Fréttablaðið - 13.03.2005, Síða 11

Fréttablaðið - 13.03.2005, Síða 11
SUNNUDAGUR 13. mars 2005 11                                 ! "#   $       %   &  )  #   *++) ), #  ++) )-   #  ++) ). # /# ++)        0  1"   /  0     2 #  "#  3  4  /# !#  #  "##   #  3       5$   /      "  6  1$/      5$  #           . # +7+8            !   " #  $  %  #                            - mest lesna blað landsins Á MÁNUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Fyrstur á lista Forbes Fyrsti Íslendingurinn komst á lista Forbes yfir ríkasta fólk heims. Björgólfur Thor Björg- ólfsson er meðal tíu rík- ustu einstaklinga undir fertugu. Björgólfur Thor Björgólfsson er fyrsti Íslendingurinn sem kemst á lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Björgólfur er sam- kvæmt listanum í sæti 488 á listan- um. Forbes beinir töluverðri athygli að Björgólfi Thor og fjallar um hann í ítarlegri grein. Blaðamaður Forbes, Luisa Kroll, sótti Ísland heim í janúar síðastliðnum til þess að kynna sér Björgólf Thor og um- svif hans. Í samtali við Forbes seg- ir Björgólfur orðstír skipta mestu. „Völd og peningar eru vegur til virðingar,“ segir hann og kennir enskumælandi spakmæli Háva- mála: „Deyr fé, deyja frændur, en orðstír deyr aldrei, hveim er sér góðan getur.“ Björgólfur segist hafa öðlast þá virðingu sem hann vill. „Nú get ég hafið seinni hálf- leik lífshlaupsins.“ Forbes metur nettóeignir Björg- ólfs á 1,4 milljarða dollara eða ríf- lega 80 milljarða króna. Björgólfur er einn 38 Evrópubúa sem koma nýir á listann í ár. Hann er sextándi yngstur á listanum og sá níundi ef teknir eru burt þeir sem hafa erft auðævi sín. Ef horft er á aldurs- samsetningu listans er Björgólfur Thor í áttunda til níunda sæti yfir ríkustu menn heims undir fertugu. Þar trónar á toppnum Roman Abramovich, eigandi fótboltaliðs- ins Chelsea. Eignir hans eru metn- ar á 13,3 milljarða dollara eða 785 milljarða króna. Blaðamaður Forbes rekur sögu fjárfestingar Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar í Rúss- landi og segir frá heimkomunni og kaupum þeirra á Landsbankanum. Þá eru raktar aðrar fjárfesting- ar Björgólfs hér heima og í Austur- Evrópu. Blaðamanni Forbes verður starsýnt á frumkvöðlaandann sem virðist ríkja hjá ungum kaupsýslu- mönnum. Hún nefnir nokkra við- skiptajöfra undir fertugu; þá Jón Ásgeir Jóhannesson, Ágúst og Lýð Guðmundssyni og Hannes Smára- son sem allir hafa vakið athygli á alþjóðavettvangi fyrir viðskipti sín. Listi Forbes er birtur árlega og vekur mikla athygli. Innkoma Björgólfs Thors á hann vekur at- hygli á honum sem alþjóðlegum fjárfesti. Við það bætist að um hann er fjallað í greininni í tímarit- inu, þannig að auk þessarar viður- kenningar er umfjöllunin verðmæt auglýsing fyrir þennan unga frum- kvöðul. Bandaríkjamenn eru mest áber- andi í efsta hluta listans og aðeins einn Evrópubúi nær inn á topp tíu. Það er stofnandi og aðaleigandi IKEA, Ingvar Kamprad. Björgólfur Thor hefur tekist að komast á listann eftir tíu ára þrot- lausa vinnu. Hann er ungur maður og metnaðarfullur og fróðlegt verður að fylgjast með ferð hans upp listann í framtíðinni. haflidi@frettabladid.is RÍKUSTU MENN HEIMS: Nafn aldur *eignir 1 William Gates III 49 46,5 2 Warren Buffett 74 44,0 3 Lakshmi Mittal 54 25,0 4 Carlos Slim Helu 65 23,8 5 Prince Alwaleed Bin Talal Alsaud 48 23,7 6 Ingvar Kamprad 78 23,0 7 Paul Allen 52 21,0 8 Karl Albrecht 85 18,5 9 Lawrence Ellison 60 18,4 10 S Robson Walton 61 18,3 488 Björgólfur Thor 38 1,4 * í milljörðum dollara FYRSTUR ÍSLENDINGA Björgólfur Thor Björgólfsson er 488. ríkasti maður heims sam- kvæmt tímaritinu Forbes sem birtir árlega slíkan lista. Eignir hans eru metnar á yfir 80 milljarða íslenskra króna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.