Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 20
Hluthafar í Árvakri munu að öllum líkindum koma í veg fyrir að nýir fjárfest- ar eignist sextán prósenta hlut. Hópurinn sem gerði tilboðið er undrandi á hörðum viðbrögðum. Töluverðs óróa hefur gætt meðal eigenda Morgunblaðsins á síðustu vikum. Hópur fjárfesta hefur gert tilboð í hluti í félaginu og nú- verandi hluthafar hafa blásið í herlúðra til þess að verja stöðu sína. Meðal þeirra sem vildu kaupa eru fjárfestingarfélagið Meiður og Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka. Margir fá tilboð Margir hluthafar í Morgunblað- inu hafa á undanförnum misser- um fengið tilboð í bréf sín. Fyrir skemmstu keypti Krist- inn Björnsson tíu prósent hlut Johnson fjöskyldunnar en orðrómur var uppi um að aðrir fjárfestar hafi haft augastað á þeim hlut. Þannig var komið í veg fyrir að brestir kæmu í hluthafa- hóp Árvakurs. Þetta er mikilvægt fyrir nú- verandi hluthafa því sterk for- kaupsréttarákvæði eru í gildi varðandi hlutafé í Árvakri en þau giltu ekki um Johnson ehf. heldur einungis hlutabréfin sem eru í eigu Johnson. Þannig var hægt að ná eignarhaldi yfir bréfunum á óbeinan. Líklegt að forkaupsréttur verði nýttur Nú stendur slagurinn um sextán prósenta hlut í eigu Haraldar Sveinssonar og fjölskyldu. Sá hlut- ir eru ekki í eigu eignarhalds- félaga. Þetta þýðir að núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt í hlut- falli við eign sína í félaginu og hafa tvo mánuði til að ganga inn í kaupin. Allar líkur eru á því að flestir hluthafar gangi inni í kaupin. Stærsti einstaki hluthafinn í Árvakri er Útgáfufélagið Valtýr, sem er í eigu Huldu Valtýsdóttur og fjölskyldu. Ekki er vitað hvaða augum forsvarsmenn þess félags líta aðkomu hópsins sem gert hefur tilboð. Næststærsti hluthafinn tengist Kristni Björnssyni og fjölskyldu. Eftir kaup Kristins á hlut Johnson ehf. hefur sú blokk yfirráð yfir um 29,5 prósentum af hlutafénu. Að auki er því slegið föstu að eigend- ur Garðars Gíslason ehf., sem fara með tíu prósenta hlut, muni standa með Kristni og einnig er gert ráð fyrir að Leifur Sveinsson, sem á 7,7 prósent í félaginu, nýti for- kaupsrétt sinn. Þetta þýðir að blokkin undir forystu Kristins hefur í raun ríf- lega 47 prósenta hlut í félaginu. Ef allir í þeim hópi ganga inn í tilboð um sextán prósenta hlut Haralds Sveinssonar og fjölskyldu ræður blokkin yfir tæplega 56 prósenta hlut í Morgunblaðinu jafnvel þótt aðrir nýti sér einnig forkaupsrétt að fullu. Sterkir fjárfestar bak við tilboðið Hópurinn sem vill kaupa bréf Haraldar inniheldur meðal annars fjárfestingarfélagið Meið, Brynjólf Bjarnason, forstjóra Símans og Einar Sveinsson. Það kemur ýmsum á óvart að þessum aðilum sé ekki tekið opnum örmum í hluthafahóp Morgunblaðs- ins, enda hafa hagsmunir þessara viðskiptavelda löngum legið sam- an. Einar Sveinsson er forystu- maður höfuð Engeyjarfjölskyld- unnar svokölluð en Kristinn Björnsson fer fyrir H. Ben fjöl- skyldunni. Hörð varnarviðbrögð hluthafa Morgunblaðsins eru til marks um að lítið traust ríki milli þessara hópa um þessar mundir. Hópurinn sem gerði tilboð í hlut Haraldar Sveinssonar er stórundr- andi á hörðum viðbrögðum forystu- manna Árvakurs og finnst þau bera vott um óþarfa taugaveiklun. Erfiður rekstur en hátt metinn Rekstur Morgunblaðsins hefur gengið erfiðlega undanfarin ár. Árið 2003 var tap á rekstrinum þrjú hundruð milljónir króna og arðsem- in hefur í mörg ár verið léleg. Fjárhagsleg staða Morgunblaðs- ins styrktist hins vegar verulega þegar fyrirtækið seldi lóð sína við Kringluna á um tvo milljarða króna. Hópurinn sem hugðist kaupa hlut í Árvakri telur að hægt sé að bæta rekstur fyrirtækisins veru- lega. Versnandi rekstrarafkoma er hluti af ástæðu þess að sumir hlut- hafanna eru nú tilbúnir að losa sig út úr rekstrinum. Talað er um að tilboðin sem hlut- hafar hafa fengið jafngildi því að Árvakur sé metinn á hátt í fjóra milljarða króna. Inn í verðið reikn- ast vitaskuld ákveðinn vegsauki sem menn telja af því að vera hlut- hafar í Morgunblaðinu, þannig að menn eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir reksturinn en ella. Sext- án prósenta hlutur Haraldar Sveinssonar og fjölskyldu gæti því kostað nálægt sex hundruð milljónum króna. Svekktir út í Íslandsbanka Innan veggja Morgunblaðsins eru menn undrandi á því að tilboð hins nafnlausa kaupanda sé sett fram með milligöngu Íslandsbanka. Að- eins eru um tvö ár síðan Morgun- blaðið flutti öll sín viðskipti úr Landsbankanum í Íslandsbanka. Félag í eigu Íslandsbanka keypti svo lóð Árvakurs og gerði samning um að byggja nýjar höfuðstöðvar Morgunblaðsins við Hádegismóa. Í hópi hluthafa Morgunblaðsins eru vonbrigði í garð Íslandsbanka og þá sérstaklega stjórnarfor- manns bankans, Einars Sveinsson- ar. Þetta finnst Morgunblaðsmönn- um óviðeigandi í ljósi tengsla Morgunblaðsins við Íslandsbanka. Morgunblaðsmenn eru enn fremur óhressir með að hópurinn sem hefur nú sýnt áhuga á að eign- ast hlut í félaginu skáki í skjóli banka og undir nafnleynd. Fullyrt er að núverandi hluthafahópur hefði ekki litið neikvæðum augum á að fá þessa aðila inn í hópinn en þeim hugnast ekki aðferðin sem beitt er. Ekki endilega ný risasamsteypa Ekki er ljóst hver meginhugmyndin er á bak við tilraunir Meiðs og Eng- eyinganna til að eignast hlut í Morgunblaðinu. Aðkoma Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Símans, að málinu vekur athygli og hefur sú ályktun verið dregin að til hafi stað- ið að mynda fjölmiðla- og fjar- skiptafyrirtæki til mótvægis við Og Vodafone. Talað er um að að reka Símann, Skjá einn og Morgunblaðið saman, sérstaklega í ljósi þess að Meiður er talinn mjög líklegur kaupandi á Símanum. Slíkar hugmyndir munu sam- Brugðist við vexti Ör vöxtur hefur verið í starfsemi Landsbankans og útlán hans aukist gríðarlega. Stjórn bankans hefur ákveðið að styrkja eigið fé bankans til þess að mæta vextinum og komandi sóknarfæri í starfsemi bankans. Hlutafé verður aukið um 800 milljónir að nafnvirði eða 11,4 milljarðar að markaðsvirði mið- að við útboðsgengið sem er 14,25. Hlutaféð verður borðið núverandi hluthöfum bankans til kaups. Bankarnir eru í miklum ham þessa dagana og sóknarhugur í mannskapnum. Landsbankinn hefur farið fram á innlausn útistandandi hluta í Teather and Greenwood í Bretlandi og mun í framhaldinu skrá verðbréfafyrirtækið af markaði. Flestir eru á því að næstu stóru útrásarhreyfingar á fjármála- markaði verði hjá KB banka, en kaupkraftur bank- ans er talinn nema um hundrað milljörðum króna. Skyrbjúgur og bílakaup Bankakerfið er ekki eitt um bjartsýni á komandi tíð. Þeir sem treysta sér til að lifa á mjólkurmat eingöngu eins og forfeður okkar í harðindum eiga nóg afgang til annarrar neyslu. Mjólkin er ókeypis í Bónus og Krónunni, en vert er að taka fram að mjólkurneysla eingöngu veldur skyrbjúg. Mjólkurpeningana nota menn nú til að flytja inn bíla frá Bandaríkj- unum meðan dollar- inn er ódýr. Bryggjan í Norfolk ku vera full af lúxusbílum sem bíða þess að hitta eigendur sína á Íslandi og mun staðan sú að óþreyju- fullir bílkaupendur munu þurfa að bíða í nokkurn tíma eftir skips- rúmi fyrir fararskjót- ann. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.845 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 287 Velta: 4.433 milljónir +0,12% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Gengi krónunnar hélt áfram að styrkjast í gær. Bandaríkjadalur fór undir 59 krónur og gengisvísi- talan fór niður í 107,3 stig. Í lok viðskipta stóð vísitalan í 107. Hagnaður Hampiðjunnar nam 276 milljónum króna í fyrra. Árið 2003 var hagnaður félagsins 160 milljónir. Hraðfrystihús Þórshafnar hagnaðist um 121 milljón króna árið 2004. Þetta er ríflega tvöfalt meira en árið 2003, þegar hagn- aðurinn var 58 milljónir. Eignarhaldsfélagið Skildingur sem er í eigu lykilstarfsmanna hjá Flugleiðum seldi í gær sex pró- senta hlut í félaginu. 20 12. mars 2005 LAUGARDAGUR vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 39,60 – ... Atorka 6,00 – ... Bakkavör 32,80 +2,82% ... Burðarás 13,70 -0,72% ... Flugleiðir 14,40 - 2,04% ... Íslandsbanki 11,70 – ... KB banki 525,00 -0,19% ... Kögun 58,00 – ... Landsbankinn 14,85 +1,02% ... Marel 56,20 +0,18% ... Medcare 5,45 -0,91% ... Og fjarskipti 4,00 +2,56% ... Samherji 11,20 – ... Straumur 10,10 – ... Össur 83,00 -0,60% Tryggingamiðstöðin 6,73% Bakkavör 2,82% Og fjarskipti 2,56% Flugleiðir -2,04% Medcare -0,91% Burðarás -0,72% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Skjaldborg slegin um Mogga ÞÓRLINDUR KJARTANSSON HAFLIÐI HELGASON BLAÐAMENN FRÉTTASKÝRING ÁTÖK UM ÁRVAKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.