Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 54
42 12. mars 2005 LAUGARDAGUR > Við mælum með ... ... að körfuknattleiksunnendur skelli sér á leik Grindavíkur og Keflavíkur í dag. Síðast sauð upp úr og enduðu lætin með kæru. Það hafa því margir harma að hefna og von á miklu fjöri. sport@frettabladid.is > Það vantar greinilega ekki ... ... peningana í færeyska fótboltann en B68 hefur samið á ný við markvörðinn Albert Sævarsson. Hann er ekki sá ódýrasti á markaðnum en hann játaði síðastliðið sumar að fá 250 þúsund krónur fyrir að spila fótbolta með Grindavík. Aðal frétt dagsins Kæra Keflavíkur gegn Terrell Taylor Keflvíkingar kærðu Taylor fyrir að stíga ofan á Jón Hafsteinsson. Aganefnd tók málið fyrir í gærkvöldi og sá ekki ástæðu til þess að þyngja refsingu Taylors og sleppur hann því við bann. Það er óhætt að segja að Jón Nordal Hafsteinsson, körfuboltamaður úr Kefla- vík, hafi komist í hann krappann á fimmutdagskvöldið. Jón var að spila með sínum mönnum gegn Grindavík í úrslitakeppni Intersportdeildarinnar og fékk að finna duglega fyrir Bandaríkja- manninum Terrell Taylor í liði Grindavík- ur. Taylor steig ofan á háls Jóns þar sem hann lá á gólfinu og fékk dæmt ásetn- ingsvíti á sig. Að fá Taylor á sig er ekkert sældarlíf því kappinn er sannkallaður þungvigtamaður, 203 cm á hæð og heil 132 kg á þyngd. Jón Nordal bar sig þó þokkalega þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Ég er allur að koma til,“ sagði Jón, nokkuð ferskur miðað við að hafa fengið rúm- lega 130 kg trukk á sig. „Þetta gerðist hratt og ég verð að viðurkenna að þetta kom mér töluvert á óvart. Ég er handviss um að þetta var vilja- verk því hann hefði auðveld- lega getað sleppt þessu. Þetta var fólskubrot en ég veit ekki hvað hann var að hugsa. Ég veit ekki hvort hann var sár eða hvað en þú verður að spyrja hann að því hvað var að gerast hjá honum,“ sagði Jón. Hann sagðist oft hafa fengið högg í leik áður en þetta væri í fyrsta sinn sem stig- ið væri á hann. Jón sagðist þó ekki ætla að berja Taylor í leiknum í dag. Ég ætla ekki að hefna mín á honum nema með því að vinna leikinn. Það er eina hefndin sem dugar,“ sagði Jón, sem er ekki hlynntur því að kæra Taylor. „Það hefur ekkert upp á sig því að við vinnum leik- inn hvort sem hann er með eða ekki.“ JÓN NORDAL HAFSTEINSSON: FÉKK 132JA KG TERREL TAYLOR Á HÁLSINN Ætla ekki að hefna mín Skómarkaðurinn Glæsibæ S: 693-0997 ÚTSÖLUMARKAÐURINN GLÆSIBÆ Ertu búinn að koma og sjá úrvalið? Ótrúlegt úrval af vinsælum herra-, dömu- og barnaskóm: Frábær verð eða frá kr. 995,- Leðurstígvél Rússkinsstígvél Spariskór Fermingarskór Kuldaskór Sportskór Inniskór Mikið úrval af töskum, eitt verð kr. 995,- Nýjar vörur í hverri viku! Opið sem hér segir: Laugardaga frá 10:00-18:00 Alla virka daga frá 10:00 –18:00 ATH. Enn meiri verðlækkun Komdu og gerðu góð kaup! Í ELDLÍNUNNI Í UNGVERJALANDI Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real mæta ungverska liðinu Fotex Veszprem í beinni á Sýn í dag. Verðum að vinna þessa keppni HANDBOLTI Tveir Íslendingar verða í eldlínunni með félögum sínum í Meistaradeildinni í handbolta í dag. Logi Geirsson og félagar hans í Lemgo eiga mjög erfitt verkefni fyrir höndum er þeir mæta Celje Pivovarna Lasko í Celje en slóvenska liðið vann fyrri viðureign félaganna í Þýskalandi með fjögurra marka mun, 29-33. Staða Ólafs Stefánssonar og félaga í Ciudad Real er ívið betri en þeir mæta ungverska liðinu Fotex Veszprem í Ungverjalandi. Ciudad vann fyrri leikinn með sjö marka mun, 29-22. Fréttablaðið sló á þráðinn til Ólafs og spurði hann út í leikinn í dag, sem sýnd- ur verður í beinni útsendingu á Sýn. „Við erum í fínum málum en það er bara hálfleikur og það mætti segja að við séum bara þremur mörkum yfir. Það er ekki meira en það því hlutirnir eru mjög fljótir að gerast þarna í Veszprem og ég þekki það mjög vel,“ sagði Ólafur, sem hefur margoft mætt þessu ungverska liði, bæði með Ciudad og Magdeburg. „Maður spilar þarna nánast á hverju ári. Þetta er mikil gryfja og mikill hávaði sem myndast þarna. Ef þeir ná upp vörn og markvörslu getur allt gerst.“ Ciudad verður án markvarðar- ins Arpard Sterbik sem sleit krossbönd en markvarslan ætti samt ekki að vera vandamál því liðið hefur einnig innan sinna raða hinn frábæra markvörð spænska landsliðsins, Hombrados. Það er mikið undir hjá Ciudad í leiknum. Liðið er búið að missa af spænska titlinum og stendur ekki vel að vígi með að vinna sér sæti í Meist- aradeildinni að ári og því þarf það helst að vinna keppnina til þess að tryggja sér þátttökurétt í Meist- aradeildinni að ári. „Það er óhætt að segja að það sé pressa á okkur og við verðum að vinna þessa keppni til þess að vera öruggir með áframhaldandi þátttökurétt,“ sagði Ólafur Stefánsson og hló létt. henry@frettabladid.is Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real mæta Fotex Veszprem í Meistaradeildinni í dag. Ólafur segir að Ciudad verði helst að vinna keppnina til þess að tryggja sæti í deildinni að ári. LEIKIR GÆRDAGSINS 1. deildin í handbolta GRÓTTA/KR–STJARNAN 24–32 Grótta/KR: Kristinn Björgúlfsson 9, Kristján GeirÞorsteinsson 4, Daníel Berg Grétarsson 4, Daði Hafþórsson 3, David Kekelia 2. Stjarnan: Guðmundur Guðmundsson 12, Arnar Theodórsson 6, Þórólfur Nielsen 4, Gunnlaugur Garðars. 3, Kristján Kristjáns. 3, Davíð Ketils. 3. FH–AFTURELDING 34–24 FH: Guðmundur Pedersen 7, Brynjar Geirsson 6, Heiðar Arnarson 6, Hjörleifur Þórðarson 5, Hjörtur Hinriksson 4, Jón Jóns. 2, Arnar Agnars. 2. Afturelding: Ernir Arnarson 8, Vlad Troufan 6, Magnús Einars. 3, Einar Hrafns. 3, Ásgeir Jóns. 3. SELFOSS–FRAM 23–33 Mörk Selfoss: Ramunas Mikalonis 5, Jón Þor- varðarson 5, Ívar Grétarsson 4, Ramunas Kalen- dauskas 3, Haraldur Þorvarðars. 3, Atli Kristins. 1, Mörk Fram: Jón Pétursson 13, Guðjón Drengs- son 6, Stefán Stefánsson 4, Þorri Gunnarsson 3, Guðlaugur Arnarsson 2, Ingólfur Axelsson 2. STAÐAN FH 9 7 1 1 253–20515 FRAM 9 7 0 2 245–219 14 GRÓTTA/KR 9 4 1 4 216–220 9 AFTURELDING9 4 0 5 240–251 8 STJARNAN 9 2 1 6 236–256 5 SELFOSS 9 1 1 7 224–263 3 Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppninni í körfubolta: ÍR sigraði í Njarðvík KÖRFUBOLTI ÍR-ingar komu geysilega á óvart í gærkvöld þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Njarðvíkinga á útivelli, 101–106, en þetta var fyrsta rimma félaganna í úrslita- keppninni. Njarðvík leiddi nánast allan tímann og hafði þriggja stiga forystu eftir þrjá leikhluta. Þeir komust síðan í 92–86 í fjórða leikhluta en þá sögði ÍR-ingar hingað og ekki lengra. Þeir skoruðu níu stig í röð, litu aldrei til baka og sigruðu leikinn. Í hinum leik gærkvöldsins fagnaði Fjölnir sigri á Skalla- grími. Leikurinn var æsi- spennandi og Skallagrímur leiddi með átta stigum eftir þriðja leikhluta. Fjölnismenn reynust síðan sterkari í lokafjórðungnum. Skallagrímur hefði getað tryggt sér sigur undir lokin en þriggja stiga skot Hafþórs Gunnarssonar geigaði. - hbg LEIKIR GÆRDAGSINS Intersportdeildin FJÖLNIR–SKALLAGRÍMUR 76–74 (42–38) Stig Fjölnis: Jeb Ivey 20 (9 stoðs.), Pálmar Ragnarsson 16 (9 fráköst), William Coley 16 (13 fráköst), Nemanja Sovic 12, Magnús Pálsson 8, Guðni Valentíusson 2, Hjalti Vilhjálmsson 2. Stig Skallagríms: George Byrd 22 (21 fráköst), Jovan Zdravevski 19, Ragnar Steinsson 15, Hafþór Gunnarsson 11, Pálmi Sævarsson 3, Clifton Cook 2, Áskell Jónsson 2. NJARÐVÍK–ÍR 101–106 (58–55) Stig Njarðvíkur: Alvin Snow 23 (12 stoðs.), Brenton Birmingham 20, Páll Kristinsson 16, Doug Wrenn 13, Halldór Karlsson 11, Guðmundur Jónsson 6, Egill Jónasson 4, Friðrik Stefánsson 3 (16 fráköst), Ólafur Ingvason 2. Stig ÍR: Theo Dixon 26 (9 fráköst), Eiríkur Önundarson 21 (8 stoðs.), Grant Davis 19 (19 fráköst), Ólafur Sigurðsson 16, Fannar Helgason 11 (8 fráköst), Gunnlaugur Erlendsson 11, Ómar Sævarsson 6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.