það góður grínisti að hann þarf ekki að gera lítið úr öðr- um. Það er fyrir neðan hans virð- ingu. Þó svo að slíkt grín geti alveg verið fyndið verður það fljótt þreyt- andi og sóðalegt og fer þar af leið- andi að missa marks. Það hvers- dagslega getur nefnilega verið ótrú- lega fyndið og það eina sem menn þurfa að gera er að fylgjast betur með mörgu því sem er að gerast allt í kring og sjá fáránleikann í því. Jerry Seinfeld er líka einn af þessum spaugurum sem nota hvers- dagslegt umhverfið sem uppsprettu fyrir grín sitt. Þættir hans voru frá- bærir og Seinfeld er sannarlega einn af betri grínistunum í heimin- um í dag. Aðrir hafa þó sprottið upp í gegnum tíðina sem hafa haft sóða- legt grín að leiðarljósi og öðlast vin- sældir fyrir það. Dæmi um þá eru Andrew Dice Clay og Eddie Murphy, sem kölluðu ekki allt ömmu sína í þeim bransa. Vonandi fylgja íslenskir uppi- standarar í fótspor þeirra Izzard og Seinfeld og fjalla um íslenskan hversdagsleika án þess að níðast á öðru fólki. Enginn Íslendingur er enn kominn í þeirra klassa en von- andi eiga kappar eins og Þorsteinn Guðmundsson eftir að koma enn sterkari inn í framtíðinni. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA FREYR BJARNASON SKRIFAR UM ÞÁ HÁRFÍNU LÍNU SEM GÓÐUR GRÍNISTI ÞARF AÐ FETA Hversdagsleikinn er fyndnastur M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Þetta er fínt, ástin. En „E“ á að snúa hinsegin. Ó, já. Ég man það núna. Við þurfum að vinna aðeins betur í þessu. Hvernig er þetta? Kjöltu- rakka- skrímslin Sestu Kyrr Stopp M a ð u r i n n s e m m i n n k a ð i Já, já, já, já! Nei, nei, nei, nei! Er ekki eitthvað bogið við að eiga pabba sem flokkar þvottinn? Mamma mín borgar reikning- ana og pabbi frá þvottinum... Hvað er að því? Ekki neitt! Ekki nokkur skapaður hlutur! Þetta er fullkomlega eðlileg verka- skipting sem gengur í minni fjölskyldu! Er það skilið? Já, já, já, já! Afhverju er þessi fjöl- skylda svona fríkuð? Nei gengur Miðasala í síma 568 8000 www.HOUDINI.is Fallega brún á 15 mín. ... komdu í brúnkutjaldið DEKURHORNIÐ SNYRTISTOFA FAXAFENI 14, 2. HÆÐ S. 567 7227 Með Íslensku og ensku tali Sendu SMS skeytið BTL STF á númerið 1900 og þú gætir unnið Aðalvinningur er: Mustek DVD spilari og SHARK TALE á DVD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.