Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 59,19 59,47 113,59 114,15 79,35 79,79 10,66 10,72 9,71 9,77 8,76 8,81 0,57 0,57 91,03 91,57 GENGI GJALDMIÐLA 11.03.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 108,29 +0,46% 4 12. mars 2005 LAUGARDAGUR Manni bjargað úr rjúkandi timburhúsi: Skammaði bjargvætti sína LÖGREGLUMÁL Feðgarnir Guðmann Guðmundsson og Eðvarð Guð- mannsson komu nágranna sínum til bjargar þar sem hann lá sofandi á eldhúsgólfi í rjúkandi íbúðarhúsi að Suðurtanga 2 á Ísa- firði í fyrrinótt. Maðurinn rankaði við sér þegar komið var með hann út en hann kunni þó bjargvættum sínum minnstu þakkir fyrir og sagðist hafa verið í djúpri hug- leiðslu. Að sögn lögreglu var maðurinn talsvert ölvaður og hafði ætlað að sjóða sér til matar með fyrr- greindum afleiðingum. Bjargvættir mannsins búa á efri hæð hússins, sem er tvílyft timburhús, og réðust þeir til inn- göngu um glugga á neðri hæðinni þegar þeir urðu varir við megnan reykfnyk sem lagði frá íbúð ná- granna síns. Þeir báru manninn rænulítinn út á götu, en ekki tók betra við þar þegar maðurinn rankaði við sér. Hann réðst með skömmum að bjargvættum sínum og kunni þeim engar þakkir fyrir afskiptasemina. Maðurinn er frá Simbabve og kvaðst í samtali við Fréttablaðið einfaldlega hafa orðið hræddur við þessa tvo íslensku víkinga sem stóðu skyndilega yfir sér úti á götu á Ísafirði um miðja nótt. - jse Kasparov ætlar að skáka Pútín Garrí Kasparov, sterkasti skákmaður heims síðastliðna tvo áratugi, segist hættur atvinnumennsku í skák. Hann hyggst láta að sér kveða í rússneskum stjórnmálum þar sem hann mun etja kappi við Vladimír Pútín forseta. RÚSSLAND, AP Skákgoðsögnin Garrí Kasparov tilkynnti í gær að hann væri hættur atvinnumennsku í íþróttinni sem hann varð fyrst heimsmeistari í fyrir tveimur ára- tugum, þá aðeins 22 ára gamall. Kasparov lét hafa þetta eftir sér daginn eftir að alþjóðlega skákmót- inu í Linares á Spáni lauk á fimmtudag. Vann hann mótið, þrátt fyrir að tapa síðustu skákinni. Kasparov hefur verið stiga- hæsti skákmaður heims frá því árið 1984 og hefur markað sér öruggan sess sem einn besti skák- maður allra tíma ef ekki sá besti. „Fyrir þetta skákmót tók ég meðvitaða ákvörðun um að Lin- ares 2005 yrði síðasta atvinnu- skákmótið sem ég tæki þátt í,“ sagði Kasparov á blaðamanna- fundi sem sjá má á myndbandi sem vistað er hjá skákvefritinu chessbase.com. Hann gaf þá ástæðu að ekki væru lengur að neinu að stefna fyrir sig á þessum vettvangi. Friðrik Ólafsson stórmeistari segir í samtali við Fréttablaðið að mikil eftirsjá sé að Kasparov úr atvinnuskákinni – ef rétt reynist að hann sé hættur. „Ég tel bara ekki tímabært að tala um hann sem hættan. Það eru ýmis dæmi um að menn lýsi svona yfir en hætti svo við að hætta,“ segir Friðrik, en að hans mati er Kasparov langöflugasti og litrík- asti skákmaður sem fram hefur komið frá því Bobby Fischer var upp á sitt besta. Kasparov lýsti því síðan yfir í gær að hann hygðist láta meira að sér kveða í rússneskum stjórnmál- um. Hann hefur skipað sér í flokk með félagsskap sem nefnist „2008- nefndin: frjálst val“, en í honum eru nokkrir einörðustu gagn- rýnendur Vladimírs Pútín forseta úr liði frjálslyndra í Rússlandi. „Sem skákmaður hef ég gert allt sem hægt er og jafnvel meira en það. Nú vil ég beita greind minni og skipulagðri hugsun í rússneskum stjórnmálum,“ segir hann í yfirlýsingu sem Interfax- fréttastofan vitnar til. „Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að spyrna við al- ræðisstjórnarháttum Pútíns. Það er mjög erfitt að tefla fyrir land sem lýtur andlýðræðislegri stjórn,“ segir Kasparov. ■ Lyfjafyrirtæki: Bótaskylt vegna lyfja DÓMSMÁL Lyfjafyrirtækið Glaxo- SmithKline og innflutningsaðili þess hér á landi, Líf ehf., voru dæmd skaðabótaskyld í Hæstarétti í máli konu sem varð alvarlega veik vegna aukaverkana sem hún hlaut af töku lyfsins Lamictal fyrir fimm árum síðan. Konan er með 65 prósent varanlega örorku vegna þessa. Komst dómurinn að því að upplýs- ingar á fylgiseðli með lyfinu hefðu ekki verið jafn auðskildar og ítarleg- ar og reglugerðir gerðu ráð fyrir og þar að auki ekki á íslensku. Þótti ekki sannað að konan ætti að einhverju leyti sjálf sök og báru því bæði fyrir- tækin óskipta bótaábyrgð. ■ SNJÓFLÓÐ Í AUSTURRÍKI Austur- rískir björgunarsveitarmenn fundu í gær lík þriggja skíða- ferðamanna, Dana, Hollendings og Þjóðverja, sem fórust í snjó- flóðum á þremur skíðasvæðum í austurrísku Ölpunum. Alls hafa 32 látið lífið í snjóflóðum í Aust- urríki í vetur. MÆÐIR Á BLAIR Breski forsætisráðherrann þurfti á öllu sínu að halda til að fá báðar þingdeildir til að samþykkja ný hryðjuverkavarnalög. Hryðjuverkavarnir: Blair nær málamiðlun BRETLAND, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, tókst loks síð- degis í gær að koma nýjum hryðjuverkavarnalögum í gegn- um þingið, en frumvarpið mætti harðvítugri andstöðu sem um tíma virtist geta komið í veg fyrir samþykkt þess. Frumvarpið kveður meðal ann- ars á um nýjar heimildir til að handtaka menn sem eru grunaðir um að vera viðriðnir hryðjuverka- starfsemi, úrskurða menn í stofu- fangelsi, setja útgöngubann og beita stafrænum persónunjósna- búnaði. Andstæðingar ríkisstjórn- armeirihluta Verkamannaflokks- ins á þingi gáfu til kynna eftir meira en sólarhrings samninga- togstreitu að þeir myndu fallast á frumvarpið, með umsömdum breytingum. ■ Sveitarfélög áminnt: Trassa skil til ráðuneytis SVEITARSTJÓRNARMÁL Fimmtán af 101 sveitarfélagi eiga enn eftir að skila fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 til félagsmálaráðuneytisins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eiga öll sveitarfélög að skila inn fjárhagsáætlunum fyrir lok desembermánaðar. Félagsmálaráðuneytið hefur því sent ítrekun til þeirra sveitar- félaga sem enn hafa ekki skilað inn fjárhagsáætlunum og gefst þeim frestur til 21. mars til að bæta úr þessari vanrækslu. Ef þeirri aðvörun verður ekki sinnt, segir í tilkynningu frá félags- málaráðuneytinu að heimild til að stöðva greiðslur til þessara sveit- arfélaga úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga verði beitt. ■ Hestur fældist: Sparkaði í höfuð konu SLYS Hestur sparkaði í höfuð konu um hádegisbilið í gær. Konan var að teyma hestinn við bæinn Lang- holt, skammt frá Selfossi, þegar atvikið átti sér stað. Hestinum brá við, sennilega vegna áreitis frá öðrum hesti, og sparkaði í örvæntingu til konunn- ar. Konan missti meðvitund í nokkrar mínútur og kjálkabrotn- aði. Hún var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur til aðhlynningar og frekari rannsókna vegna höfuð- áverkanna. - jse ÚR FANGELSI Á SJÚKRAHÚS Yvon Neptune, fyrrum forsætisráð- herra Haítí, var í gær fluttur á sjúkrahús. Hann var við bága heilsu eftir nítján daga hungur- verkfall sem hann hóf til að mót- mæla því að hafa verið hnepptur í fangelsi. ■ EVRÓPA ■ MIÐ-AMERÍKA HÆTTUR ATVINNUMENNSKU Garrí Kasparov segist ekki hafa lengur að neinu að stefna í skákinni eftir tuttugu ár á toppnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P EÐVARÐ GUÐMANNSSON Bjargaði nágranna sínum úr rjúkandi húsi og fékk skammir fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.