Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 52
40 12. mars 2005 LAUGARDAGUR E N N E M M / S ÍA / N M 15 5 0 2 SMS heimasími Panasonic KX-TCD300 Tilboð í vefverslun: 8.980 kr. 25% afsláttur úr heimasíma í 6 númer Skráðu þig á siminn.is Nú getur þú sent SMS siminn.is/vefverslun 980 Léttkaupsútborgun: og 750 kr. á mán. í 12 mán. kr. Tiboðsverð: 9.980 kr. Hægt er að senda og taka á móti SMS. Númerabirting fyrir allt að 30 númer. Símaskrá fyrir 200 símanúmer og nöfn. Innbyggður hátalari fyrir handfrjálsa notkun. Dagsetning og tími og raddstýring á 20 númerum. Auk þess að taka myndir nýtur Silja Magnúsdóttir sín vel í stílíseringu og finnst gott að geta verið með hendurnar í öllu í sambandi við myndatökuna. Borghildur Gunnarsdóttir spjallaði við Silju um starfið. Ljósmyndir og stílíseringar Silju sýna sterkan og persónulegan stíl sem hún virð- ist hafa þróað með sér. Myndirnar eru flestar hráar og töff og gætu vel sómað sér vel í jaðartískublaði. Hún starfar sem að- stoðarljósmyndari og þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur hún unnið mörg spenn- andi verkefni. Hún er nýkomin heim frá London þar sem hún vann að verkefni fyrir KB banka en einnig hefur hún starfað sem aðstoðarmaður ljósmyndara úti í New York, tekið myndir fyrir förðunarskóla Eskimo og Nars og unnið fyrir alls kyns götublöð og fyrirtæki hér heima. „Ég byrj- aði að stílísera og fattaði svo að mig lang- aði að fá að ráða öllum pakkanum og þá fór ég að grípa í myndavélina og basla við að stilla ljósin sjálf,“ segir Silja. Hún er núna í fastri vinnu í ljósmynda- stofunni Photoland þar sem hún er aðstoð- armaður föður síns og bróður. „Núna er ég í rauninni allt í öllu, stundum er ég að stílísera og stundum farða eða ljósmynda. Ég hef líka verið að velja módel fyrir aug- lýsingar fyrir ýmis verkefni svo ég er að vissu leyti líka að vinna frílans fyrir nokk- ur fyrirtæki.“ Silja byrjaði að taka myndir um 18 ára aldur þegar hún stundaði nám í Verzlunar- skóla Íslands og tók myndir fyrir Verzlun- arskólablaðið. Það skemmtilegasta við ljós- myndarastarfið finnst henni að vinna með góðu fólki og einnig finnst henni þægilegt að geta stýrt stórum hluta vinnunnar sjálf. „Það er svo gaman að hafa eitthvað í hönd- unum og fá að ráða því sjálf hvernig ég ætla að hafa hlutina. Ég er allan daginn að hugsa um eitthvert verkefni og finnst ég aldrei vera í fríi frá vinnunni. Mér finnst líka alltaf rosalega gaman þegar ég fæ að gera tískuþátt því þá fæ ég að sleppa mér alveg og gera eitthvað hrikalega skap- andi.“ Aðspurð hvort hún stefni á að læra greinina segir hún: „Ég veit það ekki, ef þú hefðir spurt mig í gær hefði ég svarað allt öðru. Líklega læri ég eitthvað á þessu sviði, það gæti vel verið að einn daginn ákveddi ég að fara í skóla og ljósmyndunin getur líka nýst mér á mörgum stöðum. Þó ég hafi oft verið spurð hvaða svið ég ætli að velja mér finnst mér gott að geta blandað mörg- um sviðum saman og vil helst hafa hend- urnar í öllu.“ ■ [5] Þessa mynd stílíseraði Silja en ljósmyndin var tekin af Ara Magg. [6] Stílísering eftir Silju og ljósmynd tek- in af Ara Magg. Auglýsingin vann til þrennra verðlauna á Ímark-verðlaunaafhendingunni. [7] Silja stílíseraði fyrir þessa mynd en Ari Magg tók ljósmyndina. Myndin birtist í tískuþætti í tímaritinu Vamm. [1] Silja tók þessa mynd fyrir tískuþátt í tímaritinu Vamm. [2&3] Í síðasta Verzlunarskólablaði var Silja með tískuþátt og voru þessar myndir hluti af honum. [4] Þessa mynd tók Silja fyrir auglýsingu fyrirtækisins ÉgC. SILJA MAGG Hún vinnur sem aðstoðarljósmyndari á ljósmyndastofunni Photoland. Hún er þó með hendurnar í öllu sem viðkemur myndatökunum og grípur stundum í förðun eða stílíseringu. Silja Magg er [1] [2] [3][4] [5] [6] [7]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.