Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 59,19 59,47 113,59 114,15 79,35 79,79 10,66 10,72 9,71 9,77 8,76 8,81 0,57 0,57 91,03 91,57 GENGI GJALDMIÐLA 11.03.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 108,29 +0,46% 4 13. mars 2005 SUNNUDAGUR Sala Símans í heilu lagi: Ógnar ekki hagsmunum almennings SALA SÍMANS Sigurður G. Guðjóns- son, stjórnarformaður IP-fjar- skipta og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa, telur það ekki ógna hagsmunum almennings að selja Símann í heilu lagi. Þetta kom fram á morgunverð- arfundi sem samtökin Konur í stjórnmálum stóð fyrir þar sem rædd var spurningin: Ógnar sala grunnnetsins hagsmunum almenn- ings? Frummælendur ásamt Sig- urði voru þeir Hrafnkell V. Gísla- son, forstjóri Póst- og fjarskipta- stofnunar og Guðmundur Þórodds- son, forstjóri Orkuveitunnar. Hrafnkell sagði í raun vanta skilgreiningu á hugtakinu grunn- neti og að umræðan hafi ekki verið nógu upplýst. Hann sagði hags- muni almennings vera í mjög góð- um málum nú og þótti ólíklegt að það myndi breytast við sölu Sím- ans. Þá taldi hann að samkeppni myndi heldur aukast en annað. Jón Bjarnason þingmaður sem hlýddi á erindin lýsti Hrafnkeli sem trúboða í þessu máli og sagðist ekki skilja hvers vegna verið væri að selja Símann sem skili milljörð- um króna í ríkissjóð á hverju ári. - sgi Siglingaleiðir vara- samar fyrir norðan Áratugir eru síðan jafnmikill hafís hefur verið nálægt landinu og fer hann hratt yfir. Óttast er að siglingaleiðir fyrir Vestfjörðum, norður fyrir landi og jafnvel á Austfjörðum geti lokast haldi fram sem horfir. HAFÍS „Öll siglingaleiðin frá Ísa- fjarðardjúpi að Bakkaflóa í austri er varasöm vegna hafíss og miklar líkur á að bæti í næstu dagana,“ segir Þór Jakobsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands. Farið var ískönnunarflug síð- degis í gær og er ís fyrir mestallri norðurströnd landsins þó í mis- miklum mæli sé. Áfram er gert ráð fyrir stífum norðanáttum næstu daga og ísbreiður gætu leit- að austur fyrir land. Tæplega 30 ár eru síðan hafís lagðist síðast að Norðurlandi með þeim hætti að alvarlegar truflanir urðu á siglingum og er veruleg hætta á að slíkt endurtaki sig nú meðan norðanátt ríkir en spár gera allar ráð fyrir slíku áfram. Þór segir fulla ástæðu til varkárni og segir ísinn fara hratt yfir. „Það getur komið til þess á stuttum tíma séu aðstæður réttar að hann fari alla leið að landi. Engu skiptir þá hvort um lítinn ís er að ræða eða stærri jaka, allt getur valdið tjóni á bátum og skip- um.“ „Við höfum ekki áhyggjur af þessu eins og sakir standa en það verður ekkert siglt á mánudag ef fram heldur sem horfir,“ segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á Sæfara, en hann siglir reglulega milli Dalvíkur og Grímseyjar með farþega og vistir. Sæfari er ekki í ferðum yfir helgina en Sigurjón fór á föstudagskvöld eina ferð með vararafstöð og rammgerðan vír sem nota á til að strengja yfir höfnina til að verja báta heima- manna sem eru auðveld bráð kom- ist ísinn í gegn. Í gærkvöld voru heimamenn í viðbragðsstöðu en höfðu þó ekki lokað höfninni þegar Fréttablaðið fór í prentun. Þrír dagar eru síðan vart varð nokkurra jaka úti fyrir Melrakka- sléttu ásamt íshröngli við strend- ur en að sögn lögreglu á Raufar- höfn sem reglulega fer eftirlits- ferðir meðfram ströndinni hefur ísinn ekki aukist þar enn sem kom- ið er. Samkvæmt gögnum Veður- stofu Íslands eru aðstæður með þeim hætti að hafís gæti leitað suður landið meðfram Austfjörð- um og fyrir utan þann usla sem slíkt ylli á samgöngum og sigling- um eru fiskeldiskvíar í hættu en þær eru fjölmargar á þessum slóð- um. albert@frettabladid.is EITURLYFJABARÓN Hinn 61 árs gamli Miguel Rodriguez Oreju- ela var framseldur til Bandaríkjanna og á ekki afturkvæmt til Kólumbíu. Kólumbískur eiturlyfjahringur: Höfuðpaur framseldur KÓLUMBÍA. Miguel Rodriques Or- ejuela, höfuðpaur stærsta eitur- lyfjahrings í heimi, hefur verið framseldur frá Kólumbíu til Bandaríkjanna, þar sem bíður hans að minnsta kosti 20 ára fang- elsisvist fyrir dreifingu fíkniefna og peningaþvætti. Orejuela mun aldrei líta heimaland sitt augum aftur. Eiturlyfjakóngurinn hefur reynt allt til að áfrýja úrskurðin- um, en var í gær afhentur fulltrú- um bandarísku fíkniefnalögregl- unnar sem flytur hann til Banda- ríkjanna. Eiturlyfjahringur Orejuela og bróður hans Gilberto hefur nú verið upprættur að fullu. Gilberto var framseldur til Bandaríkjanna í fyrra. Þeir bræður höfðu byggt upp milljarðaveldi og smyglað hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna. ■ HÁTÍÐ Í SKAFTAHLÍÐ Börn úr Ísakskóla sungu. Boðið var upp á barnaafmælisköku, djús og blöðrudýr frá dýpstu frumskógum Afríku. Afmæli UNICEF á Íslandi: Barnasátt- máli kynntur TÍMAMÓT Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) hélt upp á árs afmæli sitt í gær. Afmælisveislan var haldin á skrifstofu UNICEF á Íslandi við Skaftahlíð 24 í Reykjavík. Í tilefni tímamótanna var nýr bæklingur um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kynntur. Bæklingnum verður dreift til allra 6. og 7. bekkinga á landinu á næstu dög- um. Bæklingurinn er gerður að norskri fyrirmynd og er ætlað að fræða börn og ungmenni um rétt- indi sín og skyldur. - th Holtasmára 1 • 201 Kópavogur Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 56.995 kr. á mann í tvíbýli með öllum sköttum Verðdæmi: Ný vídd í sólarlandaferðum á verði sem kemur á óvart! Vika í Alanya, Tyrklandi 7.-15. maí: Tyrkland Grikkl and Túnis Malta Kanaríeyjar Mallorca Króatía Búlgaria Rúmenía Egyptaland Taíland Ítalía draCretsaM udnuM !aninusívá aðref SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort selja eigi Símann með eða án grunnnetsins. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ÓHÖPP Á VÉLSLEÐAMÓTI Á vélsleðamóti sem var haldið í Mývatnssveit um helgina urðu tvö óhöpp með stuttu millibili í gær, en hvorugt alvarlegt að sögn lögreglu á Húsavík. Einn maður var þó fluttur til frekari skoðun- ar á sjúkrahúsið á Akureyri. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SKULLU SAMAN Í BLÁFJÖLLUM Tveir unglingspiltar slösuðust í Bláfjöllum í gær þegar þeir skullu saman í fjallinu. Tveir sjúkrabílar voru sendir á stað- innÝen óttast var að piltarnir hefðu orðið fyrir hryggmeiðslum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu en ákveðið var að aka með piltana á slysa- deild þar sem hugað var að meiðslum þeirra. GRÍMSEY UMLUKIN ÍS Talsverður ís hafði borist á fjörur Grímseyjar um miðjan dag í gær og var eyjan að heita inn- lyksa orðin í gærkvöld. Ekki var þó búið að girða fyrir höfnina þegar Fréttablaðið fór í prent- un en til stóð að gera það ef vindátt snerist. Þrír af íbúum Grímseyjar, Stella Gunnarsdóttir og hjónin Hafrún Elma og Ólafur Björn, fóru gönguferð um fjörurnar síðdegis í gær. M YN D : H U LD A SI G N Ý G YL FA D Ó TT IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.