Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 67
www.rr.is Íslandsbanka kringlunni og smÁralind www.farfuglinn.is hljÓmval keflavÍk pennanum akranesi og vestmannaeyjum dagsljÓsi, akureyri og hljÓÐhÚsinu selfossi miÐaverÐ Á b-svÆÐi kr. 6.500,- uppselt er Á a svÆÐi miÐar Á b svÆÐi fÁanlegir hjÁ Vinsælt námskeið um öll helstu grundvallaratriði stafrænna myndavéla og meðferð stafrænna mynda í heimilistölvunni. Lengd námskeiðsins er 12 kennslustundir. Kennt er 2 kvöld frá kl. 17.30-21.30. Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 16. mars. Innritun og upplýsingar í síma 544 2210 Verð kr. 15.000,- (Innifalin er ný kennslubók á íslensku). Stafrænar myndavélar H A G N Ý T T T Ö L V U N Á M Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is Ævintýraveisla á afmælisári ■ LEIKLIST Þjóðleikhúsið frumsýnir í dag sann- kallaða ævintýraveislu, leikritið Klaufar og kóngsdætur sem unnið er upp úr nokkrum ævintýrum H.C. Andersen í tilefni af 200 ára afmæli skáldsins. „Það er svo mikil gleði og fegurð í þessum ævintýrum,“ segir Ágústa Skúladóttir sem er leikstjóri sýn- ingarinnar. Meginuppistaða sýningarinnar er sex af ævintýrum Andersens sem eru leikin hvert á fætur öðru, en sjöunda ævintýrið, sem er Ljóti andarunginn, fléttast inn í fram- vinduna auk þess sem H.C. Ander- sen sjálfur er yfirstjórnandi töfr- anna. „Hvert ævintýri hefur sinn lit og sérstakan blæ,“ segir Ágústa. „Sum eru mikið sprell og glens eins og Hans klaufi en önnur eru undur- samlega falleg eins og Næturgalinn. Svo er flamencotaktur í Svínahirð- inum, þannig að við bjóðum upp á mikla breidd í ævintýrunum.“ Leikendur eru Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Kjartan Guðjónsson, Randver Þor- láksson, Sigurður Skúlason, Þórunn Lárusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdótt- ir og Örn Árnason. Handrit sýningarinnar skrifuðu þeir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggva- son sem hafa starfað mikið saman með áhugaleikfélaginu Hugleik og auk þess skrifað leikrit meðal ann- ars fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar. „Þessi sýning er bæði fyrir börn og fullorðna. Þetta er mjög fullorð- ins barnasýning og barnaleg full- orðinssýning. Ég er með þrusuflott- an leikhóp sem ég fékk til liðs við mig og svo eru hreint undursamleg- ir búningar og leikmynd. Svo erum við með söngva og hljómsveit á sviðinu.“ Þeir Ármann og Þorgeir sömdu tónlistina í verkinu, en tónlistar- stjórn er í höndum Jóhanns G. Jó- hannssonar. Jóhann leikur á píanó en með honum leika þeir Hjörleifur Valsson á fiðlu og Tatu Kantomaa á harmoniku. ■ HANS CHRISTIAN OG LJÓTI ANDAR- UNGINN Sigurður Skúlason leikur ævin- týraskáldið H.C. Andersen í leiksýningunni Klaufar og kóngsdætur, sem unnin er upp úr ævintýrum hans. Jude Law hefur viðurkennt aðleiðin að hjarta hans sé í gegnum magann. Hjartaknúsarinn segist elska þegar konur kunna að elda. „Ég elska að borða,“ segir hann. Jude segir einnig að hann sé afar ólíkur kvennabósanum sem hann leikur í myndinni Alfie. „Allur þessi stefnumótaleikur var mjög erfiður fyrir mig, jafnvel þegar ég var nítján ára. Flestar tilraunir mínar til að pikka upp konur á næturklúbbum, misheppnuðust og mér leið hörmu- lega morguninn eftir.“ Elton John og Beckham-hjóninhafa ákveðið að kaupa sér sam- an hús í Suður-Afríku. Ætlun þeirra var að kaupa sumarleyfishús sem þau gætu deilt með sér. Elton er guðfaðir Brooklyns, sonar hjónanna. „Það besta við staðinn sem þau eru með í huga er útsýnið. Gluggarnir ná frá gólfi og upp í loft og þaðan er útsýni út á sjó,“ sagði heimildar- maður. FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.