Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 27
Matreiðslumaður
Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf.,
IGS, sem stofnsett var 1. janúar 2001,
býður viðskiptavinum sínum,
íslenskum og erlendum flugfélögum,
upp á alla flugtengda flugvallar-
þjónustu við flugfélög og farþega á
Keflavíkurflugvelli.
Félagið er eitt af dótturfélögum
Flugleiða hf. Hjá fyrirtækinu starfa
að jafnaði um 400 starfsmenn
og þar er rekin markviss
starfsþróunar- og símenntunarstefna.
Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS) vill ráða
yfirmatreiðslumann í veitingadeild í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar. Leitað er að góðum og jákvæðum
liðsmanni í öflugan hóp. Staðan er laus og þarf
viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.
Hæfniskröfur:
• Réttindi og reynsla í faginu
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Góð tölvukunnátta
• Góð þekking á birgðakerfum og birgðastýringu
• Öguð, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
• Hæfni í mannlegum samskiptum og stjórnun mannahalds
• Útsjónarsemi og heiðarleiki.
Umsóknir berist starfsmannaþjónustu IGS,
Fraktmiðstöð IGS, byggingu 11, 235 Keflavíkurflugvelli,
fyrir 18. mars 2005. Hægt að senda ferliskrá á: svala@igs.is
Einnig veitir rekstrarstjóri veitingadeildar upplýsingar
í síma 4250322
Lögfræðingur
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um
starf lögfræðings á lögfræðiskrifstofu Stjórn-
sýslu- og starfsmannasviðs.
Stjórnsýslu- og starfsmannasvið er eitt af þremur
nýjum miðlægum sviðum í stjórnkerfi Reykjavíkurborg-
ar. Sviðið ber m.a. ábyrgð á nýbreytni á sviði stjórn-
sýslu, stjórnsýslueftirliti, lögfræðilegum verkefnum,
jafnréttismálum og starfsmanna- og mannauðsmálum.
Helstu verkefni lögfræðiskrifstofu eru sem
hér segir:
• Lögfræðilegar álitsgerðir og ráðgjöf til borgarstjórnar,
borgarráðs, borgarstjóra, og stofnanir Reykjavíkur
borgar um lögfræðileg álitaefni.
• Greinargerðir til úrskurðaraðila. Ráðgjöf til deilda og
stofnana Reykjavíkurborgar í þeim efnum.
• Málflutningsstörf á vegum borgarsjóðs og
stofnana borgarinnar.
• Samningsgerð.
• Lögfræðileg yfirferð útboðsgagna.
• Útgáfa vínveitingaleyfa.
• Fyrirsvar vegna skaðabótakrafna sem beint er gegn
borgarsjóði og stofnunum Reykjavíkurborgar.
• Yfirumsjón með lögfræðilegri innheimtu
vanskilakrafna borgarsjóðs.
• Uppgjör slysabóta á grundvelli kjarasamninga.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Embættispróf í lögfræði.
• Málflutningsréttindi æskileg.
• Staðgóð þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg.
• Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
• Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.
Um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt kjarasamn-
ingi Reykjavíkurborgar og Stéttarfélags lögfræðinga.
Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Kristbjörg Stephensen skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu,
s. 563 2000 (kristbjorg.stephensen@rvk.is).
Umsóknarfrestur er til og með 21. mars nk.
Umsóknum skal skilað rafrænt á umsoknir@rvk.is eða í
Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík,
merktum lögfræðingur.
Vakin er athygli á þeirri stefnu Reykjavíkurborgar að
jafna hlut kynja í störfum.
7
ATVINNA