Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 2
2 13. mars 2005 SUNNUDAGUR Munntóbaksskortur á höfuðborgarsvæðinu: Dósin hefur þrefaldast í verði TÓBAK Munntóbaksskortur er á höfuðborgarsvæðinu. Munntóbak er ólöglegt samkvæmt lögum en þrátt fyrir það er mikið verslað með þessa vöru á svarta markaðn- um. Munntóbaksmarkaðurinn er á ýmsan hátt líkur fíkniefnamark- aðnum. Heildsalar flytja inn munn- tóbak í stórum stíl og selja það síð- an til smásala. Smásali sem Frétta- blaðið ræddi við sagði að miðað við það hvernig markaðurinn væri núna væri alveg ljóst að löggæslu- yfirvöld hefðu lagt hald á stóra sendingu af munntóbaki. Venjulega væri ein dós af munntóbaki seld á 500 til 600 krónur en nú væri verð- ið komið upp í allt að 1.800 krónur fyrir dósina. Svo virðist sem munn- tóbaksskorturinn teygi anga sína út fyrir höfuðborgarsvæðið því Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að dósin sé nú seld á allt að þús- und krónur á Akureyri. Lögreglan í Reykjavík kann- aðist ekki við málið. Hún sagðist þó nokkuð oft fá ábending- ar um munn- tóbakssala og hafa handtekið nokkra slíka. Snorri Olsen, tollstjóri í Reykjavík, sagðist ekki vita til þess að embættið hefði lagt hald á sendingu. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli vildi ekkert tjá sig um málið. Þeir sem eru teknir með munn- tóbak eru sektaðir um sjö krónur á hvert gramm eða um 350 krónur fyrir hverja dós. - th Fuglalíf á Hornafirði: Smyrill réðst á páfagauk DÝRALÍF Smyrill gerði ítrekaðar til- raunir til að hremma páfagauk á Hornafirði en páfagaukurinn hafði verið settur í búr út í garð þar sem hann átti að njóta veður- blíðunnar. Börn voru vitni að árásum smyrilsins og héldu í fyrstu að um uglu væri að ræða. Eigandi páfa- gauksins, Heimir Karlsson, segir að páfagaukurinn hafi brugðist skelkaður við í fyrstu en vaxið sjálfstraust þegar smyrillinn náði ekki til hans. „Smyrillinn steypti sér með látum á búrið og hamaðist á því en án árangurs. Viðureignin stóð í þrjá tíma og áður en henni lauk reyndi páfagaukurinn að slá til smyrilsins,“ segir Heimir. Björn G. Arnarson, fugla- áhugamaður á Höfn, og Heimir náðu í sameiningu að fanga smyrilinn í háf og reyndist hann illa haldinn og að öllum líkindum veikur. Björn tók fuglinn og reyndi að hressa hann við en hann dó eftir rúman sólarhring. - kk DAMASKUS, AP Yfirvöld í Sýrlandi hafa lofað að láta Sameinuðu þjóðunum í té tímaáætlun um brottflutning sýrlenskra her- manna frá Líbanon í næstu viku. Terje Roed-Larsen, sendiboði Sameinuðu þjóðanna, lýsti þessu yfir eftir fund með Bashar al- Assad, forseta Sýrlands, í sýr- lensku borginni Aleppo í gær. Roed-Larsen sagði að á fund- inum hefði Assad sagst ætla að draga allt herlið og leyniþjón- ustuna frá Líbanon. Samkvæmt því ætla sýrlensk yfirvöld að virða ályktun Sameinuðu þjóð- anna númer 1559 sem samþykkt var í september síðastliðnum og kveður á um brottflutning hers- ins frá Líbanon. Roed-Larsen sagði að Assad myndi kynna tímaáætlunina fyrir Kofi Ann- an, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, á fundi í New York í næstu viku. „Fundurinn með Assad var mjög góður og ég er mjög von- góður eftir að forsetinn fullviss- aði mig um að Sýrlendingar hygðust virða ályktun 1559,“ sagði Roed-Larsen. Sýrlendingar hafa verið með herlið í Líbanon síðan árið 1976 þegar borgarastyrjöld geisaði í landinu. Um fjórtán þúsund sýr- lenskir hermenn eru í Líbanon núna og í fyrrakvöld fór hluti af um sex þúsund manna herliði, sem er í norðurhluta landsins, aftur til Sýrlands. Sýrlendingar hafa orðið fyrir auknum þrýstingi frá Vestur- löndum, sem og arabalöndunum, eftir að Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var myrtur í síðasta mánuði. Stjórn- arandstaðan í Líbanon sagði Sýr- lendinga standa á bak við morðið. Sýrlenskir ráðamenn fund- uðu með líbönskum ráðamönn- um 5. mars. Eftir fundinn til- kynnti Assad að herliðið yrði flutt á brott í tveimur áföngum. Roed-Larsen sagði að í fyrri áfanganum yrðu her- og leyni- þjónustumenn fluttir í Bekaa- dalinn í Líbanon fyrir lok þessa mánaðar. Í seinni áfanganum yrði allt herliðið flutt á brott, starfsmenn hersins og leyni- þjónustunnar og allt sem þeim fylgir. ■ Ofsaakstur á Selfossi: Ók á 150 km hraða OFSAAKSTUR Lögreglan á Selfossi þurfti aðfaranótt laugardags að hafa afskipti af ökumanni sem ók á 137 kílómetra hraða við brúna vestast í bænum. Þar er hámarkshraði 50 kílómetrar. Þegar lögreglan hugðist stöðva ökumanninn gaf hann enn betur í og var stöðvaður á 150 kílómetra hraða nokkru síð- ar. Ökumaðurinn reyndist 18 ára gamall utanbæjarmaður en ekki var um ölvunarakstur að ræða. Drengurinn verður sviptur öku- leyfi. - ej Þyrla Landhelgisgæslunnar: Sótti slasaðan vélsleðamann VÉLSLEÐASLYS Þyrla landhelgisgæsl- unnar sótti í gærdag slasaðan vélsleðamann í Strútslaug, en sleði mannsins hafði fallið niður bratta. Samkvæmt upplýsingum vakthaf- andi læknis á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi er maðurinn ekki í lífshættu en brotinn á útlimum. Björgunarsveitarmenn úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar komu á slysstað um klukkan þrjú og óskuðu eftir aðstoð þyrlu Land- helgisgæslunnar. Þyrlan fór frá Reykjavík klukkan 15.26 og björg- unarsveitir úr Rangárvallasýslu voru í viðbragðsstöðu. Björgunar- sveitarmenn fluttu slasaða mann- inn í snjóbíl sveitarinnar og hlúðu að honum þar meðan beðið var komu þyrlunnar. Hún fór af slys- stað rúmlega fjögur áleiðis með sjúklinginn til Reykjavíkur. - ej ÁFRAM KERGJA Vonir standa til að fundað verði með út- varpsstjóra á mánudagsmorgun. Félag fréttamanna: Fundur með Markúsi RÍKISÚTVARPIÐ „Það er sama patt- staða í málinu og verið hefur að öðru leyti en því að við munum eiga fund með Markúsi Erni á mánudagsmorgun,“ segir Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna á Ríkisút- varpinu. Enn er kergja í starfsfólki þar vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Markús Örn Ant- onsson útvarpsstjóri hefur ekki fundað með fólki eins og ráðgert var en Jón Gunnar segist fullviss að það geri hann á mánudaginn. „Honum er ekki stætt á öðru en að svara okkur og því fyrr því betra en á meðan stöndum við föst fyrir í okkar afstöðu og teljum að endur- skoða þurfi ráðningu Auðuns.“ -aöe STÖKK AF SVÖLUM Ung kona stökk ofan af svölum á þriðju hæð á Ísafirði aðfaranótt laugar- dags. Konan hafnaði á svölum fyrir neðan og slasaðist ekki illa. SPURNING DAGSINS Ingvi Hrafn. er þinn tími þá liðinn? Minn tími er nýkominn og rétt að byrja. Ingvi Hrafn Jónsson sagði í samtali við Fréttablað- ið á laugardag að tími stóru fréttaþulanna væri að líða undir lok og nefndi þar til erlenda kollega sína eins og Rather, Jennings og Brokaw. SÆNSKT TÓBAK Mest er flutt inn af munntóbaki frá Svíþjóð. Hið sænska General munn- tóbak er algengast. Á LEIÐINNI HEIM Sýrlenskir hermenn sem hafa verið kallaðir heim til Sýrlands frá Líbanon halda á mynd af Assad, forseta Sýrlands. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BRÁÐIN LOKUÐ Í BÚRI Smyrillinn var horaður og illa haldinn en leit ekki við hráum hamborgurum sem honum voru boðnir. Assad lofar að draga herinn burt Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fer á fund Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í næstu viku. Hann ætlar að láta Annan fá tímaáætlun um brottflutning her- og leyniþjónustumanna frá Líbanon. ■ LOTTÓ GEKK EKKI ÚT Enginn var með all- ar fimm tölur réttar í Lottóinu í gærkvöld og bætast því rúmar ell- efu milljónir króna við fyrsta vinning í næstu viku. Tölurnar að þessu sinni voru 5, 19, 20, 34, 35 og bónustalan var 2. Atlanta: Morðinginn handtekinn BANDARÍKIN, AP Lögreglu í Atlanta í Bandaríkjunum tókst seinni partinn í gær að hafa hendur í hári mannsins sem skaut þrjá til bana í réttarsal í fyrradag. Verið var að rétta yfir við- komandi þegar hann greip byssu réttarvarðar og drap dómarann, dómsritara og einn til áður en hann flýði á brott. Eftir einhverja mestu leit sem gerð hefur verið í fylkinu náðist maður- inn í úthverfi borgarinnar og hafði hann tekið konu sem gísl. Tókst þó að handtaka manninn án þess að henni væri mein gert. ■ Í HALDI LÖGREGLU Lögreglan náði manninum við íbúð- arhús í Atlanta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.