Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 13. mars 2005 11                                 ! "#   $       %   &  )  #   *++) ), #  ++) )-   #  ++) ). # /# ++)        0  1"   /  0     2 #  "#  3  4  /# !#  #  "##   #  3       5$   /      "  6  1$/      5$  #           . # +7+8            !   " #  $  %  #                            - mest lesna blað landsins Á MÁNUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Fyrstur á lista Forbes Fyrsti Íslendingurinn komst á lista Forbes yfir ríkasta fólk heims. Björgólfur Thor Björg- ólfsson er meðal tíu rík- ustu einstaklinga undir fertugu. Björgólfur Thor Björgólfsson er fyrsti Íslendingurinn sem kemst á lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Björgólfur er sam- kvæmt listanum í sæti 488 á listan- um. Forbes beinir töluverðri athygli að Björgólfi Thor og fjallar um hann í ítarlegri grein. Blaðamaður Forbes, Luisa Kroll, sótti Ísland heim í janúar síðastliðnum til þess að kynna sér Björgólf Thor og um- svif hans. Í samtali við Forbes seg- ir Björgólfur orðstír skipta mestu. „Völd og peningar eru vegur til virðingar,“ segir hann og kennir enskumælandi spakmæli Háva- mála: „Deyr fé, deyja frændur, en orðstír deyr aldrei, hveim er sér góðan getur.“ Björgólfur segist hafa öðlast þá virðingu sem hann vill. „Nú get ég hafið seinni hálf- leik lífshlaupsins.“ Forbes metur nettóeignir Björg- ólfs á 1,4 milljarða dollara eða ríf- lega 80 milljarða króna. Björgólfur er einn 38 Evrópubúa sem koma nýir á listann í ár. Hann er sextándi yngstur á listanum og sá níundi ef teknir eru burt þeir sem hafa erft auðævi sín. Ef horft er á aldurs- samsetningu listans er Björgólfur Thor í áttunda til níunda sæti yfir ríkustu menn heims undir fertugu. Þar trónar á toppnum Roman Abramovich, eigandi fótboltaliðs- ins Chelsea. Eignir hans eru metn- ar á 13,3 milljarða dollara eða 785 milljarða króna. Blaðamaður Forbes rekur sögu fjárfestingar Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar í Rúss- landi og segir frá heimkomunni og kaupum þeirra á Landsbankanum. Þá eru raktar aðrar fjárfesting- ar Björgólfs hér heima og í Austur- Evrópu. Blaðamanni Forbes verður starsýnt á frumkvöðlaandann sem virðist ríkja hjá ungum kaupsýslu- mönnum. Hún nefnir nokkra við- skiptajöfra undir fertugu; þá Jón Ásgeir Jóhannesson, Ágúst og Lýð Guðmundssyni og Hannes Smára- son sem allir hafa vakið athygli á alþjóðavettvangi fyrir viðskipti sín. Listi Forbes er birtur árlega og vekur mikla athygli. Innkoma Björgólfs Thors á hann vekur at- hygli á honum sem alþjóðlegum fjárfesti. Við það bætist að um hann er fjallað í greininni í tímarit- inu, þannig að auk þessarar viður- kenningar er umfjöllunin verðmæt auglýsing fyrir þennan unga frum- kvöðul. Bandaríkjamenn eru mest áber- andi í efsta hluta listans og aðeins einn Evrópubúi nær inn á topp tíu. Það er stofnandi og aðaleigandi IKEA, Ingvar Kamprad. Björgólfur Thor hefur tekist að komast á listann eftir tíu ára þrot- lausa vinnu. Hann er ungur maður og metnaðarfullur og fróðlegt verður að fylgjast með ferð hans upp listann í framtíðinni. haflidi@frettabladid.is RÍKUSTU MENN HEIMS: Nafn aldur *eignir 1 William Gates III 49 46,5 2 Warren Buffett 74 44,0 3 Lakshmi Mittal 54 25,0 4 Carlos Slim Helu 65 23,8 5 Prince Alwaleed Bin Talal Alsaud 48 23,7 6 Ingvar Kamprad 78 23,0 7 Paul Allen 52 21,0 8 Karl Albrecht 85 18,5 9 Lawrence Ellison 60 18,4 10 S Robson Walton 61 18,3 488 Björgólfur Thor 38 1,4 * í milljörðum dollara FYRSTUR ÍSLENDINGA Björgólfur Thor Björgólfsson er 488. ríkasti maður heims sam- kvæmt tímaritinu Forbes sem birtir árlega slíkan lista. Eignir hans eru metnar á yfir 80 milljarða íslenskra króna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.