Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 12. mars 2005 29 Tveir risanna hættir Stóru stöðvarnar þrjár, ABC, CBS og NBC, voru lengi einráðar í banda- rískum sjónvarpsfrétt- um. Þrátt fyrir að nýjar stöðvar á borð við CNN og Fox News hafi hrifsað til sín áhorf frá stóru stöðvunum voru aðal- fréttaþulir þeirra löngum stærstu nöfnin í fjöl- miðlaheiminum. Nú eru tveir þeirra þriggja sem Bandaríkjamenn horfðu á flytja fréttirnar kvöld eftir kvöld um rúmlega tveggja áratuga skeið hættir. Tími stóru fréttaþulanna, á borð við Rather, Jennings og Brokaw, er að líða undir lok, segir Ingvi Hrafn Jónsson. Hann hefur löngum fylgst vel með bandarískum fjölmiðlum og heimsótti fréttastofur stóru sjónvarpsstöðvanna vestanhafs áður en hann tók við starfi fréttastjóra Sjónvarps á sínum tíma. „Já. Ég held það sé engin spurning,“ svarar Ingvi Hrafn aðspurður um hvort Brokaw, Jennings og Rather, kunni að vera síðustu fréttaþulirnir sem talist geti risar í sínu starfi. „Þeir voru það sem kallað er í Banda- ríkjunum rödd guðs,“ segir Ingvi Hrafn um áhrif aðalfréttaþulanna. „Þeir eru ein- faldlega að hverfa.“ Hann segir þetta að hluta til komið vegna þess að netið fái sífellt aukið vægi í fréttaflutningi og á sama tíma horfi færri á sjónvarpsfréttir. „Þetta er risaeðla. Fréttastofurnar á stóru stöðvunum eru gífurlega dýrar í rekstri þó búið sé að trimma þær niður. Það þótti virðingarhluti að vera með svona fræga fréttastjóra,“ segir Ingvi Hrafn en telur að þeir tímar kunni að vera á enda ef fyrir- tækin sem eiga sjónvarpsstöðvarnar hætta að vilja reka fréttaþjónustur með tapi. OPIÐ Á LAUGARDAG: 11 - 17 / SUNNUDAG: 13 - 17 RICARDA - burstað stál LJÓSAKÚPLAR Á FRÁBÆRU VERÐI Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST Kúpladagar UFO - króm/svartkróm/Gyllt 690- UFO - svart 690- UFO - antik 990- 1690- RICARDA - burstað messing 1690- UNIVERSAL - hvítt 990- RICARDA - gyllt 1690- PLANET - hvítt RICARDA - krómað 1690- PLANET - hvítt 990- 990- UNIVERSAL - eik 1490- UNIVERSAL - fura 1490- STORIA - burstað messing 1495- UNIVERSAL - gyllt 1290- 50% afsláttur á öllum öðrum ljósakúp lum í ve rslun. Allt að INGVI HRAFN JÓNSSON Segir mjög erfitt að gera upp á milli risanna þriggja en kveðst alltaf hafa verið hrifinn af Dan Rather. Sjónvarpsfréttastofurnar of dýrar í rekstri: Tími þeirra stóru liðinn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R PETER JENNINGS Aðalfréttaþulur ABC Jennings er sá eini risanna þriggja sem enn er aðalfréttaþul- ur og ólíkt hinum aðalfréttaþulum bandarísku sjón- varpsstöðvanna er hann kana- dískur. Jennings byrjaði snemma í fjölmiðlum og var með barnaþátt á CBC þar sem faðir hans, Charles, var í stjórnunarstöðu. 1962 var hann annar aðalþula á fyrstu einka- reknu kanadísku sjónvarps- fréttastöðinni. Flutti tveimur árum síðar til New York og hóf störf hjá ABC. Varð aðalfrétta- þulur CBS árið 1983. Kom til Ís- lands líkt og Brokaw og Rather og flutti fréttir af leiðtogafundi Ronalds Reagans og Mikhaíls Gorbatsjov. DAN RATHER Aðalfréttaþulur CBS Rather byrjaði sem blaðamaður á Houston Chronicle og vann síðar á út- varps- og sjón- varpsstöðvum í Texas þar til hann tók til starfa hjá CBS. Þar flutti hann fréttir af mörgum heimsvið- burðum, svo sem morðinu á John F. Kennedy Bandaríkja- forseta, réttindabaráttu þel- dökkra og Watergate-hneyksl- inu. Í millitíðinni óskaði hann eftir því að vera sendur til Víetnam þaðan sem hann sagði fréttir af stríðinu sem þar geis- aði. Tók við starfi aðalfréttaþul- ar CBS af Walter Cronkite árið 1981 og upphófst fljótt mikil samkeppni milli hans, Jennings og Brokaw. TOM BROKAW Aðalfréttaþulur NBC Þegar Brokaw hætti störfum 1. desember síðast- liðinn átti hann að baki 21 ár í starfi sem aðal- f r é t t a þ u l u r NBC. Brokaw byrjaði í frétta- mennsku rúm- lega tvítugur, fjallaði um mann- réttindabaráttuna í suðurríkjum Bandaríkjanna á sjöunda ára- tugnum og var fréttamaður NBC í Hvíta húsinu þegar Watergate- hneykslið var í algleymi. Hann varð fréttaþulur við annan mann 1982 en varð einn um sviðið ári síðar. Brokaw var að sögn fyrir- myndin að fréttamanninum í myndinni Broadcast News sem reis á toppinn þrátt fyrir tak- markaða fréttamennskuhæfi- leika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.