Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 53
Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Vefurinn er að færa út kvíarnar þessa
dagana og hefur hafið birtingu á svörum á ensku um íslenskt efni. Meðal þeirra eru svör við spurningunum: Who
wrote Njal’s saga and when was it written? Do some special Icelandic stones exist? og What is the origin of the
Icelandic language? Meðal annarra spurninga sem glímt hefur verið við undanfarið eru til dæmis: Hvað eru fjárlög,
getur maður sem kann ekki íslensku komist á þing eða orðið forseti og hvað getið þið sagt mér um maríubjöllur?
Hægt er að lesa svörin við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum með því að setja efnisorð inn í leitarvél vefsins
á slóðinni www.visindavefur.hi.is.
SUNNUDAGUR 13. mars 2005 21
Vorsýning Kynjakatta
verður haldin 12. og 13. mars 2005
í reiðhöll Gusts, Álalind, Kópavogi.
Sýningin er opin frá klukkan 10 - 18
báða dagana.
Sjónvarpið sýndi nýverið mynd
um kappann Binna í Gröf, sem
eins og allir vita var einhver
mesta aflakló sem Ísland hefur
átt. Um Binna hafa verið sagðar
margar sögur, lognar, ýktar og
sannar. Hér er ein.
Svo er sagt að Binni hafði
keypt sér nýjan riffil. Hann tók
hann með sér um borð í Gull-
borgina og þegar þeir voru á
heimleið, á landstími, afréðu
Binni og Sævar sonur hans að
prufa riffilinn. Þeir nálguðust
Eyjar á öruggri siglingu, veður
var ágætt, hæg alda og því valt
Gullborgin bara þægilega, vanir
sjómenn og sægarpar stigu öld-
una létt og án þess að þurfa að
hugsa um það eitt augnablik.
Feðgarnir voru tveir á dekk-
inu, Binni setur riffilinn að and-
litinu og líkar vel. Fór vel í
hendi. Sævar bendir honum að
fjörunni, þar sé selur og því til-
valið að prufa vopnið. Binni mið-
ar á selinn, en hleypir ekki af.
Heldur áfram að horfa til lands,
miðið klárt en stendur kjurr.
Veiðieðlið í Sævari var í hama-
gangi, svo hann spyr pabba sinn
hvers vegna hann skjóti ekki,
var óþreyjufullur að fá að vita
hversu góður nýi riffillinn var.
Binni þegir í fyrstu en segir síð-
an; ég er ekki viss um að þetta
sé selur, held að þetta sé maður.
Sævar var sem fyrr segir að
springa af spenningi. Hann
stynur:
Skjóttu samt pabbi, skjóttu
samt. ■
Saga af... veiðieðli
SIGURJÓN M. EGILSSON sigurjon@frettabladid.is
NÝJAR ÍSLENSKAR
ÞJÓÐSÖGUR
með Sigurjóni
Svar: Í hugum flestra er kynferði aug-
ljóst mál þar sem fólk er ýmist með XX
eða XY kynlitninga. Sé einstaklingur
með XX kynlitninga hafa myndast
eggjastokkar á fósturskeiði sem fram-
leiða kvenkynhormón (estrógen) og í
kjölfarið af því fæðist stúlkubarn með
eðlileg kvenkynfæri. Sé einstaklingur
aftur á móti með XY hafa myndast eistu
í honum á fósturskeiði sem framleiða
karlkynhormón (testósterón) og í kjöl-
farið fæðist drengur með eðlileg karl-
kynfæri.
Hvað er millikynjun?
Raunin er þó sú að kynferði liggur ekki
alltaf svona ljóst fyrir. Annað slagið
kemur fyrir að barn fæðist með svo
óeðlileg kynfæri að ómögulegt er að
greina hvort það er stúlku- eða svein-
barn. Þá er talað um tvíræð kynfæri og
kynferðistvíræðni. Slíkir einstaklingar
eru kallaðir millikynjungar og skilgrein-
ingin á þeim er „einstaklingur sem fæð-
ist með kynfæri og/eða síðkomin kyn-
einkenni á milli beggja kynja“.
Millikynjun er nokkuð yfirgripsmikið
hugtak og nær yfir alls konar misalvar-
leg fyrirbæri sem falla undir skilgrein-
inguna hér að ofan. Tvíkynjun er hug-
tak sem kom fram um miðja 20. öld
og er notað í sumum tilfellum enn
þann dag í dag. Það er meðfætt
ástand sem einkennist af því að í sama
einstaklingi er bæði eggjastokka- og
eistnavefur sem leiðir til þess að bæði
ytri og innri kynfæri eru með hvirt
tveggja karl- og kvenlega eiginleika.
Þessir einstaklingar hafa ekki allar
frumur eins hvað varðar kynlitninga,
það er sumar frumur hafa XX litninga
en aðrar XY og mætti kalla slíkt
kyntíglu. Eru þeir ef til vill erfiðustu til-
felli millikynjunar.
Þroskun kynfæra á fósturstigi
Í hefðbundnum fósturþroska veldur svo-
kallað SRY gen á Y litningi því að fóstur-
kynkirtlar þroskast í eistu. Ef genið vantar
verða fósturkynkirtlarnir eggjastokkar.
Frekari þroskun innri og ytri kynfæra
ákvarðast af kynhormónum sem kynkirtl-
arnir (eistu eða eggjastokkar) framleiða
og því hvernig frumurnar bregðast við
þeim. Ýmislegt getur farið úrskeiðis í
þroskun kynfæranna og getur barn því
fæðst með ýmsar útgáfur af kynfærum
þannig að erfitt reynist að kyngreina það.
Breytileiki í samsetningu kynlitninga
Í líffræði í framhaldsskólum er nemend-
um kennt að karlmenn séu með XY og
konur XX kynlitninga. Þeir sem eru á
náttúrufræðibraut komast seinna á
námsferlinum að því að í reynd er um
þó nokkra aðra möguleika á kynlitn-
ingasamsetningu að ræða þar sem ein-
staklingar geta haft einn eða fleiri auka
kynlitninga. Þessir einstaklingar geta
haft einhver einkenni hins kynsins en
eru þó það væg tilfelli að það fer yfir-
leitt ekki milli mála af hvoru kyninu þeir
eru. Einnig eru þekktir XX karlar, og XY
konur og margir aðrir einstaklingar eru
til sem fylgja ekki hefðbundnu mynstri.
Kynlitningarnir og samsetning þeirra í
einstaklingum hafa mikilvæg áhrif á
þroskun kynferðis en ekki er eingöngu
hægt að líta til þeirra varðandi kynferði
frekar en hægt er að nota kynkirtlavef
til þess að ákvarða „hið sanna kynferði“
eins og áður var gert. Í reynd er kyn-
ferði ákvarðað af miklum fjölda þátta
og þegar þessir þættir eru í mótsögn
hver við annan er enginn einn þáttur
mikilvægari við kynákvörðun.
Gen á öðrum litningum geta haft áhrif
Þess ber að geta að gen á öðrum litning-
um en kynlitningum og afurðir þeirra hafa
einnig áhrif. Hormón eru til að mynda
annar mikilvægur þáttur svo og næmni
frumna fyrir þeim. Þess má geta að all-
ir“eðlilegir“ einstaklingar mynda svolítið af
karl- og kvenkynhormónum í nýrnahett-
um sínum. Ein algengasta orsök millikynj-
unar er gen sem veldur því að nýrnahett-
ur mynda of mikið af testósteróni og ef
einstaklingurinn er kona (XX) verður
svokölluð karlgerving hennar reyndin, en í
mismiklum mæli þó eftir einstaklingum.
Hvernig þessir þættir spila saman ákvarð-
ar lokaútkomuna varðandi kynferði.
Tíðni millikynjunar
Nokkuð er á reiki hversu algeng milli-
kynjun er og fer það eftir því hvaða
rannsóknir eru skoðaðar hvaða tölur
eru nefndar. Sumir sérfræðingar áætla
að tíðni millikynjunar í einhverri mynd
sé um 1% af lifandi fæðingum, það er
með einhvers konar kynferðistvíræðni,
en í 0,1-0,2% tilfella sé um það mikla
tvíræðni að ræða að sérfræðileg læknis-
meðferð, meðal annars skurðaðgerð, er
talin nauðsynleg til að fela hana. Aðrar
rannsóknir áætla að tíðni millikynjunar
sé miklu lægri eða um 0,018%.
Samtök millikynjunga
Víða um lönd hafa verið stofnuð sam-
tök millikynjunga og stuðningsmanna
þeirra og er fjöldi millikynjunga í þeim
bandarísku um 125.000. Innan þessara
samtaka heyrast raddir um að einstak-
lingar með óhefðbundin kynfæri eða
mjög tvíræð kynfæri eigi rétt á að vera
þannig og að ekki eigi að gera skurðað-
gerðir á börnum heldur viðurkenna til-
vist þeirra. Sérfæðingar eru einnig farnir
að mælast til þess við lækna að þeir
framkvæmi ekki skurðaðgerðir á börn-
um fyrr en þau geti sjálf valið hvort kyn-
ið þeim finnst þau vera.
Þuríður Þorbjarnardóttir, líffræðingur.
VÍSINDAVEFUR
HÁSKÓLA ÍSLANDSEr hægt að vera tvíkynja?