Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 26
„Mér þótti hins vegar gaman að sjá
þennan gamla sósíalista og komm-
únista, háttvirtan þingmann
[Helga Hjörvar], veifa peninga-
pungnum og segja að ef við leggj-
um niður Reykjavíkurflugvöll muni
allir íbúar á Akureyri, Egilsstöðum
og Ísafirði fá eina milljón króna.“
Halldór Blöndal á Alþingi 7. mars í umræðum
um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
„Verst þykir mér að hæstvirtur
utanríkisráðherra, Davíð Oddsson,
skuli hafa flúið úr salnum þegar
þessi umræða hófst. Því það er
Davíð Oddsson sem persónulega
og pólitískt ber ábyrgð á Markúsi
Erni Antonssyni og Gunnlaugi
Sævari Gunnlaugssyni, útvarps-
stjóra og formanni útvarpsráðs, og
pólitískri misbeitingu þeirra á
stofnuninni í þessu tilfelli.“
Helgi Hjörvar á Alþingi 10. mars
í umræðum um ráðningu fréttastjóra
Ríkisútvarpsins.
„Það er einskis að vænta af ráð-
herrum, þingmönnum og spuna-
meisturum stjórnarflokkanna í
þessu máli og öðrum. Þeir svífast
einskis, þeir hafa sýnt það.“
Mörður Árnason á Alþingi
við sama tækifæri.
„RÚV er eign ríkisins en ekki þjóð-
arinnar og það er mikill munur þar
á. [...] Tal um það að menn eigi
RÚV, að það sé eign þjóðarinnar, er
út í hött því ef menn eiga eitthvað
þá geta þeir gert eitthvað við það
og þeir geta selt það eða veðsett
það. Og það geta þeir ekki með
Ríkisútvarpið. Þess vegna verður
RÚV alltaf pólitískt af því að það
er pólitík í ríkinu og ríkið á RÚV.“
Pétur Blöndal á Alþingi
við sama tækifæri.
Tortryggni Össurarmanna
Stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar í
slagnum við Ingibjörgu Sólrúnu um for-
mannssætið í Samfylkingunni eru ekki par
ánægðir með tímasetningu á stofnun
Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar sem
fyrirhuguð var í vor. Þeir halda því margir
fram að stofnun Kvennahreyfingarinnar nú í
vor sé samsæri kvenna í
flokknum gegn Össuri.
Með stofnun hreyfing-
arinnar sé verið að
hygla Ingibjörgu Sól-
rúnu í aðdraganda
kosninganna. Konur
ákváðu að fresta stofn-
fundi hreyfingarinnar
fram á haust – en segja
að það sé vegna þess að
aðalfundi flokksins hafi
verið flýtt fram á vor.
Bændur forðast Halldór
Það þótti víst vandræðalegt á að horfa
hversu afskiptur Halldór Ásgrímsson var í
boði sem þingflokkur framsóknarmanna hélt
fyrir fulltrúa búnaðarþings á dögunum. Gest-
gjafinn sjálfur var eins og illa gerður hlutur
úti í horni á meðan bændurnir flykktust um
varaformanninn Guðna Ágústsson eins og mý
á mykjuskán. Guðni fór á kostum og reytti af
sér brandarana að venju við góðar undirtektir
bændanna. Halldór var þarna augljóslega
ekki á heimavelli.
Stjórnarandstaðan skýtur
sig í lappirnar
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í útvarpsráði
eru sagðir hafa skotið sig í lappirnar með því
að mótmæla ákvörðun meirihlutans í ráðinu
með því að skila auðum atkvæðaseðlum í
kjörinu um fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Með
því hafi þeir bundið hendur Markúsar Arnar
Antonssonar útvarpsstjóra, sem hafði engan
annan kost en að velja þann umsækjanda
sem meirihlutinn mælti með. Fréttamenn
RÚV eru víst afar sárir yfir framtaksleysi
minnihlutans. Fulltrúar minnihlutans hafa
síðan sent frá sér tilkynningu þar sem þeir
segjast með aðgerðaleys-
inu hafa í raun verið að
mæla með umsækj-
endunum fimm sem
Bogi Ágústsson hafi
mælt með. Hmmm? En
auðvitað stökk Markús
Örn á tækifærið og not-
aði aðgerðaleysi minni-
hlutans síðan sem
afsökun fyrir
því að þurfa
að staðfesta
val meirihlut-
ans.
26 12. mars 2005 LAUGARDAGUR
Samfylkingin vill að lög
um landsdóm og ráð-
herraábyrgð verði endur-
skoðuð. Lög um ráðherra-
ábyrgð þurfi að færa í
sama horf og í nágranna-
löndum okkar. Skoða eigi
sérstaklega ábyrgð ráð-
herra gagnvart Alþingi ef
hann gefur rangar upp-
lýsingar eða leynir upp-
lýsingum.
STJÓRNARSKRÁ Fyrir Alþingi liggur
þingsályktunartillaga Samfylk-
ingarinnar um heildarendurskoð-
un á lögum um landsdóm og
lögum um ráðherraábyrgð. Þing-
flokkurinn segir að lög um lands-
dóm séu orðin úrelt, en þau voru
endurskoðuð fyrir rúmum fjórum
áratugum og hafa því ekki fylgt
eftir þeirri þróun sem orðið hefur
á dóms- og réttarkerfinu. Einnig
telur þingflokkurinn að færa
þurfi lög um ráðherraábyrgð til
sambærilegs horfs og þekkist í
nágrannalöndum okkar.
Í tillögunni er lagt til að lands-
dómur verði jafnvel aflagður.
Ráðherraábyrgð verði lögð fram
fyrir almenna dómstóla og ráð-
herrar saksóttir sem hverjir aðrir
embættismenn.
Bent á að ýmis ákvæði í núgild-
andi lögum um ráðherraábyrgð
séu ófullkomin og óskýr, svo sem
ákvæði um ábyrgð ráðherra vegna
athafna undirmanna. Bent er á að í
Danmörku geti ráðherrar orðið
ábyrgir vegna athafna undir-
manna á grundvelli skorts á eftir-
liti og leiðbeinandi fyrirmælum.
Þá eru engin ákvæði að finna
í núgildandi lögum varðandi
ábyrgð ráðherra ef hann gefur Al-
þingi rangar eða villandi upplýs-
ingar eða leynir upplýsingum er
hafa verulega þýðingu við með-
ferð máls á Alþingi. Slík ákvæði
er að finna í lögum um ábyrgð
ráðherra bæði í Danmörku og
Noregi
Þingflokkurinn telur að endur-
skoðun laga um ráðherraábyrgð
myndi styrkja þingræðið og eftir-
lit Alþingis með framkvæmdar-
valdinu.
Eiríkur Tómasson, laga-
prófessor við Háskóla Íslands,
tekur undir það með Samfylking-
unni að lögin um ráðherraábyrgð
séu ekki nægilega skýr. „Hin
lagalega ráðherraábyrgð er eitt af
því sem þarf að skoða í tengslum
við endurskoðun stjórnarskrár-
innar,“ segir hann.
Hann bendir á að í kjölfar
Watergate-hneykslisins á áttunda
áratugnum hafi löndin í kringum
okkur endurskoðað lög um ráð-
herraábyrgð og gert þau skýrari.
„Ef ráðherra yrði staðinn að
því að gefa þinginu eða þingnefnd
rangar upplýsingar er ekki tekið
beint á því í ráðherraábyrgðarlög-
unum eins og þau eru núna. Ég tel
að þau ættu hins vegar að gera
það. Það ætti ekki bara að vera
ráðherra siðferðilega skylt að
gefa réttar upplýsingar, heldur
líka lagalega. Brot á því sé þá lög-
brot og leiði til ábyrgðar,“ segir
Eiríkur. sda@frettabladid.is
stjornmal@frettabladid.is
Úr bakherberginu...
Samfylkingin vill skýrari
lög um ráðherraábyrgð
nánar á visir.is
UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,,
„Mér þykir kúnstugt að fylgjast með hvað allir reyna að
rakka niður ályktunina okkar, en það sýnir bara hvað aðrir
flokkar eru fúlir út í það að Framsóknarflokkurinn skuli
vera leiðandi afl í þessari [ESB] umræðu.“
Dagný Jónsdóttir á heimasíðu sinni 6. mars.
„Duga jákvæðar strokur og blíðuhót á framámenn í ís-
lensku atvinnulífi? Mun það opna augu þeirra fyrir konun-
um í kringum þá?“
Þórunn Sveinbjarnardóttir á heimasíðu sinni 8. mars.
Í Staksteinum Morgunblaðsins fimmtudaginn 20. janúar
síðastliðinn varaði sá sem þá ritaði við aðgerðum Fram-
sóknarflokksins á hendur Ríkisútvarpinu vegna „eineltis“
fjölmiðla í garð flokksins vegna Íraksmálsins. Þar sagði:
„Ekki eru vonbrigði framsóknarmanna minni vegna hátt-
semi ríkisfjölmiðlanna. Þeir hafa tekið þátt í eineltinu á
hendur framsóknarmönnum.
Þrátt fyrir, að það eru framsóknarmenn, sem hafa árum
saman komið í veg fyrir, að sjálfstæðismenn hristu rækilega
upp í RÚV.
Það er spurning, hvort framsóknarmennirnir verða jafn áhuga-
samir um að koma í veg fyrir umbætur hjá RÚV héðan í frá eins og hingað til.
[...] Þess vegna má gera ráð fyrir að framsóknarmenn hugsi sitt þessa dag-
ana.“
Spyrja má hvort ákvörðun meirihlutans í útvarpsráði nú í vikunni hafi
verið hefndaraðgerðir framsóknarmanna fyrir umfjöllun RÚV um Íraksmálið?
Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, var full-
trúi framsóknarmanna í útvarpsráði þegar valið var á milli umsækjenda um
starf fréttastjóra stofnunarinnar.
Sá hinn sami Pétur Gunnarsson sendi starfandi fréttastjóra Ríkisútvarpsins,
Friðriki Páli Jónssyni, harðort bréf þegar umfjöllun fjölmiðla um Íraksmálið
stóð sem hæst í byrjun ársins. Í því skammaði hann fréttastjórann fyrir að
hafa ekki birt orðrétt fréttatilkynningu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra
sem send var út í kjölfar mistaka Róberts Marshall, fréttamanns á Stöð 2. Í til-
kynningunni notaði forsætisráðherra tækifærið til að úthúða öllum fjölmiðl-
um landsins fyrir ófagmannleg vinnubrögð í málinu án þess að styðja mál sitt
neinum rökum. Pétur sagði í bréfinu eitthvað á þá leið að fréttastofan hlyti að
vera hlutdræg eða faglega ónýt.
Í sama bréfi nafngreindi Pétur nokkra fréttamenn á öðrum fjölmiðlum sem
hann var ekki sáttur við. Þar á meðal var Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, frétta-
maður á Stöð 2, sem Pétur sagði fara með daglega dellu og „sda sem léki
lausum hala á Fréttablaðinu“. ■
Hefndaraðgerðir
framsóknarmanna?
VIKA Í PÓLITÍK
SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA OG DAVÍÐ ODDSSON UTAN-
RÍKISRÁÐHERRA Þingflokkur Samfylkingarinnar vill að stofnuð verði nefnd til að endur-
skoða lög um landsdóm og ráðherraábyrgð, sem séu úrelt og óskýr.
UMMÆLI
Á ALÞINGI
,,
UMMÆLI
Á ALÞINGI
IÐNAÐUR
[ AUKABLAÐ
FYLGIR
FRÉTTABLAÐINU
MIÐVIKUDAGINN
24 MARS ]
Auglýsendur snúi sér til Ámunda Ámundasonar
sölufulltrúa í símum 515-7580 / 821-7514
amundi@frettabladid.is
Líftækni
Þróunarverkefni
Upplýsingatækni
Hátækni
,,