Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 58
Fáir knattspyrnumenn hafa náð að snerta viðkvæma strengi
spænskra jafnt og skölótti bangsinn Ivan de la Pena. Honum
var spáð glæstri framtíð er hann braust fram í sviðsljósið fyrir
réttum áratug í draumaliði Johans Cruyff hjá Barcelona þar
sem hann lék við hvurn sinn fingur innan um Romario,
Stoichkov og Laudrup í framlínunni. De la Pena náði þrátt fyr-
ir augljósa hæfileika aldrei að festa sig í sessi sem lykilmaður,
var meira og minna varaskeifa fyrir stórmennin. Með komu
Van Gaal í þjálfarasætið versnaði staða hans til muna og þar
kom að hann tók tilboði Lazio.
Ítalíuvistin fór ekki vel með de la Pena og lagðist lakt gengi á
leikvelli á sálina á honum. Viðurnefni hans, litli Búdda, virtist
fremur vísa til útlits hans en innri manns því sálræn ró og
styrkur var ekki de la Pena gefið og hann lagðist í mikið
þunglyndi. Var á tímabili afar illa komið fyrir honum og var
hann óleikfær vegna veikinda. Hann fór að láni til Marseille í
Frakklandi og gekk sæmilega en ljóst var að hvorki geðlæknar
né sálfræðingar gætu hjálpað honum að ná fullum bata og
eina færa leiðin væri að leita í faðm altumlykjandi fjölskyld-
unnar í Barcelona. Hann gekk í raðir Espanyol og þótti ekki
góð latína hjá aðdáendum Barcelona. En þeir vonuðu nú
samt að de le Pena myndi ná sér og kannski koma heim til
Barca þegar hann hefði náð fyrri styrk. Og sjá, de la Pena reis
úr öskustónni og hefur verið einn albesti maðurinn í deildinni
í vetur og átt einna stærstan hlut í frábæru gengi Espanyol.
Annar leikmaður sem hefur hröklast frá Barca er Argentínu-
maðurinn Juan Riquelme. Hann þykir koma sterklega til
greina sem knattspyrnumaður ársins á Spáni í ár, hefur verið
prímusmótor í skemmtilegu liði Villareal sem berst við
Espanyol og fleiri lið um Meistaradeildarsæti. Villareal-menn
hafa verið frámunalega lunknir að fá menn að láni eða hirða
gamlingja sem taldir voru útbrunnir og gefa þeim lokaséns í
keppni þeirra bestu. Sóknarboltinn og samúð með lítilmagn-
anum hefur kallað fram vinalegar kenndir hjá spænskum og
Villareal það lið sem í mestum hávegum er haft hjá aðdáend-
um annarra liða.
Séu menn fengnir að láni kemur að því að það þarf að skila
þeim og miðað við stórleik Riquelme í vetur ættu Börsungar
að bíða í ofvæni eftir honum. En spennan virðist ekkert vera
að drepa Rikjaard og hans menn og svo kann að fara að
Riquelme haldi áfram að leika með Villareal eða verði seldur
eitthvert annað. Fyrir eru hjá Barca þeir Ronaldinho, Giuly og
Deco auk þess sem Riquelme virtist aldrei þola pressuna hjá
Barca og stuðningsmenn liðsins margir á því að hann sé einn
af þeim leikmönnum sem sé betur borgið sem stórfiski í lítilli
tjörn en smásíli í hafsjó Barcelona.
Vonandi er að de la Pena og Riquelme fái að þroska hæfi-
leika sína enn frekar hjá sínum klúbbum þótt ekki séu þeir
stórir. Nóg er um samþjöppun og fákeppni í boltanum. Lið
þeirra mætast í deildinni í dag og verður gaman að sjá þessi
skemmtilegu sóknarlið mætast þótt litli Búdda sé reyndar
tæpur vegna meiðsla.
26 13. mars 2005 SUNNUDAGUR
MARS 2005
U.S. OPEN: Gull í -78 kg. Valinn
besti keppandi mótsins af yfir
1000 keppendum.
JANÚAR 2005
Norðurlandameistari.
APRIL 2004
Íslandsmeistari.
JANÚAR 2004
Norðurlandameistari.
DESEMBER 2003
Björn leggur Asíumeistarann
Yang Liu af velli á heimsúrtöku-
móti fyrir Ólympíuleikanna.
NÓVEMBER 2003
SCANDINAVIAN OPEN: Gull, sigr-
aði landsliðsmann Dana í úrslita-
bardaganum. Styrkleiki: B-mót.
OKTÓBER 2003
US MASTERS CUP: Gull og valinn
besti keppandi mótsins. Styrk-
leiki: B-mót.
OKTÓBER 2003
US CUP: Gull, og valinn besti
keppandi mótsins. Styrkleiki: B-
mót.
ÁGÚST 2003.
WONDERFUL COPENHAGEN: 2.
sæti. Styrkleiki: B-mót.
FEBRÚAR 2003
AMERICAN EAGLE CLASSIC TAE
KWON DO TOURNAMENT: Gull í
sínum þyngdarflokki. Valinn besti
keppandi mótsins.
OKTÓBER 2002
US CUP: Brons í -78 kg flokki
Styrkleiki: B-mót.
SCANDINAVIAN OPEN: Gull í -78
kg. Styrkleiki: B-mót.
ÁGÚST 2002.
WONDERFUL COPENHAGEN TKD
CHAMPIONSHIP: Gull í -78 kg
flokki. Valinn besti keppandinn á
mótinu annað árið í röð. Styrk-
leiki: B-mót.
DESEMBER 2001
THE 17TH INTERNATIONAL PARK
POKAL TKD: Brons. Styrkleiki: A-
mót.
OKTÓBER 2001
US CUP: Gullverðlaun í -78 kg
flokki. Valinn í úrvalslið mótsins.
ÁGÚST 2001
WONDERFUL COPENHAGEN TKD
CHAMPIONSHIP: Gullverðlaun í -
72 kg flokki karla og valinn besti
keppandinn á mótinu.
FEBRÚAR 2001
AMERICAN EAGLE CLASSIC TAE
KWON DO TOURNAMENT: Gull í
sínum þyngdarflokki.
NÓVEMBER 2000
OPNA EVRÓPSKA MEISTARA-
MÓTIÐ Í PARÍS: Gull í -72 kg
flokki og kosinn besti keppand-
inn á mótinu.
Íslandsmeistari 1997, 1998, 2000,
2001, 2002, 2004 (árið 1999
dvaldist Björn við æfingar í USA og
2003 í æfingarbúðum erlendis).
Taekwondo-maðurinn
Björn Þorleifsson úr Fim-
leikafélaginu Björk hefur
átt góðu gengi að fagna
síðan hann byrjaði að æfa
taekwondo fyrir 15 árum
síðan.
Björn er sigursælasti taekwondo-
maður okkar Íslendinga. Hann tók
nýlega þátt í US Open í Bandaríkj-
unum og bar sigur úr býtum. Á
mótinu voru heims- og Evrópu-
meistarar, alls 26 landslið. Björn
var að auki valinn besti keppandi
mótsins, sem kórónaði glæsilegan
árangur hans. „US Open er liður í
undirbúningi fyrir heimsmeist-
aramótið sem er í apríl,“ sagði
Björn í samtali við Fréttablaðið.
„Ég held á næstu dögum til Dan-
merkur, verð þar í æfingabúðum
með danska og sænska landslið-
inu ásamt einhverjum úr banda-
ríska landsliðsinu. Eftir heims-
meistaramótið er Evrópumót og
Smáþjóðaleikarnir svo eitthvað sé
nefnt.“
Taekwondo heillaði Björn á
unga aldri og hefur hann lagt
stund á íþróttina síðan hann var
12 ára gamall. „Ég hef alltaf haft
áhuga á að gera eitthvað svona og
langaði að byrja að æfa. Ég ætlaði
nú samt alltaf að fara í júdó eða
karate en svo dró vinur minn mig
með á taekwondo-æfingu. Ég hélt
áfram en hann hætti,“ sagði Björn
og brosti.
Bönnuð íþrótt
Taekwondo er kóresk íþrótt sem
var lengi vel bönnuð. Eftir seinni
heimsstyrjöldina var banninu
aflétt og spruttu þá upp
taekwondo-skólar. Taekwondo-
nemendur frá Kóreu héldu síðan
út fyrir landsteinana og stofnuðu
eigin skóla. Íþróttin fór að láta á
sér kræla hér á landi upp úr 1990
þegar fyrsti skólinn var stofnaður
í Hafnarfirði. Gróskan hefur vax-
ið með hverju árinu og náði ís-
lenska unglingalandsliðið sér í
tvenn gullverðlaun, ein silfur- og
bronsverðlaun á síðasta Norður-
landamóti. Framtíð taekwondo er
því björt hér á landi.
Blár og marinn eftir bardaga
Að sögn Björns eru átökin í íþrótt-
inni töluverð. „Þetta er bardaga-
íþrótt þar sem full snerting er
leyfð. Júdó gengur meira út á
glímu, boxið er meira með hönd-
um en í taekwondo eru fæturnir
meira áberandi. Þar eru til dæmis
spörk algengari,“ sagði Björn.
„Við erum með vesti og hjálma og
stigakerfið er rafrænt. Hver bar-
dagi samanstendur af þremur
þriggja mínútna lotum.“ Það er
greinilega ekki tekið út með sæld-
inni að keppa í taekwondo því
Björn var allur blár og marinn á
fótunum eftir átökin á US Open.
Björn fullyrti að það fylgdi íþrótt-
inni. „Eftir 5 bardaga eða 15 lotur
er þetta viðbúið. Þó að það sé
sparkað fyrir ofan mitti er maður
samt sem áður marinn á
sköflungnum og ristinni.“
Björn sagði að taekwondo ætti
gríðarlegum vinsældum að fagna
úti í heimi. „Það sést best á því að
100 milljónir manns æfa
taekwondo.“
Björt framtíð
Það er af nægu að taka þegar ár-
angurslisti Björns er skoðaður.
Hann á fjóra Norðurlandameist-
aratitla í farteskinu sem og sex Ís-
landsmeistaratitla. „Þetta er það
eina sem ég geri núna ásamt því
að þjálfa og ég fer einnig út stund-
um til að æfa. Mitt æðsta takmark
er að komast á Ólympíuleikanna
2008,“ sagði Björn en þangað
komast aðeins 16 keppendur í
heiminum. Björn var hársbreidd
frá því að komast á síðasta ári en
Evrópa fékk fjögur sæti á Ólymp-
íuleikunum og reyndist Björn
vera í fimmta sæti. „Ef allt geng-
ur vel á ég að komast næst.“
smari@frettabladid.is
STEFNIR Á
PEKING 2008
AFREKALISTI
Lítill Búdda rís úr þunglyndinu
EINAR LOGI VIGNISSON: BOLTINN Í SUÐUR-EVRÓPU
SUNNUDAGSVIÐTALIÐ > BJÖRN ÞORLEIFSSON
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
: H
AR
I