Fréttablaðið - 12.03.2005, Side 52

Fréttablaðið - 12.03.2005, Side 52
40 12. mars 2005 LAUGARDAGUR E N N E M M / S ÍA / N M 15 5 0 2 SMS heimasími Panasonic KX-TCD300 Tilboð í vefverslun: 8.980 kr. 25% afsláttur úr heimasíma í 6 númer Skráðu þig á siminn.is Nú getur þú sent SMS siminn.is/vefverslun 980 Léttkaupsútborgun: og 750 kr. á mán. í 12 mán. kr. Tiboðsverð: 9.980 kr. Hægt er að senda og taka á móti SMS. Númerabirting fyrir allt að 30 númer. Símaskrá fyrir 200 símanúmer og nöfn. Innbyggður hátalari fyrir handfrjálsa notkun. Dagsetning og tími og raddstýring á 20 númerum. Auk þess að taka myndir nýtur Silja Magnúsdóttir sín vel í stílíseringu og finnst gott að geta verið með hendurnar í öllu í sambandi við myndatökuna. Borghildur Gunnarsdóttir spjallaði við Silju um starfið. Ljósmyndir og stílíseringar Silju sýna sterkan og persónulegan stíl sem hún virð- ist hafa þróað með sér. Myndirnar eru flestar hráar og töff og gætu vel sómað sér vel í jaðartískublaði. Hún starfar sem að- stoðarljósmyndari og þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur hún unnið mörg spenn- andi verkefni. Hún er nýkomin heim frá London þar sem hún vann að verkefni fyrir KB banka en einnig hefur hún starfað sem aðstoðarmaður ljósmyndara úti í New York, tekið myndir fyrir förðunarskóla Eskimo og Nars og unnið fyrir alls kyns götublöð og fyrirtæki hér heima. „Ég byrj- aði að stílísera og fattaði svo að mig lang- aði að fá að ráða öllum pakkanum og þá fór ég að grípa í myndavélina og basla við að stilla ljósin sjálf,“ segir Silja. Hún er núna í fastri vinnu í ljósmynda- stofunni Photoland þar sem hún er aðstoð- armaður föður síns og bróður. „Núna er ég í rauninni allt í öllu, stundum er ég að stílísera og stundum farða eða ljósmynda. Ég hef líka verið að velja módel fyrir aug- lýsingar fyrir ýmis verkefni svo ég er að vissu leyti líka að vinna frílans fyrir nokk- ur fyrirtæki.“ Silja byrjaði að taka myndir um 18 ára aldur þegar hún stundaði nám í Verzlunar- skóla Íslands og tók myndir fyrir Verzlun- arskólablaðið. Það skemmtilegasta við ljós- myndarastarfið finnst henni að vinna með góðu fólki og einnig finnst henni þægilegt að geta stýrt stórum hluta vinnunnar sjálf. „Það er svo gaman að hafa eitthvað í hönd- unum og fá að ráða því sjálf hvernig ég ætla að hafa hlutina. Ég er allan daginn að hugsa um eitthvert verkefni og finnst ég aldrei vera í fríi frá vinnunni. Mér finnst líka alltaf rosalega gaman þegar ég fæ að gera tískuþátt því þá fæ ég að sleppa mér alveg og gera eitthvað hrikalega skap- andi.“ Aðspurð hvort hún stefni á að læra greinina segir hún: „Ég veit það ekki, ef þú hefðir spurt mig í gær hefði ég svarað allt öðru. Líklega læri ég eitthvað á þessu sviði, það gæti vel verið að einn daginn ákveddi ég að fara í skóla og ljósmyndunin getur líka nýst mér á mörgum stöðum. Þó ég hafi oft verið spurð hvaða svið ég ætli að velja mér finnst mér gott að geta blandað mörg- um sviðum saman og vil helst hafa hend- urnar í öllu.“ ■ [5] Þessa mynd stílíseraði Silja en ljósmyndin var tekin af Ara Magg. [6] Stílísering eftir Silju og ljósmynd tek- in af Ara Magg. Auglýsingin vann til þrennra verðlauna á Ímark-verðlaunaafhendingunni. [7] Silja stílíseraði fyrir þessa mynd en Ari Magg tók ljósmyndina. Myndin birtist í tískuþætti í tímaritinu Vamm. [1] Silja tók þessa mynd fyrir tískuþátt í tímaritinu Vamm. [2&3] Í síðasta Verzlunarskólablaði var Silja með tískuþátt og voru þessar myndir hluti af honum. [4] Þessa mynd tók Silja fyrir auglýsingu fyrirtækisins ÉgC. SILJA MAGG Hún vinnur sem aðstoðarljósmyndari á ljósmyndastofunni Photoland. Hún er þó með hendurnar í öllu sem viðkemur myndatökunum og grípur stundum í förðun eða stílíseringu. Silja Magg er [1] [2] [3][4] [5] [6] [7]

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.