Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 10
10 12. mars 2005 LAUGARDAGUR Taldi sig aðeins eiga einn kost Fréttamenn RÚV ætla að fara fram á rökstuðning frá útvarpsstjóra vegna ráðningar nýs frétta- stjóra. Heimildir innan Útvarpsins herma að út- varpsstjóri hafi metið það svo að þar sem enginn annar umsækjenda hafi komist á blað hjá útvarps- ráði ætti hann þann kost einan í stöðunni að skipa Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra. Stjórn Félags fréttamanna á Ríkis- útvarpinu ætlar að fara fram á rök- stuðning frá Markúsi Erni Antons- syni útvarpsstjóra á þeirri ákvörð- un sinni að ráða Auðun Georg Ólafs- son í starf fréttastjóra, en hafna fimm reyndum umsækjendum. Stjórnin fer fram á slíkan rökstuðn- ing verði útvarpsstjóri ekki við þeirri áskorun þeirra að draga ráðn- ingu Auðuns Georgs til baka. Þetta sagði Jón Gunnar Grjet- arsson, formaður félagsins, í gær. Markús Örn hefur neitað fjöl- miðlum um viðtöl en heimildir Fréttablaðsins innan Ríkisútvarps- ins segja Markús hafa bent á það ráðningunni til stuðnings að Auðun Georg hafi fengið stuðning meiri- hluta fulltrúa í útvarpsráði. Eng- inn annar en Auðun hafi fengið atkvæði hjá þessum lögbundna umsagnaraðila og ekki sé vitað um nein dæmi þess í sögu Ríkis- útvarpsins að útvarpsstjóri hafi hunsað niðurstöðu ráðsins svo rækilega að ráða til starfa um- sækjanda, sem ekki hafi komst á blað hjá útvarpsráði, eftir að fyrir hafi legið stuðningur meirihluta þess við annan umsækjanda. Útvarpsstjóri mun jafnframt hafa litið til þess að fréttastofa út- varps hafi mörg undanfarin ár farið sex til átta prósent fram úr fjár- heimildum. Það séu umtalsverðar fjárhæðir fyrir deild sem hafi feng- ið vel á annað hundrað milljónir króna til ráðstöfunar samkvæmt áætlun hvers árs, rúmar 150 millj- ónir á ári síðustu tvö árin. Útvarps- ráð, sem fjalli um fjármál Ríkisút- varpsins í höfuðdráttum, hafi gert athugasemdir við þetta og því sé engin goðgá að hugað sé að þessu þegar nýr fréttastjóri er ráðinn. Ritstjórnarlegur ábyrgðarmaður Hvað varði hina miklu ritstjórnar- legu ábyrgð, sem rætt hafi verið um að fylgi fréttastjórastarfinu og verði að byggjast á mikilli reynslu, herma heimildir blaðsins að Markús Örn líti svo á að Bogi Ágústsson, sem forstöðumaður fréttasviðs RÚV, sé ritstjórnarleg- ur ábyrgðarmaður allrar frétta- þjónustu Ríkisútvarpsins, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Hann svari fyrir allt fréttasviðið út á við og sé í forsvari fyrir það faglega á fund- um útvarpsráðs og í fram- kvæmdastjórn RÚV. Hvað það varði að Auðun Georg er sagður framsóknarmað- ur hafi helst verið sagt því til stuðnings að afi hans væri Hannes Jónsson, fyrrverandi sendiherra og blaðafulltrúi ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar um það leyti sem Auðun fæddist. Þá þyki það tortryggilegt að hann umgangist Steingrím J. Ólafsson, fyrrverandi fréttamann á Stöð 2, sem er í dag upplýsingafulltrúi forsætisráðu- neytisins. Hægt sé að benda á mörg dæmi á RÚV um að góðir og gegnir fréttamenn eigi að baki pólitískan feril í hinum ýmsu ung- liðasamtökum og í stúdentapólitík. Gagnrýnt hefur verið að 34 ára gamall maður, í þessu tilviki Auð- un Georg, búi ekki yfir sömu reynslu og fólk um fimmtugt og enn eldra sem starfað hefur hjá RÚV með miklum ágætum í áraraðir. Til að svara þessu er út- varpsstjóri sagður hafa bent á ráðningu nýs forstjóra Flugleiða svo og ungs bankastjóra Íslands- banka á sínum tíma. Þá megi rifja upp að Matthías Johannessen hafi orðið ritstjóri Morgunblaðsins 29 ára. Í kjölfar þessa hafi útvarps- stjóri spurt hvort áhersla á reynslu og fyrri störf eigi að verða til þess að ungt og vel menntað fólk eigi alls ekki að vera gjald- gengt í stjórnunarstöf hjá RÚV fyrir æsku sakir. jss@frettabladid.is Vart hefur farið framhjá nokkrum að mikil ólga hefur verið á fréttastofu Ríkisútvarpsins síðan útvarpsstjóri til- kynnti um ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra. Er honum ætlað að fylla skarð Kára Jónassonar, sem lét af því starfi í október síðastliðnum og tók við stöðu ritstjóra Fréttablaðsins. Samkvæmt níundu grein laga um Ríkisútvarpið frá 30. júní árið 2000 skulu allir starfsmenn stofnunarinnar persónulega ráðnir af útvarpsstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, þó að fengnum tillögum frá útvarpsráði ef um starfsfólk dagskrár er að ræða. Það á ekki við um framkvæmda- stjóra stofnunarinnar sem eru ráðnir af menntamálaráðherra að fengnum tillögum útvarpsstjóra og útvarps- ráðs. Framkvæmdastjórar eru fyrir hverja af þremur deildum Ríkis- útvarpsins; fjármáladeild, hljóðvarps- deild og sjónvarpsdeild en fram- kvæmdastjórn skipa þeir ásamt útvarpsstjóra sjálfum og formanni útvarpsráðs. Samkvæmt sjöundu grein sömu laga segir að útvarpsráð skuli skipa sjö menn. Skulu þeir kosnir hlutfalls- kosningu á Alþingi eftir hverjar al- þingiskosningar og menntamálaráð- herra skipar formann og varafor- mann úr hópi hinna kjörnu. Útvarps- stjóri hefur rétt til setu á fundum ráðsins og hefur þar málfrelsi og til- lögurétt. Útvarpsráð tekur einnig ákvarðanir um stefnumótun stofnun- arinnar varðandi efni og efnistök og eru ákvarðanir ráðsins endanlegar. Starfsmenn ráðnir af útvarpsstjóra FBL GREINING: LÖG UM RÍKISÚTVARPIÐ Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, safnað- arprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, er einn þeirra sem kjörinn var í stjórn samtaka Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju (SARK). Hann telur að of náið samband ríkisins og eins tiltekins trúfélags sé ótrú- verðugt og jafnvel ókristilegt. Ertu mótfallinn því að kristinfræði sé kennd í grunnskólum landsins? Nei, í rauninni ekki. En ég hef mikið út á þennan hræðsluáróður þjóðkirkjunn- ar að setja, um að ef greint verði á milli ríkis og kirkju muni Ísland af- kristnast á einni nóttu. Þetta þykir mér hreint fáránlegt. Ég tel hins vegar að ef greint verði þarna á milli verði kristin- fræði kennd eftir sem áður í skólum því þetta er einfaldlega trú meirihluta fólks í landinu. Og þó ekki væri nema fyrir það að kristnin er það stór hluti af íslenskri sögu og menningu. Ég hef búið í löndum þar sem önnur trú en kristin trú hefur verið í meirihluta og þar var hlutum hagað með allt öðrum hætti. Það væri kristninni til framdrátt- ar að greint yrði þarna á milli. SR. HJÖRTUR MAGNI JÓHANNSSON Ekki mótfallinn kristinfræði AÐSKILNAÐUR RÍKIS OG KIRKJU SPURT & SVARAÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 25 47 1 09 /0 4 Fyrir okkur hin Honey Nut Cheerios er fyrir okkur sem viljum morgunkorn sem gefur náttúrulegan sætleika og er jafnframt fullt af hollum trefjum og vítamínum. FUNDUR HJÁ FRÉTTAMÖNNUM Fréttamenn lýstu strax andstöðu við ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þeir hafa fundað tvo síðustu daga og rætt til hvaða aðgerða skuli gripið. MARKÚS ÖRN ANTONSSON Ekki vitað um nein dæmi þess að útvarpsstjóri hafi hunsað niðurstöðu útvarpsráðs svo rækilega að ráða til starfa umsækjanda sem ekki komst á blað hjá ráðinu eftir að fyrir hafi legið stuðningur við annan umsækjanda. JÓN GUNNAR GRJETARSSON Fréttamenn bíða viðbragða frá útvarps- stjóra og nýráðnum fréttastjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.