Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 50
38 12. mars 2005 LAUGARDAGUR Þ að er gömul saga og ný aðmannaráðningar í Ríkis-útvarpinu valdi ólgu. Oft hefur gustað um ganga Útvarps- hússins þegar fólk hefur verið ráð- ið til starfa, ýmist vegna óánægju með að viðkomandi hafi verið ráð- inn en þó oftar vegna þess að ein- hver annar var ekki ráðinn. Aldrei hafa lætin þó orðið jafn mikil og nú. Útvarpsstjóri ræður starfs- menn stofnunarinnar „þó að fengnum tillögum útvarpsráðs ef um starfsfólk dagskrár er að ræða“, eins og segir í lögum um Ríkisútvarpið. Menntamálaráð- herra skipar útvarpsstjóra og ræður framkvæmdastjóra fjár- máladeildar, hljóðvarpsdeildar og sjónvarpsdeildar. Sú tilhögun að útvarpsráð mæli með fólki til dagskrárstarfa hefur lengi verið gagnrýnd og raunar hefur tillaga um breytingu þar á verið flutt á alþingi, án þess að ná fram að ganga. Samkvæmt framkomnum upplýsingum um nýtt frumvarp menntamálaráðherra um Ríkis- útvarpið er gert ráð fyrir að út- varpsráð verði aflagt og þar með aðkoma pólitískt kjörinna full- trúa að starfsmannamálum. Á miðvikudag fór útvarps- stjóri að tillögu meirihluta út- varpsráðs og réði Auðun Georg Ólafsson í starf fréttastjóra út- varps. Ákvörðunin fór illa í marga og í kjölfarið fylgdu að- gerðir sem ekki eiga sér hlið- stæðu. Elín, Bogi og Dóra Nokkur hasar varð í Efstaleitinu í desember 2002 þegar ráðið var í starf fréttastjóra Sjónvarps. Sigríður Árnadóttir hlaut þá fjögur atkvæði í útvarpsráði en Elín Hirst þrjú. Sjálfstæðis- mennirnir þrír í ráðinu greiddu Elínu atkvæði sín og fór Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri að ráði þeirra. Minni hasar varð í mánuðin- um áður þegar Bogi Ágústsson var ráðinn forstöðumaður ný- stofnaðs fréttasviðs Ríkisút- varpsins. Engu að síður greiddi minnihluti útvarpsráðs honum atkvæði sín, það er að segja full- trúar Sjálfstæðisflokksins. Aðr- ir útvarpsráðsmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Fjórum árum áður, 1998, sótti Margrét Oddsdóttir um starf framkvæmdastjóra Útvarps. Það gerði líka Dóra Ingvadóttir, skrifstofustjóri Útvarpsins. Út- varpsráð greiddi sín atkvæði líkt og því bar og hlaut Margrét fjögur en Dóra þrjú. Björn Bjarnason menntamálaráðherra fór að tillögu flokksbræðra sinna í útvarpsráði og réði Dóru til starfans. Talsverð ólga fylgdi þessari ráðstöfun ráðherrans en öldurn- ar lægði með tímanum. Pólitísk hrossakaup Nokkrum mánuðum áður stóðu útvarpsráð og menntamálaráð- herra frammi fyrir svipuðu máli. Í september 1997 skyldi ráða framkvæmdastjóra Sjón- varps. Ásdís Olsen fjölmiðlafræð- ingur hlaut fjögur atkvæði í út- varpsráði en Bjarni Guðmunds- son rafmagnstæknifræðingur þrjú atkvæði sjálfstæðismanna. Björn réði Bjarna. Í kjölfarið gagnrýndi Ásdís ráðninguna og sagðist ekki sjá að menntun eða þekking Bjarna uppfylltu skilyrði auglýsingar og starfslýsingar. Hún teldi að framkvæmdastjóri Sjónvarps ætti að hafa vit á dagskrá en ekki endilega rekstri. Til svipaðra raka er gripið nú þegar gagnrýnd er ráðning markaðs- og sölustjórans Auðuns Georgs sem fréttastjóra Útvarps. Því er haldið fram að fréttastjórinn eigi að vera frétta- maður að upplagi en ekki eitt- hvað annað. Eftir atkvæðagreiðslu út- varpsráðs, en fyrir ráðningu menntamálaráðherra, dró Ingólf- ur Hannesson íþróttafréttastjóri umsókn sína um framkvæmda- stjórastarfið til baka. Gerði hann það með bréfi til menntamála- ráðuneytisins þar sem hann kall- aði afgreiðslu útvarpsráðs ógeð- felld pólitísk hrossakaup. Breyttir siðir Framsóknar Framkvæmdastjóramálið var ekki eina heita kartaflan í Útvarpshús- inu haustið 1997. Skömmu áður logaði stafna á milli og teygðu eld- tungurnar sig inn í þingflokk Framsóknarflokksins og inn á borð ráðherra. Þá stóðu útvarps- ráð og útvarpsstjóri frammi fyrir því að ráða tímabundið í starf fréttastjóra Sjónvarps. Helgi H. Jónsson og Elín Hirst sóttu um, auk fimm annarra. Afgreiðsla málsins dróst úr hófi fram; atkvæðagreiðslum út- varpsráðs var frestað í tvígang en á endanum greiddu þrír ráðsmenn Sjálfstæðisflokksins Elínu at- kvæði sín en Helgi hlaut atkvæði hinna fjögurra ráðsmannanna. Út- varpsstjóri réði Helga. Pétur Gunnarsson blaðamaður skrifaði fréttaskýringu um málið í Morgunblaðið þar sem sagði meðal annars að tveir ráðherrar Framsóknarflokksins, þeir Finn- ur Ingólfsson og Halldór Ás- grímsson, hefðu beitt sér gegn ráðningu Elínar. Sé það rétt, sem ekki verður efast um hér, höfðu þeir sitt fram. Síðar í greininni er Gissur Pétursson, fulltrúi Framsóknar- flokksins í útvarpsráði, spurður hvort hann vinni samkvæmt flokkslínu í ráðinu. Gissur svar- ar: „Þegar ég starfa í Útvarps- ráði starfa ég þar sem fulltrúi Framsóknarflokksins og það er svo með alla þá sem þarna eru inni og það er yfirskin að segjast vera eitthvað annað að mínu mati. Þetta er pólitísk stjórn og ríkisstofnanir heyra með einum eða öðrum hætti undir hið pólit- íska vald.“ Blaðamaðurinn Pétur Gunn- arsson sat útvarpsráðsfundinn umdeilda á þriðjudag fyrir Fram- sóknarflokkinn og neitaði því í Kastljósi á fimmtudag að hafa ráðfært sig við nokkurn mann um ráðstöfun atkvæðis síns. Þau orð Péturs verða ekki dregin í efa hér og því óhætt að fullyrða að Framsókn hafi tekið upp nýja siði. Þorgerður Katrín ráðin Þetta viðburðaríka haust 1997 var einnig ráðið í þrjár forstöðu- mannastöður innan Ríkis- útvarpsins. Var það gert vegna nýs skipulags sem þá tók gildi en við það voru dagskrárdeildirnar tvær, Rás eitt og Rás tvö, lagðar niður sem einingar og í staðinn búin til þrjú dagskrárfram- leiðslusvið. Hávaðalaust var Margrét Oddsdóttir ráðin yfirmaður menningardeildar og Óskar Ing- ólfsson yfirmaður tónlistar- deildar. Ráðning Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í starf yfirmanns samfélags- og dægur- máladeildar var hins vegar stormasöm. Þorgerður hafði hlotið þrjú atkvæði sjálfstæðis- manna í útvarpsráði en Kristín Ólafsdóttir dagskrárgerðarmað- ur hin fjögur atkvæðin. Talsverð óánægja greip um sig á göngun- um og víðar með þá ákvörðun út- varpsstjóra að ganga gegn meirihluta útvarpsráðs og var pólitík sögð stjórna gjörðum hans. Var það hvorki í fyrsta sinn né það síðasta sem stjórn- mál og flokksskírteini eru talin ráða meiru um ráðningar starfs- manna Ríkisútvarpsins en fag- leg sjónarmið. Athyglisvert er annars að rifja upp að í febrúar 1997 lögðu Mörður Árnason og Svanfríður Jónasdóttir, þá þingmenn í þing- flokki Jafnaðarmanna, til á Al- þingi að útvarpsáð hætti afskipt- um af ráðningu fréttamanna hjá RÚV. Skemmst er frá því að segja að tillagan náði ekki fram að ganga þá en breyting ku vera í farvatninu, nú átta árum síðar. bjorn@frettabladid.is Þau skipuðu Útvarpsráð á þriðjudag Andri Óttarsson Sjálfstæðisflokki Anna K. Jónsdóttir Sjálfstæðisflokki Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson Sjálfstæðisflokki Pétur Gunnarsson Framsóknarflokki Andrés Jónsson Samfylkingunni Ingvar Sverrisson Samfylkingunni Kjartan Eggertsson Frjálslynda flokknum RÁÐNINGU MÓTMÆLT Starfsmannasamtök RÚV efndu til fundar í hádeginu á fimmtu- dag þar sem mikill meirihluti fundarmanna mótmælti ráðningu útvarpsstjóra á nýjum fréttastjóra Útvarps. Sjálfstæðismenn ráða RÚV Það er regla að útvarps- stjóri ráði þá umsækj- endur um yfirmanna- störf hjá Ríkisútvarpinu sem fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í útvarpsráði mæla með. Á því eru þó undantekningar sem sanna regluna. Af þessu má ráða að Sjálfstæðis- flokkurinn stjórnar hverjir stjórna RÚV. ÞJÓÐAREIGN Í ÞÍNA ÞÁGU Ríkisútvarpið hefur starfað í 75 ár. Alla tíð hefur gustað þar um ganga og afskipti stjórnmálamanna af stofnuninni sögð óeðlileg. Þegar ég starfa í Útvarpsráði starfa ég þar sem fulltrúi Fram- sóknarflokksins og það er svo með alla þá sem þarna eru inni og það er yfirskin að segjast vera eitthvað annað að mínu mati. Þetta er pólitísk stjórn og ríkis- stofnanir heyra með einum eða öðrum hætti undir hið pólitíska vald. ,, Yfirstjórn RÚV tengist Sjálfstæðisflokknum Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri er fyrrverandi borgarfulltrúi og borgarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Framkvæmdastjórar Útvarps og Sjónvarps, Dóra Ingva- dóttir og Bjarni Guðmundsson eru tengd flokknum. Bogi Ágústsson, forstöðu- maður fréttasviðs og Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarps, hallast að stefnu Sjálfstæð- isflokksins í stjórnmálum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I FRÉTTAB LAÐ IÐ /H AR I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.