Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 12. mars 2005 45 Jonn Wardle, stjórnarformaðurManchester City, segist munu gera allt sem í hans valdi stendur til að hindra það að Shaun Wright- Phillips fari frá félaginu á hæla Kevin Keegan. Phillips er verð- mætasti leikmaður félagsins og hefur staðið sig vel í vet- ur, en hann er í sí- fellu orðaður við stóru klúbbana á Englandi í sumar. Manchester City er skuldum vafið félag og gæti því neyðst til að selja landsliðsmann sinn, en stjórnarfor- maðurinn er ekki hrifinn af þeirri hugmynd þó svo að liðið vanti sár- lega fé inn í reksturinn. Auk þess kostaði það örugglega skildinginn að láta Kevin Keegan fara í gær. Martin O’Neill, knattspyrnustjóriskosku meistaranna í Glasgow Celtic, hefur brugðist reiðilega við orðrómnum sem tengir hann við stjórastöðuna hjá Manchester City, eftir að Kevin Keegan fór frá fé- laginu. „Ég hef ver- ið spurður hvort ég væri að fara frá Celtic hvern einasta dag síðan ég tók við stjórn liðsins og svara alltaf á sama hátt – ég fer ekki fet og það er asnalegt að spyrja svona spurn- inga á þessum tímapunkti á leiktíð- inni þegar við erum í baráttunni um meistaratitilinn. Þetta er allt saman bara skrípaleikur í fjölmiðlum,“ sagði norður-írski knattspyrnustjór- inn reiðilega, þegar hann var spurð- ur út í stöðuna hjá City-liðinu. Stuart Pearce hefur viðurkennt aðhann hafi mikinn áhuga á að verða næsti knatt- spyrnustjóri Manchester City, en hann sér um að stýra liðinu út leik- tíðina eftir að Kevin Keegan tók pokann sinn í gær. „Mig langar að nota þetta tækifæri og þakka Kevin fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig sem þjálfara og leikmann. Nú er það ég sem er knattspyrnustjóri félagsins og ég hef í hyggju að vera hérna á næsta tímabili og jafnvel lengur ef ég fæ tækifæri til þess,“ sagði Pearce, en hann hefur starfað sem þjálfari hjá félaginu síðustu árin. Markvörðurinn Albert Sævarssonsem lengst af hefur varið mark Grindvíkinga í úrvalsdeildinni, hefur samið við fyrrum félaga sína í B-68 í Færeyjum. Albert er 31 árs og lék með færeyska lið- inu árið 2003 og var valinn í úrvalslið mótsins fyrir frammistöðu sína með liðinu. Nú leikur B-68 hins- vegar í annari deildinni og stefnir að því að komast upp aftur. Þjálfari liðsins er Julian Johnsson, sem var eitt sinn á mála hjá Skagamönnum, en hann leikur einnig með liðinu. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Robots : Platformleikur byggður á samnefndri kvikmynd frá Fox. Leikmenn fara í hlutverk Rodney Copperbottom á ævintýrum hans úr Robots myndinni. Robots heimurinn er að verða yfirtekinn af illum einræðisherra og þurfa leikmenn að bjarga heiminum frá þeim slæmu örlögum. Leikmenn taka lest til stórborgarinnar sem er full af tannhjólum, gírum og allskyns mekanisma, og hitta þar fyrir ógleymanlegan hóp af persónum og vélum. Robots playstation 2 leikur plús 2 bíómiðar á sérforsýningu á Robots á meðan birgðir endast. 2.799 PC leikur 4.999 PS2 leiku r FYLGIR Kauptu leikinn og farðu á forsýningu á Vélmennum með vini! Tveir bíómiðar fylgja Ég er gul eins og BT músin :) KR - Snæfell DHL – Höllin 12. mars kl. 16.00 Úrslitakeppni Þór hefur kært Keflavík fyrir að ræða við samningsbundna leikmenn án leyfis: Þeir reyna að vaða yfir allt og alla FÓTBOLTI Unnsteinn Einar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sendi formlega kæru inn á skrifstofu KSÍ á fimmtudag. Hann er verulega ósáttur við framkomu Keflvíkinga en hann segir þá hafa rætt við leikmenn- ina Hallgrím Jónasson, Gunnar Líndal og Baldur Sigurðsson án leyfis félagsins. Reyndar kæra Þórsarar ekki vegna Baldurs enda er hann lánsmaður hjá þeim frá Völsungi. „Þeir eru að tala við leikmenn á samningi bæði beint og óbeint. Þá meina ég að þeir tala líka við pabba strákanna. Slíkt ætti að skila sér rétta leið,“ sagði Unn- steinn frekar ósáttur. „Þetta er mjög óþægilegt á þessum tíma því slík atvik koma ókyrrð á hópinn. Þeir töluðu við föður Hallgríms fyrir tveim vikum síðan en það er lengra síðan þeir ræddu við Gunn- ar. Kristján Guðmundsson, að- stoðarþjálfari Keflavíkur, sá um að ræða við Gunnar og það ekki með okkar leyfi. Okkur finnst það ólíðandi vinnubrögð að menn komi svona og reyni að vaða yfir allt og alla.“ Rúnar Arnarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, skildi hvorki upp né niður í kæru Þórsara og hafði litlar áhyggjur af henni. „Þetta kemur mér í opna skjöldu og ég vísa þessu til föður- húsanna. Við teljum okkur hafa staðið eðlilega að þessu máli og ég hef engar áhyggjur af þessu máli,“ sagði Rúnar en hann neitar því ekki að Keflvíkingar hafi rætt við feður leikmannanna. „Þeir hafa frekar hringt í okkur en öfugt. Það er heldur ekkert sem bann- ar okkur að tala við feðurna. Þess- ir drengir eru áhugasamir um að koma til okkar og vilja endilega koma en Þór stendur í vegi fyrir þeim,“ sagði Rúnar, sem segist hafa rætt við Baldur með leyfi Völsungs en Gunnar Líndal sagðist Rúnar aldrei hafa heyrt minnst á. henry@frettabladid.is SEFUR RÓLEGA Rúnar Arnarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, hefur engar áhyggjur af kæru Þórsara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.