Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 8
Þ að voru sorglegar fréttir sem bárust frá Félagi ábyrgrafeðra í vikunni. Einn af hverjum þremur meðlagsgreið-endum á Íslandi er í vanskilum, eða um fjögur þúsund manns af alls tólf þúsund meðlagsgreiðendum. Í upplýsingum frá félaginu kemur fram að fjöldi skilnaðarbarna hér á landi er um tuttugu og eitt þúsund. Má því gera ráð fyrir að ekki sé greitt meðlag með um sjö þúsund íslenskum börnum. Framfærslubyrði þessara barna hverfur þó að sjálfsögðu ekki heldur færist yfir á samfélagið og hið opinbera stendur skil á meðlaginu til þess foreldris sem býr barninu heimili. Það er svo í höndum ríkisskattstjóra að innheimta skuld meðlags- greiðandans og mun það ganga misbrösuglega. Talsmenn Félags ábyrgra feðra vilja að stjórnvöld kanni ástæður vanskilanna og geri tillögur að úrbótum fyrir þessa skuldseigu einstaklinga. Ein ástæðan sem þeir nefna að baki vandamálinu er að lágmarksmeðlag er hærra á Íslandi en í ná- grannalöndunum. Hver skyldi sú upphæð vera? Jú, 16.586 krón- ur á mánuði eða nánast það sama og heilsdagvistun í leikskólum Reykjavíkur kostar. Og nú er spurt, getur þessi upphæð mögu- lega verið lægri? Hvað um þann kostnað sem sá er heldur barn- inu heimili á þá eftir að greiða fyrir húsnæði, mat, fatnað og tómstundir barnsins? Ef eitthvað er þá er lágmarksmeðlag of lágt á Íslandi. Skila- boð samfélagsins til þeirra sem geta ekki alið upp börn sín sam- an eru mjög undarleg því hvernig þjóðfélag er það sem blessar að faðir/móðir geti greitt 16.586 króna meðlag á mánuði með barni sínu og sé þar með laus allra mála um fjárhagslega af- komu þess, ef viðkomandi er þannig innréttaður? Eins og stað- an er núna getur það í raun verið ódýrara að eiga barn sem mað- ur býr ekki með heldur en að búa því heimili. Sem betur fer eru þeir mun fleiri sem leggja meira með börnum sínum en lágmarksmeðlagið kveður á um en hátt hlut- fall meðlagsgreiðenda sem er í vanskilum segir okkur hins veg- ar að núverandi kerfi sé gallað. Félag ábyrgra feðra hefur lagt fram hugmyndir um tekjutengingu meðlaga sem er tímabært að skoða. Með tekjutengingu gætu þeir sem ekki ráða við lágmarks- meðlag rétt sína stöðu, ekki má ætla neinum manni að vilja ekki taka fjárhagslega ábyrgð á börnum sínum, en líka tryggja að þeir sem hafi rúm fjárráð taki örugglega meiri þátt í kostnaði við umönnun og uppeldi barna sinna en lög segja nú til um. ■ 13. mars 2005 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Það er tímabært að skoða tekjutengingu barnameðlaga svo þeir sem ekki ráða við lágmarksmeðlag geti rétt sína stöðu en líka tryggja að þeir sem hafa rúm fjárráð taki örugglega meiri þátt í kostnaði við umönnun og uppeldi barna sinna en lögin segja nú til um. Að taka ábyrgð FRÁ DEGI TIL DAGS „Ef eitthvað er þá er lágmarksmeðlag of lágt á Íslandi. Eins og staðan er núna getur það í raun verið ódýrara að eiga barn sem maður býr ekki með held- ur en að búa því heimili.“ ,, Fastur milli hæða Fjölmiðlar hafa reynt ítrekað að fá út- varpsstjóra, Markús Örn Antonsson, til þess að tjá sig um stöðuna í Ríkisútvarp- inu. Starfsmenn útvarpsins hafa lýst van- trausti á útvarpsstjóra og eðlilegt að al- menningur hafi áhuga á að vita hvernig hann kunni því að leiða hóp starfsmanna sem ekki treystir faglegri leiðsögn hans. Fréttastofa Stöðvar 2 hef- ur komist næst því að fá svör frá Markúsi þegar frétta- kona stöðvarinnar spurði hann með litlum árangri út í framhaldið. Markús hugðist smeygja sér inn í lyftu, en ekki vildi bet- ur til en svo að óratími leið áður en lyftan kom. Flóttaleiðin var því ekki fljóttekin í það skiptið. Síðan hefur eigin- lega ekkert til Markúsar spurst og hann ekki svarað spurningum fjölmiðla. Ekki einu sinni vinnufélagar hans í Efstaleitinu hafa náð að krefja hann svara. Í ljósi þessara hægvirku lyfta má velta því fyrir sér hvort Markús kunni að vera fastur á milli hæða. Heppilegir og harmonískir eigendur Það er ekki á hverjum degi sem rit- stjórnir hafa þurft að fjalla um sig og sitt eigið fyrirtæki. Frétta- stofa útvarpsins hefur gert það með sóma undanfarna daga þar sem greint hefur verið frá deilum í kringum ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf frétta- stjóra. Pólitíkusar og aðrir hafa verið spurðir og svörum þeirra gerð skil í fréttatímum. Morgunblaðið komst líka í fréttirnar vegna deilna um sölu 16 prósenta hlutar í útgáfufélaginu Árvakri. Sagan um togstreituna í hluthafahópnum var börnuð víða um bæ og var komin í stóra samsæriskenningu um fæðingu nýs fjölmiðlarisa. Þær kenningar hafa ekki fengist staðfestar, en fyrir liggur að kergja var á milli Engeyjarættarinnar og H. Ben. fjölskyldunnar vegna málsins. Mogginn lét hins vegar eins og ekkert væri að ger- ast og flutti litla frétt um málið undir fyr- irsögninni: „Aðrir hluthafar hafa forkaups- rétt.“ Hvergi var minnst á togstreituna vegna kauptilboðsins, enda Morgunblað- ið „heppið með eigendur“, eins og rit- stjórinn komst að orði í umræðum þegar eignarhald fjölmiðla var í umræðunni. haflidi@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Mönnum reynist tiltölulega auð- velt að ganga fyrir pólitísk björg, blindaðir af þröngum hagsmunum flokksins. Þetta gerist þegar flokkurinn ræður för, fremur en skynsemi. Þetta gerist þegar sannfæringin víkur fyrir liðs- heild, almennur sans tapar fyrir ekkisens vitleysu. Flokkshollustan getur rænt menn ráði. Auðveldlega. Sæmi- lega víðsýnt fólk horfir upp á þennan þjófnað nánast daglega, altént vikulega, enda þarf ekki annað en að fletta blöðunum eða kveikja á viðtækinu til að heyra sauðþráa flokksfylgjendur tala á skjön við almenna skynsemi. Af þverustu sauðum flokkanna er þetta kallað einurð, stundum stefnufesta. Og stundum tryggð. Á hátíðarstundum er þessu svo yfirleitt gefið nafnið flokksholl- usta. Af flestu fólki sem stendur sæmilega laust og liðugt utan flokksgirðing- arinnar er þetta yfirleitt kallað stífni, stundum þvergirðingsháttur. Þröng- sýni. Jafnvel heimska. En svona er lífið í flokknum. Flokkslíf er á vissan hátt afsal á umburð- arlyndi. Enda breytist áhuginn yfirleitt í ofurtrú – og þá er alla jafna stutt í ofstækið. Að allir aðrir séu úti á þekju, villigötum, vit- lausir. Við þekkjum þetta meira og minna úr öllum flokkum. Það er sama hvað þeir heita. Sagan sýnir að allir stjórnmálaflokkar – sem á annað borð hafa komist til einhverra valda – hafa gleymt sér í ofur- trúnni á eigin völd. Þeir sjá ekki samfélagið fyrir eigin ágæti. Þeir sjá ekki út fyrir eigin flokk. Þetta er náttúrlega blindni. En samt ekki skil- greint sem sjúkdómur. Og þaðan af síður sem lög- leysa; í versta falli siðleysi, en samt ... það má svo sem alltaf deila um það. Og af því þetta er alltaf einhvers staðar á mörkunum verður um- ræðan alla jafna óljós og fjarar svo út og þagnar án niðurstöðu. Flokkar sem gleyma sér í eigin ágæti eru vitaskuld þeirrar nátt- úru að breiða úr sér. Og forystu- sauðirnir vita sem er að það er eins gott að tryggja sér bestu beit- arlöndin. Þess þá heldur að tryggja sér almennilega stöðu í haganum. Sumir sauðirnir eru reyndar á því að óskráðar reglur veiti þeim leyfi til að halda bestu löndunum fyrir sig; svo vel hafa þeir komið sér þar fyrir að enginn þorir að styggja þá. Þeirra er sneiðin og snarrótin. Snöpina mega svo aðrir hirða. Hvað með það. Í nýliðinni viku hefur um fátt annað verið rætt en þessi póli- tísku beitarlönd. Stöku raddir hafa titrað. Og harmkvæli heyr- ast. Svo mun vera í nokkra daga í viðbót. Svo róast sveitin. Væntan- lega. Við lifum í samfélagi þar sem flokkar hafa sitt fram. Við höfum þróað með okkur þjóðfélagskerfi þar sem flokkum er frjálst að kasta eign sinni á embætti og stofnanir. Við höfum skapað kjöraðstæður fyrir karlmannlega vaxna flokka sem raða flokksgæð- ingum sínum á básana, burtséð frá reynslu og hæfileikum. Þetta á við um vinstri menn og hægri menn og þetta á við um miðju- menn. Og þegar kratar haga sér svona, reiðast hægrimenn. Og þegar íhaldið lætur svona, kvarta vinstri menn. Og þess á milli mæðast miðjumenn, sveittir á snoppunni. Eina breytan er sumsé sú hver hefur völdin. Og hver ekki. Stundum er sagt að flokkspóli- tík snúist um völd. Það er ekki alls kostar rétt. Flokkspólitík snýst miklu fremur um það að sýna völd. Og nota þau – og gildir þá einu hvort um ofnotkun eða mis- notkun er að ræða; aðalatriðið er að nota valdið. Og njóta valdsins. Það getur verið býsna gaman að horfa á flokkssmalana draga fé sitt í dilka; standa álengdar og fylgjast með skömmunum sem rignir yfir einstaka villuráfandi sauð – og gælunum við þá hina sem fylgja forystusauðnum í einu og öllu; blint og bókstaf- lega. Þetta pólitíska dýra- líf er á vissan hátt heill- andi stúdía – en samt er það svo að eftir því sem meira og betur er fylgst með jarminu a tarna ... þá þakkar maður sínum sæla fyrir að standa utan rétt- arinnar – eins og hver annar frjáls maður sem þarf ekki að vera öðrum háður um tuggu. Flokksblindni er nefni- lega á köflum ekkert ann- að en opinberun hreinnar heimsku. Af og til vitnar hún um framsal gáfna og greindar. Á stundum gengur hún svo langt að vart er lengur hægt að tala um blindni heldur miklu fremur örkuml. Þá er hreinlega öllu snúið á hvolf – og það sem sagt er vera „æskilegt“ í fari manna er talið ráða meira en það „nauðsynlega“ eins og nýlegt dæmi hef- ur sýnt okkur um sönnun þess að flokkurinn hafi rétt fyrir sér. Og svo leggja menn greind sína á hilluna eitt andartak til að segjast algerlega sann- færðir um að lakasti um- sækjandinn sé klárlega sá allra hæfasti. Allt fyrir pólitíkina. Flokks- hollustuna. Tryggðina. Þeir vita sem er að allt róast að lokum. Og pólitísk heimska hefur vinninginn. Dæmin sýna það. Allt var á sínum tíma vitlaust þegar olíurisarnir stálu af þjóð sinni. Eina fórnarlambið var Þórólfur Árnason. Allt var á sínum tíma vitlaust þegar Íslandi var flækt í Íraks- stríð. Eina fórnarlambið var Ró- bert Marshall. Allt er núna vitlaust út af ráðn- ingu fréttastjóra Útvarps. Eina fórnarlambið verður Jóhann Hauksson. ■ Pólitísk örkuml TÍÐARANDINN SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Við lifum í samfélagi þar sem flokkar hafa sitt fram. Við höfum þróað með okkur þjóð- félagskerfi þar sem flokkum er frjálst að kasta eign sinni á embætti og stofnanir. Við höfum skapað kjöraðstæður fyrir karlmannlega vaxna flokka sem raða flokksgæð- ingum sínum á básana, burtséð frá reynslu og hæfileikum. ,, TE IK N : H EL G I S IG - W W W .H U G VE R K A. IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.