Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 28
S T A R F S N E M A R Í A F R Í K U Þróunarsamvinnustofnun Íslands vekur athygli ungs háskólafólks á, að umsóknarfrestur um stöður starfsnema í samstarfslöndum stofnun- arinnar í Afríku rennur út 20. mars n.k. Starfs- námið er ætlað ungu fólki, sem lokið hefur grunnnámi í háskóla og áhuga hefur á að kynna sér þróunarstörf í samstarfslöndum ÞSSÍ í Afríku, en þau eru Namibía, Malaví, Mósambík og Uganda. Nánari upplýsingar er að finna á Starfatorgi (starfatorg.is) og á heimasíðu ÞSSÍ (iceida.is) 8 ATVINNA Hákon Bragi Valgeirsson, mat- reiðslumaður á Grand Hótel og fé- lagi í matreiðsluklúbbi mat- reiðslumanna, Freistingu, er að- eins á 25. aldursári en búinn að ná takmarki sínu sem hann hefur unnið að síðan hann var 15 ára – að verða kokkur. Hann er alsæll í starfinu og gæti ekki hugsað sér neina aðra vinnu. „Ég var staðráðinn í því frá barnæsku að verða kokkur. Ég byrjaði að elda áður en ég var búinn með grunnskóla og ég hef verið að stefna að því alla ævi að læra að verða matreiðslumeistari og vinna við það. Ég veit ekki af hverju ég fékk þessa bakteríu en frændi minn kallaði mig alltaf Konna kokk þegar ég var lítill og þannig byrjaði þetta. Þetta er algjört draumastarf. Ég er búinn að vakna á hverjum morgni síðastliðin átta ár og bíða eftir því að fara í vinnunna. Ég er gjörsamlega alsæll í mínu starfi,“ segir Hákon sem hefur greinilega fundið ástina í sínu lífi, af svo mikilli ástríðu talar hann um starf- ið sitt. „Strax eftir grunnskóla fór ég á samning í eitt ár á A. Hansen. Síðan árið 1996 fékk ég samning hér á Grand Hót- el og vann í fjögur ár undir lærimeist- ara mínum, Elíasi Hartmann. Ég vann mig sem sagt upp úr afgreiðslunema og upp í kokkinn og útskrifaðist sem sveinn í matreiðslu árið 2000. Síðan út- skrifaðist ég úr meistaraskólanum árið 2002 en það er eins og hálfs árs nám og með það í vasanum er ég titlaður mat- reiðslumeistari og get tekið nema að mér á samning. Nú er ég einmitt með sex nema á samning hjá mér,“ segir Hákon sem hefur aldeilis fengið mikla reynslu í gegnum árin. „Ég vann sumarið 1999 á veitinga- stað sem heitir Sleepy Hollow í New York. Það er rosa flottur veitingastaður rétt fyrir utan Manhattan. Þar er náttúr- lega brjálaður erill og ég lærði mjög mikið á þeim tíma. Árið 2002 fékk ég frí á Grand Hótel um sumarið og fór til Sví- þjóðar og vann sem yfirkokkur á hóteli. Ég hef sem sagt náð mér í mjög góðan reynslubanka síðan ég byrjaði fimmtán ára.“ Þó að Hákon virðist hafa komið sér vel fyrir í kokkastéttinni þá er hann hvergi nærri hættur að færa sig upp á við. „Ég hef tekið þátt í keppninni „mat- reiðslumaður ársins“ en aldrei unnið. En það kemur að því. Það var einmitt keppni á Akureyri núna um helgina en í staðinn fyrir að fara sendi ég þrjá nema frá mér í keppnina nemi ársins. Ég hef líka í hyggju að fara til Noregs í frekara eldhús- og hótelnám á haustmánuðum,“ segir Hákon sem hefur auðvitað leitt hugann að því að opna sitt eigið hótel eða veitingastað. „Það væri auðvitað mjög gaman því þetta er skemmtilegur bransi. Sérstaklega núna hér á Íslandi út af öllum ferðamönnunum sem heim- sækja landið. Ég kannski dríf í þessu þegar ég er orðinn eldri og sjóaðri.“ lilja@frettabladid.is Hákon byrjaði sem nemi á Grand Hótel en leiðbein- ir nú sex nemum. Hlakkar til að fara í vinnuna á hverjum morgni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.