Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 32
Volkswagen bjalla Fyrir tilstilli Adolfs Hitler var Volkswagen bjallan hönnuð á þriðja áratug síðustu aldar af Ferdinand Porsche. Hitler vildi láta framleiða smáan fjölskyldubíl á við- ráðanlegu fyrir fólkið í landinu, en Volkswagen þýðir einmitt bíll fólksins.[ ] • SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR • BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA ALLT Á EINUM STAÐ SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 VINNUM EFTIR CABAS-KERFINU Tjónaskoðun Vel búinn bíll á hagstæðu verði Hyundai Sonata 2005 við höfuðstöðvar Hyundai í Evrópu sem eru í Rüsselheim, rétt fyrir utan Frankfurt. Ný Hyundai Sonata er rúmgóður fjögurra dyra vel búinn stallbakur. Bíllinn státar meðal ann- ars af nýju fullkomnu fjöðrunarkerfi og sjálf- skiptingu með beinskiptimöguleika. Ný Hyundai Sonata verður frumsýnd hjá B og L nú um helgina og er þetta fimmta kynslóð bílsins, sem kom fyrst á markað árið 1985. Bíllinn hefur verið lengdur um 5,5 mm frá síðustu útgáfu og er plássið vel nýtt því þetta er bíll sem er vel stór að innan, yfirdrifið pláss fyrir fætur fullorðinna aftur í þótt framsætisfólk spari ekkert við sig plássið. Farang- ursgeymslan er einnig mjög stór (462 l). Breytingar á útliti eru ekki byltingarkenndar en framendinn sérstaklega er fallegur og nútímalegri en á fyrirrennaranum. Að innan er bíllinn einfaldur og stílhreinn og ekki síður aðgengilegur og not- endavænn. Af nýjum staðalbúnaði má nefna nýtt og fullkomið fjöðrunarkerfi og fjögurra þrepa steptronic-sjálfskiptingu með beinskiptimöguleika. Í lok febrúar var blaðamönnum boðið að reynslu- aka bílnum í Þýskalandi. Þar voru reynslueknir bílar með 2,4 lítra 161 hestafla vél, bæði beinskipur og sjálfskiptur, en þetta eru fyrstu útgáfur bílsins í nýju 2005 útfærslunni. Síðar á árinu er væntanleg ný Sonata með 3,3 lítra V-6 vél og á næsta ári kemur dísilbíll með tveggja lítra CRDi-vél. Bíllinn var skemmtilegur í allri umgengni og vakti til dæmis athygli hversu vel hann lá á hrað- brautinni jafnvel þótt afar greitt væri ekið. Sömu- leiðis var bíllinn vel einangraður þannig að veg- hljóð greindust varla. Viðmótið var skemmtilegt og hlutir eins og leðurklætt stýri og hnúður á gírstöng gefabílnum gæðalegt yfirbragð. Sömuleiðis upp- hitun í framrúðu fyrir rúðuþurrkur, sem kom sér vel í frostinu sem herjaði á Mið-Evrópu. Hyundai Sonata er bíll sem hentar þeim sem vilja verulega rúmgóðan fólksbíl með góða aksturseiginleika og er um leið á afar góðu verði. Verðið á sjálfskipta bílnum er 2.290.000 kr. en sá beinskipti kostar 2.140.000. Hyundai Sonata verður frumsýnd nú um helg- ina hjá B og L. Opið er milli kl. 12 og 16 báða dag- ana. steinunn@frettabladid.is SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » REYNSLUAKSTUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE IN U N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.